Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 19 w w w .h el en ar ub in st ei n. co m EXTRAVAGANT MÖGNUÐ AUGNHÁR, ÞÉTT, LÖNG OG AÐSKILIN. Laugavegi 80, sími 561 1330 Helena Rubinstein kynning í dag og á morgun. Fjöldi tilboða, t.d. með Force C og Urban Active kremunum. Allir sem koma fá mini Extravagant maskara. Frábærir kaupaukar. TAP af rekstri AcoTæknivals hf. eftir reiknaða skatta á fyrstu sex mánuð- um þessa árs nam 74 milljónum króna. Eru þetta veruleg umskipti frá sama tímabili á síðasta ári en þá var tapið 664 milljónir. Rekstrar- tekjur félagsins námu 1.698 milljón- um á fyrri helmingi þessa árs sem er tæplega 900 milljónum króna undir sölunni á sama tímabili í fyrra. Launakostnaður lækkað um 165 milljónir á milli ára og annar rekstr- arkostnaður lækkaði um 160 milljón- ir. Samkvæmt tilkynningu frá félag- inu er gert ráð fyrir að enn frekari lækkun verði á rekstrarkostnaði á þriðja og fjórða ársfjórðungi þessa árs. Í tilkynningunni segir að megin- hluti endurskipulagningar á rekstri félagsins hafi falist í því að einfalda reksturinn og að verulegur hluti lækkunar rekstrartekna felist í því að félagið hafi lokað þremur verslunum, hætt sölu á Heidelberg-lausnum fyrir prentiðnaðinn og sérhæfðum lausn- um fyrir sjónvarpsstöðvar. Þá segir að þó svo að rekstrartekjur hafi lækkað um 900 milljónir króna á milli ára þá sé framlegð af vöru- og verk- sölu hærri en í fyrra, eða 530 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs í stað 500 milljóna á sama tímabili á síðasta ári. Afkoma hlutdeildarfélags var nei- kvæð í ár og segir í tilkynningunni að sala á þeim hlutum verði tekin til skoðunar. Heildareignir AcoTæknivals námu 1.569 milljónum króna í lok júní síð- astliðins, höfðu lækkað um 712 millj- ónir á einu ári. Eigið fé er neikvætt um 26 milljónir en handbært fé frá rekstri er jákvætt um 24 milljónir. Á hluthafafundi í júní síðastliðnum var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 100 milljónir að nafnvirði til að styrkja eiginfjárstöðuna. Væntingar um að reksturinn verði í jafnvægi Í tilkynningunni segir að með sam- einingu Compaq og Hewlett-Packard hafi skapast ný sóknartækifæri fyrir AcoTæknival þar sem það sé núna umboðsaðili fyrir Hewlett-Packard á Íslandi. Vöruframboð og lausnir hafi aukist til muna og styrki það framtíð- arstöðu félagsins á markaðinum. Þekking og reynsla starfsmanna Aco- Tæknivals nýtist að öllu leyti þar sem flestum vörulínum Hewlett-Packard verði skipt út fyrir Compaq-vörulín- ur. Í byrjum júlí var opnuð ný BT- verslun í Smáralind og segir í tilkynn- ingunni að salan hafi verið umfram væntingar og veltan í júlí verið tæpar 30 milljónir króna. Þá segir að verk- efnastaða félagsins sé nokkuð góð og að væntingar séu um að reksturinn verði í jafnvægi á þriðja ársfjórðungi. Vörusala AcoTæknivals dregst saman um 900 milljónir milli ára Verulega hef- ur dregið úr taprekstri ATVINNA mbl.is Meðgöngubuxur margar gerðir og litir Póstsendum, Þumalína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.