Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MARGRÉT Hallgríms-dóttir, þjóðminjavörðurog formaður safnaráðs,segir að eldsvoðinn í
Fákafeni 9, þar sem geymd eru lista-
verk í listaverkageymslu Listasafns
Reykjavíkur, hljóti að vekja umræðu
um mikilvægi þess að tryggja söfn-
um hér á landi fullnægjandi aðstöðu
til að varðveita safnkost sinn. ,,Það
þarf að gera átak í því um allt land,
bæði hjá minjasöfnum, listasöfnum
og náttúrugripasöfnum almennt og
um leið þarf að bæta starfsaðstöðu
til forvörslu og skráningar en þetta
tvennt fer saman,“ segir hún.
Þetta er annað sinn á nokkrum ár-
um sem alvarlegur bruni kemur upp
þar sem menningarverðmæti eru
geymd, en fyrir um áratug kom upp
eldur í bátageymslu Þjóðminjasafns-
ins. Þar varð mikið tjón.
Farið yfir ástand mála í
geymslum Listasafns Íslands
Óumdeilt er að miklar úrbætur
þarf að gera í söfnum víða um land til
að tryggja örugga geymslu og varð-
veislu listaverka og þjóðminja, m.a.
með fullnægjandi brunavörnum, en
ástand þessara mála er hins vegar
orðið gott í Þjóðminjasafninu og hjá
stærstu listaverkasöfnum þjóðarinn-
ar, skv. upplýsingum forsvarsmanna
þessara safna. Ólafur Kvaran, safn-
stjóri Listasafns Íslands, segir brun-
ann í Fákafeni þó gefa tilefni til að
fara yfir ástand þessara mála í
geymslum Listasafnsins.
Margrét Hallgrímsdóttir hefur
margoft vakið athygli á nauðsyn
þess að gert verði átak í að bæta
geymsluaðstöðu á söfnum landsins.
,,Það hefur ekki verið í forgangi í
safnastarfi að bæta geymsluaðstöðu
og starfsaðstöðu safna,“ segir hún.
,,Sums staðar er þetta þó til fyrir-
myndar, t.d. á Þjóðminjasafninu og í
Byggðasafni Árnesinga, þar sem er
nýbúið að taka í notkun mjög gott
þjónustuhús, sem er sannarlega til
eftirbreytni. En mjög víða um landið
er geymslumálum ábótavant,“ segir
Margrét.
Hún bendir á að safnageymslur
eða þjónustuhús séu ekki eingöngu
geymslustaðir heldur er þar oft að
finna starfsaðstöðu safna sem nauð-
synleg er svo söfnin geti sinnt
grunnhlutverki sínu við bestu skil-
yrði.
,,Okkur ber að varðveita þessa
gripi til komandi kynslóða, þannig að
þau verði ekki fyrir skaða á varð-
veislutímanum. Því er almennt séð
mjög víða ábótavant á landinu.“
Við uppbyggingu Þjóðminjasafns-
ins hefur áhersla verið lögð á að
bæta starfs- og geymsluaðstöðu
safnsins. ,,Í Vesturvörinni í Kópa-
vogi er geymslur eins og þær gerast
bestar í Evrópu, þar sem þjóðarger-
semar okkar eru varðveittar,“ segir
Margrét.
Hún segist gera sér vonir um að
skilningur á þessum málum fari vax-
andi og bendir í því sambandi á að
nýlega hafi farið fram mikil umræða
um þessi mál vegna undirbúnings að
aðild Íslands að alþjóðasamtökum
um varðveislu og forvörslu menning-
arminja.
Geymslur Listasafns
Reykjavíkur standast kröfur
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hefur Listasafn
Reykjavíkur aðallega notað hina 350
fermetra listaverkageymslu að
Fákafeni 9 undir stóra skúlptúra og
önnur umfangsmikil listaverk og
undir stórar umbúðir utan um lista-
verk, en auk geymslunnar í Fákafeni
geymir listasafnið listaverk á Kjar-
valsstöðum og í Hafnarhús
mun stórbæta geyms
safnsins.
