Morgunblaðið - 17.09.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 17.09.2002, Qupperneq 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 45 14.9. 2002 9 0 0 8 4 7 6 2 9 5 6 17 21 29 35 22 11.9. 2002 5 15 20 24 29 31 3 41 1. vinningur fóf til Danmerkue og Noregs Þrefaldur 1. vinningur næsta laugardag VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4507-4500-0030-3021 4507-2800-0001-4801 4507-4500-0030-6412 4507-4500-0030-6776 4507-2900-0005-8609 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066                                ! "#  "$%& '    ()()$$$ Kringlunni 8-12, sími 533 4533 Laugavegi 23, sími 511 4533 Smáralind, sími 554 3960 Nýtt kortatímabil 10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki THE SWISS CELLULAR DE-AGERS FALLEG HÚÐ TIL FRAMTÍÐAR 3 KYNNINGAR  Í dag í Smáralind  Mið. 18. sept. í Kringlunni  Fim. 19. sept. á Laugavegi ÞAÐ er sjálfsögð ástæða aðrifja það upp hér að ummiðjan níunda áratuginnvar Bjartmar vinsælasti poppari landsins og þá söng allur landinn hátt og snjallt: „Pabbi minn kallakókið sýpur/ Hann er með eyrnalokk og stríp- ur/Og er að fara á ball“ (af Í fylgd með fullorðnum, 1987). Og fleiri smellina átti hann, gráglettna og innihaldsríka slagara, sem deildu á menn og málefni eins og lögin um Sumarliða og hið nánast óþægilega grípandi „Súrmjólk í hádeginu“. Bjartmar hvarf svo af sjónarsvið- inu og fór til Óðinsvéa þar sem hann lagði stund á myndlist. Hann sneri svo aftur á tónlistarlendurnar með áðurnefndu Striki en nýju plötuna Vor er hann þegar farinn að kynna, hélt m.a. nokkra tónleika á Kringlukránni í sumar sem hann kallaði Sögustund. Þess ber að geta að í byrjun október mun Bjartmar taka til við sögustundirnar sínar á nýjan leik en þar flytur hann eigin lög frá löngum ferli og spjallar þess á milli um tilurð laganna og sögu þeirra. Kringlukráin verður vettvangur þessara sagnastunda sem fyrr en í framhaldinu mun Bjartmar fara víðar með efnis- skrána. Eitt af einkennum Bjartmars sem höfundar hafa einmitt verið lipurlega samdir textar sem hafa eitthvað segja; veri það kímileitar pælingar um lífið og tilveruna eða þaulskipulögð mótmæli við ríkjandi samfélagsskipan. Textar fylgja því með Vori sem er vel. „Þetta er svona lítil ljóðabók,“ segir Bjartmar. „Platan byrjar reyndar á ljóði eftir Stein Steinar en ég hef það ekki þarna með. Það er eitt að raula ljóð eftir hann en annað að setja það í bókina sína (hlær).“ Nýtt upphaf Vor er fjölbreyttur diskur og bregður Bjartmar fyrir sig hinum ýmsu stílbrigðum. Ólíkt Striki, þar sem lögin héldu sínu striki, ef svo mætti segja. „Þessi diskur er búinn að vera svolítið lengi í deiglunni,“ upplýsir Bjartmar. „Okkur Júlíus Frey Guð- mundsson, Gáluna sjálfa, langaði til að vinna saman og við kýldum loks á það upp úr áramótum. Með okkur eru t.d. Sigurgeir Sigmundsson gít- arleikari og Þórir Baldursson. En öll upptökustjórn og annað er í höndum Júlíusar og ég er mjög ánægður með okkar samstarf.“ Bjartmar segir öll lögin samin sérstaklega vegna þessa verkefnis, fyrir utan tvö eldgömul númer, sem séu allt frá árinu 1984. Bjartmar lítur á þann tíma er hann var „heimsfrægur“ á Íslandi með hæversku. „Ég veit ekki hvernig það kom til en það gerðist engu að síður. En ég var aldrei það ástfanginn af því að ég gæti ekki rifið mig upp og sest á skólabekk í myndlist, þarna úti í Danmörku.“ Nú er hann alfluttur til landsins og segir mynd- og tónlistina eiga u.