Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 27

Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 27 TÆPLEGA 200 fræði-menn víðsvegar að úrheiminum eru staddirhér á landi í tengslum við 37. evrópsku sjávarlíffræði- stefnuna en henni lýkur síðdegis í dag. Ráðstefnan er árleg en þar er fjallað um allt frá örverum í hafinu til stórhvela. Að þessu sinni er lögð áhersla á dreifingu og flutning lífvera á milli strand- svæða í heiminum, að sögn Jör- undar Svavarssonar, prófessors á Líffræðistofnun Háskóla Íslands. Segir hann að maðurinn hafi haft gríðarleg áhrif á tegundasamsetn- ingu á ýmsum hafsvæðum. Dr. James T. Carlton, prófessor í sjávarlíffræði við Williams Coll- ege, í Mystic Seaport í Connecti- cut í Bandaríkjunum, er einn helsti sérfræðingur heims á þessu sviði. Hann segir að sjávarlíffræð- ingar hafi vaxandi áhyggjur af flutningi lífvera milli svæða af mannavöldum sem hefur aukna einsleitni lífríkis í för með sér og raskar vistkerfi sjávar. Sífellt finnist framandi tegundir lífvera á strandsvæðum um allan heim sem áður voru óþekktar á því svæði og eiga jafnvel uppruna sinn í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Þegar skip dæli sjóvatni inn í ballest sína og dæli því aftur í hafið ann- ars staðar á hnettinum flytji það með sér lífverur sem geti raskað vistkerfinu og haft afdrifaríkar af- leiðingar í för með sér, m.a. fyrir umhverfið og fiskistofna. Vandamálsins hefur m.a. orðið vart í Miðjarðarhafinu, við strand- lengju meginlands Evrópu, í Svartahafinu, Kaliforníu, Ástralíu og við Hawaii. Segir Carlton að þetta hafi lítið verið rannsakað hér á landi. Það gæti verið áhuga- vert að skoða hvaða tegundir hafi borist hingað vegna skipaferða og hvort einhverjar nýjar tegundir sé að finna í grennd við Reykja- víkurhöfn. Þar sem nýjar tegundir hafi tekið sér bólfestu vegna skipaferða um allan heim kæmi það honum ekki á óvart ef nýjar tegundir fyndust einnig við strendur Íslands. Bandarísk marglytta veldur vandræðum í Svartahafi Carlton tekur ákveðna tegund af marglyttu sem er að finna víða við strendur Bandaríkjanna og hefur nú látið á sér kræla í Svartahafi sem dæmi. „Tegundin er komin vel á veg með að éta upp alla átu og svif við ströndina og hefur haft mikil áhrif á fiskveiðar í Svartahafi þar sem átan er neðst í fæðukeðjunni. Þá hafa tvær nýj- ar krabbategundir fundist í Kali- forníu, önnur frá Kína og hin úr Atlantshafinu. Krabbarnir fund- ust fyrst á tíunda áratug síðustu aldar og eru mikil rándýr. Þá hafa um 15 cm háir og 6 cm breiðir sniglar sem lifa á skelfiski og eru ættaðir frá Asíu fundist við aust- urströnd Bandaríkjanna.“ Carlton líkir ástandinu við rúss- neska rúllettu. „Við viljum forðast að miklir ránfiskar, sníkjudýr og sjúkdómar breiðist milli strand- svæða. Hættan er að tegundum fækki og lífríkið verði einsleitara. Tegundir sem eiga uppruna sinn að rekja til ákveðinna staða verði sjaldgæfar þar og nýjar tegundir komi í þeirra stað.