Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 8

Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Allra síðustu dagar! f a s t la n d - 8 2 1 8 Sími 510 8000 • Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík • www.husgagnahollin.is R ým ingarsala Rýmingarsölunni lýkur á morgun 80% afsláttur Allt að Hinsegin dagar haldnir í fjórða sinn Stolt út um allt í Reykjavík UM HELGINAverða Hinsegindagar, eða Gay Pride, í Reykjavík haldnir í fjórða sinn. Hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og er von á fjölda gesta og þátt- takenda í göngu niður Laugaveginn á morgun. Morgunblaðið ræddi við Heimi Má Pétursson, framkvæmdastjóra Hin- segin daga í Reykjavík. – Hver er saga Hinsegin daga? „Hér í Reykjavík hafa verið haldnir Hinsegin dagar allt frá sumrinu 1999, en þá var haldin hátíð á Ingólfstorgi til að minn- ast 30 ára afmælis Stone- wall-uppreisnarinnar, á út- farardegi Judy Garland, þegar hommar og lesbíur veittu í fyrsta skipti mótspyrnu þegar átti að handtaka þau fyrir það eitt að vera til. Árið 2000 var, í tengslum við menningarborgarárið, haldin ganga niður Laugaveginn sem endaði með hátíð á Ingólfstorgi. Á hverju ári hefur þátttaka í hátíð- arhöldunum aukist. Árið 1999 komu um 1500 manns á Ingólfs- torg, árið 2000 voru um 12.–15.000 manns í göngunni og á hátíðinni, og í fyrra er talið að allt að 20.000 manns hafi tekið þátt. Þegar fyrstu gestirnir komu á Ingólfs- torg voru þeir síðustu að hefja göngu við Hlemm.“ – Hvert er kjörorð hátíðarinnar í ár? „Á hverju ári er samþykkt kjör- orð á heimsþingi Interpride, heimssamtaka borga sem halda Gay Pride hátíðir. Í fyrra var það „Fögnum fjölbreytni“, og í ár er kjörorðið á ensku „Pride World- wide“, sem útleggst „Stolt út um allt“ á íslensku.“ – Hvert er gildi þess fyrir Reykjavík að hafa svona hátíð? „Gildi hátíðar af þessu tagi er mjög margþætt. Fyrir samkyn- hneigða er þetta fyrst og fremst sigurhátíð, þar sem fagnað er þeim sigrum sem náðst hafa á rúmum þrjátíu árum, allt frá Stonewall- uppreisninni. Að sama skapi er ánægjulegt að sýna sig og sjá aðra í skemmtilegri göngu af þessu tagi. Göngur sem þessar eru einn- ig mjög mikilvægar fyrir ferða- þjónustuna á staðnum. Síðast en ekki síst hafa Hinsegin dagar opn- að umræðuna um samkynhneigð hér heima til muna og auðveldað ungu samkynhneigðu fólki að sættast við kynhneigð sína, sem og aðstandendum að horfast í augu við og meðtaka hana sem eðlilegan hluta samfélagsins.“ – Á Reykjavík ekki enn langt í land að komast á hátíðakortið? „Nei, hátíðin hér er orðin ein af fimm stærstu Gay Pride hátíðun- um í Evrópu, aðeins þær allra stærstu, til dæmis í London, Köln og Berlín, eru fjölmennari en okk- ar. Hátíðin er mjög mikilvæg fyrir ímynd Reykjavíkur sem víðsýnnar borgar og vekur athygli á lög- gjöf okkar, sem er með þeim frjálslyndustu í heimi eins og staðan er nú. Enn má gera betur, en nú er Ísland meðal einungis um sjö ríkja sem lögleitt hafa staðfesta samvist samkynhneigðra.“ – Hverjir standa að Hinsegin dögum? „Á hverju hausti er mynduð samstarfsnefnd Hinsegin daga, sem í ár er skipuð fulltrúum Sam- takanna ’78, Félags samkyn- hneigðra stúdenta, MSC-Íslands, HIV-jákvæðs hóps homma, Ung- liðahreyfingarinnar Revolta og KMK-hópsins. Enginn atburður hér á landi sameinar alla samkyn- hneigða og aðstandendur þeirra á jafn víðtækan hátt.“ – Hafa fyrirtæki tekið þátt í undirbúningi og markaðssetn- ingu? „Já, mörg fyrirtæki hafa séð möguleika á að taka þátt í mark- aðssetningu daganna. Má þar nefna Flugleiðir, Landsbankann, VÍS, Símann og fjöldann allan af smærri fyrirtækjum, að ógleymdri sjálfri Reykjavíkurborg. Einnig hefur Skífan tekið þátt að þessu sinni með útgáfu geisladisksins Pottþétt hinsegin, sem er safn- diskur með vinsælum lögum sam- kynhneigðra undanfarna áratugi.“ – Er von á enn stærri hátíðum í framtíðinni? „Já, tvímælalaust. Nú í vor var undirrituð stuðningsyfirlýsing Reykjavíkurborgar við umsókn Hinsegin daga um að fá að halda heimsþing Interpride árið 2004, en borgirnar Berlín og St. Louis hafa einnig sótt um að halda þingið. Ef úr rætist, að við fáum að halda þingið, mun það styrkja mjög tengsl Íslands við sams konar há- tíðahöld á alþjóðavettvangi.“ – Hvernig er dagskráin í ár? „Í kvöld verður Berlínarkaba- rett á Spotlight með hljómsveitinni Stereo-Total, og þar mun Íslandsvinurinn Wolfgang Müller syngja spaugileg ís- lensk sönglög ásamt gestum. Gay Pride gangan er svo á morgun, safnast verður saman á Rauðarárstíg við Hlemm um klukkan 2 eftir hádegi og lagt af stað stundvíslega klukk- an 3. Gengið verður niður Lauga- veg að Ingólfstorgi, og þar verður Hinsegin hátíð í eftirmiðdaginn. Ýmsir skemmtikraftar og lista- menn verða í göngunni og á Ing- ólfstorgi, og eru allir innilega vel- komnir í gönguna.“ Heimir Már Pétursson  Heimir Már Pétursson fæddist á Ísafirði árið 1962. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum við Ármúla árið 1985 og BA-prófi í stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Ís- lands árið 1989. Heimir Már hef- ur unnið hjá ýmsum fjölmiðlum, þar á meðal Stöð 2 og Bylgjunni frá 1991 til 1996. Hann hefur einnig starfað sem framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins, hjá Hyper Web solutions, sem fram- kvæmdastjóri siglingar Íslend- ings til Vesturheims, og var ráð- inn upplýsingafulltrúi Flugmála- stjórnar árið 2001. Heimir Már er í sambúð með Jean François Tessier. Hátíðin orðin ein sú stærsta í Evrópu Velkomin í Kópavog, hér erum við með sérmerkta götu fyrir svona list, Palli minn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.