Morgunblaðið - 12.09.2002, Side 32

Morgunblaðið - 12.09.2002, Side 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ H ermenn létu sprengikúlum, eld- flaugum og byssu- kúlum rigna úr fjöllunum. Ætt- bálkahermenn réðust gegn þeim af láglendi, og úr lofti vörpuðu herflugvélar á þá sprengjum. Há- fleygar þoturnar fóru hverja ferðina eftir aðra yfir fjallshlíð- arnar og sprengjur féllu með tveggja til þriggja mínútna milli- bili. Veður var gott. Dalirnir milli fjallanna voru fullir af þykkum reyk. Neðanjarðarvirkið er efst í 3.900 m háu fjallinu. Þar eru margar vistaverur grafnar 345 metra inn í fjallið, og herma fregnir að þar geti um þús- und manns dvalið. Skæruliðar notuðu vest- ræna peninga til að láta grafa virkið í fjallið Ghree Khil í Afganistan. Nafn þess er Tora Bora sem þýðir svarta rykið. Munni ganganna inn í virkið er falinn á bak við stór furutré. Göngin eru nógu breið til að um þau geti farið bifreið. Um 15 m eru inn að stórri eikarhurð sem opnast inn í mikið völundarhús með loftræstikerfi. Í desember 2001 spurðist út að á nóttunni færi Osama Bin Lad- en á hestbaki af einum stað á annan í Hvítufjöllum, fjallgarð- inum suður af Jalalabad, og að sést hefði til hans í Tora Bora. Einu sinni var fullyrt að afgansk- ir hermenn hefðu umkringt helli sem talið væri að Bin Laden kynni að leynast í. Síðar söfnuðu hermenn saman DNA-sýnum úr hellum í Tora Bora, til að reyna að bera kennsl á óvininn. Fjand- maðurinn er enn ófundinn, felu- staður hans er hulinn, og óttinn við hann ógnar örygginu, og heimsfriði líka. Djöflinum og árum hans var um aldir kennt um flest hin illu verk mannanna, en fáir trúa á þann Gamla lengur. Samt er óvinurinn ennþá hundeltur um allar jarðir. Sagt er að hann sé „hér“ eða „þar“ og að hann hafi gert stór tákn og jafnvel undur. Hann er í eyðimörkinni, á mynd- bandi eða í leynum; dag eftir dag, öld eftir öld, en ævinlega sleppur hann úr greipum þeirra sem ætla að kveða drauginn nið- ur, hvort sem er um nótt eða há- bjartan dag. Öruggasti felustaður óvinarins er í Tora Bora sérhvers manns; í myrkum kimum mannshugans. Þar er erfiðast að finna hann, vegna þess að þar er fáliðaður flokkur við leitarstörf og engin njósnatungl, myndavélar eða hleraðir símar. Tora Bora hug- ans verður ekki sprengt upp á yf- irborðið í einni árás. Hellar þess eru óafmáanlegur hluti af þróun- arsögu mannshugans; heilans. Þar leynist helsti óvinur mannsins; óttinn, sem hefur rek- ið einstaklinga og þjóðir til að búast sífellt til varnar og blása til sóknar. Kjarnorkusprengjan var þróunarverkefni hinna siðmennt- uðu þjóða gegn óvininum, en skeytin öll snerust á lofti. Ríkin hafa lagt óvininum vopn í hend- ur, og kjarnorkusprengjan vofir yfir siðmenningunni. Núna er víst bara beðið eftir að hún springi. Enginn vildi sjá þetta fyrir, jafnvel þótt fornasta spekin kveði á um þetta karma: „Eitt- hvað neikvætt sem einhver ætlar öðrum, mun beinast að honum sjálfum.“ Spyrja má: „Hverjir misstu vitið?“ Hinar siðmenntuðu þjóðir; kjarnorkuveldin, hafa framleitt svo mikið af gereyðingarvopnum, að ef líf væri á öllum plánetunum níu í sólkerfinu okkar, gætu þær ábyggilega gereytt því öllu. Sennilega liði þeim ekki vel nema með u.