Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 24
KVIKMYNDIR/LISTIR
24 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MAÐUR tekur ofan fyrir fólki
sem hefur dug og áræði að fram-
kvæma hluti sem brenna á þeim þó
aðrir telji þá hreinustu fásinnu. Birta
Fróðadóttir fékk þá snargeggjuðu
hugmynd að hafa uppi á Rajeev, ind-
verskum æskuvini sínum frá því þau
voru 7–11 ára gömul. Það var árið
2001 og áratugur liðinn frá því þau
sáust síðast. Birta lýkur stúdents-
námi, vinnur fyrir sér um hríð og
safnar peningum sem hún ákveður
að nota til þess að finna sinn gamla
vin og nágranna.
Foreldrar Rajeev, Muru og Jaya,
komu til landsins og settust að í Mos-
fellsdalnum í næsta húsi við Birtu.
Muru var í vel launaðri vinnu hjá
Landssímanum við tímabundið verk-
efni, en að sjö árum liðnum var störf-
unum lokið, fjölskyldan flutti til
Mexíkó, Ástralíu og síðan aftur til
Indlands. Fyrstu þrjú, fjögur árin
voru þau í góðu sambandi við vini
sína við Esjurætur, síðan hljóp
snurða á þráðinn, hjónabandið í upp-
námi og sex ár liðin frá því hún
heyrði frá Rajeev og fólkinu hans er
Birta leggur upp í langferð ásamt
Rúnari skrásetjara.
Það þarf ómælda bjartsýni að ætla
sér þá dul að hafa uppi á einstaklingi
meðal tæps milljarðs manna, með
eitt, nokkurra ára gamalt heimilis-
fang í farteskinu, en í stuttu máli
sagt er framhaldið reyfarakennt;
Það stórdrama sem þau Birta upp-
lifa gerist ekki í ævintýrunum, það
getur aðeins átt sér stað í raunveru-
leikanum. Öll saga þeirra Muru, Raj-
eevs og Jayju er svo ótrúleg og sorg-
leg um ólík þjóðfélög og menningu,
framandi siðvenjur, trúarbrögð og
hefðir að sjón er sögu ríkari. Við
kynnumst gjörólíkum, hörðum og
miskunnarlausum heimi þar sem
peningar og völd stjórna gerðum
fólks, manngildið mun aftar á mer-
inni. Hverfum úr strjálbýli í mann-
haf, fræðumst með kvikmyndagerð-
armönnunum, um gjána milli heima
Rajeevs og Birtu og hið óbrúanlega
bil sem ríkir í stéttskiptu þjóðfélagi
Indverja.
Rúnar er búinn að sanna sig sem
eftirtektarverður heimildarmynda-
gerðarmaður (Fiðlan) og heldur
ótrauður áfram og nýtur styrkrar
samvinnu Birtu (sem gæti orðið for-
vitnilegt að fylgjast með í framtíð-
inni). Leitin að Rajeev er gerð af
vanefnum og fjarri því að vera galla-
laus, en þeir eru þess eðlis að flesta
má laga með meiri frágangsvinnu.
Engu að síður segir hún skilmerki-
lega og vafningalaust sína þver-
sagnakenndu sögu og niðurstaðan
hvorttveggja, tragikómísk og upp-
lýsandi. Birta er greinilega með allt
sitt á þurru og þau Rúnar skrá ferða-
lagið á athyglisverðan hátt og halda
forvitni áhorfandans jafnan vakandi.
Flétta inn í leitina að Rajeev við-
brögð Birtu undir ferðalaginu, viðtöl
við samferðamenn Indverjanna í
Mosfellsdalnum og kynni þeirra af
fjölskyldunni sem lýkur í ráðgátu
sem tvímenningarnir leysa hinum
megin á hnettinum. Við fáum nasa-
sjón af almennum kjörum Indverja,
gjörsamlega á skjön við þá innan-
tómu Taj Mahal-sýn sem dregin er
upp í opinberum skemmtireisum
fyrirmanna.
Þrátt fyrir fjarlægðirnar segir
hún einnig með ágætum gamal-
kunna örlagasögu af bernskuvináttu
okkar flestra, hvernig leiðir skilja og
eftir sitja minningarnar einar.
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
Heimildarmynd. Stjórnendur: Rúnar Rún-
arsson og Birta Fróðadóttir. Klipping:
Steinþór Birgisson. Hljóðvinnsla: Huldar
Freyr Arnarsson. Sögumaður: Birna
Fróðadóttir. Sýningartími 52 mín. Óháða
kvikmyndagerðin/Rúnar Rúnarsson. Ís-
land 2002.
LEITIN AÐ RAJEEV Rambað á Rajeev
Sæbjörn Valdimarsson
Leitin að Rajev segir skilmerkilega sína þversagnakenndu sögu og nið-
urstaðan er hvorttveggja tragikómísk og upplýsandi, segir í umsögn.
MEISTARI Steven Spielberg fer
með kvikmyndahúsagesti í forvitni-
legt ferðalag 52 ár fram í tímann í
framtíðartryllinum Minority Report
(Misræmisskýrslur). Hann hefur
hlotið hvað besta dóma og aðsókn
allra mynda á árinu.
Sögusviðið er Washington D.C.
Með nýjum búnaði hefur Glæpa-
vörnum (Pre-Crime), deild innan
lögreglunnar, tekist að stórminnka
glæpatíðni. Hún byggist á tækni
sem veitir deildinni upplýsingar um
afbrot áður en þau eru framin. Þeg-
ar einhver er í glæpahug fer bún-
aðurinn af stað, ræsir út lögreglu-
vaktina, staðsetur vettvanginn og
laganna verðir mæta með vopn sín á
lofti áður en ódæðið gerist.
Hinir „verðandi afbrotamenn“ eru
fluttir í geymslu þar sem samfélag-
inu stafar engin hætta af þeim.
Glæpavarnir hafa vakið gífurlega
athygli fyrir sinn ótrúlega árangur í
„forvarnarstarfseminni“, þar er val-
inn maður í hverju rúmi, í farar-
broddi er lögregluforinginn John
Anderton (Tom Cruise). Þessi erki-
óvinur glæpalýðs höfuðborgarinnar
er ódrepandi, í orðsins fyllstu merk-
ingu, í baráttunni við óaldarlýðinn.
Ósérhlífinn harðjaxl sem notar
starfið að auki til að flýja kaldr-
analegan raunveruleikann, en hann
er nýbúinn að ganga í gegnum erf-
iða lífsreynslu í einkalífinu.
Deildin hefur náð fullkomnum
tökum á tækninni þegar henni berst
vitneskja um væntanlegt morð.
Eitthvað mikið er í húfi því útsend-
ari Alríkislögreglunnar (FBI),
Danny Witwer (Colin Farrell), mæt-
ir í höfuðstöðvar deildarinnar. Til-
efnið að handtaka Anderton, það er
enginn annar en hann sjálfur sem
búnaðurinn segir hinn verðandi
morðingja.
Anderton veit að það er maðkur í
mysunni, hann er saklaus. Nú tekur
við hröð og æsispennandi atburða-
rás þar sem Anderton leitar uppi
vandrataðar krókaleiðir í skotheldu
ofurkerfi lögregluvalds framtíðar.
Leitar á náðir yfirmanns sins og vin-
ar, Lamars Burgess (Max von Sy-
dow), en öll sund virðast lokuð. Full-
viss um sakleysi sitt berst Anderton
að því er virðist vonlausri baráttu
við að hreinsa mannorðið áður en
Witwer tekst að handsama og flytja
hann í útskúfunina. Anderton veit
að hann á í höggi við útsmoginn and-
stæðing sem er harðákveðinn í að
koma honum úr umferð.
Hver er hann og hvers vegna er
honum svo í mun að losna við And-
erton? Þessar og aðrar spurningar
vekur Minority Report, og svarar.
Til þess að gera hana sem trúverð-
ugasta hefur ekkert verið til sparað,
m.a. notast við nýja kynslóð tölvu-
brellna, hér eru atriði sem taka öllu
fram sem áður hefur sést. Því lofa
Spielberg og félagar.
Leikarar: Tom Cruise (Top Gun, Born
on the Fourth of July, Missison: Imp-
ossible I og II); Colin Farrell (Tigerland,
Hart’s War); Samantha Morton (Sweet
and Lowdown, Eden); Max von Sydow
(Sjöunda innsiglið, Pelle sigurvegari,
Hanna og systur hennar). Leikstjóri:
Steven Spielberg (Jaws, E.T., Jurassic
Park, Schindler’s List).
Tom Cruise og Samantha Morton eru í lykilhlutverkum í Minority Report.
Glæpaforvarnir
framtíðar
Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó,
Nýjabíó, Keflavík og Borgarbíó, Ak-
ureyri, frumsýna Minority Report. Með
Tom Cruise, Colin Farell, Samönthu
Morton og Max von Sydow.
VÍSINDIN efla alla dáð, segir mál-
tækið. Stundum snýst dæmið við
með hroðalegum afleiðingum. Um
slíkt slys fjallar vísindahrollurinn
Eight Legged Freaks á spennandi
og gamansaman hátt.
Áttfættu viðundrin sem nafnið vís-
ar til eru risavaxnar kóngulær, af-
sprengi illrar umgengni mannsins og
hirðuleysi gagnvart náttúrunni.
Sögusviðið er afskekktur námabær í
Bandaríkjunum. Sögusagnir hafa
komist á kreik um að ekki sé allt með
felldu niður í iðrum jarðar þar sem
komið hefur verið fyrir geislavirkum
úrgangi frá kjarnorkuveri í grennd-
inni. Umtalið vex og allt í einu fara
þær á stjá, hinar ógeðslegu, risa-
vöxnu kóngulær, sem hafa tekið
stökkbreytingum í kjarnorkugums-
inu og eru klárar í slaginn við mann-
kynið.
Nú kemur til kasta Chris McCor-
mick (David Arquette), hins gal-
vaska námuverkfræðings sem kann
ýmislegt fyrir sér, og ofurhugans
Sam Parker (Kari Wuhrer), fóget-
ans á svæðinu. Fara þeir fyrir
skelfdum bæjarbúum sem upplifa
sínar ógnarlegustu martraðir þegar
ferlíkin fara á stjá og byrgja fyrir
sólu. Sumir fara á taugum, aðrir
verða örvita af hræðslu og til einskis
nýtir. Svo eru það hetjurnar sem búa
í ólíklegustu mönnum og koma ekki í
ljós öðruvísi en aðstæðurnar bjóði
uppá það og þá er eins gott fyrir af-
styrmin að gæta sín!
Efnið minnir óneitanlega á gömlu,
góðu vísindahrollana sem gerðir
voru fyrir skiptimynt um miðja síð-
ustu öld. Myndir einsog Them! og
Tarantula. Þær voru einfaldar í snið-
um og virkuðu ótrúlega vel á áhorf-
endur. Eignuðust fjölda aðdáenda,
meðal þeirra eru tveir þýskir kvik-
myndagerðarmenn og bíófíklar.
Þetta eru engir aðrir en framleið-
andinn Dean Devlin og leikstjórinn
Roland Enmmerich. Ábyrgðarmenn
ofursmellsins Independence Day
o.fl. frægra mynda. Einhvern tímann
sem oftar voru þeir að ræða þessa
gömlu kunningja af tjaldinu og hug-
leiddu möguleikana sem nútímakvik-
myndatækni gæti gert ef slík mynd
væri framleidd í dag. Tvímenning-
arnir voru ekkert að tvínóna við hlut-
ina, ruku í gang er þeir sáu stutt-
myndina Larger Than Life, sem
fjallaði um risavaxnar kóngulær.
