Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Munið 1.000 kr. Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. slána MIKIL leit stendur nú yfir í Bret- landi að tveimur stúlkum, Holly Wells og Jessicu Chapman, sem ekki hafa sést síðan á sunnudag og óttast lögreglan að þær hafi orðið fórnarlömb barnaníðinga. Hvarf stúlknanna, sem báðar eru tíu ára gamlar, hefur vakið óhug í Bretlandi og almenningur fylgist grannt með málinu. Hafa nokkur götublaðanna heitið peningaverð- launum ef menn koma fram með upplýsingar sem verða til þess að stúlkurnar komi í leitirnar. Holly og Jessica eiga heima í bænum Soham í Cambridgeshire, sunnarlega í Bretlandi. Þær voru báðar klæddar í rauðar íþrótta- treyjur, nánar tiltekið í keppnis- búning knattspyrnuliðsins Man- chester United, er þær sáust síðast á sunnudagskvöld. Þær voru þá staddar í útjaðri Soham, að því er virðist á leið að þjóðveginum sem liggur til London. Í upphafi þótti líklegt að stúlk- urnar hefðu strokið að heiman, rétt eins og mikill meirihluti þeirra 40 þúsund barna sem hverfa um lengri eða skemmri tíma á ári hverju, og tilkynnt er um til lögreglu. Eftir því sem liðið hefur á vikuna hefur ótti manna hins vegar magnast um að stúlkunum hafi verið rænt. Bæði eru fjölskylduaðstæður þeirra Holly og Jessicu með besta móti, sem veldur því að mönnum þykir ólíklegt að þær hafi strokið, og þá segir lögreglan að þrátt fyrir allt sé óvenjulegt að tvær ungar stúlkur ákveði báðar að strjúka að heiman. David Hankins, yfirmaður í bresku rannsóknarlögreglunni, sagði hundruð manna hafa hringt til að greina frá upplýsingum, sem hugsanlega gætu hjálpað til í leit- inni að stúlkunum tveimur. Lög- reglan hefur þó á litlu að byggja, enn sem komið er. Mál stúlknanna tveggja hefur orðið til þess í Bretlandi að menn hafa rifjað upp hvarf hinnar átta ára gömlu Söruh Payne sumarið 2000 en lík hennar fannst síðar eftir mikla leit. Barnaníðingurinn Roy Whiting var seinna dæmdur fyrir morðið á Payne. Reuters Mikil leit að tveim- ur tíu ára stúlkum í Bretlandi nýtum þegnum samfélagsins. Þetta verður þrautin þyngri enda mælist atvinnuleysi í Angóla um 70%. Friðarsamkomulagið frá því í apr- íl gerir hins vegar ekki aðeins ráð fyrir afvopnun UNITA-hreyfingar- innar, og því að liðsmönnum hennar verði gert kleift að gerast virkir meðlimir samfélagins. Þannig er UNITA veitt lagaleg viðurkenning í samningunum og fær hreyfingin það hlutverk á pólitíska sviðinu að telj- ast stjórnarandstaðan í landi, sem stýrt er af Jose Eduardo dos Santos forseta. Margir efast að vísu um að dos Santos hyggist í raun leyfa skæru- liðunum fyrrverandi að gegna hlut- verki í stjórnmálum landsins. „Stjórnin er að reyna óþverra- brögð,“ segir Pinto de Andrade. „Um leið og hún telur sig hafa full- vissu fyrir því að UNITA-menn geti ekki lengur blásið til stríðs þá mun hún gera allt sem hægt er til að draga úr pólitískum áhrifum UNITA. Þessi ríkisstjórn mun beita öllum brögðum til að tryggja áfram- haldandi yfirráð sín.“ Sé þetta rétt má fullyrða að ekki verður einfalt mál að eyða því vantrausti sem einkennir samskipti leiðtoga stríðandi fylkinga. Ljóst er að hættan á því að átök brjótist út á nýjan leik er til staðar. Betra tækifæri, til að binda enda á átökin í ÞÓ að tekist hafi að binda enda á borgarastríðið í Angóla bíða lands- manna erfið verkefni enda eru inn- viðir samfélagsins í rúst eftir næst- um samfelld átök undanfarinna þrjátíu ára. Íbúar Angóla halda hins vegar fast í vonina um að þáttaskil hafi átt sér stað í sannkallaðri sorg- arsögu landsins með friðarsam- komulagi UNITA-skæruliðahreyf- ingarinnar og stjórnarhersins, sem undirritað var í apríl. Meginorsök þess að menn bera nú von í brjósti um að tekist hafi að snúa við blaðinu, er dauði Jonasar Savimbi, leiðtoga UNITA, í febrúar en hann féll í bardögum við stjórn- arher landsins. Flestir eru sammála um að Savimbi hafi upp á sitt ein- dæmi tekist að draga borgarastríð, sem kostaði a.m.k. hálfa milljón manna lífið, á langinn og ólíklegt var talið að semja mætti um frið á með- an hann væri í forystu skæruliða. „Ef þú ert að tala um bein átök þá er það rétt að stríðinu er lokið,“ seg- ir Justino Pinto de Andrade, deild- arforseti hagfræðideildar kaþólska háskólans í Lúanda, höfuðborg Ang- óla. „Friður er hins vegar ekki enn í höfn hvað varðar þjóðfélags- og efnahagsmál.“ Meðal þeirra verkefna sem við blasa er að afvopna 82 þúsund liðs- menn UNITA og gera þá og um 250 þúsund ættmenni þeirra aftur að eitt skipti fyrir öll, fæst þó varla. Efnahagur Angóla er í rúst og má nefna að framleiðsluiðnaður stendur höllum fæti og viðskipti með land- búnaðarvörur eru nánast óþekkt. Jarðsprengjur eru víða á þeim stöð- um, þar sem landbúnaður er stund- aður, og munu sjálfsagt leiða hörm- ungar yfir landsmenn löngu eftir að hinu eiginlega borgarastríði er lok- ið. Sextíu fórnarlömb jarð- sprengna í hverjum mánuði Er áætlað að eitt hundrað þúsund manns hafi tapað útlimum á þeim tíma, sem borgarastríðið varaði, flestir af völdum jarðsprengna. Lík- legt þykir að á milli fjórar og fimm milljónir jarðsprengna sé enn að finna á ræktarsvæðum, undir veg- um landsins og í kringum hernaðar- mannvirki. Í hverjum mánuði deyja og slasast um sextíu manns eftir að hafa stigið á jarðsprengju. Segja starfsmenn erlendra hjálp- arstofnana að þeir óttist að fórn- arlömbum jarðsprengna eigi eftir að fjölga til muna þegar þúsundir manna, sem hrakist hafa frá heim- ilum sínum, snúa á heimaslóðir og taka aftur að yrkja jörðina. Þá hafa átökin, sem hófust þegar í kjölfar þess að Angóla fékk sjálf- stæði frá Portúgal árið 1975, orðið til þess að aðeins örfá börn hafa get- að gengið í skóla. Ennfremur eru sjúkrahús í landinu niðurnídd og þar bráðvantar helstu nauðsynjavörur, auk þess sem einungis örfá hverfi höfuðborgarinnar hafa aðgang að rafmagni og hið sama má reyndar segja um aðgang að rennandi vatni. Mikil stríðsþreyta meðal íbúanna Þetta breytir þó ekki því að íbúar Angóla eru býsna glaðir í bragði þessa dagana. „Stríðsþreytan er mikil í þessu landi,“ segir Geraldo Sachipengo Nunda hershöfðingi, sem er aðstoðaryfirmaður stjórnar- hersins. „Liðsmenn bæði stjórnar- hersins og UNITA eru uppgefnir. Mestu máli skiptir þó að íbúar Ang- óla vilja ekki umbera frekari stríðs- átök.“ Landsmenn sjálfir gleðjast ein- faldlega yfir því að óveðrinu hafi slotað og þeir njóta þess að geta sér um frjálst höfuð strokið. Þannig hef- ur friðarsamkomulagið orðið til þess að flutningabílstjórinn Carlos Man- uel Ferreira hefur aftur tekið að sér að flytja vörur um vegi, sem áður voru lokaðir. „Núna get ég farið allra minna ferða án þess að þurfa að óttast um líf mitt,“ segir Ferreira, sem er 29 ára, og rifjar upp að UNITA-menn sátu fyrir honum dag einn árið 1998 og rændu öllum varningnum sem hann hafði meðferðis. „Ég ek af stað frá Lúanda kl. 8 á kvöldin. Ég keyri alla nóttina og kem síðan á áfanga- stað árla næsta morguns. Á meðan á borgarastríðinu stóð var þetta ekki mögulegt. Það hefði tekið mig fjóra daga að komast sömu leið. Ég er af- ar hamingjusamur.