þ.b. 40.000 kjarnaodda í búrinu; ef þar væri líf, myndu kjarnorkuveldin átta telja ger- eyðingarvopin öruggust ef í stríð slægi. Annað teldist ekki til við- unandi forvarna. Bara ef einstaklingar og þjóðir gætu um stund snúið augunum í tóftunum og ferðast inn í Tora Bora eigin huga og kannað hvernig þar er um að litast. Eru þar hvítar kalkaðar grafir sem sýnast fagrar að utan, en að inn- an fullar af svörtu ryki? Óvinurinn hið innra nærist á óttanum, sem greinist í angist, kvíða og ugg. Angistin beinist að eigin persónu í heiminum. Kvíð- inn snýst um heiminn og greini- legum ógnum hans. Uggurinn er gagnvart hinu óþekkta sem leynist í hugarvirknu Tora Bora. Morðingja þarf nauðsynlega að handsama og dæma, en þeir sem handsama og dæma verða einnig að rannsaka eigin huga. Ekki að- eins að elta holdlegan óvin inn í svarta rykið í Hvítufjöllum, held- ur einnig andlegan í völundarhúsi eigin huga. Heimurinn verður alltaf uggvænlegur, og öryggið aldrei algert, jafnvel þótt menn verði gómaðir í forvarnarstríði áður en þeir fremja glæpinn. Óljóst er hvenær það var upp- götvað að óvinurinn, djöfullinn, skrímslið, grimmdin, ófreskjan, dýrið og illskan býr ekki utan við manninn, heldur í hans eigin duldu hugskotum. Illskan stóð of nærri manninum til að hann gæti umsvifalaust komið auga á hana. Maðurinn getur því víst aðeins kennt sjálfum sér um myrkra- verkin og þeir sem framleiða banvænustu og hættulegustu vopn jarðarinnar, geta átt von á því að þau springi einhvern tíma; jafnvel í þeirra eigin höndum og gegn vilja þeirra. Er það það sem kallað er gagnkvæm gereyð- ing? Núna er meginþróunarverk- efni hryðjuverkamanna að setja saman kjarnorku-, sýkla- eða efnasprengju eftir uppskrift sið- menningarþjóðanna. Væntanlega hryðjuverkamenn þarf því að þurrka út í forvarnarskyni. Þetta er dæmigerð blindgata; það er sama hvert haldið er, sprengjan springur einhvers staðar. Senni- lega er aðeins ein leið út úr völ- undarhúsinu, upp úr dimmum hellum Tora Bora; leiðin út um munnann sem falinn er bak við stóru furutrén. Svo góð leið, að síðasta spölinn má drífa sig á bíl, til að aftengja sprengjuna. Tora Bora hugans Í myrkum kimum mannshugans er erfiðast að finna óvininn, vegna þess að þar er fáliðaður flokkur við leit- arstörf og engin njósnatungl, mynda- vélar eða hleraðir símar. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ✝ Magnús KjartanJónsson bygg- ingameistari fæddist í Miðdal í Laugardal 19. febrúar 1910. Hann lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 2. september síðastlið- inn. Magnús ólst upp á Iðu í Biskups- tungnahreppi í Ár- nessýslu. Foreldrar voru Jón Hansson Wium, bóndi á Iðu, f. á Keldunúpi í Hörgs- landshreppi í V- Skaft. 16.6. 1871, d. 8.9. 1949, og kona hans Jónína Bjarnadóttir, f. á Efri-Ey í Leiðvallahr. í V-Skaft. 25.2. 1879, d. 12.2. 1947. Magnús var næstyngstur sex systkina: Þórarinn, f. 1900, d. 1961, Sigrún, f. 1903, d. 1984, Guðrún, f. 1904, d. 1994, Hansína, f. 1906, d. 1991, Kristín, f. 1913, d. 1998. Magnús kvæntist árið 1935 eftirlifandi eiginkonu sinni, Unni Höllu Lár- usdóttur húsmóður, f. í Vest- mannaeyjum 26.9. 