Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 35

Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 35 og fjölskyldur, við munum ávallt minnast hennar Rögnu Dóru okkar með gleði í hjarta, hún var svo frá- bær manneskja. Sofðu rótt vinkona. Þín Friðrika. Elsku vinkona. Það er komið að kveðjustund svo allt of fljótt. Ragna mín, mig langar að þakka þá einstöku vináttu sem við áttum, við vorum sjaldnast sammála um hlutina en bárum alltaf fulla virðingu fyrir skoðunum hvorrar annarar. Þú varst traustur og hlýr vinur sem allt- af var hægt að leita til, það þurfti hvorki að vega og meta hugsanir og orð heldur varpa þeim frá sér – með kjarna og hismi – í þeirri vissu að trygg hönd sigti þau, haldi því eftir sem er þess virði og láti andblæ góð- vildar feykja hinu á brott. Þú ræktaðir vel garðinn þinn fjöl- skyldu, vini, samstarfsfólk og aðra sem á vegi þínum voru, þó svo lík- amleg heilsa leyfði það ekki alltaf. Þú varst búin að undirbúa alla í kring um þig núna áður en þú kvaddir til að lina sársauka okkar sem eftir standa. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Söknuðurinn er sár en minning- arnar lýsa upp sem sólargeisli og við eigum þær alltaf. Elsku Ragna, Guð geymi þig og takk fyrir samfylgdina, ég er rík að hafa fengið að kynnast þér. Megi góður Guð vaka yfir strákun- um þínum sem þú varst svo stolt af. Elsku Jónas, Garðar, Sigrún, Ragnar, Sóley, Jonni og Lilla, Guð styrki ykkur í sorginni. Katrín. Kæra vinkona, ég kveð þig með trega og mér er þungt fyrir brjósti að þurfa að kveðja þig svo fljótt. En það voru mín forréttindi að fá að kynnast þér. Alltaf til staðar þegar á þurfti að halda, ekki bara fyrir mig heldur alla. Alltaf varstu tilbúin að hlusta og gefa góð ráð á þinn einstaka hátt. Ég minnist með gleði allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman og þessar minningar mun ég ávallt geyma. Þú varst hetja í augum okkar allra, þú sýndir ótrúlegan styrk í þín- um veikindum og sýndir okkur að gleðin og kærleikurinn er það sem gildir. Ég trúi því að þú hafir verið kölluð til starfa á æðri stöðum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Jónas Atli, Garðar Darri, Sigrún, Ragnar, Sóley, Jonni, Lilla og aðrir ástvinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að gefa okkur styrk í sorg okkar. Edda Björk, Sigurjón og fjölskylda. Vinkona mín Ragna Dóra er látin. Alltof stuttu lífi er lokið. Við kynntumst fyrir ríflega tutt- ugu árum er við stunduðum nám í Hjúkrunarskóla Íslands og útskrif- uðumst saman árið 1982. Þá kom hún mér fyrir sjónir sem ákveðin, ung kona sem myndaði sér skoðanir á hlutunum og var óhrædd við að tjá þær. Leiðir okkar lágu aftur saman fáum árum síðar er við fórum í sér- nám og lærðum svæfingahjúkrun. Þá myndaðist með okkur vinátta sem hefur vaxið og styrkst eftir því sem árin hafa liðið þótt við höfum að mestu búið hvor í sínum landshlut- anum. Ragna Dóra var hláturmild, heið- arleg, metnaðarfull og hörkudugleg og lagði sig fram um að gera vel það sem hún tók að sér. Hún var einstak- lega gestrisin og trölltryggur vinur. Í lífi sínu valdi Ragna Dóra ekki alltaf auðveldustu leiðina en hún valdi ætíð þá leið sem henni í hjarta sínu fannst sönnust og réttust. Ragna Dóra eignaðist tvo drengi, Jónas og Garðar. Þeir voru gimstein- arnir hennar eins og hún kallaði þá. Þeir voru ætíð í fyrsta sæti hjá henni og allar meiri háttar ákvarðanir tók hún í samræmi við það sem myndi