Morgunblaðið - 18.09.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.09.2002, Qupperneq 1
218. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 18. SEPTEMBER 2002 ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna kom í gær saman til að ræða hvenær fjalla skuli um tilboð Íraks- stjórnar frá því á mánudag um að vopnaeftirlitsmenn samtakanna fái að halda aftur til landsins en þeir voru reknir þaðan 1998. Rússar hafa fagnað viðbrögðum Íraksstjórnar og sögðust í gær ekki styðja tillögu Bandaríkjamanna um að samþykkt verði eftir sem áður ný ályktun í ör- yggisráðinu um viðbrögð ef Írakar leyfi ekki vopnaeftirlit án skilyrða og hlíti öðrum fyrirmælum í ályktunum sem SÞ hafa samþykkt á liðnum ár- um. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að fyrst yrði að ganga frá samningum um eftirlitið og koma myndi í ljós hvort Írakar stæðu við tilboðið. George W. Bush Bandaríkjaforseti varaði í gær SÞ við og sagði samtökin ekki mega láta Íraka hafa þau að leiksoppi. „Kominn er tími til að tak- ast á við Saddam Hussein og tryggja frið,“ sagði Bush. „Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna verður, í þágu frels- is og réttlætis allra manna, að grípa til aðgerða, verður að láta þessa ráða- menn standa reikningsskil gerða sinna, má ekki láta leika á sig, verður að láta að sér kveða til að varðveita friðinn,“ sagði forsetinn. Ljóst er að stefnubreyting Íraka hefur valdið klofningi meðal þeirra fimm ríkja sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands, Rússlands og Kína. Kínverjar taka undir með Rússum, Bretar styðja Bandaríkja- menn en afstaða Frakka er óljós. Powell segir afvopnun Íraka vera aðalmálið Bandaríkjamenn og Bretar eru tortryggnir og segja tilboð Íraka ekki annað en nýtt klækjabragð. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist myndu beita sér fyrir því að öryggisráðið sam- þykkti harðorða ályktun og heimilaði hernaðaraðgerðir ef önnur ráð þryti. Írakar mættu ekki komast upp með að teyma SÞ á asnaeyrunum enn eina ferðina og vinna sér tíma. „Munum að málið er ekki vopna- eftirlitið heldur snýst það fyrst og fremst um afvopnun,“ sagði Powell sem sat við hlið Ívanovs á blaða- mannafundi í New York en rússneski ráðherrann hafði skömmu áður lýst andstöðu við að samþykkja strax nýja ályktun gegn Írökum. Rússar leggja hins vegar áherslu á að Írakar geti ekki sett nein skilyrði um aðgang eftirlitsmannanna að grunsamlegum stöðum í landinu. Sendiherra Íraks í Rússlandi, Abbas Khalaf, sagði í gær í Moskvu að afskipti Rússa hefðu valdið miklu um að stjórn Saddams hefði snúið við blaðinu og ákveðið að hleypa eftirlitsmönnum aftur inn í landið. Með þessari ákvörðun hefði einnig verið grafið undan röksemd- um Bandaríkjamanna fyrir því að hernaður gæti reynst nauðsynlegur til að afvopna Íraka, sagði Khalaf. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir- litsins, átti í gær stuttan fund með íröskum embættismönnum í New York og sögðu hinir síðarnefndu að ekkert væri því til fyrirstöðu að eft- irlitsnefndin færi strax til landsins. Ákveðið var að halda næsta fund eftir tíu daga. Misjöfn viðbrögð við tilboði Íraka um vopnaeftirlit Rússar andvígir kröfu Bandaríkja- manna um að SÞ samþykki strax harðorða ályktun og heimili hernað SÞ, Nashville, London, Moskvu. AP, AFP.  Bandaríkin/18  Vopn/27 UNG stúlka liggur á götunni við þinghúsið í Asuncion, höfuðborg Paraguay, í gær en til átaka kom milli um 13.000 andstæðinga stjórn- arinnar og óeirðalögreglu. Beitti lögreglan háþrýstivatnsbyssum, gúmmíkúlum og táragasi og munu alls um 100 manns hafa slasast. Rík- issaksóknari landsins undirritaði í gær skipun um handtöku stjórn- arandstöðuleiðtoga sem neita að kalla sitt fólk burt af svæðinu. Reuters Átök í Asuncion KIM Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, viðurkenndi í gær í fyrsta sinn, að Norður-Kóreumenn hefðu rænt 11 japönskum borgurum og væru nokkr- ir þeirra enn á lífi. Kom þetta fram á sögulegum fundi hans