Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 39
Nokkrir lausir veiðidagar í næstu
viku, mánudag til föstudags
Eingöngu fluguveiði
Langá á Mýrum
Upplýsingar
í síma 864 2879,
899 2878
eða 437 23777.
NÝVERIÐ buðu eigendur Ruby Tu-
esday á Akureyri fötluðum íþrótta-
iðkendum úr íþróttafélögunum Akri
og Eik á Akureyri til kvöldverðar.
Þetta er í annað skipti sem veitinga-
staðurinn sýnir fötluðum þessa gest-
risni. Fyrir tveimur árum var öllum
starfsmönnum Vinnustofunnar Áss í
Reykjavík boðið að borða á staðnum,
en starfsmennirnir eru flestir virkir
þátttakendur í íþróttum fatlaðra.
Félagar í Akri og Eik voru að von-
um ánægðir með gott boð og tóku
hraustlega til matar síns.
Ruby Tuesday bauð
fötluðum í mat
„HELGINA 10.–11. ágúst verður
boðið upp á fjölbreytta dagskrá í
Árbæjarsafni. Á laugardaginn
verða tónleikar kl. 14. Í sumar hef-
ur safnið lagt áherslu á að kynna
ungt og efnilegt tónlistarfólk og að
þessu sinni eru það hljóðfæraleik-
ararnir Hrafn Ásgeirsson sem spil-
ar á saxafón og Davíð Þór Jónsson
á píanó og rafhljóð sem gleðja gesti
safnsins. Verkin sem þeir félagar
leika eru byggð á spuna, sum hver
djasskennd. Tónleikarnir eru í hús-
inu Lækjargötu 4 í Árbæjarsafni.
Sunnudaginn 21. júlí verður
mjólkurdagur í safninu. Húsbænd-
ur og hjú í Árbæ draga fram gömul
áhöld úr búrinu: byttur, trog,
skyrsíur og strokka og breyta
mjólk í mat. Börn og fullorðnir fá
að hjálpa til við að strokka og fræð-
ast um vinnslu mjólkur á árum áð-
ur. Þá verður yngstu gestunum
boðið í ferð með hestvagni um safn-
svæðið en einnig verða leikföng við
Kornhúsið, hressir krakkar geta
gengið um á stultum og slegið nýtt
met með húllahringjum. Börn og
fullorðir geta farið í búleik og hand-
fjatlað leggi og skeljar. Vert er að
minna á skepnurnar í safninu, hér
er að finna kýr og kálf, hesta og fol-
ald, kindur og lömb. Einnig eru
heimalningar við Árbæ. Klukkan
13.30 verður messa í gömlu safn-
kirkjunni, prestur er séra Kristinn
Ágúst Friðfinnsson. Klukkan 14
hefst síðan sýning á sjónleiknum
Spekúlerað á stórum skala en þar
býður Þorlákur Ó. Johnson gestum
upp á skemmtidagskrá og varpar
ljósi á lífið í Reykjavík á 19. öld.
Húsfreyjan í Árbæ býður gestum
og gangandi upp á nýbakaðar
lummur og á baðstofuloftinu verður
spunnið og saumaðir roðskór. Í
Dillonshúsi eru ljúffengar veitingar
en alla sunnudaga í sumar er boðið
upp á heimilislegt kaffihlaðborð,“
segir í fréttatilkynningu frá Árbæj-
arsafni.
Tónleikar og mjólkur-
vinnsla á Árbæjarsafni
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að ákeyrslu á gráa Toyota
Corolla (UI-411) mánudaginn 5.
ágúst. Ekið var á vinstri hlið bifreið-
arinnar þar sem hún stóð mannlaus á
Vitastíg skammt norðan við Berg-
þórugötu. Atvikið átti sér stað milli
kl. 17 og 23 og fór tjónvaldur af vett-
vangi án þess að gera viðvart um at-
vikið. Vitni að atvikinu, svo og tjón-
valdur sjálfur, eru beðin um að hafa
samband við lögregluna í Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum
MÁLFUNDUR sósíalíska viku-
blaðsins The Militant verður haldinn
í dag föstudaginn 9. ágúst kl. 17.30 í
Pathfinderbóksölunni, Skólavörðu-
stíg 6b (bakhús).
„Nauðsyn kommúnísks flokks
verkafólks og byltingarsinnaðra
æskulýðssamtaka til að svara stríðs-
rekstri og kreppu kapítalismans,“
verður umjöllunarefni fundarins að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu.
Nauðsyn komm-
únísks flokks
EFNT verður til fjölskyldugöngu
Landssamtaka hjartasjúklinga um
land allt í 12. sinn á morgun laug-
ardag. Í Reykjavík hefst gangan kl.
14 og verður gengið frá SVR-bið-
stöðinni í Mjódd um Elliðaárdal,
tvær vegalengdir, 2,5 og 5 km.
Björgunarsveitin Ársæll mun fylgja
göngunni eftir. Skólahljómsveit Sel-
tjarnarness leikur létt lög fyrir
göngu og við Félagsheimili Rafveit-
unnar þar sem veittur verður svala-
drykkur sem er í boði Félags hjarta-
sjúklinga á Reykjavíkursvæðinu og
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík.
Fjölskylduganga
FÖSTUDAGINN 9. ágúst hitt-
ast félagar í Félagi húsbílaeig-
enda hjá Ölfusvatni í Grafningi
þar sem gist verður. Fyrir þá
sem vilja verður boðið upp á
leiðsögn um Nesjavelli kl. 14 á
laugardag.
Félag hús-
bílaeigenda
Í MORGUNBLAÐINU hinn 7.
ágúst sl. birtist frétt um ráðstefnu
Íslensku menntasamtakanna. Þar
misritaðist nafn aðalfyrirlesara en
hann heitir David G. Lazear. Beðist
er velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT