Morgunblaðið - 17.09.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.09.2002, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 11 fyrir þína fegurð COLOUR PLEASURE Veronika notar COLOUR PLEASURE Corail nr 532. Aldrei fyrr hafa varir þínar verið eins mjúkar og freistandi. NÝTT! Nú eru komnir 24 nýir litir sem allir innihalda nýja verndandi formúlu sem gerir varir þínar bæði mjúkar og fallegar. ´ GÍSLI Rafn Árnason veiddi fyrir fáum dögum risahæng á Horninu á Hólmavaðsstíflu í Laxá í Aðaldal. Laxinn var veginn 24 pund, en heilir 108 sentimetrar. Þetta var grútleg- inn hængur og vel hægt að hugsa sér sé eitthvert vit í þumalputtaregl- unum, að hann hefði verið a.m.k. 26 pund í byrjun sumars. Þetta er lík- lega stærsti laxinn sem veiddist á svæðum Laxárfélagsins í sumar og við hæfi að hann veiddist á þeim fræga stórlaxastað Hólavaðsstíflu. „Við vorum tveir félagar í klak- veiðinni í einn og hálfan dag, 8. og 9. september, og það var mun meira líf en oft áður. Við settum í 15 laxa með tvær stangir og lönduðum þar af sjö. Tveir þeirra fóru í klakkistur, en hinum var sleppt, m.a. þeim stóra. Auk stórlaxins var skemmtilegt að aðeins tveir þessara laxa voru smá- laxar,“ sagði Gísli Rafn. Laxinn veiddi Gísli á einhendu og notaði Black Sheep túpuflugu, tommulanga. Þyngd laxins var ekki áætluð, heldur var hann veginn og mældur áður en honum var sleppt á ný. Enn er rólegt á Iðu Enn verður að teljast rólegt á Iðu en á sama tíma hefur verið reyt- ingur í Stóru Laxá. Venjulega glæð- ist á báðum stöðum, en að undan- förnu hefur verið gríðarlega mikið vatn á svæðinu, bæði í Hvítá og Stóru Laxá og telja ýmsir að þá stoppi laxinn síður í skilunum á Iðu. Það hefur þó ekki verið ördeyða og einn daginn fyrir skemmstu veidd- ust t.d. tíu laxar, þar af einn 20 punda hængur. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Gísli Rafn Árnason með risahænginn skömmu áður en hann sleppti hon- um. Með honum á myndinni er Bjarni Gunnarsson. Risalax úr Aðaldalnum STJÓRN Félags íslenskra heimils- lækna segir að tillögur fram- kvæmdastjórnar Heilsugæslunnar í Reykjavík, sem nýlega hafi verið lagðar fyrir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra breyti í engu stefnu félagsins í þeirri réttindabar- áttu sem það standi. Tillögurnar lýsi hugmyndum stjórnenda Heilsugæsl- unnar í Reykjavík um hvernig megi bæta rekstur stofnunarinnar en séu ekki innlegg í deilu heimilislækna við yfirvöld. „Grundvallarkrafa heimilislækna er að þeir fái að njóta sömu starfs- kjara og aðrir sérfræðimenntaðir læknar. Í því felst að okkur verði gert mögulegt að reka læknastofur með samningum við Trygginga- stofnun ríkisins óháð vinnu okkar á heilsugæslustöðvunum. Núverandi stefna yfirvalda felur í sér mismunun sem heimilislæknar munu aldrei sætta sig við. Óbreytt ástand mun leiða til hruns. Óbreytt skipulag í heilsugæslunni mun á endanum þýða að enginn læknir mun fást til að starfa innan hennar.“ Þá er bent á í yfirlýsingunni að eins og nú hátti til vanti um tólf heimilislækna árlega til að manna heilsugæslukerfið og atgervisflótti sé úr stéttinni. „Þannig hafa a.m.k. 50 sérfræðingar í heimilislækning- um sagt upp störfum frá árinu 1996. Forsenda þess að unnt verði að snúa þessari þróun við er að heimilislækn- ar fái notið sömu starfskjara og aðrir læknar.