Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SLÖKKVILIÐSMENN sem börðust í
yfir sólarhring við eld sem kviknaði
í geymslukjallara í Fákafeni 9 á mið-
vikudag unnu að því í gær að draga
eldsmat í lagerhúsnæði Teppalands
út undir bert loft gegnum göt sem
brotin voru í norðvesturhlið hússins.
Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins,
sagði að útilokað væri að slökkva í
parketi, teppum, lími og öðru sem
glæður lifðu í aðfaranótt fimmtu-
dags og því þyrfti að moka elds-
matnum út úr húsinu.
Unnið var að því í gærmorgun að
stækka gat á norðurhlið hússins með
múrbrjóti svo að unnt væri að ná út
eldsmatnum. Algert tjón varð í lag-
errými Teppalands og var ekki talið
óhætt að senda slökkviliðsmenn
þangað inn vegna hættu á hruni.
Hrólfur sagði að ekki hefði verið
hægt að koma vatni inn að miðju
eldsins í tepparúllum í lagernum og
því ekki hægt að slökkva eldinn
nema dreifa úr eldsmatnum.
Eftir hádegið í gær var búið að
brjóta gat á stærð við bílskúrsdyr á
norðurvegg hússins og var stoðum
skotið undir þakið svo að hægt væri
að komast inn á léttgröfum. Þetta
var nokkuð tafsamt verk en á móti
kom að slökkviliðsmenn höfðu stjórn
á aðstæðum. Auk múrbrotsins var
unnið að því að dæla um 1.000 rúm-
metrum af vatni af gólfum hússins.
Unnið við að dæla vatni
úr kjallaranum í nótt
Um sexleytið í gær var svo
slökkvistarfi við húsið lokið en unnið
var að því að dæla vatni úr kjallara
þess. Jón Viðar Matthíasson vara-
slökkviliðsstjóri sagði þá í samtali
við Morgunblaðið að þegar búið að
var að moka út eldsmat og aka í
burtu á 8–10 vörubílum hefðu menn
verið sendir inn í húsið og þeir sett
upp stoðir til þess að halda lofti
kjallarans uppi í rýminu þar sem
eldurinn kom upp. Jón Viðar sagði
að vinnu yrði haldið áfram við að
dæla vatni úr kjallaranum og ekki
væri hægt að gera neitt varðandi
verðmætabjörgun fyrr en því starfi
væri lokið. Hann sagði að í dag yrði
svo haldinn fundur með öllum hags-
munaaðilum og staðan endurmetin.
Jón Viðar sagði að erfitt væri að
gera sér grein fyrir hversu langan
tíma slökkvistarfið tæki. „Ég mætti
hingað rétt eftir klukkan þrjú í gær
og þá bjuggumst við við að þetta
tæki einn til tvo tíma. Við erum hins
vegar enn hérna svo það er ómögu-
legt að segja til um hversu langan
tíma þetta tekur í heild,“ sagði Jón
Viðar í gærkvöld.
Við hlið lagersins er Listasafn
Reykjavíkur með listaverkageymslu
þar sem geymd eru a.m.k. 50 lista-
verk, m.a. frummyndir eftir Ásmund
Sveinsson. Hrólfur Jónsson sagði að
hægt væri að byrja reykræstingu í
húsinu að lokinni úthreinsun í lager
Teppalands og í framhaldinu yrði
farið að opna önnur afmörkuð rými í
húsinu.
„Við teljum að listaverkin séu best
geymd á sínum stað þangað til við
erum búnir að þessu. Við vitum að
þau eru a.m.k. ekki brunnin, enda er
enginn eldur í því rými,“ sagði hann.
Bjarni Kjartansson, deildarstjóri
forvarnadeildar Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins, sagði að húsið í
Fákafeni 9 hefði hvorki verið inn-
réttað með samþykki byggingar-
yfirvalda né Eldvarnaeftirlitsins.
Síðustu teikningar hússins, nokk-
urra ára gamlar, sem samþykktar
hefðu verið af byggingafulltrúa
hefðu gert ráð fyrir einu opnu rými í
stað nokkurra lokaðra eins og nú er.
