Morgunblaðið - 17.09.2002, Page 46

Morgunblaðið - 17.09.2002, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ  Kvikmyndir .com  DV Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 6. Tvær vikur á toppnum í USA! Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 14. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.40 B.i. 14. Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali. Yfir 20.000 MANNS  HL Mbl Tvær vikur á toppnum í USA! „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl  HK DV  Radíó X Yfir 27.000 MANNS „meistaraverk sem lengi mun lifa“  ÓHT Rás 2 i l i li Sýnd kl. 5 og 8. B. i. 14. Sannsöguleg stórmynd framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni. Ingvar Sigurðsson fer á kostum í magnaðri mynd sem þú mátt ekki missa af! Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.i. 12 ára. kl. 4.45, 7.30 og 10.10.  Kvikmyndir .com  DV Sýnd kl. 8. The Sweetest Thing Sexý og Single i l miðaverð aðeins 350 kr! STUTTMYND  HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 4 og 4.30. Sýnd með íslensku tali. Grimmur og óeðlilegur Cruel and Unusual Spennumynd Bandaríkin 2001. Skífan VHS/DVD. (101 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leik- stjórn George Mihalka. Aðalhlutverk Tom Berenger, Rachel Hayward, James Ralph. TOM Berenger er einn af þess- um Hollywood-leikurum sem mega muna sinn fífil fegri. Fyrir rúmum áratug eða svo var hann ekkert minna en einn sá heitasti er hann lék í myndum á borð við Platoon, Born on the Fourth of July, The Field og Shattered. En í dag bjóðast hon- um greinilega engin svo safarík verk lengur og er þessi mynd vitnis- burður um þá lægð sem karlinn er í. Hann er ekki vondur leikari, heldur kannski full takmarkaður, of fastur í hlutverki þungbrýnda fautans. Og viti menn, hann leikur einn slíkan hér og þessi er þar að auki kolgeggjaður fjöldamorðingi sem fer kvenna á milli, vinnur traust þeirra og rústar síðan lífi þeirra. Flétta sem margoft hefur verið notuð og oftast nær mun bet- ur – eins og t.d. í Stepfather. Þar var gerð heiðarleg og góð tilraun til þess að skýra geggjun morð- ingjans en hér er annað uppi á ten- ingnum því berserkur Berengers er bara morðóður og það á að nægja manni. En það gerir það bara ekki. Virkar kannski fyrir þá sem nenna ekki að nota heilann þegar þeir glápa en hinir ættu að velja sér aðra spennumynd – bara einhverja aðra. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Berenger gengur ber- serksgang SPENNUHRYLLIRINN Don’t Say A Word með Michael Douglas rennur vel ofan í myndbandaunn- endur. Myndin nær nefnilega þeim sjaldgæfa árangri að ná loks toppn- um, sína þriðju viku á lista – nokkuð sem gerir vísdómsmenn í vídeófræð- unum næsta orðlausa! Fjórar nýjar myndir gera sig þá heimakomnar þessa vikuna. Fyrsta ber að nefna Collateral Damage með Adda Svakanagg (Arnold Schwarz- enegger) í burðarrullu, en myndin sú tafðist nokkuð í útgáfu vegna hryðjuverkanna 11. september. Þá kemur rómantíska gamanmyndin My Big Fat Greek Wedding sterk inn í fimmta sætið. Andfætlingurinn óviðjafnanlegi Mel Gibson gerir þá skurk með stríðsmyndinni We Were Soldiers og að síðustu siglir mexí- kóska Óskarsverðlaunamyndin Am- ores Perros í örugga listahöfn, og varpar akkerum í því átjánda.                                                               ! "#  $  $  $  ! "#  ! "#    ! "#    ! "#  ! "#  ! "#  $  ! "#  ! "#  ! "#    ! "# % &  % % &  % ' % ' % &  % &  % &  &  &  % &  &                    !"! #      $       %& ' (   )&* $   &     '  + ,   (   !  " - & .      