1916. Foreldr- ar Unnar voru Lárus Halldórsson útvegsbóndi, f. á Rauðafelli, A- Eyjafjöllum í Rangárvallas., 1873, d. 11.4. 1957, og Elsa Dórothea Ólafsdóttir húsfrú, f. í London í Vestmannaeyjum 27.7. 1879, d. 15.7. 1957. Magnús og Unnur eignuðust fimm börn: 1) Erla Dór- othea, framkvæmdastjóri og stofnandi heildverslunarinnar Rún, f. 1936, d. 1988, giftist Gunn- ari Jónssyni rafvirkjameistara, f. 1933, þau skildu. Giftist síðar Ein- ari Guðmundssyni kennara, f. 1942. 2) Jón Magnús bygginga- meistari, f. 1942, kvæntur Elín- borgu Magnúsdóttur kennara, f. 1944. 3) Ástþór, f. 1953, stofnandi Friðar 2000. Heitkona hans er Natalía B. Kade- tova lögfræðingur. 4) Jónína (Ninný) myndlistarmaður, f. 1955. Hún giftist Skúla Tryggvasyni verkfræðingi, f. 1958, d. 1998. Sam- býlismaður hennar er Jón Tryggvi Kristjánsson löggilt- ur endurskoðandi, f. 1953. 5) Elsa hárgreiðslumeistari og bóndi, f. 1957, gift Pjetri N. Pjeturssyni framkvæmdastjóra, f. 1954. Barnabörn Magnúsar og Unnar eru tíu og barnabarnabörn þrettán. Magnús starfaði sem bygginga- meistari í Reykjavík um áratuga- skeið og eftir hann stendur fjöldi bygginga í Reykjavík, þ.á m. Árnagarður, Áskirkja, Slökkvi- stöð Reykjavíkur og fjöldi skóla og íbúðarbygginga. Magnús var einn af stofnendum verktakafyr- irtækisins Einhamars hf., og Kreditkorta hf. (Eurocard á Ís- landi) auk þess að stunda önnur viðskipti. Þá starfaði hann um árabil sem formaður prófnefndar við Iðnskólann í Reykjavík. Magn- ús var hagmæltur, unni söng og tók virkan þátt í starfi Karlakórs Reykjavíkur í meira en tvo ára- tugi. Síðustu æviárin stundaði Magnús tréútskurð og tók þátt í sýningum á listútskurði. Útför Magnúsar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi. Kveðjustundin er runnin upp eftir langt og farsælt ævi- skeið. Á þeirri nærri heilu öld síðan þú fæddist í litlum torfbæ í Laugar- dal árið 1910 hefur íslenskt þjóðlíf tekið stökkbreytingum. Og þar kom þín hönd víða nærri. Ég gleymi því ekki þegar þú baðst mig að koma með þér í bíltúr um borgina og ljósmynda húsin sem þú hafðir reist í Reykjavík á ferli þínum sem byggingameistari. Bíltúrinn tók okkur marga klukku- tíma, því hvert sem litið varð fundust handverkin þín, allt frá litlum einbýl- um upp í heilt fjölbýlishúsahverfi og allt þar á milli, kirkjur, skólar og stofnanir. Verkin þín fylltu margar filmur. Sum húsanna hannaðir þú sjálfur, önnur hönnuð af arkitektum til að geyma arfleifð þjóðarinnar eins og Árnagarður Háskóla Íslands. Og þín hinsta för héðan verður frá Ás- kirkju, sem þú reistir og vannst við af alúð árum saman. En það voru ekki aðeins byggingar sem þú reistir með jarðvist þinni. Oft hef ég verið beðinn fyrir hlýjar kveðj- ur til þín frá vinum og samstarfs- mönnum þínum. Hvar sem nafn þitt ber á góma er þín minnst sem sér- staks ljúfmennis og öðlings sem ávallt var boðinn og búinn að hjálpa öðrum. Við börnin þín búum vel að þeim uppvaxtarárum sem við áttum með ykkur mömmu, fyrst í Klepps- holtinu og síðar í Breiðholtinu, að ógleymdum sumarhúsaferðunum