“ Margir hafi áhyggjur af afleið- ingum sem þetta getur haft á fisk- veiðar. Segir Carlton að ostruiðn- aðurinn í Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna hafi t.d. næstum því lagst af vegna áð- ur óþekktra sjúkdóma. Á ákveðn- um svæðum hafi sjúkdómar, sem áður fyrr voru ekki vandamál, gert vart við sig. Erfitt sé að segja til um hvort þeir hafi borist með nýjum tegundum eða hvort þeir hafi verið til staðar í um- hverfinu en blossi upp þegar breytingar verði á umhverfinu. Segir hann það einnig alvarlegt að kóleríubaktería hafi fundist í ballestarvatni. Um 5.000 tegundir lífvera á ferð um heimsins höf daglega Lífverurnar flytjast á milli strandsvæða með ballest skipa. Ballest skipanna er fyllt af sjó til að gefa skipinu stöðugleika og fer það eftir farmi skipsins hversu miklu vatni er dælt inn í það. Þeg- ar skipið kemur til hafnar til lest- unar er sjónum dælt úr ballest- inni. Þessi innrás nýrra tegunda lífvera hefur stóraukist síðasta aldarfjórðung í takt við vaxandi flutninga á höfunum. „Fjöldi skipa hefur margfaldast sem og umfang siglinga um heimsins höf, eins og sést á því hversu mikið hafnar- svæði hafa þanist út á síðustu ár- um. Skipin eru stærri en áður og hraðskreiðari. Ég hef áætlað að um 5.000 tegundir lífvera séu á ferð um heiminn á hverjum degi vegna skipaferða.“ Carlton segir að þetta vanda- mál sé eitt af aðaláherslum Int- ernational Maritime Organisation, sem er ein af undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Tvisvar sinnum á ári hverju komi fulltrúar um 100 landa saman til að ræða hvað sé hægt að gera. Meðal þess sem verið er að skoða sé hvort mögulegt sé að hreinsa sjóinn sem fer inn í ballestina. Sérfræðingar um allan heim séu að reyna að þróa tækni, t.d. filtrunartækni sem myndi sía út allar óæskilegar lífverur eða ljóssíu með útfjólu- bláum geislum. Einnig sé verið að skoða möguleika á að hita vatnið og setja eitthvert eiturefni í það, sem myndi drepa allar lífverur í því. Megináherslan núna sé á að skipin skipti um vatn á opnu hafi, þar sem dýrin geti einungis lifað við strandlengjuna og þar sem dýpi er ekki mjög mikið. „Ef skip tekur t.d. vatn í ballestina í New York höfn og er á leiðinni til Reykjavíkur að sækja farm er hugmyndin að vatninu verði dælt út og ný ballest tekin inn þegar ferðin er hálfnuð yfir hafið.“ Vandamálið hvað þetta varðar sé hins vegar að skip fylla ballestina af sjó til þess að skipið verði stöð- ugt. Það geti verið hættulegt að tæma ballestina á úthöfunum í miklum öldugangi. Þáttur sjávargróðurs og hrúðurkarla mikilvægur Á botn skipa setjast gjarnan sjávargróður og hrúðurkarlar. Aðspurður segir Carlton þetta at- riði mikilvægt. Margir haldi að þetta skipti ekki máli þar sem siglingar hafi verið stundaðar á heimshöfunum í þúsundir ára. „Skipin eru stærri og hrað- skreiðari í dag og lífverurnar sem lifa í höfnum heimsins eru ekki þær sömu og var þar að finna fyr- ir 500 árum. Því skiptir þetta miklu máli.“ Skipamálning hefur verið notuð til að reyna að koma í veg fyrir að gróður festist á botn skipa. Carl- ton segir að málning sem inni- heldur tributyltin (TBT) hafi verið notuð í áraraðir til að forðast gróðurmyndun á botni skipa. Nú hafi verið hvatt til þess að skip séu máluð með annarri málningu þar sem TBT inniheldur tin sem mengar umhverfi og hefur m.a. ógnað lífríki ostra í hafinu. Hefur gróðurmyndun aukist í kjölfar þess að önnur málning hafi tekið við. Einnig segir Carlton að Netið hafi haft áhrif