Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 14
AKUREYRI
14 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Már
Sigurðarson
Örlygur Hnefill
Jónsson
Hérað: Laugardaginn 10. ágúst kl. 14:00
að Selási 9 (kjallara), Egilsstöðum.
Seyðisfjörður: Laugardaginn 10. ágúst kl. 17:00
í Húsi slysavarnafélagsins.
Fjarðabyggð: Sunnudaginn 11. ágúst kl. 14:00
í húsi Afls - starfsgreinafélags Austurlands, Eskifirði.
Ávarp: Össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingarinnar.
Þátttakendur í umræðum: Einar Már Sigurðarson,
alþingismaður,
Örlygur Hnefill Jónsson,
formaður kjördæmisráðs í Norðausturkjördæmi.
Össur
Skarphéðinsson
Stofnfundir Samfylkingarfélaga
Stofnfundir Samfylkingarfélaga á Austurlandi
verða haldnir sem hér segir:
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, opnaði handverkshátíðina
Handverk 2002 formlega að Hrafna-
gili í Eyjafjarðarsveit í gær, að við-
stöddu fjölmenni. Handverkshátíðin
er nú haldin í 10. sinn og þema sýn-
ingarinnar að þessu sinni er torf og
grjót. Sýningarsvæðið er alls um
1.700 fermetrar í íþróttahúsi
Hrafnagilsskóla og kennsluhúsnæði
skólans en einnig er sýnt á útisvæði.
Í ávarpi forseta Íslands kom m.a.
fram að handverkið hefur í aldanna
rás sett mjög ríkulegan svip á ís-
lenska menningu. Þær minjar sem
okkur er kærastar frá fyrri tímum
bera iðulega vitni um fagurt hand-
bragð og mikla leikni. Forseti Ís-
lands sagði það ætíð undrunarefni
að sjá fjölbreytnina sem setur svip á
þessar sýningar og hugkvæmnina
sem leitt hefur til nýrra verka – hag-
nýtingar á hefðbundnu efni á óvænt-
an hátt, framleiðslu á margvíslegri
nytjavöru og náttúruafurðum sem
sóttar eru í íslenskt umhverfi og
ríma vel við tískustrauma í heilsu-
rækt.
Handverkið veitir
ferðaþjónustunni þjóðlegri
svip og nýjar tekjulindir
„Handverkið hefur einnig veitt
ferðaþjónustunni þjóðlegri svip og
skapað um leið nýjar tekjulindir,
gert heimamönnum kleift að nýta
sér gestakomur til búbótar um leið
og ferðalangar halda heim til sín
með brot af íslenskri menningu í far-
teski. Oft heyrum við vitnað í þá spá-
sögn sérfræðinga að ferðaþjónustan
verði helsta vaxtargrein þessarar
nýju aldar og muni skipa æ veiga-
meiri sess í hagsæld þjóða. Og þá er
rétt að hafa það í huga að henni
tengjast líka ýmsar greinar sem
gefa ferðaþjónustunni sérstakt inni-
hald og veita svæðum og löndum
sérstöðu á hinu mikla markaðstorgi
heimsins alls. Við sjáum þess víða
merki að handverkið er orðið svo
samþætt ferðaþjónustunni að í raun
mynda þessar greinar órofa heild.
Við þekkjum það líka frá ferðum
okkar um önnur lönd að það sem við
færum heim og geymum til minja er
einatt góður gripur sem ber hand-
verki og menningu fagurt vitni.“
Forseti Íslands sagði að víða um
heim, sérstaklega með smærri og
meðalstórum þjóðum, væri hand-
verkið orðið svo öflugur þáttur í hag-
kerfinu að farsæld þjóðar væri bein-
línis orðin háð því. Þúsundir hefðu
atvinnu af þessu sköpunarverki og
að gjaldeyristekjurnar skiptu miklu
um þjóðarhag. „Sú þróun gæti svo
sannarlega líka orðið hér hjá okkur
Íslendingum ef við berum gæfu til
að sjá þau fjölþættu tækifæri sem í
handverkinu felast.“
Í dag, föstudag, og á morgun,
laugardag, er sýningin opin frá kl.
13–21 og á sunnudag frá kl. 13–18.
Handverkið setti
ríkulegan svip á
íslenska menningu
Morgunblaðið/Kristján
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff, heitkona
hans, heilsuðu upp á handverksfólk á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit í gær.
Ólafur Ragnar Grímsson opnaði í gær handverkshátíðina Handverk 2002
LJÓÐLEIKAR verða haldnir í
Kaupvangsstræti 24 á Akureyri,
neðstu hæð, laugardaginn 10. ágúst
nk. Ljóðleikarnir hefjast kl. 23 og eru
allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Þátttakendur í þessum margmiðl-
unar ljóðleikum eru tónskáld, hljóð-
færaleikarar, ljóðskáld og vídeólista-
menn. Þeir eru; Davíð Brynjar
Franzson, Róbert Sturla Reynisson,
Heimir Freyr Hlöðversson, Aron
Mitchell, Brandur og Jón Halldórs-
son.