“ Yfirlýsing Félags íslenskra heimilislækna Tillögur hafa engin áhrif á réttindabaráttuna BOÐAÐ hefur verið til borgarafund- ar um Vestmannaeyjar og samgöngu- mál næstkomandi föstudag og við það tækifæri á að afhenda samgönguráð- herra eða fulltrúa hans undirskrifta- lista þar sem mótmælt er ófremdar- ástandi í samgöngumálum eyjanna. Með undirskriftasöfnuninni er þess krafist að ríkisvaldið tryggi að minnsta kosti tvær ferðir með Herj- ólfi á dag allt árið og geri nú þegar ráðstafanir til að fá nýja og hrað- skreiða ferju til landsins. Herjólfur er farinn áleiðis til Danmerkur þar sem hann fer í slipp en á meðan sinnir ferj- an Baldur siglingum milli Þorláks- hafnar og Vestmannaeyja. Mótmælalistarnir hafa legið frammi víða í Vestmannaeyjum und- anfarna daga og að sögn Kristjáns Bjarnasonar, garðyrkjustjóra í Vest- mannaeyjum og eins af forsvars- mönnum undirskriftasöfnunarinnar, hafa um 1.600 manns skráð sig á listana. Hann segir að samgönguráð- herra, formanni samgöngunefndar Alþingis og þingmönnum Suðurlands hafi sérstaklega verið boðið á opna borgarafundinn og hafi þegar nokkrir staðfest komu sína. Borgarafundurinn hefst kl. 20 föstudaginn 20. september nk. og m.a. kynnir skipamiðlari ferjur sem eru til sölu, en talsmenn undirskriftasöfnun- arinnar hafa lýst áhuga á að fá ferju frá Noregi í staðinn fyrir Herjólf. Vestmannaeyingar vilja ræða um samgöngumál Undirskriftalistar af- hentir á borgarafundi SIGURÐUR Þórðarson, ríkisend- urskoðandi, segist ósammála Guð- mundi Einarssyni, framkvæmda- stjóra Heilsugæslu Reykjavíkur, sem gagnrýnir útreikninga Ríkis- endurskoðunar m.a. á einingaverði þjónustu HR. Segir Sigurður að HR hafi búið yfir ófullnægjandi upplýsingum um málið. Hann segir Ríkisendurskoðun hafa farið vel í gegnum málið og sé einfaldlega ósammála Guðmundi, þegar hann segir stofnunina hafa reiknað ein- ingaverð þjónustunnar 500 til 1.000 krónum of hátt. „Við sjáum ekki að þær forsend- ur sem við gefum okkur séu rang- ar,“ segir Sigurður. Hann segir Ríkisendurskoðun hafa byggt mat sitt á upplýsingum frá HR og vísar til þess sem segi í skýrslu Ríkisend- urskoðunar, að töluvert vanti upp á að upplýsingar HR teljist nægilega góðar. Af þeim sökum hafi Rík- isendurskoðun í sumum tilvikum bætt við ýmsum óvissuþáttum í út- reikningum sínum. Upplýsingum Heilsugæslu Reykja- víkur ábótavant ENDURSKIPULAGNING stendur yfir á tímaritinu Eiðfaxa og er gert ráð fyrir nokkrum breytingum á út- gáfunni, að sögn Braga Ásgeirsson- ar, formanns útgáfustjórnar. Eiðfaxi hefur komið út tíu sinnum á ári, en síðan hafa komið út sex tölu- blöð árlega á þýsku og jafnmörg á ensku. Ennfremur hefur verið gefið út stóðhestablað einu sinni á ári og sérstakt blað um ræktun fjórum sinnum á ári auk þess sem netútgáfu hefur verið haldið úti. Þegar mest var voru starfsmenn ellefu en nú eru fimm manns í fullu starfi. Bragi segir að Eiðfaxi hafi fundið fyrir erfiðleikum í útgáfumálum eins og önnur útgáfufyrirtæki og unnið sé að hagræðingu í rekstrinum. Vilji sé til að halda allri útgáfunni áfram og verið sé að blása til sóknar í þeim til- gangi. Reyndar sé útgáfunni vel tek- ið og til dæmis sé erlenda útgáfan, sem hófst árið 1994, seld í 24 löndum. Hagræðing hjá Eiðfaxa STAÐFEST hefur verið að ungur ökumaður bifreiðar sem lenti utan vegar á Nesjavalla- vegi aðfaranótt laugardags var ekki ölvaður við aksturinn. Hann var með bróður sínum í bílnum og voru báðir fluttir til Reykjavíkur á Landspítalann. Ökumaðurinn hálsbrotnaði í slysinu en hefur mátt í höndum og fótum. Var allsgáð- ur við stýrið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.