Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 25
MARIA Elisabeth Prigge (1949)
sýnir nú í aðalsal Hafnarborgar
grafíkmyndir unnar á síðustu ár-
um, elsta myndin er frá 1994. Hún
hefur haldið fjölda einkasýninga og
verið með á samsýningum víða um
heim. Sýningin í Hafnarborg er
samstarfsverkefni Hafnarborgar
og Borgarlistasafnsins í Albstadt í
Þýskalandi.
Viðfangsefni Prigge er fyrst og
fremst landslag, en hún á það sam-
eiginlegt með mörgum öðrum sem
nota landslag sem efnivið í verkum
sínum nú á tímum að í meðförum
hennar verður fyrirmyndin óþekkj-
anleg, landslagið leysist upp.
Það virðast vera hinar smærri
einingar náttúrunnar sem hafa
áhrif á EM Prigge, steinar, tré, og
línur ýmiss konar, árfarvegir, veg-
ir, sprungur. Birting þessara ein-
inga er þó svo óljós að oft á tíðum
er það titill myndarinnar sem
kveikir hugrenningatengsl við
ákveðin fyrirbæri í náttúrunni
frekar en myndin sjálf.
Prigge hefur unnið verk sín með-
al annars í Lapplandi í Svíþjóð, á
Íslandi og hún er með vinnustofu á
Kanaríeyjum á eyjunni Fuerte-
ventura þar sem landslagið er lík-
lega ekki ósvipað og hér, svartur
sandur og eldfjöll. Myndirnar í
Hafnarborg eru kenndar við staði;
Ísland, Lappland, Shanghai; við ár-
stíð, – vetur, eða við myndefni sitt,
línur. Nokkrar eru sprottnar upp
úr lestri á verkum heimspekingsins
EM Cioran.
Prigge vinnur með blandaða
tækni og ekki er alltaf greinilegt
fyrr en við nánari skoðun hvernig
verkin eru unnin, en þau eru sam-
bland af m.a. tréristum, tréskurð-
armyndum og ætingum. Flest eru
samsett úr tveimur eða fleiri ein-
ingum. Verkin sem kennd eru við
Lappland eru unnin í tré og hrein-
dýraskinn, eða hreindýraleður öllu
heldur. Vetrarverkin, sem eru stór
og unnin eingöngu með svörtu og
hvítu, eru tréristur á striga en
virðast allt eins geta verið málverk
við fyrstu sýn. Íslandsverkin eru
svokallaðar karborundum-ætingar
á pappír, einnig svart/hvít. Karb-
orundum-tæknin gerir Prigge
kleift að ná fram einstaklega mett-
uðum, svörtum lit, djúpum og
myrkum.
Sýningin í heild er stílhrein og
vandlega upp sett, verkin njóta sín
vel í salnum og ná að mynda sterka
heild. Titill sýningarinnar, Að lesa
myndir, er afar viðeigandi. Auðvelt
er að sjá tengingu við letur í svart/
hvítu myndunum, allt niður í
smæstu sprungur í striganum, sér-
staklega í myndinni „Shanghai“ er
þessi tenging augljós. Eins er
myndefnið svo órætt að áhorfand-
inn verður sjálfur mikið til að fylla
í eyðurnar, lesa í línurnar. Slík
óræðni, sem vegur salt milli hlut-
bundinna mynda og óhlutbundinna,
er erfið í meðförum og skilur oft á
tíðum lítið meira eftir sig en yf-
irborðskennda skreytilist. Hér er
þó annað á ferð og landslag það og
hugarheimur sem að baki verkun-
um býr er sterklega til staðar í
myndunum. Hvert verk er árangur
íhugular skoðunar og hugsunar
sem síðan er sett fram á skarpan
og nákvæman hátt.
Ein mynd á sýningunni er til-
einkuð heimspekingnum EM Cior-
an, en hún er úr seríu unninni með
þurrnál 1994. Cioran skrifaði á
frönsku og er þekktastur fyrir
kjarnyrði, tvær til þrjár setningar
sem draga saman efni sitt á knapp-
an hátt. Það má sjá líkingu með
orðskviðum Cioran og verkum
Prigge, bæði virðast vera nákvæm
og skörp framsetning á einhverju
miklu meira.
Við skoðun verka EM Prigge er
nauðsynlegt að hafa verk hennar
sem heild í huga, en það bætir
mjög við sýninguna að skoða bæk-
urnar sem liggja frammi á borði í
salnum. Þar má sjá að hún hefur
unnið staðbundin verk úti í nátt-
úrunni, til dæmis teiknað með
birkigreinum í skógi í Lapplandi og
lagt stíg úr birki upp brekku, „Stíg
til miðnætursólarinnar“.
Þessi staðbundnu verk birta á
sterkan og einfaldan hátt samtal
hennar við náttúruna sem á sér
stað í öllum verkum hennar og losa
um hið hefðbundna yfirbragð sem
fylgir veggverkunum. Þessi verk
og serían sem á sér uppsprettu í
skrifum Cioran opna fleiri leiðir að
lestri verka Prigge. Á sýningunni,
sem er mestmegnis svart/hvít, opn-
ast gluggi inn í grænan birkiskóg.
MYNDLIST
Hafnarborg
Til 12. ágúst. Opið frá 11 til 17 alla daga
nema þriðjudaga.
BLÖNDUÐ TÆKNI
MARIA ELISABETH PRIGGE
Gluggi inn í birkiskóg
Ragna Sigurðardóttir
Maria Elisabeth Prigge: „Vetur“, 170 x 300 cm.
Kælibox, 24 lítra
779kr.
599kr.
Útilegustóll með glasahaldara
40%afsláttur
af hjólum og
útilegubúnaði
Vöruheit Venjulegt ve
rð Verð nú
Verðdæmi
Tjalddýna
699 kr. 419 kr.
Svefnpoki 1
.499 kr. 899 kr.
Tjaldborð 1
.999 kr. 1.199 kr.
Tjaldstóll m/skemli 1
.999 kr. 1.199 kr.
Bakpoki 75 lítra 5
.999 kr. 3.599 kr.
Prostyle 12" Bobcat 2002 12
.999 kr. 7.799 kr.
Prostyle 16" Lynx 2002 14
.999 kr. 8.999 kr.
Prostyle 24" Pallas 2002 24
.999 kr. 14.999 kr.
Prostyle Freestyle 2002 29
.999 kr. 17.999 kr.
Prostyle 26" Jaguar 2002 44
.999 kr. 26.999 kr.
Verð áður 999 kr.
Verð áður 1.299 kr.
Álstóll
1.199kr.
Verð áður 1.999 kr.
7.799kr.
Verð áður 12.999 kr
.
Fjöldi gíra: 1 • Bremsur: Fótbremsa að aftan 1020SF/
og handbremsa að framan • Gaffall: 12" Unicrown
CO2 • Stell: Y-type • Fylgihlutir: Hjálpardekk,
glitaugu að framan og aftan, í gjörðum og pedölum,
bretti bæði að framan og aftan, keðjuhlíf og fáni.
ProStyle Bobcat 12"
Tilboðin gilda til sunnudagsins 11. ágúst.