Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 20
ERLENT
20 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
laða bandarískar hersveitir inn í
Bagdad og fleiri borgir þar sem her-
afli hans væri ekki eins berskjaldaður
gagnvart loftárásum Bandaríkja-
manna.
Bandarísku leyniþjónustumenn-
irnir segja að upplýsingarnar um
fundina hafi borist frá íröskum flótta-
mönnum og stjórnarandstæðingum
sem væru í sambandi við embættis-
menn Baath-flokksins, flokks Sadd-
ams.
Íraski forsetinn lýsti ekki áætlun-
inni í smáatriðum en
sagði embættismönnun-
um að búa sig undir
hernað í borgunum, að
sögn heimildarmann-
anna.
Líklegt er að Saddam
hafi valið þessa aðferð
vegna reynslunnar af
eyðimerkurhernaði
Íraka í Persaflóastyrj-
öldinni árið 1991, þegar
auðvelt var fyrir banda-
rískar flugvélar að
granda skriðdrekum og
öðrum vígvélum Íraks-
hers í eyðimörkunum.
Herafli Íraka hefur
veikst verulega frá
Persaflóastyrjöldinni og líklegt er að
það sé einnig ein af ástæðum þess að
Saddam hyggst safna hersveitum
sínum saman í borgunum.
Óttast blóðsúthellingar
í borgunum
Þeir sem skipuleggja hugsanlegan
hernað Bandaríkjamanna í Írak hafa
rískra hermanna yrði mest, að sögn
bandarískra leyniþjónustumanna.
Bandarísku heimildarmennirnir
segja að Saddam hafi lýst varnar-
áætlun sinni í grófum dráttum á
fundum með íröskum embættis-
mönnum á síðustu vikum. Svo virðist
sem áætlunin miðist einkum að því að
SADDAM Hussein, forseti Íraks,
hefur sagt íröskum embættismönn-
um að hann hyggist verjast hugsan-
legri innrás Bandaríkjahers með því
að forðast átök í eyðimörkunum og
safna hermönnum sínum saman í
stærstu borgunum þar sem mannfall-
ið meðal óbreyttra borgara og banda-
haft einna mestar áhyggjur af þeim
möguleika að stríðið verði einkum
háð í þéttbýli þar sem Íraksher
myndi standa miklu betur að vígi en í
eyðimörkunum. Þeir óttast einnig
miklar blóðsúthelling-
ar meðal óbreyttra
borgara, einkum í
írösku höfuðborginni.
Íbúar Bagdad eru
tæpar fimm milljónir
og hernaðarlegu skot-
mörkin eru á víð og
dreif um borgina.
Saddam hefur látið
reisa mörg neðanjarð-
arbyrgi á þéttbýlum
stöðum í borginni og
grafa göng til að gera
honum kleift að flýja.
Líklegt er að banda-
rísku hermennirnir
myndu þurfa að ganga
um götur Bagdad í
hlífðarbúningi til að verjast hugsan-
legri efnavopnaárás og bera ýmsan
aukabúnað.
Bandaríski hershöfðinginn Tommy
Franks, sem myndi stjórna hernaðin-
um í Írak, fór á fund George W. Bush
forseta og ráðgjafa hans í öryggis-
málum á mánudag til að ræða ýmsar
aðferðir sem hægt væri að beita til að
koma Saddam frá völdum með her-
valdi. Hermt er að þeir hafi meðal
annars rætt þann möguleika að fyrst
yrðu gerðar loftárásir á Bagdad til að
reyna að eyðileggja helstu stjórn-
stöðvar Írakshers í von um að það
nægi til að stjórnin falli. Samkvæmt
upplýsingum, sem lekið hefur verið í
bandaríska fjölmiðla á síðustu mán-
uðum, er Bush að meta ýmsa kosti,
meðal annars loftárásir og sérsveita-
hernað eins og í Afganistan, eða jafn-
vel allsherjarinnrás með allt að
250.000 bandarískum hermönnum.
Bandarískir hermálasérfræðingar
segja líklegt að innrás í Írak leiði til
verulegs hernaðar í borgunum. „Það
er næstum óhjákvæmileg niður-
staða,“ sagði Michael O’Hanlon, sér-
fræðingur í hermálum við Brookings-
stofnunina í Washington.
Vonar að almenningur
snúist gegn hernaðinum
Sérfræðingar og heimildarmenn í
bandarísku leyniþjónustunni segja að
mjög erfitt sé að meta hvernig
hernaður í borgunum myndi þróast.
Til að mynda sé ekki vitað hvar Írak-
ar feli efna- og sýklavopn sín eða
hvernig þeir geti beitt þeim í átökum í
Bagdad.
Einn bandarísku heimildarmann-
anna, fyrrverandi leyniþjónustumað-
ur, sagði að Saddam virtist stefna að
því að „knýja Bandaríkjamenn til að
senda hermenn inn í borgirnar og
valda svo miklu manntjóni að önnur
ríki heims skerist í leikinn og stöðvi
hernaðinn“. Ráðamenn í mörgum
Evrópuríkjum og löndum araba hafa
hvatt Bandaríkjastjórn til að gera
ekki árásir á Írak.
Að sögn heimildarmannsins virðist
Saddam telja að átök í borgunum
myndu valda svo miklu mannfalli
meðal bandarískra hermanna að al-
menningur í Bandaríkjunum snerist
gegn hernaðinum.
