Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 49
ÍSLENSKA kvikmyndin Hafið var frumsýnd á kvikmyndahá- tíðinni í Toronto sem lauk um helgina. Gagnrýnandi The Globe and Mail, stærsta blaðs Kanada, er ekki sérlega hrifinn af myndinni og gefur henni tvær stjörnur. Íslenskir gagn- rýnendur hafa hins vegar borið lof á myndina. Í stuttri umsögn um myndina á vef The Globe and Mail segir að leikstjóri 101 Reykjavík sendi frá sér svarta fjöl- skyldukómedíu í anda Veisl- unnar. Þegar fjölskyldan safnist saman til að heiðra ættföðurinn Þórð byrji alls kyns skrímsli að hoppa út úr skápum. Þórður reyni bæði að verjast tæknivæð- ingu fiskiðnaðarins og lúmskum en veikgeðja börnum sínum og hreki alla fram af brún hyldýp- isins. Þá segir gagnrýnandinn að blanda grófrar gamansemi og geðleiks virki ekki sérlega vel og leikstjórinn virðist ekki vita fyrir víst hvaða tón hann vilji slá í myndinni. Hafið heillar ekki í Kanada Gagnrýnanda kanadíska blaðsins The Globe and Mail þykir Hafið minna á dönsku Veisluna.  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX AKUREYRI KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit 422 Það eina sem getur leitt þau saman er HEFND Sýnd kl. 4, 6,8 og 10.10. Vit 432 „Litla bláa geimveran Stitcher skemmtilegasta persónan sem komið hefur úr smiðju Disney.“ „Frábær skemmtun fyrir börn og fullorðna.“ „Stitcher ekkert venjulegt Disneykrútt!“ ÞÞ Fréttablaðið Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Vit 429 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4 og 6. Enskt tal. Vit 430 Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 435 Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 435Sýnd í lúxussal kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 16. Vit 428 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Vit 433 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 12 ára. Vit 427  Rás 2  HJ Mbl 1/2 HK DV Mathew Perry (Friends) og Elizabeth Hurley fara á kostum í þessari sprenghlægilegu gamanmynd sem kemur verulega á óvart. E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.isSG. DV  SV Mbl Hetja framtíðarinnar er mætt í frábærri grínmynd! KEFLAVÍK Sýnd kl.8 og 10.20. B. i. 14. Vit 427 AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. Vit 433  Rás 2  HJ Mbl 1/2 HK DV l / Sýnd kl. 10. Vit 433 AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 429 1/2 Kvikmyndir.is AKUREYRI ÞriðjudagsTilboð kr. 400 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 435 Mathew Perry (Friends) og Elizabeth Hurley fara á kostum í þessari sprenghlægilegu gamanmynd sem kemur verulega á óvart.  MBL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 49 Drekktu í þig fróðleik ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veit- ir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 MUSE átti flestum að óvörum eina af allra bestu plötum síðasta árs. Þessi sveit sem stimpluð hafði verið enn einn Radiohead- bastarðurinn eftir fyrstu plötuna sýndi þá og sannaði að það væri mun meira í hana spunnið. Hér er ekki á ferð eiginleg þriðja plata Muse heldur afgangur eða samtíningur eins og það er víst kallað í sumum héruðum. Þetta er með öðrum orðum safn b-hliða, aukalög á smáskífum sveitarinnar. Eins og flestir vita geta slík lög verið ansi hreint misjöfn að gæðum en þó eru þau hið merkilegasta fyrir- bæri því fátt gefur betur til kynna hæfileika viðkomandi listamanna. Bítlarnir, The Smiths og Radio- head líka eru t.a.m. sveitir sem aldrei hafa sent frá sér nein svo- kölluð b-hliðarlög. Það var, eðli málsins samkvæmt, bara ekki meira pláss á a-hliðinni. B-hlið- arlög Muse eru langt frá því að vera einhver bítlasnilld en b-lög eru þau ekki og hefðu flest sómt sér vel á breiðskífunum tveimur, þótt tilraunakenndari og stefnu- lausari séu. Það er því algjör skylda fyrir unnendur Muse að kynna sér þetta safn en hinir ættu a.m.k. að byrja á hinum tveimur plötunum. Til þess að gera grip- inn enn eigulegri inniheldur seinni diskurinn upptöku frá tón- leikum sveitarinnar frá því í októ- ber í fyrra. Sveitin þykir með þeim allra kröftugustu á sviði og sannar það hér. Sérlega ánægju- legt er líka að sjá lagavalið en í stað þess að stilla upp einhverju safni vinsælustu laga hefur greini- lega verið farin sú leið að tína til uppáhaldstónleikalög hörðustu Muse-fylgjenda … sem vissulega eru um leið lögin sem fara hvað mest í fínustu taugar þeirra sem ekki þola sveitina. Tónlist Safarík- ur sam- tíningur Muse Hullabaloo Soundtrack Taste Music Tvöfaldur aukaskammtur frá seiðkarlin- um Bellamy og félögum, helmingurinn bestu b-hliðarnar og hinn helmingurinn nýleg tónleikaupptaka. Skarphéðinn Guðmundsson KAMATO Hongo, elsta kona heims, varð 115 ára í gær. Hongo er við góða heilsu og segist borða hráan fisk og drekka te daglega með dropa af víni útí til að halda sér í formi. Hún er lík- amlega hress og gerir æfingar á hverjum degi. Hún fæddist 16. september árið 1887. Hongo ólst upp í sveit en býr nú hjá einni af dætrum sínum í bænum Kagoshima, sem er suðvestur af Tókýó. Í bænum Kagoshima eru 74 íbúar sem eru eldri en 100 ára. Dóttir Hongo, Shizue Kurauchi, sem er 77 ára, segir að móðir sín sofi oft tvo daga í einu og vaki síðan næstu tvo. Meðal- aldur fólks er hæstur í Japan, 77,7 ár hjá körlum og 84,6 ár hjá kon- um. Elsti núlifandi karlmaður í heimi er Japaninn Yu- kichi Chuganji, sem er 113 ára. Hann býr einnig á eyjunni Kyushy eins og Hongo. Hongo heldur upp á 115 ára afmælið í dag Elsta bros í heimi: Kam- ato Hongo 115 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.