Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ S á leiði ósiður að birta álagningarskrár er endurtekinn árlega í byrjun ágúst, en þá leggur ríkið fram þess- ar skrár fyrir hvern sem í þeim vill gramsa og hnýsast í einkahagi náungans. Og ekki er nóg með að skrárnar séu til opinberrar sýn- ingar fyrir þá sem eru nægilega forvitnir til að gera sér ferð á skattstofuna að njósna um það hvað Jón og Gunna í næsta húsi hafa í tekjur, heldur tekur ríkið saman sérstaka lista yfir þá sem það hyggst leggja á hæsta skatt- inn. Þessir listar, svo kallaðir „há- karlalistar“, yfir helstu fórn- arlömb skattsins hafa þann tilgang einan að gera fólki auðvelt að velta sér upp úr einkalífi ann- arra og er furðulegt svo ekki sé meira sagt að ríkið skuli beita sér fyrir því að einkamál borgaranna séu opinberuð með þessum hætti. En þótt engin rök séu til fyrir því að ríkið taki saman lista yfir meinta tekjuhæstu menn landsins – og það er rétt að hafa í huga að hér er aðeins um álagningu að ræða, sumir eru „saklausir“ af þeim tekjum sem þeim eru áætlaðar – þá er stund- um reynt að færa rök fyrir því að skrárnar liggi frammi svo fletta megi upp „grunsamlegum“ ein- staklingum. Því er haldið fram, stundum í alvöru en sennilega oft- ast til að réttlæta hnýsnina, að nauðsynlegt sé að fólk geti flett upp álagningu náungans til að koma upp um skattsvik. Hug- myndin er sú að ef menn eiga ná- granna sem býr í dýrri íbúð, ekur um á rándýrum fjallajeppa, fer til útlanda þrisvar í mánuði, borðar á Holtinu og stundar ljósaböð þess á milli, en vinnur grunsamlega lít- ið, þá trítli menn í byrjun ágúst á næstu skattstofu og fletti þessum svakalega nágranna sínum upp. Þar eiga menn svo að sjá hvort hann hefur gefið upp „eðlilegar“ tekjur eða hvort hann sleppur allt of ódýrt frá skattinum. En skyldi álagningarskráin nú vera til mik- ils gagns að þessu leyti? Ekki er líklegt að svo sé og raunar virðist allt benda til að upplýsingar frá almenningi eftir grams í skatt- skrám skili sáralitlu eða engu. Sé árangurinn einhver má eins, eða jafnvel frekar, ná honum með því að tortryggið fólk geti hringt í skattinn, sent skattinum bréf, eða farið á nærliggjandi skattstofu, og gefið upp nafn hins grunaða. Þá geta starfsmenn skattsins flett upp í álagningarskrám og kannað hvort rétt er að rannsaka hinn meinta sakamann, eða hvort grunsemdirnar voru með öllu til- hæfulausar. Með þessu móti væru réttindi jeppaeigandans grun- samlega varin um leið og tor- tryggni nágranninn fengi sitt fram. Engin rök – fyrir utan hnýsnina – standa til þess að opna skrárnar þegar hægt er að koma grunsemdum á framfæri við skattinn. Og vitaskuld er það hægt. Ef einhverjir álíta að þetta standist ekki og skattgreiðendur eigi þrátt fyrir allt rétt á að kanna með eigin augum hvort verið er að hafa af þeim fé með undanskotum, þá hljóta skattgreiðendur að hafa sambærilegan rétt til að fylgjast með þeim sem taka út úr skatt- kerfinu. Engu skiptir fyrir skatt- greiðendur hvort einhver leggur of lítið inn eða tekur of mikið út, niðurstaðan er sú sama. Ef ríkið leggur fram álagningarskrár er þess vegna bæði eðlilegt og sjálf- sagt að það leggi líka fram bóta- skrár, þ.e. skrár