Morgunblaðið - 17.09.2002, Síða 9

Morgunblaðið - 17.09.2002, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 9 Bankastræti 14, sími 552 1555 Meira úrval af nýjum vörum Komið fagnandi! Nýtt! Haust/vetur 2002 Hágæða undirföt Laugavegi 4, sími 551 4473  www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Ullarkápur og frakkar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Matseðill www.graennkostur.is 27/8-02/9 frá GRÆNUM KOSTI, Skólavörðustíg 8. Opið mánudaga-laugardaga kl. 11.30-21.00, sunnudaga kl. 13.00-21.00. Pantanir í síma 552 2028, skrifstofa 552 2607, fax 552 2607 Þri 17/9: Grænmetissnúðar & fleira gott m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mið 18/9: Gadó Gadó = indónesískur pottréttur m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fim 1/9: Moussaka = grískur ofnréttur m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fös 20/9: Koftas & karrý & koftas & karrý & koftas m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Helgin 21/9 & 22/9: Austurlenskar kræsingar mmmmmmmmm. Mán 23/9: Núðlur & steikt grænmeti. Geggjaður haustfatnaður! Peysur með skinnkraga Stærðir 36-44 & 44-56                Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Sendum lista út á land Sími 567 3718 Haustvörur Ný sending Stærðir 36-52 (S-3XL) 20% afsláttur af silfurhúðun á kaffikönnusettum Við gefum gömlu hlutunum þínum nýtt líf síðan 1969 Álfhólsvegi 67, Opið frá 4.30-6 sími 554 5820. þri., mið., fim. Laugavegi 63, sími 551 4422 Haustlínan er komin Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán - fös 10 -18 laugard 10 -14 Ný sending frá Haustuppskera! Þú kaupir buxur eða pils og færð fríar sokkabuxur með. Fallegur frábrugðinn fatnaður. Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Fataprýði, sérverslun. Sérhönnun st. 42-56 Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Viltu léttast um 1-4 kíló á viku Símar 557 5446 og 892 1739 HÓPUR skólabarna um 80 talsins, austan af Héraði var í þriggja daga fræðsluferð í Mývatnssveit á dög- unum. Ferðin er hluti af verklegri náttúrufræðikennslu barnanna þar sem þeim er kynnt orkan, jarð- fræðin, lífríkið og fleira. Börnin eru frá skólunum á Hall- ormsstað, Fellabæ, Egilsstöðum, Brúarási og Borgarfirði. Verkefnið er samvinnuverkefni kennara við fyrrgreinda skóla og Grunnskólann í Reykjahlíð. Næsta vor er síðan reiknað með að börn úr Mývatns- sveit fari austur og kynnist náttúru og mannlífi Austurlands. Hluti hópsins fór um Kröflusvæðið og virkjunina en annar hópur fór m.a. í Kísiliðjuna, Náttúrurann- sóknastöðin við Mývatn kemur einnig sterklega að þessu verkefni. Að sjálfsögðu þurftu síðan allir að fá sér bað í Bjarnarflagslóni og þar var einmitt hluti hópsins þegar fréttaritara bar að garði. Morgunblaðið/BFH Hópur skólabarna af Héraði baðar sig í Bjarnarflagslóni í Mývatnssveit. Í skólabúð- um í Mý- vatnssveit Mývatnssveit. Morgunblaðið. ÓMAR Ragnarsson og Trausti Vals- son eru á meðal átta manna sem koma til greina vegna náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlanda- ráðs, en verðlaun ársins verða afhent ásamt öðrum verðlaunum ráðsins á 50 ára afmælishátíð þess í Helsinki í Finnlandi í næsta mánuði, að sögn Stígs Stefánssonar, ritara Íslands- deildar Norðurlandaráðs. Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs, sem hafa verið veitt síðan 1995, skal í ár veita ein- staklingi á Norðurlöndum sem þróað hefur og breitt út hugmyndir sem varpa ljósi á aðstæður nútíma- mannsins og tengsl samfélagsins við náttúruna við upphaf 21. aldar. Fimmta september síðastliðinn var tilkynnt um að búið er að þrengja hóp tilnefndra niður í átta manns. Tilkynnt verður næstkomandi föstu- dag hver hlýtur verðlaunin. Kvikmyndaverðlaun Norður- landaráðs verða veitt í fyrsta skipti í ár. Tilkynnt verður um tilnefningar í byrjun október og um ákvörðun dómnefndar á Norðurlandaráðs- þinginu í lok sama mánaðar. Dóm- nefnd bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs ákvað á fundi sínum í Reykjavík 11. febrúar að veita Lars Saabye Christensen verðlaunin fyrir skáldsöguna Hálfbróðurinn. Af Ís- lands hálfu voru tilnefndar bækurn- ar Heimsins heimskasti pabbi eftir Mikael Torfason og Gula húsið eftir Gyrði Elíasson. Tónlistarnefnd Norðurlandaráðs veitti Færeyingnum Sunleif Rasm- ussen tónlistarverðlaun ráðsins fyrir verkið Symfoni nr.1 - „Oceanic Days“. Frá Íslandi voru tilnefnd Jón Nordal fyrir verkið Haustvísu fyrir klarinett og hljómsveit og Karólína Eiríksdóttir fyrir kammeróperuna Människan levande. Tónlistarverð- launin voru fyrst veitt 1965 og síðan annað hvert ár til 1988, en þá var reglunum breytt og frá 1990 hafa þau verið veitt á hverju ári. Öll verðlaunin verða afhent við at- höfn sem fram fer í tengslum við 50 ára afmælisþing Norðurlandaráðs í Helsinki 28. til 29. október nk. Ómar Ragnars- son og Trausti Valsson tilnefndir Náttúru- og umhverfis- verðlaun Norðurlandaráðs Lögreglan á Selfossi Rannsókn lok- ið í netamálinu RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar á Selfossi hefur lokið rann- sókn sinni á meintum ólöglegum netalögnum á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Er málið nú komið til emb- ættis sýslumanns og lögreglustjóra á Selfossi sem ákveða framhaldið. Líkt og Morgunblaðið greindi frá fyrr í sumar lagði Hreggviður Her- mannsson í Langholti, félagi í Veiði- félagi Árnesinga, fram kæru til lög- reglunnar vegna neta sem hann taldi að hefðu ekki verið lögð frá föstu landi, eins og lög kveða á um. Var haft eftir Hreggviði að hann teldi þolinmæði stangveiðimanna og margra landeigenda á þrotum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.