Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 4. Vit 398
SÍMI 588-0800 KRINGLAN www.sambioin.is
Sýnd kl. 10. B.i. 14. Vit 393.
1/2
Kvikmyndir.is
HETJA MUN RÍSA UPP...
...Á AFTURLAPPIRNAR.
Sýnd kl. 5.50 og 8. Vit 415
Þú átt eftir að fá verk í beinin af hlátri. Kolrugluð
grínmynd sem kemur öllum í gott skap.
Í anda „God's
must be crazy“
myndana.
i í i i l i l l
í ll í
Sýnd kl. 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12 á miðnætti. POWERSÝNING kl. 10. Bi. 14. Vit 417
Sýnd kl. 4 og 5. Íslenskt tal. Vit 398
Frumsýn
ing
Frumsýning
Fyrstu gestir á miðnætursýningunni fá brjálaðar Eight Legged Freaks köngulær!
Líkar þér illa við köngulær? Þeim líkar ekkert vel við þig heldur!
Frábær mynd full af húmor og hryllingi sem á eftir að láta hárin rísa!
www.sambioin.is
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 6. Örfáar sýningar eftir.
DV
HL. MBL
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
Hið yfirnáttúrulega mun gerast.
Sýnd kl. 8 og 10.20. B. i. 16.
Sýnd kl. 6. Íslenskt tal.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.
Steve Martin
Helena Bonham Garter
Laura Dern
Mávahlátur
Kvikmyndir.is
DV
Sýnd kl. 6. Með íslensku tali.
S
ag
a
u
m
s
tr
ák
1/2
SV Mbl
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
26 þúsund áhorfendur
SG DV
Sýnd kl. 8 og 10.05.
Hvað
myndir þú
gera ef
þú gætir
stöðvað
tímann?
Frábær, fyndin og tæknihlaðin ævintýramynd
sem á eftir að koma verulega á óvart.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Frumsýning
DV RadíóX
I ADAPT skipar ákveðna sér-stöðu innan íslensku harð-kjarnasenunnar. Sveitin varstofnuð fyrir einu og hálfu ári,
beinlínis til að hræra aðeins upp í áð-
urnefndri senu, sem einkenndist
nær einvörðungu af níðþungu rokki.
Sú nálgun er vissulega yndisleg en
rokkið er fjölært eins og grasið og
fjölbreytnin gefur lífinu lit eins og
Sacred Reich kváðu hér í eina tíð.
I Adapt leggja því fyrir sig mel-
ódískt harðkjarnarokk, eins og það
kemur af kúnni, og hér skipta text-
arnir ekki síður máli en tónlistin.
Enn sem komið er er sveitin sú eina
hérlendis sem leggur nákvæmlega
þetta form fyrir sig, eins undarlega
og það hljómar.
Prímusmótor sveitarinnar var
hugsjóna- og athafnamaðurinn Birk-
ir Fjalar Viðarsson trommuleikari
sem gert hafði garðinn frægan með
Bisund m.a. Birkir hafði lengi vel
verið einn af framvörðum senunnar
hérlendis og varð úr að hann tók
nettan „Phil Collins“ í I Adapt og tók
sér nú hljóðnema í hönd. Sveitin hef-
ur svo hamast við hljómleikahald í
gríð og erg frá stofnun og einkar
skemmtilegt er að fylgjast með Birki
á sviði, sem virðist fæddur í það hlut-
verk. Ekki ósvipað og Phil gamli og
nú lofa ég að hætta að rausa meira
um hann!
Er diskurinn kominn, strákar?
Birkir: „Hann kemur út í dag en
við erum að framleiða hann þegar
þetta er lesið. Það kom auðvitað ekk-
ert annað til greina en að gera allt
sjálfir, alveg frá upphafi. Það eina
sem við komum ekki nálægt voru
takkarnir í hljóðverinu.“
Hvar tókuð þið hann upp?
Villi: „Í stúdíó Ryk hjá d.u.s.t.-
strákunum. Hann Raggi; gamli Bis-
und-bassaleikarinn, hjálpaði okkur
mikið þar og benti okkur á hluti sem
ella hefðu farið fram hjá okkur.“
Birkir: „Við vorum geysilega
snöggir að þessu og tókum upp tíu
lög á þremur klukkutímum. Öll lögin
nema tvö eru fyrsta eða önnur taka.