Ljóðleikar á
laugardag
BREYTING á lögreglusamþykkt
fyrir Akureyri vegna nektardans-
staða öðlaðist formlegt gildi 31.
júlí sl. með birtingu í Stjórnartíð-
indum. Þar með hefur verið lagt
blátt bann við einkadansi og
strangar takmarkanir eru lagðar
á hinn svokallaða súludans, segir
á vefsíðu Akureyrarbæjar.
Nýrri málsgrein hefur verið
bætt við 29. gr. lögreglusam-
þykktarinnar og er hún svohljóð-
andi: Á veitingastað með reglu-
bundna skemmtistarfsemi þar
sem heimilt er að sýna nektardans
(næturklúbbar), er lagt bann við
hvers konar einkasýningum og
einkadansi. Dansatriði skulu ein-
ungis fara fram á einu afmörkuðu
svæði í veitingasal þar sem tryggt
er að fjarlægð milli dansara og
áhorfenda sé a.m.k. 4 metrar.
Dönsurum er óheimilt að fara um
á meðal áhorfenda.
Breytingin á lögreglusamþykkt
fyrir Akureyri var samþykkt í
bæjarstjórn Akureyrar 18. júní sl.
með 11 samhljóða atkvæðum.
Fjórir metrar
í næstu súlu
Lögreglusamþykkt vegna nektarstaða
SKÁKFÉLAG Akureyrar stendur
fyrir skákmótum í dag og á sunnudag.
Í dag verður haldið Borgarsölumótið
sem er styrkt af Borgarsölunni, sem
kostar verðlaun og veitir ýmsa aðstoð
við mótið. Mótið hefst klukkan 16 og
er aðeins fyrir keppendur 16 ára og
yngri en mótsstaður er fyrir framan
Borgarsöluna í göngugötunni.
Á sunnudag kl. 14 verður svo haldið
hraðskákmótið í skákstofunni í
Íþróttahöllinni og er öllum heimil
þátttaka. Þá má geta þess að Akur-
eyringurinn Jón Garðar Viðarsson
náði nýverið sínum þriðja og síðasta
áfanga að alþjólðegum meistaratitli á
móti í Hollandi, en hann var þar að
tafli með félaga sínum og formanni
SA, Gylfa Þórhallssyni.
Teflt í göngu-
götunni í dag
SKÓLANEFND Akureyrarbæjar
samþykkti á fundi sínum í vikunni að
ráða Helgu Hauksdóttur í stöðu
skólastjóra Oddeyrarskóla. Helga,
sem var eini umsækjandinn um stöð-
una, hefur starfað sem aðstoðar-
skólastjóri Oddeyrarskóla.
Helga tekur við skólastjórastöð-
unni af Úlfari Björnssyni, en hann
var fyrr í sumar ráðinn skólastjóri
Glerárskóla. Úlfar tók við stöðunni
af Vilberg Alexanderssyni, sem verið
hefur skólastjóri Glerárskóla undan-
farin 35 ár.
Helga ráðin
skólastjóri
Oddeyrarskóla
KAFFISALA verður í sumarbúðum
KFUM og KFUK á Hólavatni í
Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 11.
ágúst frá kl. 14.30–18.00. Í sumar
hafa verið fimm hópar drengja og
stúlkna á Hólavatni undir stjórn
Önnu Elísu Hreiðarsdóttur, Hann-
esar Guðrúnarsonar og Nínu Dau.
Venja er að starfinu ljúki með
kaffisölu sem er mikilvægur þáttur
þess. Kaffisalan er liður í fjáröflun
sumarbúðanna og gefur hún tæki-
færi til að koma að Hólavatni, skoða
sumarbúðirnar sem eru í fallegu um-
hverfi, hittast og ræðast við.
Í rúm 20 ár hefur verið skipulega
unnið að skógrækt í landi sumarbúð-
anna og voru gróðursett um 1.300
lerkitré í sumar. Kaffisalan hefur oft
verið mjög vel sótt og greinilegt er
að margir líta á það sem fastan þátt
að aka Eyjafjörðinn á sunnudagseft-
irmiðdegi í ágúst og fá sér kaffi á
Hólavatni.
Í sumarbúðunum á Hólavatni er virðing borin fyrir íslenska fánanum og
fánasöngur sunginn kvölds og morgna. Fánalínan á Hólavatni slitnaði á
dögunum og þar sem ekki er hægt að leggja 8 metra stöngina niður
þurfti töluverðar tilfæringar við að skipta um línuna. Sveinn Sigmunds-
son, bóndi á Vatnsenda, kom með dráttarvél sína á staðinn og aðstoðaði
við verkið. Hann stendur í skóflunni en í stiganum er Einar Björnsson.
Kaffisala á Hólavatni
♦ ♦ ♦