Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÁGÚSTI Guðmundssyni kvik- myndaleikstjóra hefur verið boðið að leikstýra bíómynd í Bandaríkjunum. Um er að ræða gamansama ástarsögu sem gerist í New York. Ágúst segir tilboðið spennandi og er hann á leið utan á næstunni til að ljúka gerð handrits. Nýjasta kvikmynd hans, Mávahlátur, hefur hlotið góða dóma ytra. Boðið að gera mynd í Banda- ríkjunum  Ágústi boðið/23 EIRÍKUR Þorláksson, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, fór í gærkvöldi inn í kjallarann í húsnæð- inu við Fákafen 9 þar sem eldur kom upp í fyrradag, en þar eru listaverk í eigu Listasafns Reykjavíkur geymd. Eftir að hafa skoðað aðstæður sagði hann að ástand verkanna virtist betra en hann hefði áður gert sér vonir um. Eiríkur sagði að sér hefði við þessa yfirferð sýnst höggmyndir Ás- mundar Sveinssonar óhultar eftir brunann. Þær hefðu að vísu lent í vatni og fengið á sig sót en það mætti væntanlega laga og sér hefði sýnst að myndirnar væru hvorki brotnar né brunnar. Best að tréverkin standi áfram í rýminu meðan þau þorna Eiríkur sagði að eldur hefði kom- ist inn með loftinu í geymslunni seint á brunatímanum og hefði hann brunnið utan í nokkrum kössum og fleiru á ákveðnu svæði, en það væri mjög lítill hluti rýmisins. „Eldvarn- arveggur milli hólfa stóð sig því mun lengur og betur en menn gátu gert sér vonir um fyrirfram, miðað við þann hita sem var í rýminu við hlið- ina. Ástandið er því mun betra en ég bjóst við. Skaðinn er mestur í við- kvæmari verkum úr pappa eða striga, en þau eru vonandi ekki mjög mörg. Þá er bókalager safnsins, þar á meðal sýningarskrár, sennilega ónýtur vegna vatns og reyks, en þarna var 60–80 sentimetra djúpt vatn þegar mest var,“ sagði Eiríkur. Forverðir telja að best sé að geyma tréverkin áfram í geymslunni í stað þess að fjarlægja þau um leið og mögulegt er. Eiríkur sagðist hafa rætt þessi mál við forverði og meðal þess sem þyrfti að athuga í dag, þeg- ar búið væri að dæla öllu vatninu úr kjallaranum, væri hvaða verk skyldu flutt þaðan strax. Það yrðu að öllum líkindum einkum málm- og gifsverk, en tréverk væri ef til vill betra að láta standa í nokkra daga í geymslu- rýminu svo þau þornuðu hægar. „Verkin þorna smám saman eftir því sem raki í kringum þau minnkar, en ef þau fara strax í algerlega þurrt umhverfi gætu þau sprungið. En þetta verður allt skoðað og metið betur í dag,“ sagði Eiríkur.  Brýnt að/26  Slökkviliðið/6 Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur skoðaði í gær geymslu safnsins Ástand listaverkanna betra en búist var við Morgunblaðið/Þorkell Stórt gat var gert á norðurhlið hússins í Fákafeni svo unnt væri að ná út eldsmatnum en í gær lauk slökkvistarfi við húsið. Það hafði þá staðið í sólarhring. Síðdegis í gær var unnið að því að dæla vatni úr kjallara hússins. SÍÐASTLIÐIN þrjú ár hefur hópur fólks í Býflugnaræktendafélagi Ís- lands, BÝ, gert tilraunir með rækt- un á býflugum víðsvegar um landið með misjöfnum árangri. Hunangið sem til fellur er að mestu nýtt til eigin nota en eitthvað af því er selt. Að sögn Egils Rafns Sigurgeirs- sonar, formanns BÝ, fengust um 70 kíló úr átta búum í fyrra en til stendur að flytja inn 20–30 bú í júní á næsta ári og getur hvert þeirra gefið af sér allt að 30–50 kg af hun- angi. Að sögn Egils er einungis líf í tveimur búum af 16 sem flutt voru inn í fyrra en búin eru nú í garð- inum hjá Agli, sem býr í Vatnsenda í Kópavogi. Með því að flytja búin inn til landsins fyrri hluta sumars vonast býflugnabændur til þess að stofninn verði nógu stór til að lifa af íslenskt vetrarveður. Að sögn Egils láta býflugurnar nágranna hans alveg í friði. „Þær eru ekkert í því að sveima í kring- um fólk og trufla úti við. Þær fljúga bara að blómunum og heim aftur,“ segir Egill. 