Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
si
a
.i
s
/
N
M
0
6
5
2
8
...á girðinguna, gluggana, veröndina
og sumarbústaðinn.
Við veitum faglega ráðgjöf.
Dugguvogi 4 • www.slippfelagid.is
EKKI hefur verið til sérstakrar at-
hugunar í fjármálaráðuneytinu að
breyta reglum um frípunkta sem op-
inberir starfsmenn fá þegar þeir
ferðast vegna vinnu sinnar.
Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að
á sínum tíma hafi verið reynt að ná
utan um þetta. „Það gekk bara ekki
og það náðist ekki heldur samstarf
við Flugleiðir sem hefði þurft að
koma til. Það er ákveðin hugmynda-
fræði á bak við þeirra kerfi sem þeir
voru þá ekki tilbúnir að sveigja að
sjónarmiðum ríkisins þannig að í
raun var ekki framkvæmanlegt að
halda utan um þessa punkta og nýta í
þágu ríkisins. Það var því tekin sú
meðvitaða ákvörðun að það svaraði
ekki kostnaði að vera að reyna það
frekar.“
Alls ekki auðvelt að koma upp
eigin kerfi hjá ríkinu
Aðspurður segir Baldur að það sé
engan veginn einfalt mál fyrir ríkið
að koma sér upp eigin kerfi til að
halda utan um þessa punkta. Og al-
veg burtséð frá því séu í gildi hjá
Flugleiðum ákveðnar reglur um nýt-
ingu frípunktanna. Ef menn ætli að
taka frípunkta eins starfsmanns
vegna vinnuferðar og nota þá til
greiðslu á næstu ferð hans geti það
stangast á við reglur sem gilda hjá
Flugleiðum.
„Menn geta ekki notað punkta til
greiðslu á ferð nema þeir nái, að mér
skilst, 80% af þeim punktum sem
þarf til þess að borga tiltekna ferð. Í
öðru lagi má nefna að hjá Flugleið-
um eru í gildi ákveðnar reglur um
það hversu mörg sæti undir frí-
punktafarþega eru tiltæk í hverri
ferð og það myndi augljóslega valda
vandræðum við skipulagningu ferða.
Þá má í þriðja lagi nefna að það eru
takmarkanir á því hverjir geta notað
frípunktana. Að því er ég best veit
hafa verið í gildi þær reglur að við-
komandi punktaþegi auk maka hans
og barna undir ákveðnum aldri geti
notað punktana.“
Sömu skattareglur verða að
gilda fyrir atvinnulífið allt
Baldur segir að ekki sé óeðlilegt
að hafa mál sem þetta til stöðugrar
endurskoðunar en það sem viðgang-
ist núna sé hreinlega ákvörðun sem
er alveg uppi á borðinu þótt menn
hafi á einhverju stigi ætlað sér að
fara aðra leið. Þá segir Baldur að
skattleg meðferð punktanna sé ann-
ar handleggur og það gildi engar
sérreglur um frípunkta opinberra
starfsmanna, sama verði að gilda um
opinbera starfsmenn og aðra sem
ferðast á vegum fyrirtækja í at-
vinnulífinu. „Það er væntanlega
nokkuð snúið að ná utan um það
vegna þess að saman við þetta bland-
ast punktar sem menn vinna sér inn
persónulega. Þetta er frekar spurn-
ing um hversu stórt mál þetta er og
hvaða þörf er á að taka fyrri ákvarð-
anir til endurskoðunar vegna þess að
það er viðbúið að þetta myndi í reynd
ekki nýtast ríkinu sjálfu mikið að
óbreyttum reglum. Það hefur því
væntanlega ekki þótt ómaksins vert
að þjösnast áfram í þessu máli. Þar
með er ekki sagt að það geti ekki
verið ástæða til þess að skoða það
með reglulegu millibili,“ sagði Bald-
ur.
Fyrr í vikunni var haft eftir Guð-
jóni Arngrímssyni, upplýsingafull-
trúa Flugleiða, í Morgunblaðinu að
frípunktakerfið sé hannað fyrir ein-
staklinga og erfitt sé að laga það að
stofnunum eða fyrirtækjum. Hins
vegar sé fyrirtækjum og stofnunum í
sjálfsvald sett að setja reglur um
notkun frípunkta, þar á meðal hvort
þeim sé deilt á starfsmenn.
Frípunktar sem koma í hlut opinberra starfsmanna
Erfitt í framkvæmd að
láta ríkið njóta þeirra
GERT er ráð fyrir að rannsókn-
arnefnd flugslysa ræði við systur-
stofnun sína í Danmörku í næstu
viku um atvikið við austurströnd
Grænlands í síðustu viku þegar
flugmenn tveggja hreyfla Cessna
404 flugvélar frá flugfélaginu Jór-
vík misstu vélina úr 13 þúsund feta
hæð niður í 2 þúsund feta hæð
vegna gangtruflana. Rannsóknin er
á höndum dönsku rannsóknar-
nefndarinnar en íslenska nefndin er
henni innan handar. Gagnasöfnun
af hálfu íslensku nefndarinnar
stendur yfir og annast hún viðtöl
við flugmennina og aflar þeirra
gagna sem danska nefndin kallar
eftir. Að svo komnu máli þykir lík-
legasta skýringin á atvikinu vera sú
að ísing hafi valdið gangtruflunum í
hreyfli vélarinnar með þeim afleið-
ingum að hún missti mikla hæð
skammt undan austurströnd Græn-
lands.