yfir þá sem fá hæstu styrkina frá ríkinu. Og ef sérstakir listar eru teknir saman um hæstu gjaldendur, þá hlýtur að vera næsta skref að birta sér- staka lista yfir hæstu bótaþegana. Eftir að þessar skrár væru lagðar fram mætti fletta nágrönnum upp í skránum og kanna hvort þeir þiggja of mikla styrki. Getur til að mynda verið að sambýlisfólkið Jón og Gunna í næstu íbúð skrái sig sem einstæða foreldra til að njóta aukins stuðnings hins op- inbera? Hvernig stendur á því að Jón, sem ekki hefur unnið ærlegt handtak í mörg ár, gat keypt sér risastórt breiðtjaldssjónvarp í fyrradag? Er hann að svíkja út bætur? Ganga mætti úr skugga um þetta með því einfaldlega að birta bótaskrár. Næst blasir við að gera banka- reikninga manna opinbera, að minnsta kosti einu sinni á ári, og taka saman lista yfir eigendur feitustu reikninganna. Það væri vissulega forvitnilegt og líka gagnlegt til að bera saman við álagningar- og bótaskrárnar. Varla er nokkur ástæða til að leyfa mönnum að hafa banka- reikninga sína í friði enda geta alls kyns lögbrot þrifist í skjóli bankaleyndar. Og ef farið er að birta skrár yfir tekjur fólks og innstæður í bönk- um, hvers vegna þá ekki að birta sjúkraskrárnar? Ef það væri gert kæmi ef til vill í ljós að Jón ná- granni, sem ekki er hægt að sjá að neitt sé að, fær talsvert magn af örvandi lyfjum í hverjum mánuði. Skyldi hann, að því er virðist al- heilbrigður maðurinn, ef til vill selja pillurnar? Verður ekki að nýta nágrannana til að koma í veg fyrir slíka misnotkun og lögbrot? Á ekki almenningur rétt á því? Nú er stundum spurt, hafa sak- lausir menn eitthvað að fela? Og þar sem svarið er yfirleitt nei, þá má spyrja, hvers vegna ekki bara að ganga alla leið og opna dyr landsmanna í byrjun ágúst? Þá gætu nágrannar rannsakað íbúðir hverjir annarra í leit að lög- brotum eða jafnvel bara einhverju vafasömu hátterni. Þá mætti til dæmis ganga úr skugga um hvort þeir sem ekki greiða afnotagjöld Ríkisútvarpsins eigi útvarp eða hvort einhver sem segist tekjulít- ill og á ekki dýran jeppa lumar ef til vill á rándýrum Kjarvals- málverkum upp um alla veggi. Varla er ástæða til að verja einka- líf fólks ef hægt er að ná slíkum árangri og góma þess háttar óbótamenn. Eða líst mönnum ef til vill ekk- ert á þetta og vilja frekar hafa einkalíf sitt í friði fyrir öðrum? Og það jafnvel þó þeir hafi ekkert að fela? Það skyldi þó ekki vera, en sé svo hljóta menn líka að sjá að álagning skatta og þær ályktanir sem af álagningunni eru dregnar eiga ekkert erindi við almenning. Birtum bóta- skrárnar Ef ríkið leggur fram álagningarskrár er þess vegna bæði eðlilegt og sjálfsagt að það leggi líka fram bótaskrár, þ.e. skrár yfir þá sem fá hæstu styrkina frá ríkinu. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is Í DAG fer fram að- alfundur Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Magnús Þór Gylfason gefur kost á sér til for- mennsku í félaginu. Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að starfa með Magnúsi bæði í starfi SUS og í Varðbergi. Hvarvetna hefur Magnús vakið athygli fyrir vönduð vinnubrögð og dugn- að. Allir sem starfa í Sjálfstæðisflokknum hér í Reykjavík vita að leit er að heiðarlegri og traustari manni en Magnúsi. Enda hefur honum verið treyst fyrir ábyrgðar- störfum í öllum félögum sem hann kemur að. Þannig sinnir Magnús Þór starfi framkvæmdastjóra SUS, hann er formaður Varðbergs, fram- kvæmdastjóri borgar- stjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins og situr í miðstjórn flokksins, sem er æðsta stofnun Sjálf- stæðisflokksins. Sem fráfarandi stjórnar- maður í Heimdalli treysti ég engum bet- ur til að vinna að áframhaldandi fram- gangi hugsjóna Heim- dellinga sem og sjálf- stæðismanna allra. Margir kalla Heim- dall samvisku flokks- ins. Í Heimdalli fer fram pólitísk umræða og stefnumótun í einu stærsta stjórnmálafélagi landsins. Heim- dellingar eru óhræddir við að halda fram skoðunum sínum, þar kvikna hugmyndir sem margoft hafa ratað til ríkisstjórnarinnar og komist til framkvæmda. Heimdallur hefur stutt þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins og hvatt þá til góðra verka en ekki síður veitt þeim aðhald og gagnrýnt það sem betur má fara. Heimdallur hefur verið flaggberi frjálslyndra hugmynda í íslensku samfélagi í áraraðir. Á komandi starfsári fara fram kosningar til Alþingis Íslendinga. Þar þarf Heimdallur, líkt og ætíð, að standa þétt að baki frambjóð- endum Sjálfstæðisflokksins. Ég treysti engum betur en Magnúsi Þór Gylfasyni til þess að leiða bar- áttu ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík gegn vinstriflokkunum. Ég hvet því alla Heimdellinga til þess að kjósa Magnús Þór sem næsta formann Heimdallar hinn 9. ágúst. Hrefna Ástmarsdóttir Höfundur er stjórnmálafræðinemi og ritari Heimdallar. Heimdallur Ég hvet því alla Heim- dellinga, segir Hrefna Ástmarsdóttir, til þess að kjósa Magnús Þór. Magnús Þór sem formann hjá sér. Það er heldur ekki hægt að reikna út verðmæti lands fyrir iðnaðinn, því eftirspurn eftir afurðum hans í framtíðinni er óviss. Verðið væri hægt að finna á frjálsum mark- aði. Hið opinbera ætti að selja allt land í eigu sinni. Þá kaupa það þeir sem tilbúnir eru að borga mest. Náttúru- verndarsinnar og ferðamálafyrirtæki geta sameinast um að bjóða í náttúruperlur, bæði til að vernda og fjárfesta. Á móti bjóða kannski iðnfyrirtæki. Hver og einn metur hagsmuni sína til fjár og eng- inn annar. Með frjálsum markaði er Í Morgunblaðinu 7. ágúst var frétt um að iðnaðarráðherra teldi að reikniregla gæti orðið til á næstu árum sem nota mætti við að verðmeta land sem færi undir virkjanir. Eflaust er hægt að búa til reiknireglu sem hið opinbera gæti not- að í þessum tilgangi og væri bót frá því sem nú er. Hins vegar er til betri leið við verðmat á landi. Það er ekki hægt að reikna yndi fólks af ósnortinni náttúru. Ekki er heldur hægt að reikna út hve mikils virði sálarróin er við að vita af ósnortinni nátt- úrunni, þótt maður sé bara heima hægt að vega hagsmuni saman. Hvort er meira virði, yndi náttúru- verndarsinna af náttúrunni og við- skiptamöguleikar í ferðaþjónustu eða hagnaðarmöguleikar iðnfyrir- tækja? Það á ekki að deila um á vett- vangi stjórnmálanna eða reikna í tölvum, heldur mæla á frjálsum markaði. Útreikningar á yndi Gunnlaugur Jónsson Höfundur er ráðgjafi hjá GJ-fjármálaráðgjöf. Reikniregla Það er ekki