20–30 býflugnabú til landsins í byrjun næsta sumars Morgunblaðið/Arnaldur Inni í búunum eru rammar úr trélistum með vaxplötu á milli sem í eru sexhyrnd hólf og bý- flugan fyllir þau af hunangi. Allt að/12 AF 213 útlendingum í Sumarskóla Námsflokkanna vissu aðeins 55 af nýsamþykktum lögum um útlend- inga. Alls sögðust 147 ekki hafa vitað um lögin og 11 svöruðu ekki spurn- ingunni í viðhorfskönnun Náms- flokkanna í júlílok. Lögin taka gildi um næstu áramót. Engu að síður leist flestum vel á ákvæði laganna um að gert yrði að skilyrði fyrir búsetuleyfi annarra út- lendinga en Norðurlandabúa, íbúa EES-landa og maka Íslendinga að sækja námskeið í íslensku. Alls merkti 81 eða 38% við „mjög vel“, 39 eða 18,3% merktu við „vel“, 46 eða 21,6% merktu við „allt í lagi“, 18 eða 8,45% merktu við „illa“ og 4 eða 1,9% merktu við „mjög illa“. Nokkrir voru óákveðnir eða svöruðu ekki. Ekki virðist vera afgerandi munur á af- stöðu útlendinganna eftir uppruna- landi. Útlendingarnir í úrtakinu voru frá Afríku, Asíu, S-Ameríku, N-Am- eríku, Eyjaálfu, A-Evrópu, V-Evr- ópu og Norðurlöndunum. Flestir, eða 85, voru frá Asíu og næstflestir frá A-Evrópu. Konur voru fleiri en karlar í úrtakinu, eða 140 á móti 71. Sumarskóli Náms- flokka Reykjavíkur Útlending- ar hlynntir skyldunámi í íslensku  Óréttlæti/B4 Í NÝJU áliti umboðsmanns Alþingis varðandi innheimtu skipagjalda af gamla varðskipinu Þór árin 1998 og 1999 átelur umboðsmaður sam- gönguráðuneytið fyrir þann drátt sem varð á svari við fyrirspurnum hans en svarbréf frá ráðuneytinu barst umboðsmanni rúmu ári eftir að fyrirspurn var send ráðherra. Ítrek- ar umboðsmaður tilmæli úr fyrri álitum sem vörðuðu ráðuneytið og hyggst vekja athygli Alþingis á þessu. „Þá eru það tilmæli mín að skipu- lagningu starfa í samgönguráðu- neytinu verði framvegis hagað þann- ig að ekki verði svo óhæfilegur dráttur á að færa framkvæmd þeirra mála sem undir ráðuneytið heyra til samræmis við kröfur stjórnarskrár og laga eins og raunin hefur orðið í því tilviki sem fjallað hefur verið um hér að framan. Þá hef ég, sbr. 11. gr. laga nr. 85/1997, ákveðið að vekja at- hygli Alþingis á þessu áliti,“ segir meðal annars í álitinu. Fram kemur í álitinu að eftir að umboðsmaður hafði sent samgöngu- ráðherra bréflega fyrirspurn í apríl árið 2001 sendi hann fjögur ítrekunarbréf fram í október sama ár en án árangurs. Hafði umboðs- maður þá símasamband við starfs- menn ráðuneytisins á útmánuðum 2001 og í byrjun þessa árs og „var því ítrekað lýst yfir að svar myndi berast mér innan fárra daga eða eins skjótt og unnt væri“, eins og um- boðsmaður kemst að orði í áliti sínu. Svarbréf barst síðan frá ráðuneytinu 8. maí síðastliðinn, eða rúmu ári eftir að ráðherra var sent fyrirspurnar- bréf. Í frétt frá samgönguráðuneytinu af þessu tilefni segir að gerðar hafi verið ráðstafanir til þess að tryggja skjótari afgreiðslu en orðið hefur í þeim tveimur málum tengdum sam- gönguráðuneytinu sem umboðsmað- ur hefur fjallað um nýverið.  Innheimtan átti/6 Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir stjórnsýslu samgönguráðuneytisins Segist ætla að vekja athygli Alþingis á málinu HVALASKOÐUNARBÁTURINN Elding strandaði við Engeyjarboða rétt fyrir miðnætti í gær en um borð voru 20 farþegar auk áhafnar. Að sögn Valgeirs Elíassonar, upplýs- ingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var engin hætta á ferðum. Strax eftir að Tilkynninga- skyldunni barst upplýsingar um strandið sendi björgunarsveitin Ár- sæll björgunarskip og björgunar- hraðbát á vettvang til að ferja far- þega Eldingar í land. Valgeir sagði að gott hefði verið í sjóinn og því auð- velt að nálgast Eldingu. Hann sagði að þegar búið væri að koma farþeg- unum í land yrði reynt að sæta færis til að draga Eldingu af strandstað og koma henni til hafnar. Björgunaraðgerðum var ekki lok- ið þegar Morgunblaðið fór í prentun. Hvalaskoð- unarbátur strandar Engeyjarboði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.