á að lífverur setjist að á nýjum slóðum. Hægt sé að panta næstum hvað sem er á Net- inu og fá það sent hvert í heim- inum sem er. Flutningur lífverutegunda með ballest skipa á nýjar slóðir áhyggjuefni Getur haft afdrifaríkar afleiðingar á vistkerfi sjávar og fiskveiðar Sjávarlíffræðingar hafa miklar áhyggjur af flutningi lífvera á milli hafna með ballest skipa, en síðustu ár hafa tegundir lífvera gert vart við sig á svæðum þar sem þær voru áður óþekktar. Í samtali við Nínu Björk Jónsdóttur líkir dr. James T. Carlton, prófessor í sjávarlíffræði, vandamálinu við rússneska rúllettu. nina@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Dr. James T. Carlton, prófessor í sjávarlíffræði, segir það áhyggjuefni hversu mikið það hafi færst í aukana að nýjar tegundir lífvera geri vart við sig á svæðum þar sem þær voru áður óþekktar. sinu, sem luaðstöðu á geymsl- erum rétt r en hug- nokkuð af sstöðum í erk og við- geymd í valsstaði,“ forstöðu- íkur. séu gerð- öryggi við u safnsins m að ræða r og lista- Listasafns ssar kröf- hafi kom- nn eld hafi r á lista- Allt útlit erkin hafi þau hafa kemmdum , að sögn efasemdir varanlegt ð hliðina á eldfimum iríkur að geymslu í Við feng- góðu og a er mun við vorum varanlegt gir hann. ki yfir slurými ðstaða til Listasafns miðað við það sem gengur og gerist. ,,Það er viðvarandi veikleiki í safnastarfi hér á landi að stóru söfnin hafa ekki nægilega mikið bakrými eða tækni- rými. Þjóðminjasafnið er ágætlega statt hvað þetta varðar. Ég held hins vegar að það eigi jafnt við um Lista- safn Íslands og Listasafn Reykjavík- ur að þessi söfn þurfa talsvert mikið geymslurými fyrir listaverkasöfn okkar en við höfum ekki haft það í nægilega miklum mæli svo vel sé og höfum við því þurft að leita að besta kosti utan safnsins. Hið sama á sjálf- sagt við um skjalasöfn og minjasöfn um allt land að safnhúsin sjálf eru kannski eingöngu sýningarrými og rétt rúmlega það en geymslurými vantar,“ segir hann. 8.000 verk Listasafns Íslands varðveitt í tveimur geymslum Listasafn Íslands hefur til umráða tvær geymslur undir flest listaverk í eigu safnsins en safnið á nú um 8.000 verk eftir innlenda og erlenda lista- menn. Stærstur hluti listaverkanna er geymdur í listasafninu sjálfu og eru þar m.a. geymd eldri listaverk safnsins. ,,Við erum einnig með geymslu á jarðhæðinni í Listaháskólanum í Laugarnesi. Þar geymum við nokk- ur hundruð verk og er þar yfirleitt um að ræða nýleg verk frá síðustu áratugum,“ segir Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands. ,,Við teljum að ástand þessara mála hjá Listasafni Íslands sé gott. Verkunum í Laugarnesi er öllum vel fyrir komið og aðgengileg. Að sjálf- sögðu hefur svona atburður í för með sér að við munum fara yfir þessi mál aftur, sérstaklega hvað varðar eldvarnir í Laugarnesinu en það er eldvarnakerfi í húsinu og engin bráð hætta í nánasta umhverfi við geymslurnar,“ segir Ólafur einnig. Aðspurður hvort gerðar séu ítar- legar kröfur í lögum og reglugerðum um öryggi og eldvarnir í söfnum og listaverkageymslum segir Ólafur að ekkert regluverk leysi þessi mál. ,,Þarna reynir fyrst og fremst á ábyrgð og hlutverk viðkomandi stofnana að varðveita þennan hluta þjóðararfsins en það er svo undir fjárveitingum ríkisins komið hvernig það vill standa að geymslumálum.