,,Við erum nýbúin að fá
urnar í Hafnarhúsinu og e
að byrja að raða inn í þær
myndin var sú að flytja þó n
verkum sem eru á Kjarval
Hafnarhúsið og að minni ve
kvæmari verk sem eru
Fákafeni yrðu flutt á Kjarv
segir Eiríkur Þorláksson,
maður Listasafns Reykjaví
Aðspurður hvaða kröfur
ar um eldvarnir og annað ö
varðveislu listaverka í eigu
segir Eiríkur að þar sé um
almennar lagalegar kröfur
verkageymslur á vegum L
Reykjavíkur hafi staðist þe
ur. Í brunanum í Fákafeni
ið í ljós að þrátt fyrir mikin
eldvarnarhurðir og veggir
verkageymslunni haldið.
var fyrir það í gær að ve
ekki orðið eldi að bráð en
hugsanlega orðið fyrir sk
af völdum vatns og reyks
Eiríks.
Aðspurður hvort engar e
hafi verið um hvort forsv
væri að geyma listaverk við
geymslurými með mjög
byggingarefnum sagði Ei
Listasafnið hefði leigt g
þessu húsnæði frá 1998. ,,
um möguleika á mjög
öruggu húsnæði og þetta
betra húsnæði en það sem v
með áður en það var óforsv
og því sagði ég því upp,“ seg
Stóru söfnin búa ekk
nægilega miklu geyms
Að mati Eiríks er að
geymslu verka í eigu L
Reykjavíkur viðunandi m
Eldsvoðinn í Fákafeni vekur umræðu um eldvarnir o
Brýnt að bæta
geymsluaðstöðu
Gera þarf átak í að bæta geymsluhúsnæði og starfsaðstöð
minja- og listasafna um allt land að sögn Margrétar Hallgrí
dóttur, þjóðminjavarðar og formanns safnaráðs. Farið ver
yfir ástand mála í listaverkasöfnum Listasafns Íslands í kjö
brunans í Fákafeni að sögn safnstjóra Listasafns Íslands
MÖRG ómetanleg listaverk eru geymd í lista-
verkageymslu Listasafns Íslands í Fákafeni
9, þar sem stórbruni varð í fyrradag. Þ.á m.
eru 27 verk eftir Ásmund Sveinsson. Hér fer
á eftir bráðabirgðalisti yfir verk í eigu Lista-
safns Reykjavíkur sem eru í geymslunni:
Ásmundur Sveinsson (1893–1982):
Svertingi frá 1928,
brons, ÁS-H 002
Eikin frá 1946,
eik, ÁS-H 043
Móðurást (Tröllamóðir) frá 1948,
eik, ÁS-H 046
Sonartorrek frá 1948,
steinsteypa/concrete, ÁS-H 047
Tröllkona frá 1946,
steinsteypa/concrete, ÁS-H 049
Höfuðlausn frá 1949,
eik/oak, h. 66 cm, ÁS-H 050
Í tröllahöndum frá 1949,
eik/oak, ÁS-H 054
Malarinn,
eir, ÁS-H 063
Eldgos,
járn, ÁS-H 102
Lífið í undirdjúpunum frá 1967–1968,
járn, gler og kopar, 116 cm, ÁS-H 108
Friðar- og landnámssól frá 1973,
járn, ÁS-H 111
Fýkur yfir hæðir frá 1933,
gifs, 166 cm, ÁS-H 218
Móðir mín í kví kví frá 1949,
gifs, ÁS-H 220
Fýkur yfir hæðir frá 1933,
Steinn og glitsteinn, 94 cm, ÁS-H 221
Hvíld,
gifs, ÁS-H 297
Milli þátta – Hugsandi verkamaður,
gifs, ÁS-H 298
Hvítu fiðrildin – abstraction,
stál og aluminium, ÁS-H 304
Nafnlaust – loftmynd,
járn, ÁS-H 307
Gunnfríður – fyrri kona listamannsins,
steinn, ÁS-H 313
Björgun (stækkun) frá 1936
gifs, ÁS-H 317
Nafnlaust – abstraction,
engar uppl. um efni, ÁS-H 321
Nafnlaust (eldgos?),
Engar uppl. um efni, ÁS-H 327
Kraftur konunnar,
járn, ÁS-H 329
Nafnlaust (abstraction),
engar uppl. um efni, ÁS-H 331
Nafnlaust (abstraction),
engar uppl. um efni, ÁS-H 332
Systur (Útþrá, stækkun), brons, frá 1934
ÁS-H 390
Fæðing frá 1949
eik, ÁS-H 055
Birgir Andrésson, f. 1955:
Nálægð, landslag, frá 1994,
teikningar á pappír, fánar úr ull, LR-2659
Brynhildur Þorgeirsdóttir, f. 1955:
Vera I Vera II, frá 1982,
steinsteypa, gler, járn, 81x63x14/
80x62x14, LR-303