Réðu leikstjóra hennar og handrits-
höfund og nú er tröllvaxinn afrakst-
urinn kominn á markaðinn.
Leikarar: David Arquette (Scream 1, 2
og 3; Never Been Kissed), Kari Wuhrer
(Fire With Fire, Phoenix, Thinner),
Scott Terra (Going Home). Leikstjóri:
Ellory Elkayem (Larger Than Life).
Sambíóin Reykjavík, Keflavík og Ak-
ureyri frumsýna Eight Legged Freaks.
Með David Arquette, Kari Wuhrer, Scott
Terra og Scarlett Johansson. Áttfætla í manndrápshugleiðingum í vísindahrollinum Eight Legged Freaks.
Áttfætt
af-
styrmi
FYRIR röskum áratug frumsýndi
Walt Disney teiknimyndina Fríða og
Dýrið við óvenju góðar undirtektir
áhorfenda og gagnrýnenda. Í gegn-
um tíðina hafa mýmargar myndir
verið gerðar eftir ævintýrinu sígilda
en Disney-menn gera betur og bæta
það með léttum húmor og enn frekar
minnisstæðri tónlist eftir Alan Men-
ken. Hún, ásamt frábærum textum
Howards Ashman (Litla hafmeyjan,
Litla hryllingsbúðin), gerði það að
verkum að söngleikur var byggður á
myndinni og gekk hann feykivel á
Broadway og víðar.
Teiknimyndin segir frá Fríðu,
yndisfagurri stúlku sem býr ásamt
Gesti, föður sínum, í Frakklandi á 18.
öld. Inni í skóginum utan við heimili
þeirra er kastali þar sem Dýrið ræð-
ur ríkjum. Það er ógnarljót mann-
skepna sem allir óttast og gæta þess
að verða ekki á vegi hennar. Þá ger-
ist það einn þokudrunginn dag að
Gestur villist í myrkviðnum og lendir
í klónum á Dýrinu.
Nú er fátt til bjargar en Fríða er
huguð stúlka sem leggur ein síns liðs
til móts við Dýrið, sem samkvæmt
uppskrift ævintýrsins er prins í álög-
um!
Einstaklega fjölskylduvæn mynd
sem nú er boðin með enskri
og íslenskri talsetningu og
söng. Þá er útgáfan, sem nú
er komin á makaðinn, end-
urbætt og með íslensku tali
sem ekki var til staðar er
hún var sýnd hérlendis
1991. Fríða og Dýrið mark-
aði upphaf mikillar sigur-
göngu teiknimyndadeildar
Disney, sem sendi frá sér
fjölda vinsælla og góðra
mynda næstu árin eins og
The Lion King, Pocahontas
og Tarzan. Velgengni
þeirra varð m.a. til þess að
önnur kvikmyndaver í
Hollywood fóru að leggja
meiri áherslu á gerð teiknimynda –
með misjöfnum árangri.
Íslensk talsetning: Aðalraddir: Selma
Björnsdóttir, Hinrik Ólafsson, Bragi Þór
Valsson, Valur Freyr Einarsson, Eva Asr-
ún Albertsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson,
Þórhallur Sigurðsson, o.fl. Þulur: Arnar
Jónsson. Leikstjóri íslensku talsetning-
arinnar: Júlíus Agnarsson. Leikstjórar:
Gary Trousdale og Kirk Wise.
Fegurðin og ljótleikinn
Titilpersónurnar í teiknimyndinni vinsælu.
Sambíóin, Reykjavík, Keflavík og Ak-
ureyri og Háskólabíó frumsýna Fríðu og
Dýrið – The Beauty and the Beast –
bandaríska teiknimynd með enskri og
íslenskri talsetningu.