hægt, segir Gunnlaugur Jónsson, að reikna út yndi fólks af ósnortinni náttúru. Í DAG fer fram að- alfundur Heimdallar. Magnús Þór Gylfason, fráfarandi fram- kvæmdastjóri Sam- bands ungra sjálf- stæðismanna, hefur boðið sig fram og nýt- ur mikils stuðnings meðal félagsmanna og með honum fer fram afar sterkur hópur frambjóðenda. Kosn- ingar fara þó fram því Magnús hefur fengið mótframboð, enda ekkert eðlilegra í lýð- ræðislegu og öflugu félagi. Mótframbjóð- endur Magnúsar hafa hins vegar því miður valið þann kost að reka heldur óskemmtilega kosningabar- áttu. Hefur þessi hópur m.a. dreift bæklingi inn á heimili sumra fé- lagsmanna í Heimdalli þar sem leitast er við að kynna málstað mótframboðsins. Þar fer hins veg- ar meira fyrir rangfærslum og dylgjum í garð keppinautanna í þessari kosningu, en heiðarlegum málflutningi. Óvandaður málflutningur Ég vil nefna hér nokkur dæmi um þann óvandaða málflutning sem er að finna í fyrrnefndum bæklingi sem bar yf- irskriftina „Betri Heimdallur“. Ég vil í fyrsta lagi nefna þá dæmalausu fullyrð- ingu að stuðningur ungs fólks fari minnk- andi við Sjálfstæðis- flokkinn, hann sé í „sögulegu lágmarki“ vegna þess að Heim- dalli hnigni. Að mín- um dómi er kurteis- legt orðalag að kalla þessar fullyrðingar rangfærslur. Stað- reyndin er sú að skoð- anakannanir hafa ítrekað sýnt að hlut- fallslega mestur stuðningur er við Sjálfstæðisflokkinn meðal ungs fólks sem er langt frá „sögulegu lágmarki“, t.d. studdu 53% fólks á aldrinum 18–24 ára Sjálfstæðis- flokkinn til Alþingiskosninga sam- kvæmt könnun Félagsvísinda- stofnunar frá 7. maí og síðasta könnun Félagsvísindastofnunar fyrir borgarstjórnarkosningar, birt 24. maí, sýndi að hlutfallslega var meiri stuðningur við D-listann meðal nýrra kjósenda en almennt. Í annan stað vil ég nefna það loforð að endurvekja skattadaginn. Hvers vegna er þetta loforð sett fram? Skattadagurinn hefur aldrei verið lagður af. Hann bar hins vegar upp á lokaspretti kosninga- baráttu til borgarstjórnar og féll því eðlilega í skuggann. Þetta myndu þeir þekkja sem eitthvað hefðu starfað fyrir félagið fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Í þriðja lagi er í viðtali við for- mannsefni mótframbjóðendanna dylgjað um að keppinautarnir séu sérstakir formælendur þess að öll eiturlyf verði lögleyfð. Staðreynd- in er sú að Heimdallur hefur aldrei ályktað í þá veru og Magnús Þór Gylfason hefur samkvæmt minni bestu vitund, og þekki ég manninn vel, aldrei mælt fyrir slíkum hug- myndum. Varúð! Ég hvet þá Heimdellinga, sem fengu bæklinginn „Betri Heimdall- ur“ borinn inn á heimili sín, til að taka málflutningnum með varúð. Hann er borinn út á síðustu stundu fyrir kosningar að því er virðist til þess að reyna að tryggja að engin verði til andsvara. Sú ósk hefur ekki ræst. Það sýnir hins vegar styrk Magnúsar Þórs Gylfa- sonar að hann rekur kosningabar- áttu sína með öðrum og vandaðri hætti. Björgvin Guðmundsson Heimdallur Bæklingurinn er fullur af rangfærslum, segir Björgvin Guðmundsson, og óheiðarlegum dylgjum. Höfunndur er formaður Heimdallar f.u.s. í Reykjavík. Varúð! – Óvandaður málflutningur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.