okkar austur fyrir fjall um helgar. Og þegar ekki var farið í bústaðinn var sótt kirkja og við krakkarnir sunnu- dagaskóla þar til við höfðum aldur og þroska til að sitja með ykkur á kirkju- bekknum. En auðvitað var lífið ekki alltaf dans á rósum. Við gengum saman í gegnum erfiða lífsreynslu þegar sam- eignarfyrirtæki okkar varð undir í nær 200% óðaverðbólgu og efnahags- kreppu fyrir tuttugu árum. En í stað þess að sundra okkur treystu þessir erfiðleikar bönd okkar feðganna og mömmu enn nánar og urðu til þess að við eignuðumst sameiginlegt heimili á einstaklega fallegum skógi vöxnum stað í Danmörku þar sem við áttum margar ánægjustundir saman. Þetta varð mér einstakur stuðningur og veganexti þegar ég þurfti að takast á við að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar. Mig langar að þakka þér pabbi minn fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin. Ég á eftir að sakna þín mikið, því engan átti ég betri félaga og vin en þig. En ég veit að þér er vel tekið þar sem þú ert núna og svo sannarlega áttu hvíldina skilið eftir langa og viðburðaríka ævi. Þinn sonur Ástþór. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns. (Spámaðurinn e. Kahlil Gibran.) Í dag kveð ég minn yndislega föð- ur, föður sem ég elskaði og dáði og leit upp til. Kærleiksríkan föður sem gaf, leiddi og styrkti. Hjarta mitt er fullt af þakklæti og gleði yfir að hafa átt slíkan föður og vin á lífsins leið. Pabbi var einstakur maður, dug- legur og áreiðanlegur. Hann átti langt líf að baki, fæddur og uppalinn í sveit, á Iðu í Biskupstungum. Hann kunni frá mörgu að segja og upplifði margt á langri ævi. Hann unni landi sínu, var mikið náttúrubarn og mikill dýravinur. Ég hafði gaman af að heyra sögur úr sveitinni frá því að hann var drengur. Ein mesta tækni- bylting síðustu aldar fannst honum þegar hann fékk fyrstu gúmmískóna, gat sleppt sauðskinnsskónum og ver- ið þurr í fæturna. Einnig fannst mér gaman að heyra sögur af því þegar amma mín, Jónína, og Karítas systir hennar hittust eftir margra ára aðskilnað. Karítas sem var amma Gerðar heitinnar Helga- dóttur myndhöggvara bjó á Austur- landi. Hún kom ríðandi ásamt fleira fólki, það ríkti mikil eftirvænting á Iðu að fá þessa góðu gesti en þá voru bifreiðar ekki orðnar almenningsfar- artæki. Foreldrar mínir eiga langan hjú- skap að baki eða nær 67 ár. Þegar þau voru að draga sig saman vann mamma í Þrastalundi, en þar var hót- el er síðar brann. Vegirnir frá Reykjavík og austur fyrir fjall voru ekki upp á marga fiska. Pabbi lét það þó ekki aftra sér, hjólaði til elskunnar sinnar um helgar og orti til hennar ástarljóð. Pabbi var mjög hagmæltur og margar góðar vísur eigum við eftir hann. Í fórum mínum á ég tvö yndisleg bréf, sem pabbi skrifaði mér, annað á 20 ára afmælinu mínu og hitt nokkr- um árum síðar. Þessi bréf eru mér dýrmætur fjársjóður, í þeim speglast mikil lífsspeki og mikill kærleikur. Hver getur t.d. fengið dýrmætari af- mælisgjöf en þessi orð: „En nú er æskan liðin og hvað get ég gefið þér nú á þessu afmæli? Það er kannski fátt. En eitt ætla ég að gefa þér og það mun enginn taka frá þér, ég gef þér ást mína og umhyggju gegnum þykkt og þunnt. Hvert sem öldur lífs- ins bera þig og þó að þú kunnir að brjóta bátinn þinn í spón, veistu að ég elska þig og bið fyrir þér, bæði lífs og liðinn.