Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 11 NOKKRIR aðstandendur og vinir þeirra er fórust í flugslysinu í Skerjafirði 7. ágúst árið 2000 komu saman nálægt slysstaðnum í fyrra- kvöld í tilefni þess að nákvæmlega tvö ár voru liðin frá slysinu. Þeirra sex sem fórust, flugmanns og fimm farþega, var minnst með blómum, kveikt var á kertum og þeim fleytt í fjöruborðinu. Aðstandendur fengu hlýjar kveðjur eins og sjá má og þess má geta að á sama tíma var nánasta fjölskylda eins fórn- arlamba slyssins stödd á Snæfells- nesi þar sem kertum var fleytt í fjörunni þar. Morgunblaðið/Sverrir Fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði minnst ÞÓTT mjög hafi dregið úr veitingu nýrra atvinnuleyfa og aðflutningi erlendra ríkisborgara til landsins hefur ekki orðið samsvarandi aukning á brottflutningi fólks héð- an af landi brott, að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneyt- isins, fjr.is. Fram kemur að þvert á móti er stöðug aukning í framlengingu at- vinnuleyfa, sem erlendir ríkisborg- arar utan EES-svæðisins þurfa að fá eftir eins árs dvöl hér á landi. Sömuleiðis eru æ fleiri óbundin at- vinnuleyfi gefin út, sem kölluð eru „græn kort“. Fram kemur í vefritinu að þegar uppgangur var sem mestur var stöðugt aðstreymi af erlendu vinnuafli til landsins enda jafngilti fjölgun erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði um fimmtungi af fjölgun starfa sem varð í uppsveifl- unni. Að miklu leyti var um flutn- ing fólks milli starfa að ræða: er- lendir ríkisborgarar tóku að sér störf í fiskvinnslu og þjónustu- greinum en heimamenn fluttust í störf sem þeim fundust áhugaverð- ari. Þetta segir ráðuneytið að sé sambærilegt við reynslu annarra þjóða þar sem uppgangur í at- vinnulífi hafi verið meiri en fram- boð af vinnuafli réð við. Veiting atvinnuleyfa til fólks ut- an EES var mest á haustin og náði yfir 300 manns á mánuði árið 2000. Aðflutningur fólks náði þó aldrei þeirri tölu. Haustið 2001 var topp- urinn helmingi minni en árið áður og nýjum atvinnuleyfum hefur far- ið nær stöðugt fækkandi frá því þá. Ekki er vitað hversu mikið er um að atvinnurekendum sé synjað um atvinnuleyfi fyrir erlenda ríkis- borgara hjá viðkomandi verka- lýðsfélögum. Á þessu tímabili hefur skráð at- vinnuleysi aukist og segir ráðu- neytið að því séu væntanlega færri tilefni til þess að sækja starfsmenn til útlanda. Fyrir því séu þó for- dæmi að ríki hafi bæði haft at- vinnuleysi og aðstreymi erlends vinnuafls vegna þess að heima- menn hafa ekki fengist til starfa sem fólk frá fátækari löndum gerir sér að góðu. Ráðuneytið segir síðan, að ís- lenskt efnahagslíf hafi notið góðs af því að hægt hafi verið að fá hing- að fólk til að leysa af hendi störf sem annars hefði ekki verið hægt að sinna. Hefðbundin efnahagslög- mál bendi einnig til þess að með aðflutningnum hafi verið komið í veg fyrir enn meiri þenslu á vinnu- markaði en þó varð. Það fólk sem hingað kom vilji hins vegar setjast að og það sé að aðlagast íslensku samfélagi. Jafnframt sé íslenskt samfélag að laga sig að því að hing- að er kominn umtalsverður hópur fólks með annan bakgrunn og venj- ur en þeir sem fyrir voru. Meðal annars sé við því að búast að hluti af launatekjum þessa fólks sé send- ur til baka til upprunalandsins, að minnsta kosti um stundarsakir. Efnahagslíf sem þarf á aðfluttu vinnuafli að halda verði að búa sig undir þær varanlegu breytingar á samfélaginu sem slíkur aðflutning- ur hefur í för með sér. Ástandið á vinnumarkaði umfjöllunarefni í vefriti fjármálaráðuneytisins Stöðugt fleiri vilja framlengja atvinnuleyfi vatnasvæðinu. Er því haldið fram að netin séu ekki lögð frá föstu landi, eins og lög kveði á um, heldur frá eyrum úti í ánum. Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi bíður einnig eftir skýrslu frá veiðieftirlitsmönnun- um en að sögn Þorgríms Óla Sig- urðssonar rannsóknarlögreglu- manns stendur gagnaöflun yfir vegna kærunnar. Kærandinn, Hreggviður Her- mannsson í Langholti, er félagi í Veiðifélagi Árnesinga og á land að vatnasvæðinu. Haft hefur ver- ið eftir honum í Morgunblaðinu að meirihluti rúmlega 200 fé- lagsmanna sé mótfallinn neta- veiðunum eins og þær hafi farið fram. Formaður veiðifélagsins, Gaukur Jörundsson í Kaldaðar- nesi, vildi ekkert láta hafa eftir sér um kæruna þegar eftir því var leitað. ÁRNI Ísaksson veiðimálastjóri segir í samtali við Morgunblaðið að við fyrstu sýn virðist ekkert hafa verið athugavert við þær netalagnir sem teknar voru myndir af í eftirlitsflugi yfir vatnasvæði Ölfusár og Hvítár síð- degis á miðvikudag. Hann segist þó eiga eftir að fá í hendur form- lega skýrslu ásamt ljósmyndum frá veiðieftirlitsmönnunum tveimur sem í flugið fóru. Því sé ekki hægt að kveða upp endan- legan úrskurð á þessu stigi máls- ins. Von á skýrslum frá veiðieftirlitsmönnum Árni segir að um árlega eft- irlitsferð hafi verið að ræða en eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu er kæra til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi vegna meintra ólöglegra netalagna á Ekkert athuga- vert við fyrstu sýn Eftirlitsflug yfir vatnasvæði Ölfusár og Hvítár „HÉR er búin að vera bullandi veiði og á hádegi voru komnir 946 laxar á land. Allt síðasta sumar veiddust 1.006 laxar þannig að ljóst er að við förum langt yfir þá tölu. Það er einnig mikið af stórum birt- ingi að veiðast. Við hvetjum menn til að sleppa sem mestu af laxi og þess má geta að alls hefur 661 laxi verið sleppt aftur og mörgum af stærri birtingunum einnig. Við höf- um einnig stóraukið merkingar, bæði á laxi og birtingi. Hér er gott vatn, fullt af fiski og útlit fyrir að af- gangurinn af vertíðinni verði mjög góður,“ sagði Ásgeir Heiðar fulltrúi leigutaka Laxár í Kjós í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Ásgeir sagðist hafa átt þess kost að veiða sjálfur einn eftirmiðdag í ánni fyrir skemmstu, er áin var að sjatna eftir stórflóð. „Ég fór í Ála- bakkana og ég lýg því ekki að það var fiskur á í hverju kasti. Ég tók þarna tíu birtinga á bilinu 6 til 10 pund og sex laxa að auki. Náði aldr- ei að veiða niður úr hylnum. Alltaf fiskur á. Gísli Ásgeirsson, einn leið- sögumannanna, var líka að veiða og hann bara hætti.“ Fréttir héðan og þaðan Miðfjarðará er komin yfir 400 laxa og hafa veiðst upp í 50 laxar á dag þegar best hefur látið. Þetta er mikil framför í Miðfirðinum miðað við síðustu sumur og fiskur enn að ganga. Björn K. Rúnarsson leiðsögu- maður við Vatnsdalsá sagði í gær að áin væri að koma vel til á ný eftir flóðin í byrjun vikunnar. Einn morguninn veiddust átta laxar, þar af tveir sem voru 102 og 98 senti- metrar. Má reikna með að það hafi verið 20 til 22 punda fiskar. Samkvæmt vef leigutaka Langár á Mýrum eru komnir um eða yfir 700 laxar á land og meira er komið af laxi fram fyrir teljara í Sveðju en á sama tíma síðustu sumur. Menn eru að jafnaði að setja í 30 til 50 laxa á dag og landa 15 til 25. Skynj- ari í Sveðjuteljara segir mönnum að nokkrir um og yfir metralangir, þ.e.a.s. 20 punda plús, eru gengnir inn á Fjallið. 22 punda úr Laxá í Þing. Einn af stærstu löxum sumars- ins, 22 punda hrygna, veiddist á Nesveiðum Laxár í Aðaldal fyrir nokkrum dögum. Laxinn var met- inn og sleppt aftur. Þá veiddist fyr- ir fáum dögum 20 punda hængur á Rangárflúðum í Ytri-Rangá og telst það til tíðinda. Sá lax veiddist raunar sama dag og 22 punda fisk- ur veiddist af eystri bakka Hólsár. Bullandi veiði í Kjósinni Arnar Óskarsson með lax af efsta svæðinu í Stóru-Laxá í Hreppum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær karlmann á fimmtugs- aldri, sem lögreglan hefur grunaðan um að hafa veitt fyrrverandi sam- býliskonu sinni áverka á hálsi, í áframhaldandi gæsluvarðhald þar til dómur fellur í málinu, þó ekki lengur en til 31. október. Konan sem varð fyrir árásinni hlaut talsverða áverka en er úr lífs- hættu. Lögreglan handtók manninn á heimili konunnar að kvöldi 28. júlí og lagði hald á eldhúshníf sem talið er að hafi verið beitt við árásina. Fyrir atburðinn sætti maðurinn rannsókn lögreglunnar í Reykjavík vegna annars máls sem lauk með út- gáfu ákæru á hendur honum fyrir lík- amsárás á hendur konunni og verður málið flutt í héraðsdómi í haust. Gæsluvarð- hald fram- lengt vegna hnífaárásar LEIT lögreglu og björgunarsveita- fólks í Hvítá að Pálma Þórissyni, sem saknað hefur verið í viku eftir að bifreið sem hann var í féll í ána, hef- ur enn engan árangur borið. Leitað var á miðvikudag á báti með aðstoð leitarhunds og er stefnt að því að leit lögreglu og björgunarsveitafólks haldi áfram á morgun, laugardag. Leit haldið áfram á morgun ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.