Við reyndum líka að hafa þetta eins
hrátt og hægt var þannig að við leyfð-
um ýmsum mistökum að fylgja með.
Við lögðum áherslu á að hafa þetta
eins einlægt og lífrænt og hægt er.“
Og textarnir skipta miklu?
Birkir: „Já. Áður en við tókum
upp plötuna vorum við mikið að spá í
hvort við ættum að vera mjög aka-
demískir og athuga vel hvort text-
arnir gengju upp og slíkt. En við
ákváðum svo að hætta við það. Þótt
sumir textarnir séu kannski kjána-
legir þá verður bara að hafa það.“
Villi: „Á milli laga á tónleikum
reynum við alltaf að vera með já-
kvæðan áróður og dreifum bækling-
um. Bara það að einn þarna inni fari
að hugsa gerir þetta þess virði.“
Hvað með þessa endalausu um-
ræðu um enska og íslenska texta.
Hvað finnst ykkur um það (textar I
Adapt eru á ensku)?
Birkir: „Þegar við vorum að byrja
þá voru jafnmargir að „fíla“ þetta er-
lendis og hér innanlands. Til dæmis
vinir okkar sem við höfum kynnst í
gegnum tíðina, t.a.m. þegar ég var
skiptinemi í Þýskalandi. Við vildum
alveg eins tala til þeirra og fólks hér
á landi – og fá þá viðgjöf frá sem
flestum.“
Hversu mikið hefur Netið haft að
segja um svona tegund tónlistar?
Birkir: „Samskipti hafa verið að
aukast til mikilla muna í gegnum
Netið undanfarin ár. Og það er í æ
ríkari mæli farið að leiða af sér alls-
kyns samstarf og ennfremur hefur
það aukið á athafnasemi. Eins lúða-
lega og það hljómar þá hefur Netið
haft alveg gríðarlega mikið að
segja.“
En hvernig stendur harðkjarna-
senan sem slík í dag?
Birkir: „Hún stendur bara mjög
vel. Fyrir hálfu ári voru einhverjir að
segja að hún væri á niðurleið af því
að skrifum hefði fækkað. En þetta
tal kom frá fólki sem er ekkert
innviklað í senuna. Innan hennar er
fullt að gerast, allir að tala saman og
plotta eitthvað. Einnig er hæg end-
urnýjun að eiga sér stað sem er bara
jákvætt.“
Hvað er svo framundan?
Villi: „Á mánudaginn förum við og
spilum á harðkjarnahátíðinni Ieper í
Belgíu. Þar munum við leika með
böndum sem hafa verið miklir
áhrifavaldar á okkur eins og t.d.
Strike Anywhere, Sworn In og As
Friends Rust.“
Útgáfutónleikarnir
Þeir strákar segja að lokum að
þeir hafi upprunalega ætlað að halda
tónleika til að votta Hinsegin dögum
virðingu sína og leggja mikla áherslu
á það. Svo var ákveðið að fagna út-
komu disksins um leið. Tónleikarnir
hefjast á slaginu kl. 21 í Vesturporti
en með þeim leika framsækna rapp-
sveitin Afkvæmi Guðanna (gáfu út
diskinn Dæmisögur fyrir síðustu jól)
og harðkjarnasveitin Snafu (nýlega
kom út splittdiskur með þeim og
þýsku sveitinni Since the Day). Að-
gangseyrir er 500 kr. og til sölu
verða diskar og bolir á niðursettu
verði.
I Adapt gefur út Why Not Make Today Legendary
Af öllu hjarta
Morgunblaðið/Jim Smart
I Adapt: „Það sem máli skiptir.“
Harðkjarnasveitin I
Adapt heldur útgáfu-
tónleika í kvöld, vegna
fyrstu plötu sinnar.
Arnar Eggert Thor-
oddsen ræddi við tvo
stofnlimi, þá Birki Fjal-
ar Viðarsson og Vilhelm
Vilhelmsson.
TENGLAR
....................................................
www.dordingull.com/iadapt/
arnart@mbl.is