þ.b. sitt hvorn helminginn í sér. „Vor…“ segir hann hugsi. „Ætli það sé ekki bara upphafið að ein- hverju…kannski bara upphafið að því að ég hef svarið þess dýran eið að svíkja aldrei tónlistargyðjuna. Mig langar til að keyra þetta tvennt saman. Í myndlistinni er maður dálítið einn en þegar maður tekur til við tónlistina kemst maður í samneyti við fólk sem er bráð- nauðsynlegt.“ Haustplatan Vor Morgunblaðið/Kristinn Bjartmar Guðlaugsson gefur út Vor arnart@mbl.is Bjartmar Guðlaugsson geystist fram á tónlist- arsviðið á nýjan leik jólin ’99 með plötunni Strik. Nú er hann hins vegar kominn með plötuna Vor og sagði hann Arnari Eggert Thoroddsen frá tilurð hennar. Bjartmar beinir listgáfum sínum á tvo staði; til mynd- og tónlistarinnar. SVILARNIR Jón Viðar Matthías- son og Ólafur Baldursson hjóluðu nýverið frá Reykjavík til Akureyrar um Sprengisand, um 400 km leið, á 27 klukkustundum. Tengdaforeldrar þeirra fylgdu í kjölfarið og gættu þess að drengirnir færu sér ekki að voða. Hjólað var frá Reykjavík eftir hádegi og áð í Hrauneyjum eftir sjö klukkustunda ferð. Snemma næsta morgun var hjólað upp í Nýjadal, sopið kaffi í skála Ferðafélags Íslands og teygt úr tánum. Að því búnu var haldið norður í átt að Kiðagilsdrögum og svo vestur veg F881 og þá niður í Eyjafjarðardal og að lokum hjólað inn í Akureyrarbæ um miðnættið í blíðskaparveðri. Ferðin var hin hressilegasta og komust menn í náin kynni og snert- ingu við hina gömlu þjóðleið. Kveð- skapurinn varð einnig áþreifanlegri en nokkru sinni fyrr – „vænsta klár- inn vildi ég gefa til að vera kominn ofan í Kiðagil“. Hjóluðu frá Reykjavík til Ak- ureyrar á 27 klukkustundum Hraustir hjólreiðagarpar Svilarnir á Sprengisandi. Hinn trúaði (The Believer) Drama Bandaríkin, 2001. Myndform VHS. 100 mín. Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Henry Bean. Aðalhlutverk: Ryan Gosling, Summer Phoenix, Theresa Russel, Billy Zane. HÉR er komin kvikmynd sem áhugamenn um ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Myndin er fyrsta leikstjórnarverkefni Henry Bean en sá hefur áður skrifað nokkrar sálfræðilega sinnaðar spennu- myndir. Í Believer, sem vann til dómnefndar verðlaunanna á Sund- ance-hátíðinni í fyrra, er Bean hins vegar kominn upp á æðra stig hvað metnað varðar. The Believer er nokkurs konar hugmyndafræði- leg stúdía á gyð- ingdómi og vest- rænum samfélags- viðhorfum við upphaf 21. aldar. Aðalpersónan er hinn ungi og gáfaði Danny Bailant. Sá var alinn upp í gyðingasam- félagi í New York, en hvarf frá trúnni ungur að árum. Efasemdir þessa eldhuga gagnvart trúnni og réttlætis guðs síns hafa síðan rekið hann yfir í hatur á öllu því sem hann var alinn upp við. Myndin lýs- ir átakasömu ferli, þar sem Danny gengur í raðir nýnastista, og kynn- ist leynilegri fasistahreyfingu sem er í mótun meðal menntamanna. Um leið umgengst hann gamla skólabræður sína meðal gyðinga og stúderar gyðingafræðin af ákefð. Sú innri barátta sem Danny háir með skelfilegum afleiðingum er frábærlega túlkuð af ungum og óþekktum leikara, Ryan Gosnell að nafni. Believer er einkar óvenjuleg mynd, ekki síst vegna þess hversu hugmyndafræðilega sinnuð hún er. Þar er ekki eingöngu rýnt ofan í þau lífsviðhorf sem gyðingdómur- inn felur í sér, heldur er um leið velt upp spurningum um tilvistar- aðstæður nútímamannsins, og verður gyðingurinn eins konar táknmynd hans. Trú, þjóðarhugtakið og mann- kynssagan, allt eru þetta þættir sem snert er við í hinni merku kvikmynd The Believer. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Í stríði við sjálfan sig

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.