Nægir að halda uppi
loftárásum?
Embættismenn í bandaríska varn-
armálaráðuneytinu segja að ef til vill
verði ekki nauðsynlegt að senda her-
menn inn í Bagdad til berjast á göt-
unum. Hátæknivopn geri Banda-
ríkjaher kleift að eyðileggja nær öll
mikilvæg skotmörk Íraka úr lofti. Og
feli Saddam sig í einhverju af neð-
anjarðarbyrgjunum geti Bandaríkja-
her umkringt Bagdad og beðið þar til
að hann eigi einskis annars úrkosti en
að gefast upp.
„Ég tel ekki að Saddam Hussein
myndi halda lengi velli,“ sagði fyrr-
verandi leyniþjónustumaður sem
starfaði lengi í þessum heimshluta.
Hann bætti þó við að erfitt væri að
meta hollustu íraskra hermanna við
Saddam, einkum Lýðveldisvarðarins,
úrvalssveita Írakshers. „Þetta er ein-
mitt vandamálið: við vitum ekki
hversu langt stuðningsmenn hans
eru tilbúnir að ganga til að verja
hann. Nægir að halda uppi loftárás-
um í mánuð, eða þurfum við að hefja
landhernað?“
Saddam Hussein býr sig undir hugsanlega innrás hers Bandaríkjamanna í Írak
Ætlar að safna hersveit-
unum saman í borgunum
Sagður vonast til að geta knúið
Bandaríkjaher til að berjast þar
sem mannfallið yrði mest
Washington. Los Angeles Times.
AP
Konur í „Jerúsalem-hernum“ á hersýningu í Bagdad í gær í tilefni af því
að fjórtán ár eru liðin frá því að stríði Írans og Íraks lauk. Saddam Huss-
ein stofnaði herinn fyrir tveimur árum með það að markmiði að hrekja
Ísraela frá Jerúsalem og styðja uppreisn Palestínumanna.
’ Sagður vona aðönnur ríki skerist í
leikinn og stöðvi
hernaðinn ‘
Saddam Hussein
STJÓRNVÖLD í Líbýu hafa ljáð
máls á að þau muni greiða bætur til
aðstandenda þeirra sem fórust þegar
flugvél Pan American-flugfélagsins
sprakk yfir skoska bænum Lockerbie
í Skotlandi árið 1988. Aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bretlands, Mike
O’Brien, hitti leiðtoga Líbýu,
Moammar Gaddafi, á miðvikudag og
ræddu þeir margvísleg málefni, þar á
meðal um gereyðingarvopn, hryðju-
verk og Lockerbie-tilræðið.
O’Brien segist telja að Líbýumönn-
um sé alvara með viðræðunum, enda
sé Gaddafi mikið í mun að bundinn sé
endi á efnahagslegar refsiaðgerðir
sem settar voru á eftir Lockerbie-at-
vikið. „Við erum á þeirri skoðun að
með samvinnu við stjórnvöld í Líbýu
munum við ná meiri árangri á sviði
hryðjuverkavarna og og takmarkana
við útbreiðslu gereyðingarvopna
heldur en ef við reynum að einangra
þau,“ segir hann.
Þá segir O’Brien að ólíkt Saddam
Hussein geri Gaddafi sér nú grein
fyrir mikilvægi þess að farið sé eftir
alþjóðalögum og að hann sé tilbúinn
að gera það framvegis. Ráðherrann
kvað samvinnu ríkjanna tveggja í
baráttunni við hryðjuverk nú þegar
töluverða, enda stafaði Gaddafi, sem
veraldlegum leiðtoga, hætta af trúar-
legum hryðjuverkahópum á borð við
al-Qaeda.
Á fundinum var ekki fjallað um
hversu háar hugsanlegar skaðabóta-
greiðslur yrðu og O’Brien tók það
fram að aðeins væri um óljósar yf-
irlýsingar Gaddafis að ræða. „Við eig-
um eftir að sjá hve mikil alvara liggur
að baki og við þurfum að vera viss um
að Líbýumenn standi við loforð sín.“
Árið 1988 sprakk flugvél Pan Am-
erican yfir bænum Lockerbie í Skot-
landi og fórust allir sem um borð í
henni voru ásamt ellefu manns á
jörðu niðri, alls 270 manns. Fljótlega
beindist grunur vestrænna ríkja að
Líbýu en stjórnvöld þar neituðu sök.
Þrátt fyrir það ákvað Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna að setja á við-
skiptabann gagnvart Líbýu, sem var
svo frestað í fyrra eftir að Líbýu-
stjórn framseldi tvo menn sem grun-
aðir voru um að hafa staðið að tilræð-
inu.
Gaddafi sagður leita
bættra samskipta
Sirte. AP, AFP.
Klapparstíg 44,
sími 562 3614
áður kr. 1995, nú kr. 990
5 tegundir
50% afsláttur af
skurðarbrettum í dag,
föstudag, og langan laugardag
Langur Laugardagur
20% aukaafsláttur
af útsöluverði
Verið Velkomnar
Verslun fyrir konur
Laugavegi 44 og Mjódd
Nýjar
haustvörur
Ítölsk barnafataverslun
Laugavegi 53, s. 552 3737
Mikið úrval af fötum
á stelpur og stráka
fyrir krakka frá 0-12 ára
50%
afsláttur af
útsöluvöru