Nafnlaus, frá 1985,
stein
110x
Dale C
Coba
frá 1
blási
Finnbo
Kast
járn,
Finnbo
Áttir
kros
spea
Mótt
plast
mótt
prog
Guðmu
Án ti
bron
Skúl
bron
Hulda
Höfð
olía (
Jóhann
Án ti
ál, (3
Jón G
Taflm
tré, r
Kristin
Sjö v
kopa
Magnú
Yfir 50 ómetanleg listav
BÓLUSETT GEGN
HEILAHIMNUBÓLGU
Heilahimnubólga af C-stofni get-ur verið lífshættuleg og fyrireinhverjar sakir hefur tíðni
hennar verið meiri á Íslandi en í öðrum
nágrannaríkjum, ef frá eru skilin Bret-
land og Írland. Í haust verður hafist
handa við að bólusetja við heilahimnu-
bólgu af C-stofni. Hér er um að ræða
mjög viðamikið verkefni, sem nær til um
70 þúsund barna og unglinga á aldrinum
þriggja mánaða til 18 ára og er talið að
kostnaður í upphafi verði á milli 90 og
100 milljónir króna.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu á
miðvikudag fá 20 til 25 börn og ungling-
ar heilahimnubólgu hérlendis á ári, flest
af C-stofni. Dánartíðni hefur verið mjög
há og hefur um eitt af hverjum tíu börn-
um sem fengið hafa sjúkdóminn dáið. Að
sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis,
sem stendur að verkefninu, hefur
reynsla Breta og Íra sýnt að með bólu-
setningu megi draga úr nýgengi sjúk-
dómsins.
Haraldur segir í Morgunblaðinu í
fyrradag að börn verði bólusett þegar
við þriggja mánaða aldur og ætlunin sé
að þessi bólusetning verði hluti af því
kerfi sem nú er notað við bólusetningar
gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta,
rauðum hundum, mislingum og hettu-
sótt. Líklega verði smábörn bólusett
tvisvar á fyrsta árinu en nóg að bólu-
setja eldri börn og unglinga einu sinni.
Á Bretlandi og Írlandi þar sem ný-
gengi sjúkdómsins hefur verið svipað og
hér var byrjað að bólusetja með nýju
bóluefni fyrir nokkru. Í grein, sem birt-
ist í Morgunblaðinu í febrúar þegar
fyrst var greint frá því að ráðist yrði í
bólusetningar, sagði að árangur af bólu-
setningunum hefði verið það góður að
fyrstu sex mánuðina hefði tilfellum
fækkað um 90 af hundraði í þeim aldurs-
hópum sem fyrst fengu efnið. Talið er að
komið hafi verið í veg fyrir 500 sjúk-
dómstilfelli og 50 dauðsföll af völdum
sjúkdómsins á þessu tímabili.
Bóluefnið er talið hafa mjög vægar
aukaverkanir meðal barna og bólga og
eymsli minni en af völdum annarra bólu-
efna.
Einkenni heilahimnubólgu af gerðun-
um B og C eru einkum hiti, breyting á
meðvitundarástandi, hnakkastífni, út-
brot, marblettir og blæðingar. Hingað
til hefur orðið að greina sjúkdóminn
snemma svo að unnt væri að hefja gjöf
sýklalyfja en oft hefur það þó ekki dug-
að til.
Heilahimnubólga er meningókokka-
sjúkdómur. Frá því að skráning men-
ingókokkasjúkdóma hófst hér á landi
árið 1940 hafa þrír faraldrar gengið yfir
landið og staðið í nokkur ár. Sá síðasti
hjaðnaði árið 1978. Sú aukning tilfella
sem greinst hefur hér á landi nú er ekki
það mikil að kalla megi faraldur. Har-
aldur Briem sagði í samtali við Morg-
unblaðið þegar fyrst var greint frá því
að ákveðið hefði verið að bólusetja við
heilahimnubólgu af C-stofni að sjúk-
dómurinn gæti gengið í faröldrum þar
sem tugir og jafnvel hundruð manna
gætu sýkst og dánartíðni gæti hækkað
sem því samsvaraði. Með bólusetning-
unni yrði aftur á móti hægt að koma í
veg fyrir slíkt.
