Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 46
FÓLK Í FRÉTTUM
46 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENDIR tónlistarmenn verða
sífellt iðnari við að sækja okkur
Frónbúa heim og leika fyrir okkur af
fingrum fram. Nýjasti Íslandsvin-
urinn er írskur en hefur verið bú-
settur í Mexíkó undanfarin 20 ár.
Maðurinn heitir Anthony Long.
„Ég er að kynna nýja diskinn
minn sem ég var að taka upp í
Mexíkó. Ég kom einnig til að heim-
sækja gamla vini sem ég hitti í
Mexíkó,“ upplýsir Long.
Með þessum gömlu vinum á hann
meðal annars við Gunnar nokkurn
Waage sem mættur er í spjall með
honum. Gunnar hefur sett saman
hljómsveit sem leika mun með Long
á þeim þrennu tónleikum sem hann
heldur hér á landi.
„Ég get ekki borið fram eitt ein-
asta nafn á þeim stöðum sem við ætl-
um að spila á,“ viðurkennir Long og
Gunnar hleypur undir bagga með
honum:
„Fyrstu tónleikarnir voru í gær á
Gauki á Stöng og svo spilar
hann á Vídalín föstudags- og
laugardagskvöld,“ segir
hann.
Þeir tónlistarmenn sem
Gunnar hefur hóað saman af
þessu tilefni eru auk þeirra
Long þeir Kristinn Gallagh-
er og Pétur Valgarður Pét-
ursson.
„Þetta er sambland af
suðrænu reggí, blús, poppi
og örlitlu fönki,“ segir Long
um tónlist sína og bætir við
að hún sé mjög alþjóðleg.
Nýjasta plata Long er ekki
sú fyrsta en hann státar af
alls sjö stykkjum, þar af fjórum sóló-
plötum.
Gunnar og Long kynntust sem áð-
ur sagði í Mexíkó og þykir þeim það
heldur skondið, Íslendingur og Íri í
Mexíkó. Gunnar lék inn á eina af
plötum Longs og með þeim tókst sá
vinskapur sem nú hefur togað Long
upp á Íslandsstrendur.
Héðan fer Long um miðjan mán-
uðinn til Írlands og svo Ástralíu til
að kynna diskinn sinn nýja en hann
segist mjög spenntur fyrir að koma
aftur til Íslands í framtíðinni.
Íslendingur og
Íri í Mexíkó
Anthony Long hlakkar til að spila
fyrir Íslendinga.
birta@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Anthony Long leikur hér á landi ásamt hljómsveit
Morgunblaðið/Jim Smart
N ju
ng!