Flugvélin, sem er 25 ára gömul,
hefur verið útskrifuð að lokinni
skoðun og er komin aftur í notkun.
Íslenska rannsóknarnefndin segir
flugmennina hafa orðið vara við
gangtruflanir í 13 þúsund feta hæð
og segir Jón Grétar Sigurðsson
framkvæmdastjóri Jórvíkur að þar
sé eflaust átt við gangtruflanir af
völdum ísingar. Augu manna hafi
fyrst beinst að vatni í bensíni sem
valdið hafi hökti í mótornum, en það
sé samt ólíklegt. Hann segir samt
að vatn myndist oft í bensíntönkum
þessara flugvéla og því sé þess gætt
daglega að bensínið sé ómengað af
vatni. Aðspurður segir hann af og
frá að hættan á daggarmyndun í
bensíntönkum aukist eftir því sem
vélarnar eldast. Hann segir að-
spurður um viðbrögð flugmannanna
þegar þeir lentu í atvikinu ásamt
níu farþegum sínum, að þeir hafi
komið flugvélinni út úr aðsteðjandi
vanda. „Það segir mér að þeir hafi
gert eitthvað rétt,“ segir hann.
! "#$%&$
#!' $( )$ ! *&! +(,!!
-!$-%.$$#!
! *( *!/$#!!
0! 11
(! !
1!! %/! &2 13
4
1 (
*' $$+11 !
5!*%+ (! ' $
! 3
1+$ . !136
1
1
6
36
3
6
6
3
7
,
8
4
6
3
Rannsóknarnefndirnar ræða
flugatvikið í næstu viku
FORSETI Lettlands, frú Vaira
Vike-Freiberga, og eiginmaður
hennar, prófessor Imants Freibergs,
koma til Íslands 11. ágúst en opinber
heimsókn þeirra í boði Ólafs Ragn-
ars Grímssonar hefst 12. ágúst.
Heimsóknin hefst með athöfn á
Bessastöðum að viðstaddri ríkis-
stjórn Íslands og handhöfum for-
setavalds. Að loknum viðræðum for-
setanna munu þeir halda sameigin-
legan blaðamannafund en síðar þann
dag mun forseti Lettlands eiga við-
ræður við Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra. Eftir þann fund verða
hringborðsumræður í Þjóðmenning-
arhúsinu við Hverfisgötu um málefni
smáríkja innan NATO og mun for-
seti Lettlands flytja erindi um það
efni.
Vike-Freiberga mun skoða íslensk
handrit í Stofnun Árna Magnússon-
ar. Um kvöldið verður hátíðarkvöld-
verður á Bessastöðum til heiðurs
forsetahjónunum.
Íslenskir og lettneskir
viðskiptaaðilar ræðast við
Hinn 13. ágúst munu forseti Ís-
lands og forseti Lettlands setja við-
skiptastefnu sem haldin verður með
íslenskum og lettneskum viðskipta-
aðilum í Húsi verslunarinnar í
Kringlunni á vegum Verslunarráðs
Íslands í samvinnu við Útflutnings-
ráð Íslands og viðskiptaþjónustu
utanríkisráðuneytisins. Þaðan verð-
ur haldið til Þingvalla og staldrað við
í Vinalundi. Forsetahjónin munu
ásamt forseta Íslands og Dorrit
Moussaieff snæða hádegisverð í boði
Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
og Ástríðar Thorarensen á Þingvöll-
um.
Síðar um daginn mun forseti Lett-
lands opna lettneska málverkasýn-
ingu í Kringlunni og efna til móttöku
í anddyri Borgarleikhússins.
Í fylgdarliði forsetans eru meðal
annars Aigars Kalvitis efnahags-
málaráðherra, ásamt öðrum áhrifa-
mönnum í stjórnkerfi Lettlands, auk
rúmlega 40 manna viðskiptasendi-
nefndar.
Forseti
Lettlands
í opinbera
heimsókn
SENNILEGA fara að verða síðustu
forvöð að njóta útivistar í „hlýju“
sumarsins. Og líklega kemst maður
hvað best í snertingu við náttúruna
með því að vaða berfættur yfir
læki. Það gerði þessi unga kona,
sem hér sést, og virtist fara létt
með að vaða yfir Reykjadalsá við
Hveragerði. Hún þarf hins vegar
ekki að hafa áhyggjur af kulda því
vatnið í ánni er ylvolgt.
Síðustu daga hefur verið hlýtt og
gott veður á Suðurlandi. En eins og
flestum er í fersku minni rigndi
mikið um síðustu helgi.
Vaðið yfir
Reykja-
dalsá
Morgunblaðið/Ingó