“ Mikla hvatningu hef ég ávallt feng- ið frá pabba. Hann hafði sjálfur mikla þörf fyrir að skapa og ótrúlegt er hvað hann kom miklu í verk, orðinn háaldraður maður. Útskornu verkin hans eru orðin mörg, kannski var hann að uppfylla gamlan draum sem hann hafði ekki tækifæri til fyrr og aftur vitna ég í bréfin. „Hlúðu að neistanum sem þú átt í brjósti þínu á listasviðinu. Marga hefur langað að mega hlúa að slíku hjá sjálfum sér, en harka lífsins bannað allar bjargir, en eftir staðið ógróið sár alla ævi. Ekk- ert veitir sál mannsins aðra eins fyll- ingu eins og listsköpun, eða meiri innri gleði þegar tekst að skapa verk. Það er líka köllun þeirra, sem listgáfu hafa að skapa, það er sama á hvaða sviði er.“ Tvö kvæði eru í þessum bréfum mínum og um þetta erindi segir pabbi: „Þetta segir allt, sem þarf að segja, inniheldur þá lífsspeki, sem raunverulega nægir hverjum ein- staklingi í gegnum lífið.“ Ég fagna þó og þekki hvað er merkast og þykist sjá hvað drjúgast er og sterkast. Að það sem vinnur það er ást og blíða af þökk mínu hjarta sumargyðjan fríða. (Matthías Jochumsson.) Og um trúna og vonina segir pabbi: „Oftast hendir það einhvern tíma á lífsleiðinni að það syrtir í álinn. Spor- in geta orðið þung, efumst jafnvel um að heilladísirnar muni okkur lengur. Þá þurfum við sannarlega á því að halda að minnast fyrirheitsins, þess fegursta og besta sem nokkurntíma hefur verið gefið. „Sjá, ég er með yð- ur alla daga.“ Þar eru erfiðu dagarnir ekki undanskildir. En um trúna og vonina, um það að yfir okkur sé vakað og við stöndum ekki ein, þó élin nísti og byrgi okkur sýn, hafa mörg skáld og andans menn tjáð sig. En fátt er mér hugstæðara í því efni en það, sem stendur í vöggukvæðinu fagra eftir Davíð Stefánsson.“ Og hvað, sem verður kalt og hljótt og hvað, sem verður dimmt í nótt og hvað, sem villt af vegi fer þá vakir drottinn yfir þér. Hér speglast trú hans en pabbi var mjög trúaður og kirkjurækinn. Hann talaði ekki mikið um trú sína, en lifði hana svo sannarlega. Að leiðarlokum er hugur minn full- ur af þakklæti fyrir gjafir þínar, góð- mennsku og hlýju, elsku pabbi minn. Minningin um þig mun lýsa veg minn og fylla hjarta mitt af gleði um alla framtíð. Þín dóttir Ninný. Hann Magnús tengdafaðir minn er látinn. Ég kynntist honum fyrst fyrir 25 árum, Elsa dóttir hans var að opna hárgreiðslustofu og Magnús, sem var byggingameistari, var á fullu að hjálpa dóttur sinni við að innrétta nýju stofuna á Háteigsveginum. Mik- ill handagangur var í öskjunni og not- aði ég óvart nýbrýnt sporjárn smiðs- ins til að taka í sundur gardínugorm. Magnús var ekki ánægður með fram- kvæmdina og hafði ekki hitt jafnvit- lausan pilt um sína ævi. Hann varð síðan tengdafaðir minn og er það mikið lán að hafa fengið að kynnast þessum góða og vandaða manni. Tengdapabbi var mikið nátt- úrubarn og hafði gaman af því að MAGNÚS KJARTAN JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.