henta þeim best. Til dæmis hér á ár- um áður þegar hún var orðin ein með Jónas impruðum við, vinkonur henn- ar í Reykjavík, á því við hana hvort hún vildi ekki bara flytja í bæinn. Hún hélt nú ekki. Það kæmi ekki til greina. Jónas ætti góðan föður á Ak- ureyri og afa og ömmur og hann yrði að vera staðsettur þannig að hann gæti haft samskipti við þau. Þótt hún gæti kannski hugsað sér að búa í Reykjavík þá hentaði það ekki Jónasi og þar með var það ekki inni í mynd- inni. Hún lagði hart að sér að búa sér og drengjunum fallegt og öruggt heimili. Fyrir sex árum veiktist Ragna Dóra af krabbameini. Þessi ár hafa verið erfið baráttuár. Um tíma héld- um við að erfiðleikarnir væru að baki og bjartari tímar framundan. Því miður var það rangt. Fyrir um þrem- ur vikum vorum við Ragna Dóra að spjalla saman. Þá sagði hún: „Ég er búin sjá að það að lenda í þessum veikindum sem ég hef lent í er ekki það versta sem getur komið fyrir mann.“ Ég horfði á hana með spurn- arsvip og hún svaraði að bragði: „Nei þetta er ekki það versta, því það væri verra ef þessi veikindi hefðu lagst á börnin mín og ég hefði þurft að horfa á þau ganga í gegnum þetta.“ Það verður tómlegt að koma norð- ur á Akureyri og geta ekki hitt Rögnu Dóru. Ég trúi því hins vegar að líf sé að loknu þessu lífi og Ragna Dóra hafi aðeins farið þangað örlítið fyrr en við hin. Sonum Rögnu Dóru, foreldrum og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Bryndís Þorvaldsdóttir. Elsku Ragna Dóra mín eða gamla geit eins og ég kallaði þig. Elskan mín, þú varst, ert og verður mín vin- kona mín um alla ævi. Ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur, það er svo sárt að sitja hér og skrifa minn- ingargrein um þig. Ég hélt og vonaði að þú mundir sigra þetta krabbamein en því miður hafði það betur. En, elsku Ragna Dóra mín, ég á eftir að sakna þín svo sárt og mikið, þú gafst mér svo mikið og hafðir alltaf tíma til að hlusta á mig og vera til staðar þótt að þú værir orðin svona veik. Ég er þakklát og tel mig vera ríka af því að að hafa kynnst þér og þínum strákum sem eru alveg yndislegir og fá að vera vinkona þín. Vinskapur okkar er mér svo mikilvægur, þú stóðst alltaf með mér og reyndir að skilja mig. Það hefur aldrei nein náð að komast svona nærri mér og ég leyfði það engum nema þér því þú varst svo einstök, gefandi, hörku dugleg og virkilega góð kona. Ég trúi því að þú sért komin á góðan stað með heilbrigðan líkama eins og þú þráðir svo að hafa. Elsku Jónas Atli, Garðar Darri og fjölskylda, ég veit að missir ykkar er mikill og ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Standið ekki við gröf mína og fellið tár. Ég er þar ekki, ég er vindurinn sem blæs. Ég er demantur sem glitrar. Ég er sólskin á frjósaman akur. Ég er hin milda vorrign- ing. Þegar þú vaknar í morgunkyrrð er ég vængjaþyt fuglana. Ég er stjarnan sem lýsir á nóttu standið ekki við gröf mína og fellið tár, ég er þar ekki. Ég lifi. (Höf. ók.) Þín vinkona Björk Steingríms. „Fegursta blómið, það lifir á huldum stað, fæstir fá nokkurn tíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum.“ (Úr Heimsljósi HKL.) Það var fyrir rúmlega tuttugu ár- um sem við kynntumst elsku Rögnu Dóru, ljóshærðu, hnellnu stúlkunni frá Akureyri. Við vorum þetta sumar saman á Þingeyri, ungmenni héðan og þaðan til að vinna í fiski. Sumarið var ævintýri líkast og margar minn- ingar leita á hugann þegar Ragna Dóra er ekki lengur á meðal okkar. Síðar settum við á laggirnar lítinn saumaklúbb stelpurnar sem kynnt- umst á Þingeyri sumarið ’79. Ragna var í þeim hópi enda búsett um þess- ar mundir í Reykjavík og var við nám í Hjúkrunarskólanum. Margar góðar stundir áttum við á þessum árum all- ar á leið út í lífið, að hefja búskap, eignast fyrstu börnin og finna okkar farveg í lífinu. Árin liðu og Ragna Dóra flutti aftur norður. Um nokk- urra ára skeið var sambandið minna og hún mætti bara stundum í sauma- klúbbinn, enda upptekin við uppeldi, nám, vinnu og félagsstörf. Á síðustu árum óx og dafnaði vin- skapurinn við þessa yndislegu vin- konu á ný, enda ferðir tíðari milli landshluta. Minnisstæðust okkur öll- um er haustferð saumaklúbbsins 1997 til Rögnu Dóru, þar sem við gistum hjá henni í Spyrnu heila helgi, stelpurnar bara. Þessa daga var mik- ið sungið, fíflast og hlegið og urðum við allar sautján á ný. Þarna komu allir helstu mannkostir Rögnu Dóru í ljós, gestrisni, skipulagshæfileikar og hugmyndaríki. Hún var búin að undirbúa þessa heimsókn út í ystu æsar, elda veislumat, skipuleggja flókinn ratleik um Akureyrarbæ og Kjarnaskóg og dekurstund á sól- baðsstofu, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta hafði hún allt gert, þrátt fyrir und- angengin veikindi sem hún var alls ekki búin að ná sér af á þessum tíma. Þessi helgi var bara byrjunin á mörg- um góðum árum með ánægjulegum samverustundum, þar sem við heim- sóttum hana í Spyrnu og eins í nýju fallegu íbúðina við Melateig. Í dag hugsum við með þakklæti til síðustu ára, að hafa fengið að eiga þessar ánægjustundir með vinkonu okkar. Í byrjun þessa árs kom í ljós að hún var aftur komin með illvígan sjúkdóm sem allir vonuðu svo heitt og innilega að tekist hefði að ráða niðurlögum. Við eigum eftir að sakna hennar mikið og þess að geta ekki rennt við hjá henni á Akureyri. Dill- andi hlátur, skemmtileg tilsvör og einstök gestrisni einkenndu Rögnu Dóru og var það ávallt tilhlökkunar- efni að hitta hana. Við kveðjum góða vinkonu með söknuði og biðjum góð- an Guð að vernda synina Jónas Atla og Garðar Darra, foreldra, systkini og aðra aðstandendur. Leiðir skilja, ljósið þverr, lífsins klukkur þagna. Hugur okkar er hjá þér, hvíl í friði Ragna. Vinkonurnar í saumaklúbbnum fyrir sunnan Ólöf, María, Rannveig, Guðný, Kristín og Guðrún.  Fleiri minningargreinar um Rögnu Dóru Ragnarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. 9   )     )    /        /                 "2 ' ' 4 %B ; ! % 9 H:0 # ! (!$$%  * * &  ! ! ! (!$& #   $%  !  ! ! (!$$%    (!   (&  /  /. & /  /  /. 0 9  )   )  /           " " "3, E3  2 '  '  .!BI #8 0  8 # #$%  9#&$% ! (!$&  ! ! # #& # ; $%  ; # #$%  ! (!$! ! %& '( # #$%  ! * & , #8 # #$%  !  ! ! )% <;&   /  /. & /  /  /. 0 9   )     )    /        /                       E 4"*' 4    ! & 9$! = # $%   ! )% & ' 5 = # $%   %  & !  !J% $%  /  /. & /  /  /. 0 9   )     )    /     :/     " " 54*' 2 '  ' ' 4 E$! .! #8 0 !  ! #$%  = K*;& %  .  %#$%  # 5  $% &  = K$%  %, #8 ##$& #! = K& ##$ = K$%  %#5 # &0 9  )   )  /                   0 .             0    ) 4 '*'2' 4  -!#:7 #8 0 <+!  $( &  9# ! 50<+! $%  %(  #/ . &  $(  %( & ' 5 #5  ;$%   ! ! %( & /  /. & /  /  /. 0 9  ) & /  50                  +   .  " " 5 ' 5"  ' =9#(!(7B #8 0 *        + )                "";  4 5!  < +  &  +.     ; + &  #  ' #& ! ' #&   !  (& $%  ' #& 5  )0!  ! $%  (!#0' #LM#//   !9M&&$N $ &  .8$! 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.