„Það er augljóst að þetta hús er
hvorki hannað né byggt til þess að
standast það brunaálag sem er í
kjallaranum,“ sagði Bjarni. Hann
sagði að í vor hefði Eldvarnaeftir-
litið gert kröfur á hendur eiganda
hússins um úrbætur í brunavörnum
en hafði ekki yfirsýn yfir að hve
miklu leyti þær hefðu verið upp-
fylltar. Meginathugasemdirnar voru
þær að húsið væri ekki í samræmi
við samþykktar teikningar bygg-
ingafulltrúa. „Þeir ágallar sem við
höfum séð á húsinu hafa aðallega
lotið að hættu á eignatjóni þar sem
þetta eru nánast eingöngu lagerar
og geymslur í kjallaranum. Þarna
hafa ekki verið fastir vinnustaðir og
af þeim ástæðum höfum við ekki far-
ið í þvingunaraðgerðir gegn eigand-
anum.“
Ljóst er að brunatjónið er gríðar-
mikið. Flest fyrirtækin í húsinu eru
tryggð hjá Sjóvá-Almennum trygg-
ingum og eru matsmenn að meta
tjónið þar. Einar Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, tel-
ur að tjónið hlaupi á hundruðum
milljóna króna en segir að trygg-
ingafélagið ráði vel við það.
Yfir sólarhring tók að slökkva eldinn í Fákafeni 9
Slökkviliðið telur
vissa hættu á hruni
Ekki var talið öruggt að fara inn í kjallara hússins og var vatni því
sprautað inn í það. Unnið var að því að draga eldsmatinn út um gatið.
Morgunblaðið/Jim Smart
Reykur frá brennandi teppum og fleiru barst lengi vel út um gatið á
norðurvegg hússins sem gert var með múrbrjótnum á myndinni.
UMBOÐSMAÐUR Alþingis kemst
að þeirri niðurstöðu í nýju áliti að inn-
heimta á skipagjöldum af gamla varð-
skipinu Þór á árunum 1998 og 1999,
þegar búið var að koma upp veitinga-
og sýningaraðstöðu í skipinu, hafi
ekki átt sér stoð í lögum. Beinir um-
boðsmaður því til samgönguráðu-
neytisins að það taki mál þáverandi
eiganda skipsins fyrir að nýju, komi
fram ósk þess efnis. Þá átelur um-
boðsmaður ráðuneytið fyrir þann
drátt sem varð á að svara fyrirspurn-
um hans. Svarbréf frá samgöngu-
ráðuneytinu barst umboðsmanni
rúmu ári eftir að fyrirspurn var send
ráðherra. Ítrekar umboðsmaður þar
tilmæli úr fyrri álitum sem vörðuðu
ráðuneytið og hyggst vekja athygli
Alþingis á þessu.
Fyrrverandi eigandi gamla varð-
skipsins Þórs leitaði til umboðsmanns
Alþingis í mars árið 2001 og kvartaði
yfir innheimtu skipagjalds sam-
kvæmt ákvæðum laga nr. 35/1993 um
eftirlit með skipum. Í kvörtuninni
voru gerðar athugasemdir við um-
rædda innheimtu í ljósi þess að skipið
hafði ekki haft haffærisskírteini frá
árinu 1997. Ekki stóð til að afla þess
enda hafði gamli Þór, síðast slysa-
varnaskipið Sæbjörg, verið notað sem
veitingahús og vettvangur safns og
sögusýningar. Hafði eigandi skipsins
fengið neitun frá Siglingastofnun og
samgönguráðuneytinu um niðurfell-
ingu skipagjalds árin 1998 og 1999. Í
álitinu beinir umboðsmaður þeim til-
mælum til samgönguráðherra að
hann sjái til þess að gerðar verði eins
fljótt og kostur er breytingar á
ákvæðum laga um eftirlit með skip-
um, eða að ráðuneytið taki afstöðu til
þess hvort og þá með hvaða hætti um-
rætt ákvæði feli í sér heimild til töku
þjónustugjalda með endurskoðun á
ákvæðum reglugerðar um töku skipa-
gjalds. Síðan segir:
„Þá eru það tilmæli mín að skipu-
lagningu starfa í samgönguráðuneyt-
inu verði framvegis hagað þannig að
ekki verði svo óhæfilegur dráttur á
því að færa framkvæmd þeirra mála
sem undir ráðuneytið heyra til sam-
ræmis við kröfur stjórnarskrár og
laga eins og raunin hefur orðið í því
tilviki sem fjallað hefur verið um hér
að framan. Þá hef ég, sbr. 11. gr. laga
nr. 85/1997, ákveðið að vekja athygli
Alþingis á þessu áliti.“
Fram kemur í álitinu að eftir að
umboðsmaður hafði sent samgöngu-
ráðherra bréflega fyrirspurn í apríl
árið 2001 hafi hann sent fjögur ítrek-
unarbréf fram í október sama ár, en
án árangurs. Hafði umboðsmaður þá
símsamband við starfsmenn ráðu-
neytisins á útmánuðum 2001 og í
byrjun þessa árs og „var því ítrekað
lýst yfir að svar myndi berast mér
innan fárra daga eða eins skjótt og
unnt væri“, eins og umboðsmaður
kemst að orði í áliti sínu. Svarbréf
barst síðan frá ráðuneytinu 8. maí síð-
astliðinn, eða rúmu ári eftir að ráð-
herra var send fyrirspurnarbréf. Um
þennan feril segir síðast í álitinu:
„Ég tel að sá dráttur sem varð á því
að samgönguráðherra og ráðuneyti
hans svaraði erindi mínu hafi ekki
verið í samræmi við þau sjónarmið
sem lög nr. 85/1997, um umboðsmann
Alþingis, byggja á. Í áliti mínu frá 1.
júlí 2002 í máli nr. 2957/2000, þar sem
sambærileg aðstaða var uppi, beindi
ég þeim tilmælum til samgönguráð-
herra að þess yrði gætt við skipulagn-
ingu starfa í ráðuneyti hans að erind-
um sem umboðsmaður sendi því í
tilefni af kvörtunum sem honum bær-
ust yrði svarað innan hæfilegs tíma.
Ég ítreka nú þessi tilmæli mín og legg
á það áherslu að samgönguráðherra
sjái til þess að sambærileg málsmeð-
ferð verði ekki framvegis viðhöfð í
störfum ráðuneytis hans.“
Gerðar hafa verið ráðstafanir til
að tryggja skjótari afgreiðslu
Í fréttatilkynningu frá samgöngu-
ráðuneytinu segir að í ljósi álits um-
boðsmanns liggi fyrir að breyta verði
gildandi gjaldtökuákvæðum án tillits
til breytinga á fyrirkomulagi skipa-
skoðunar.
Einnig kemur fram að lagt verði
fram á haustþingi nýtt frumvarp til
laga um eftirlit með skipum. Í því séu
lagðar til breytingar á skipagjaldi
sem komi til móts við þær athuga-
semdir sem gerðar hafi verið við nú-
verandi fyrirkomulag. Þá hafi verið
unnið að umfangsmikilli endurskoðun
á heildarfyrirkomulagi skipaskoðun-
ar í landinu, þ.á m. hvort unnt sé að
einfalda skoðunina og lækka kostnað.
Þeirri endurskoðun sé ekki lokið.
Gert hafi verið ráð fyrir að breyta
gjaldtökuákvæðum vegna skipa-
gjalda um leið og fyrirkomulagi
skipaskoðunar yrði breytt.
„Vegna áður framkominna athuga-
semda umboðsmanns Alþingis um
hæga afgreiðslu ráðuneytisins gagn-
vart málum tengdum umboðsmanni,
vill ráðuneytið taka fram að gerðar
hafa verið ráðstafanir svo tryggja
megi skjótari afgreiðslu en orðið hef-
ur í þeim tveimur málum tengdum
samgönguráðuneytinu sem umboðs-
maður hefur fjallað um nýverið.“
Umboðsmaður Alþingis skilar áliti um skipagjald af gamla varðskipinu Þór
Innheimtan átti sér
ekki stoð í lögum