Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 7
Hagstæð skíðafargjöld með
Flugleiðum og SAS á bestu skíðasvæði Evrópu
ÍTALÍA
Mílanó 42.870 kr.*
• Madonna di Campiglio
• Val di Fassa
• Selva Val Gardena
FRAKKLAND
Genf 43.280 kr.*
• Val d´Isère / Tignes
• Dalirnir þrír (Méribel, Courcheval og
Val Thorens)
• Chamonix
AUSTURRÍKI
München 43.300 kr.*
• Kitzbühel / Kirchberg
• Zell am See
• Lech / St. Anton
SVISS
Zürich 43.600 kr.*
• St. Moritz
• Cranz Montana
• Davos
Skíða-ævintýri
FRANKFURT – flug og bíll
48.565 kr.**
m.v. 2 í bíl í B flokki í eina viku.
PARÍS – flug og bíll
47.775 kr.**
m.v. 2 í bíl í B flokki í eina viku.
Snjórinn
færir okkur
nær hvert
öðru…
Ferðir þessar gefa 3600-4200 ferðapunkta
* Verð með flugvallarsköttum og þjónustugjaldi. Flogið er í gegnum Kaupmannahöfn og áfram með SAS.
Ferðir skulu farnar á tímabilinu 1.des.-31.mars (síðasti heim komudagur er 31. mars). Bókunarfyrirvari
er 7 dagar. Lágmarksdvöl er 7 dagar og hámarksdvöl er 21 dagur.
** Verð með flugvallarsköttum og þjónustugjaldi. Ferðir skulu farnar á tímabilinu 1. okt.-31.mars (síðasti
heimkomu dagur er 31.mars). Enginn bókunarfyrirvari. Lágmarksdvöl er 7 dagar
og hámarksdvöl er 21 dagur.
*/** 2ja–11 ára börn greiða 67% og yngri en 2ja ára greiða 10% af fargjaldi.
Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða Fjarsölu Flugleiða í síma 50 50 100
(svarað mánud.–föstud. kl. 8–20, laugard. kl. 9–17 og á sunnud. frá kl. 10–16).
www.icelandair.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
18
61
1
0
9/
20
02
Halldóri og Árna Steinari Jó-
hannssyni, varforseta þingsins, og
fleiri alþingismönnum. Ferðaðist
sendinefndin meðal annars til
Mývants. Í dag þiggur írska
sendinefndin hádegisverð á Þing-
völlum í boði Davíðs Oddssonar,
forsætisráðherra, og fer m.a.í
skoðunarferð á írskar söguslóðir
á Akranesi og Kjalarnesi.
Á morgun mun O’Hanlon og
írska sendinefndin heimsækja Al-
þingishúsið og ræða við fulltrúa
þingflokkkanna en heimsókn hans
lýkur á föstudaginn.
RORY O’Hanlon, forseti neðri
deilar írska þingsins, er staddur
hér á landi í opinberri heimsókn í
boði Halldórs Blöndals, forseta
Alþingis. Með O’Hanlon í för er
Séamus Pattison, varaforseti
neðri deildar þingsins, en hann
hefur setið á þingi í rúma fjóra
áratugi, og sex aðrir þingmenn
írska þingsins auk fulltrúa frá
sendiráði Írlands í Kaupmanna-
höfn.
Á mánudaginn og í gær var
O’Hanlon og írska sendinefndin á
ferðalagi um Norðausturland með
Ljósmynd/Pétur Bjarni Gíslason
Rory O’Hanlon, Árni Steinar Jóhannsson, Séamus Pattison og Halldór Blöndal við Mývatn í gær.
Forseti írska þingsins
sækir Ísland heim
BIFREIÐASTJÓRI flutninga-
bifreiðar á Selfossi slasaðist í
gær er hann féll aftur fyrir sig
úr utanáliggjandi stiga bifreið-
ar sinnar. Maðurinn lenti á
malbikuðu plani og var fallið
um 3 metrar. Var maðurinn
fluttur á Sjúkrahúsið á Sel-
fossi.
Ekki var þó talið að meiðsli
hans væru alvarleg. Stiginn
mun hafa brotnaði undan
manninum með fyrrgreindum
afleiðingum. Vinnueftirlit ríkis-
ins var látið vita af óhappinu.
Féll úr stiga
bifreiðar
BÆNDUR í Hrunamannahreppi
eru ekki sáttir við umgengni gæsa-
skyttna á Hrunamannaafrétti. Loft-
ur Þorsteinsson, fyrrverandi sveitar-
stjóri í Hrunamannahreppi, segir að
dæmi séu um að gæsaskyttur loki
ekki hliðum á afréttargirðingum,
gangi illa um hús hreppsins á afrétt-
inum og skilji eftir jeppa- og fjór-
hjólaför utan vegslóða. Þá sé búið að
sundurskjóta skilti.
Loftur tekur þó fram að vissulega
hafi komið gæsaskyttur sem gangi
vel um svæðið. „En við viljum að
sjálfsögðu að allir gangi vel um.“
Loftur, segir það m.a. slæmt að
gæsaskyttur skilji hlið á afréttinum
eftir opin. Það verði til þess að fé
renni í gegnum hliðin og fram í
byggð. Daginn fyrir réttirnar, sem
voru 13. september sl., hafi bændur á
Haukholtum og Skipholti þurft að
keyra á þriðja hundrað fjár í rétt-
irnar, sem komið var fram í byggð,
vegna þess að hlið höfðu verið skilin
eftir opin. Loftur segir ennfremur að
bændur í hreppnum séu ósáttir við
hve gæsaveiðitíminn byrji snemma,
en hann byrjar 20. ágúst. „Við teljum
að gæsaveiðitíminn byrji of snemma
því það kemur styggð á féð.“
Hrunamannaafréttur
Ósáttir við
umgengni
gæsaskyttna
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
breytingu á deiliskipulagi vegna fyr-
irhugaðrar stækkunar Grand hótels
á Sigtúni 38. Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir, formaður skipulags- og
byggingarnefndar, greiddi atkvæði
gegn tillögunni.
Breytt deiliskipulag gerir ráð fyr-
ir tveimur 12-13 hæða turnum sem
verða byggðir ofan á hótelið.
Fjórar athugasemdir bárust við
skipulagstillöguna á sínum tíma þar
sem lýst var áhyggjum af skugga-
varpi frá turnunum og þeir ekki tald-
ir í samræmi við byggð sem fyrir er í
hverfinu.
Skipulag við
Grand hótel
samþykkt