með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Kvaðst Kim harma þennan glæp og bætti við, að þeim, sem borið hefðu ábyrgð á honum, yrði refsað harðlega. Með játningunni ruddi Kim braut- ina fyrir eiginlegar viðræður Japana og Norður-Kóreumanna um bætt samskipti og eiga þær að hefjast í október. Á fréttamannafundi í Pyong- yang, höfuðborg N-Kóreu, kvaðst Koizumi hafa mótmælt mannránun- um harðlega og hafði eftir Kim, að öfl í hernum hefðu staðið fyrir þeim og væri hafin rannsókn á málinu. Japanir hafa lengi haldið því fram, að N-Kóreumenn hafi rænt að minnsta kosti 11 löndum þeirra á átt- unda og níunda áratug liðinnar aldar í því skyni að neyða þá til að kenna n- kóreskum njósnurum japönsku og fræða þá um japanska siði. N-Kóreu- menn segja nú, að átta þeirra séu látnir en þrír á lífi og dóttir eins hinna látnu. Fólkið fær nú snúa aftur heim. Baðst afsökunar á hernámi Japana Koizumi kom til móts við kröfur N- Kóreustjórnar með því að biðjast af- sökunar á hernámi og yfirráðum Jap- ana í Kóreu á árunum 1910 til 1945. Koizumi upplýsti einnig, að Kim hefði heitið að „fresta eldflaugatil- raunum til frambúðar“ en tilraunir N- Kóreumanna með langdræga eld- flaug 1998 ollu áhyggjum í Austur- Asíu og víðar. George W. Bush, for- seti Bandaríkjanna, sem hefur skipað N-Kóreu á bekk með Írak og Íran sem „öxli hins illa“, hvatti Koizumi til þess í New York í síðustu viku að ræða tilraunirnar við Kim og einnig útflutning N-Kóreu á eldflaugatækni. Ímynd ríkisins bætt Koizumi, sem er fyrsti japanski for- sætisráðherrann, sem heimsækir N- Kóreu, ræddi við Kim í hálfa þriðju klukkustund. Kvaðst Kim vona, að fjandskapur milli ríkjanna heyrði nú sögunni til en hann virðist vera stað- ráðinn í að bæta ímynd ríkisins á al- þjóðavettvangi. Í dag hefst vinna við að tengja saman kóresku ríkin með járnbraut, sem síðar á að tengjast lestarkerfinu í Síberíu og Evrópu. Sögulegur fundur leiðtoga Japans og Norður-Kóreu Viðurkenna rán á japönsk- um borgurum Pyongyang. AFP. UNGAR stúlkur sem ganga í of kynæsandi fötum í Grimstad- unglingaskólanum í Suður-Noregi verða framvegis látnar fá gulan bol til að hylja betur kroppinn, að sögn Aftenposten. Reglurnar eiga aðeins við um stúlkur í níunda bekk en kennarar telja að þær fá- klæddu trufli einbeitingu piltanna við lærdóminn. „Kennarinn sagði að ég væri í allt of stuttum toppi, ég skyti fram brjóstunum og buxnastrengurinn væri of neðarlega,“ sagði Marga- rita Tellefsen, sem er 14 ára. Reglurnar tóku gildi í haust. „Við gerum þetta til að nemendur verði meðvitaðri í sambandi við klæða- burð og teljum að þeim sé fyrir bestu að við vekjum athygli á þessu,“ segir Svein Pedersen skólastjóri. Nemendaráðið er ekki hrifið og samþykkti á mánudaginn ályktun gegn reglunum. Ekki fer neinum sögum af því hvort strákarnir mega sýna efsta hluta nærbrók- anna eða láta glitta í rass. Bert hold í hófi RÚSSNESKIR meðlimir Pen- klúbbsins, alþjóðlegu rithöf- undasamtakanna, mótmæltu opinberlega í gær áformum Júrí Lúzhkovs, borgarstjóra Moskvu, um að koma risastórri styttu af Felix Dzerzhinsky, stofnanda sovézku leynilögregl- unnar, aftur fyrir á einu fjöl- farnasta torgi rússnesku höfuð- borgarinnar. Dzerzhinsky var oft nefndur „Járn-Felix“. Torgið er fyrir framan Lú- bjanka-bygginguna, þar sem á árum áður voru höfuðstöðvar sovézku leyniþjónustunnar, KGB og hýsir nú rússneska arf- takann, FSB. Þessi áform borgarstjórans „eru ögrun sem gerir lítið úr áralangri lýðræðisþróun,“ skrif- uðu rithöfundarnir í sameigin- legri yfirlýsingu sem birt var í fjölmiðlum í gær. Lúzhkov tilkynnti sl. föstu- dag, að hann vildi endurreisa minnismerkið á Lúbjanka-torgi, þar sem múgur felldi það er valdaskeiði kommúnista var að ljúka árið 1991. Taldi Lúzhkov að styttan væri „fagurt minnis- merki“ sem hefði sett mikinn svip á torgið. Myndhöggvarinn, Jevgení Vútsjetítsj, væri enn á lífi og yrði senn 100 ára. AP Dzerzhinsky felldur 1991. „Járn-Felix“ aftur á stall? Moskvu. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.