Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES
16 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Gasol®
Heimsendingarþjónusta ÍSAGA
nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Heimsendingargjald er kr. 500,-
Afgreiðslan Breiðhöfða 11
er opin virka daga frá kl. 8 til 17.
800 5555
Hluti af Linde Gas Group
ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11
Sími 577 3000 • Fax 577 3001
www.aga.is
IS
A
-2
43
.1
–
ÍD
E
A
FEGRUNAR- og umhverfisnefnd
Gerðahrepps afhenti í vikunni verð-
laun og viðurkenningar fyrir fallega
garða í bæjarfélaginu. Verðlauna-
garðurinn í ár er garður hjónanna
Sigurðar Guðmundssonar og Ester-
ar Guðmundsdóttur, en þau búa að
Garðbraut 52. Nefndin lét koma fyr-
ir sérstökum verðlaunasteini í garði
hjónanna með skildi sem á er ritað
„Verðlaunagarður 2002“.
Eins og undanfarin ár veitti
nefndin einnig eigendum tveggja
garða viðurkenningu fyrir fallega
og snyrtilega garða. Í ár komu við-
urkenningarnar í hlut hjónanna
Huldu Matthíasdóttur og Magnúsar
Björgvinssonar á Lyngbraut 16 og
Kristjönu P. Kristjánsdóttur og
Reymonds Johns McQueen í Ein-
holti 7.
Kjörorð fegrunar- og umhverf-
isnefndar Gerðahrepps er „hrein
byggð er fögur dyggð“ og þakkaði
Kristjana Kjartansdóttir, formaður
nefndarinnar, eigendum garðanna
sérstaklega fyrir þá virðingu sem
þeir hafa sýnt umhverfi sínu og um
leið umhverfi allra íbúa hreppsins.
Aðrir í nefndinni eru Unnur G.
Knútsdóttir, Ester Guðmundsdóttir,
Jónas H. Jónsson og Auður Vil-
helmsdóttir. Vildi nefndin koma á
framfæri þökkum og hvatningu til
þeirra Garðbúa sem hafa unnið og
eru að vinna að fegrun og snyrtingu
húsa sinna og lóða.
„Hrein
byggð er
fögur
dyggð“
Garður
Kristjana P. Kristjánsdóttir og Reymond John McQueen í verðlauna-
garði sínum í Einholti 7. Í tjörninni eru hafðir gullfiskar á sumrin.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Snyrtilegt umhverfi við heimili Huldu Matthíasdóttur og Magnúsar Björgvinssonar á Lyngbraut 16.
Garður Sigurðar Guðmundssonar og Esterar Guðmundsdóttur við
Garðbraut 52 hefur lengi þótt einn sá fegursti í bænum.
VÍKINGASKIPIÐ Íslendingur átti
samkvæmt ferðaáætlun að sigla inn
til hafnar í Shelburn í Nova Scotia í
dag, 9. ágúst, en þar verður skipið
híft um borð í Lagarfoss, skip Eim-
skipafélagsins. Lagt verður af stað
til Íslands mánudaginn 12. ágúst og
samkvæmt upplýsingum frá bæjar-
skrifstofum Reykjanesbæjar má
ætla að Íslendingur komi á ný til
landsins miðvikudaginn 21. ágúst
eftir um tveggja ára vist í Bandaríkj-
unum.
Gunnar Marel Eggertsson, skip-
stjóri Íslendings, hefur siglt skipinu
frá Westbrook í Connecticut ásamt
Elíasi Jenssyni stýrimanni og Herði
Adolfssyni háseta.
Íslendingur væntan-
legur heim 21. ágúst
Reykjanesbær
UNDIRBÚNINGUR fyrir opnun
Saltfiskseturs Íslands við Hafnar-
götu í Grindavík er í fullum gangi og
að sögn Kjartans Kristjánssonar,
verkefnisstjóra hjá Grindavíkurbæ,
miðar verkinu samkvæmt áætlun.
Unnið er að frágangi nýbyggingar að
innan sem utan og stefnt er að opnun
á sýningarsalnum dagana 6. til 7.
september næstkomandi. Í tengslum
við þá vígsluathöfn verður efnt til
nokkurs konar „portúgalskra daga“ í
Grindavík þar sem veitingamenn frá
Portúgal taka höndum saman með
veitingamönnum í bænum um að
galdra fram hina margvíslegu salt-
fiskrétti fyrir gesti og gangandi.
Á neðri hæð setursins verður að-
alsýningin þar sem sögu saltfisk-
vinnslu á Íslandi frá upphafi verða
gerð ítarleg skil með ýmsum mun-
um, myndum og prentuðum fróðleik.
Leitað hefur verið fanga víða um
land og gengið vel að afla sýningar-
muna, að sögn Kjartans. Hönnuður
sýningarinnar er Björn G. Björns-
son, leikmyndahönnuður með meiru,
sem sett hefur upp fjölda sýninga
hér á landi og erlendis, nú síðast
samgöngusýninguna í Byggðasafn-
inu í Skógum.
Á efri hæðinni er rúmgóður salur
með aðstöðu til fundahalda og sýn-
inga. Að sögn Kjartans verður önnur
sýning opnuð þar í tengslum við salt-
fisksýninguna og hún kynnt nánar á
næstunni.
Veitingaskála frestað
Kostnaður við uppbyggingu Salt-
fisksetursins er áætlaður um 140
milljónir króna og kemur Grindavík-
urbær til með að eiga þar stærstan
hluta. Stjórn sjálfseignarstofnunar
um setrið vinnur að fjármögnun og
segir Kjartan líklegt að ýmsir aðilar
eigi eftir að bætast í hópinn, jafnt fé-
lagasamtök, fyrirtæki og einstak-
lingar. Áformum um byggingu veit-
ingaskála við setrið hefur verið
frestað þar til samið hefur verið um
hverjir taki þann rekstur að sér.
Hugmyndin er að þar verði boðið
upp á saltfiskrétti ásamt öðrum veit-
ingum fyrir gesti safnsins og aðra þá
sem leið eiga um Grindavík.
Kostnaður um 140
milljónir króna
Grindavík
Morgunblaðið/Þorkell
Rafiðnaðarmenn að störfum í sýningarsal Saltfiskseturs Íslands.
Saltfisksetur Íslands senn opnað