“ Njóta þess að óveðrinu skuli hafa slotað Íbúar Angóla vona að endanlegur friður sé í höfn Reuters Ungur drengur bíður þess að fá gefinn mat í búðum fyrir heim- ilislaust fólk í Kuito í Angóla. Kuito í Angóla. The Los Angeles Times. ’ Núna get ég fariðallra minna ferða án þess að þurfa að ótt- ast um líf mitt ‘ FIMMTÁN manns hafa verið handteknir á Indlandi vegna gruns um að hafa þvingað 65 ára gamla ekkju til að brenna til dauða við hlið látins eigin- manns hennar. Íbúar þorps hjónanna sálugu segja konuna, Kuttu Bai, hafa framkvæmt hinn forna helgisið Sati með því að ganga með eiginmanninum í dauðann og hafa þeir tekið kon- una í guðatölu. Frásögnum vitna af atburð- inum ber ekki saman. Sumir segja konuna hafa, gegn vilja fjölskyldu sinnar, gengið sjálf- viljuga á bálköstinn en aðrir kveðast hafa séð fjölskyldu- meðlimi og aðra þorpsbúa beita hana þvingunum og valdi til að fá hana til að leggjast á köstinn. Sum vitni segjast hafa séð syni Kuttu Bai kveikja í kestinum. Aðrir fullyrða að það hafi guð- irnir sjálfir gert og enn aðrir segja að kviknað hafi í út frá reykelsum sem stungið var í jörðina við bálköstinn. Synirnir tveir hafa verið ákærðir fyrir morð og er gefið að sök að hafa neytt móður sína til að ganga á bálköstinn í því skyni að komast sjálfir yfir eig- ur hennar. Þorpsbúar segjast stoltir af því að hafa orðið vitni að svo merkum atburði sem Sati-at- höfnin sé, en síðast átti slík at- höfn sér stað árið 1987 þegar átján ára stúlka var brennd ásamt látnum eiginmanni hennar. Sati er ólögleg á Ind- landi og hefur verið það frá árinu 1829, þegar bresk ný- lenduyfirvöld bönnuðu helgi- siðinn að tilstuðlan umbóta- sinnaðra Indverja. Stjórnmálamenn og fjöl- miðlar hafa fordæmt athöfnina. í leiðara dagblaðsins The Hind- ustan er siðurinn sagður villi- mannslegur og hann borinn saman við barnsfórnir. Brennd lifandi Nýju-Delhí. AP, AFP. Indland HÆSTIRÉTTUR í Zimbabve úr- skurðaði í gær að stjórnvöld í land- inu gætu ekki tekið eignarnámi jarð- ir hvítra bænda nema gera lánastofnunum, sem eiga inni pen- inga hjá bændunum, viðvart fyrst. Þessi úrskurður gefur bændunum hugsanlega stundargrið en á mið- nætti rann út frestur sem yfirvöld höfðu gefið þeim til að hafa sig á brott frá jörðum sínum. Um þrjú þúsund hvítum bændum hafði verið skipað að yfirgefa jarðir sínar eða sæta fangelsisvist ella. Eru þessar aðgerðir stjórnvalda liður í umdeildum umbótum Roberts Mug- abe forseta en markmið þeirra er sagt að leiðrétta óréttlæti sem hvítir menn hafi beitt blökkumenn í Zimb- abve um langt skeið. Fram kom hins vegar í úrskurði hæstaréttar í gær að sú staðreynd, að stjórnvöld hefðu ekki gert lána- stofnunum viðvart sem veð eiga í jörðum bændanna, þýddi að eignar- námið væri ólöglegt. Ekki er talið líklegt að stjórnvöld láti úrskurðinn aftra sér frá því að ná settu marki og geta þau fyrirskipað eignarnám á nýjan leik eftir að þau hafa gert lánastofnunum viðvart – nema þau hunsi með öllu úrskurð hæstaréttar frá því í gær, en það hef- ur Mugabe ítrekað gert. Stundargrið hjá hvítum bændum? Zimbabve Harare. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.