Tíðni heilahimnubólgu og alvarlegar
afleiðingar hennar hafa valdið nokkrum
ótta hér á landi og það er skelfilegt til
þess að hugsa að þessi sjúkdómur geti
dregið börn og unglinga til dauða án
þess að læknavísindi nútímans fái rönd
við reist. Íslensk yfirvöld hafa brugðist
hárrétt við í þessu máli. Þegar líf
barnanna okkar er í húfi er ekki horft í
peninga heldur til öryggis.
ÁMINNING UM AÐ HUGA AÐ ÖRYGGINU
Bruninn í Fákafeni, þar sem bráðhætta var á að yfir fimmtíu ómet-
anleg listaverk í eigu Listasafns
Reykjavíkur yrðu eldinum að bráð, er
áminning til allra sem um véla, að huga
betur að öryggi óbætanlegra menning-
arverðmæta á Íslandi. Sem betur fer
virðist sem tjónið á listaverkunum hafi
orðið minna en á horfðist, en engu að
síður er ástæða til að staldra við og
skoða hvað betur megi fara.
Þetta er í annað sinn á nokkrum ár-
um, sem mikill eldsvoði ógnar óbætan-
legum menningarverðmætum, en fyrir
um áratug eyðilagðist meirihluti báta-
safns Þjóðminjasafnsins í eldsvoða. Í
framhaldinu var gert átak í geymslu-
málum safnsins og aðstaða þess til
varðveizlu þjóðargersema þykir nú
með því bezta sem gerist. Í Morgun-
blaðinu í dag kemur hins vegar fram að
víða um land er pottur brotinn í þessum
efnum og aðstaða minja-, lista- og nátt-
úrugripasafna til að varðveita safn-
kostinn óviðunandi. Ástandið hjá
Listasafni Reykjavíkur þykir raunar
með bezta móti, en geymslan í Fáka-
feni var sennilega veikasti hlekkurinn,
enda húsnæðið ekki til þess ætlað að
geyma listaverk og margvíslegur elds-
matur geymdur þar á vegum atvinnu-
fyrirtækja. Fram hefur komið að húsið
var ekki í samræmi við samþykktar
teikningar byggingarfulltrúa borgar-
innar og eldvarnaeftirlitið hefur gert
þá kröfu til eiganda hússins að hann
geri úrbætur í brunavörnum. Það er
raunar landlægt vandamál, í alls konar
starfsemi, að brunavarnir eru ekki eins
og bezt verður á kosið og hægt gengur
að bæta úr.
Fjárskortur safna víða um land er
ein ástæða þess að aðstaða til varð-
veizlu safnkostsins er óviðunandi. Það
er út af fyrir sig líka skiljanlegt að þeir,
sem stýra söfnum og hafa úr litlu að
spila, verji fremur fé til sýninganna,
sem gestir skoða, en til geymslu og
varðveizlu gripa sem ekki eru sýnilegir
alla jafna. Varðveizla, forvarzla og
skráning er hins vegar grunnurinn,
sem gott safn byggir á, og hann má
ekki vanrækja.
Það er full ástæða til þess að yfirvöld
menningarmála, jafnt hjá ríki og sveit-
arfélögum, skoði hvort hægt sé að bæta
úr þeim fjárskorti, sem hamlar viðun-
andi geymslu menningarverðmæta.
Auknar fjárveitingar leysa þó ekki all-
an vanda – allir, sem að þessum málum
koma, verða að vera vakandi fyrir því
að um óbætanleg verðmæti er að ræða
og umgangast þau sem slík.
Ástæða þess að viðkomandi munum
var komið á safn er auðvitað sú að með
því átti að forða þeim frá glötun og
jafnframt tryggja að þeir yrðu að-
gengilegir almenningi. Söfn landsins
geyma mikilvægan hluta sögu okkar og
menningar sem þjóðar – ef safnkostur-
inn glatast týnum við um leið hluta af
sjálfum okkur.