“ Sjálfvirk vatnsúðakerfi geta verið varasöm Skv. reglugerð um hönnun og uppsetningu sjálfvirkra úðakerfa sem sett var árið 1994 geta slökkvi- liðsstjóri og byggingafulltrúi eða Brunamálastofnun ríkisins krafist þess að sett verði upp úðakerfi í byggingum, m.a. í friðuðum húsum og húsum sem hafa menningarsögu- legt gildi, í muna- og minjasöfnum, lista- og bókasöfnum og öðrum byggingum þar sem óbætanleg verðmæti eru varðveitt. Ekki hefur þó verið talin þörf á uppsetningu slíks búnaðar í öllum söfnum eða geymslum undir listaverk og minjar hér á landi og á það m.a. við um lista- verkageymslur á vegum Listasafns Ísland. Ólafur bendir á að áhættu- samt sé að setja upp vatnsúðakerfi þar sem geymd eru viðkvæm lista- verk, s.s. vatnslitamyndir, því þessi sjálfvirku kerfi gætu valdið miklu tjóni ef vatnsúði færi í gang fyrir slysni. ,,Eftirlitsmenn fara reglulega yfir ástand þessara mála og komið hefur verið fyrir alls konar aðvörunarkerf- um en að sjálfsögðu reynir svo á þekkingu og kunnáttu starfsmanna sem vinna við forsvörsluna, hvernig svona varðveislu er háttað í safninu,“ segir hann. og aðbúnað í listaverka- og minjageymslum a u Morgunblaðið/Sverrir Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri ræðir við Eirík Þorláksson, forstöðu- mann Listasafns Reykjavíkur, fyrir framan Fákafen 9 þar sem safnið er með yfir fimmtíu listaverk í geymslu, flest eftir Ásmund Sveinsson. ðu íms- ður ölfar s. nsteypa, gler, hrosshár, 130x80x150/ x90x140, LR-765 hihuly: alt Blue Macchia with Red Lip Wrap, 1992, ið gler, 45x95x75 cm, LR-3314 ogi Magnússon: tali, , hæð 150cm, LR-090 ogi Pétursson, f. 1959: r, frá 1993 ssviður, hátalarar / Plywood, loud- akers, 250x490x540 cm, LR-3426 taka, frá 1993, trör, hátalarar, forritar, stuttbylgju- takarar / plastic pipes, loudspeakers, grammers, SW receivers, LR-1778 undur Benediktsson, f. 1920: itils, ns, h. 90 cm, LR-1402 lptúr, ns, LR-1403 Hákon, f. 1956: ði og Miðgarðsormurinn, frá 1987, (og leir?) á tré, 130 x 180 cm, LR-473 n Eyfells, f. 1923: itils, frá 1991 3x) 160 cm í þvermál, LR-1507 Gunnar Árnason (1931–1989): mennirnir ryðfrítt stál, H-049 nn E. Hrafnsson, f. 1960: vatnsborð, frá 1993, ar, steinsteypa, LR-2393 ús Tómasson: án titils, 1968–69, járn, stál, 100x100 cm, LR-1565 Ólafur Elíasson, f. 1967: Þín samsetta sjón, frá 1998, tré, málmur, spegilfilma, 800x268x320 cm, LR-3163 Ólafur Gíslason, f. 1962: Vernissage, frá 1994, stöplar, kúpull, glerglös, LR-1961 Páll Guðmundson: Davíð, frá 1991, blágrýti, h: 70 cm, LR-1394 Rósa Gísladóttir: Án titils, frá 1988, Lituð steinsteypa, 95x70 cm, LR-518 Sigríður Ásgeirsdóttir: Fimm systur steint gler, LR-657 Sigurður Guðmundsson: Grænleitt, frá 1998, kínverskt granít, 100x60x40, LR-3182 Sigurður Örlygsson: Orkustöð, frá 1990, olía á striga, bl. tækni, 240x360 cm, LR-853 Sóley Eiríksdóttir (1957–1994): Staða/Kona, frá 1988, steinsteypa og stál, 80x107x27 cm, LR-3250 Svava Björnsdóttir: Án titils, frá 1992, pappírsmassi, litaduft, 300x400x20 cm, LR-1570 Þór Vigfússon: Maður með bók, frá 1985, gifs, 150 cm, LR-3425. verk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.