Michael Douglas stendur í ströngu í Don’t Say A Word. Orðlaus toppur Rúntað með strákum / Riding in Cars with Boys ½ Uppvaxtarsaga um stelpu sem verður ófrísk 15 ára. Fremur til- þrifalítil en þó þægileg áhorfs, fynd- in á köflum og vel leikin af Drew Barrymore og Steve Zahn. Gíraffinn / Meschugge / The Giraffe ½ Ágæt evrópsk spennumynd sem sálfræðilegu og heimssögulegu ívafi. Hefur þó sína galla. Helgarfrí / 15 Aout / Weekend Break  Úrvalsgamanmynd, sem býr yfir lúmskum og gráglettnum húmor í anda Frakka. Skepnuverksmiðjan / Animal Factory  Mynd byggð á ritverki bandaríska rithöfundarins Edwards Bunker sem hefur í bókum sínum brugðið upp raunsæislegri en um leið óhugnanlegri mynd af lífi innan fangelsisveggja. Sterk og vel leikin. Gamli maðurinn sem las ást- arsögur / The Old Man Who read Love Stories ½ Mynd byggð á skáldsögu Luis Sepúlveda sem færir áhorfandann í fjarlægan heim. Richard Dreyfuss túlkar hlutverk aðahlutverkið á eft- irminnilegan hátt. Dáleiðsla /Trance  Þessi er blessunarlega laus við allar Tarantino-þreifingar, held- ur er hún vel skrifaður krimmi af því taginu sem Bretar hafa ávallt verið afar lagnir við að gera. Vatel Vönduð og áhugaverð kvik- mynd er lýsir stéttskiptu samfélagi í Frakklandi á sautjándu öld. Gérard Depardieu vinnur þar enn einn leik- sigurinn. Frelsið í haldi / Liberty Stands Still  Í þessari metnaðarfullu kvik- mynd Kari Skogland er deilt á byssulöggjöfina í Bandaríkjunum, í einfaldri og átakaþrunginni spennufrásögn. Wesley Snipes og Linda Fiorentino sýna á sér nýjar hliðar. Vitnavernd / Federal Protection ½ Spennumynd sem lítur út fyr- ir að vera klisjukennd, en skýtur mörgum sömu tegundar ref fyrir rass. Þrítugur, enn ólofaður / 30, Still Single ½ Ágætisafþreying, sem nær oft upp skemmtilegri kaldhæðni og frumlegri frásagnarformgerð. Christopher May er ósköp sjarmer- andi í aðalhlutverkinu. Einfarinn / Lone Hero ½ Spennumynd með Lou Diam- ond Philips, þar sem unnið hagan- lega með minnið úr hinum sígilda vestra, High Noon og vélhjólakvik- mynd Marlons Brandos, The Wild One. Merkilegt nokk reynist sam- blandan skemmtileg. Djúpa laugin / The Deep End  Saga af átökum móður og fjárkúgara, þar sem flókin sálfræði- leg glíma útfærð á trúverðugan hátt. Dauðans alvara /Dead Simple ½ Gráglettinn noir krimmi í anda Blood Simple með fádæma luralegum Daniel Stern í hlutverki lánlauss sveitasöngvara. Ég án þín / Me Without You  Vel leikin mynd um vinkonur í þrjá áratugi, frá pönki til ömm- urokks. Tónlistarvalið smellið og tískunostalgían vel ígrunduð. Á vegum úti / Highway  Tilraunakennd kynslóða- stúdía. Andans vegamynd um þrjú ráðvillt ungmenni á ómeðvitaðri leið sinni í átt að minningarathöfn um Kurt Cobain. Auggie Rose / Beyond Suspicion  Gott handrit og næmur leik- ur Jeffs Goldblums gefur þessari vikt en hún fjallar um lífsleiðan mann sem ákveður að eigna sér líf nýlátins tughúslims. Snarlega strípaður / Suddenly Naked  Hnyttin kanadísk gaman- mynd um virtan rithöfund sem fellur fyrir ungum frumlegum nemanda í skapandi skrifum. Lantana ½ Áhrifaríkt spennudrama með úrvalsleikaraliði, nægir að nefna þar Geoffrey Rush. Hér er jafnfram unnið hreint meistaraverk í handritssmíðum. Valerie Flake  Lítil, jarðbundin mynd sem endurspeglar trúverðuga tilfinn- ingakreppu ungrar ekkju. GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Hildur Loftsdóttir/Skarphéðinn Guðmundsson/Sæbjörn Valdimarsson/  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Nýr lífsstíll Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.