Morgunblaðið - 18.09.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.09.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kastari De-Lux gylltur Verð áður: 2795 kr. 1.957 - Verð áður: 1.745 kr. Loftljós Chris Verð áður: 4.195 kr. 2.517 - ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 18 79 0 0 9/ 20 02 Loftljós Miramar, hvítt 995 - Útiljós Classica úr áli Verð áður: 6.795 kr. 4.345 - Kastari De-Lux blár Verð áður: 2795 kr. 1.957 - 40 og 60w Ljósaperur 460 - 10 saman í pakka Ljósadagar 15-50% afsláttur Norræn ráðstefna Lýðræði eflt í skólastarfi LÝÐRÆÐI í skóla-starfi. Gildismat ímálefnum barna og ungmenna á Norðurlönd- um“, er yfirskrift ráð- stefnu, sem haldin verður á Hótel Loftleiðum á morg- un. Þetta er ein af fimm ráðstefnum sem haldnar eru á Norðurlöndum í til- efni af 50 ára afmæli Norð- urlandaráðs. Sesselja Snævarr, deildarsérfræð- ingur í leik- og grunnskóla- deild í menntamálaráðu- neytinu, hefur verið fulltrúi ráðuneytisins í nor- rænum starfshópi um gildi í skólastarfi, sem hóf störf síðla árs 2000, og tekið þátt í undirbúningi verkefnis- ins. Var hún spurð um við- fangsefni ráðstefnunnar. „Fjallað verður um lýðræðisleg gildi í skólastarfi, sem taka mið af grunngildum hjá hverri þjóð. Þau felast aftur í lögum og reglugerð- um, sem tekið er mið af í aðalnám- skrám skólanna. Það má segja að hornsteinarnir séu umburðar- lyndi, kristilegt siðgæði og lýð- ræðislegt samstarf. Það er sá grunnur sem allt samfélag okkar byggist á. Það sem fyrir okkur vakir er að skerpa á lýðræðisleg- um gildum í skólastarfinu í leik-, grunn- og framhaldsskóla.“ – Í hverju felast lýðræðisleg gildi í skólastarfi? „Það er auðvitað fjölþætt hug- tak, sem felur m.a. í sér umburð- arlyndi, gagnkvæma virðingu, samvinnu, jafnrétti, tjáningar- frelsi og gagnrýna hugsun. Við þurfum að gera lýðræðisleg gildi sýnileg, bæði í formlegu og óform- legu námi.“ – Hvað áttu við með því? „Nemendur þurfa að læra um lýðræðisleg gildi en einnig þurfa vinnubrögð í skólastarfi að vera lýðræðisleg og ná til þátta eins og félagsstarfa.“ – Ráðstefnan er haldin í tilefni af 50 ára afmæli Norðurlandaráðs. „Hugmyndin kviknaði hjá nor- ræna samstarfshópnum, sem hafði það verkefni að fjalla um gildi í skólastarfi og draga einnig fram í dagsljósið sameiginleg norræn gildi. Til þess að ná markvissum tökum á viðfangsefninu varð úr að hópurinn takmarkaði sig við lýð- ræði og lýðræðisleg gildi, enda eru þau rótgróin í menningu allra Norðurlandanna.“ – Þannig að ákveðið var að standa fyrir ráðstefnu? „Haldnar eru fimm ráðstefnur, ein í hverju landi. Ráðstefnan hér á landi er sú síðasta í röðinni, en sú fyrsta var haldin 29. ágúst. Nið- urstöðurnar verða svo kynntar á lokamálþingi, sem haldið verður 29. október í Finnlandi í tilefni af 50 ára afmæli Norðurlandaráðs. Þá verða einnig kynnt skólaverk- efni frá hverju landi, og verður okkar framlag verkefni um lífs- leikni í grunnskólum.“ – Hvernig verður ráðstefnan á morgun uppbyggð? „Ráðstefnurnar fimm eru eins upp- byggðar og hefur Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, verið aðalfyrir- lesari á þeim öllum og fjallað um lýðræði í daglegu skólastarfi. Í hverju landi eru rannsóknir kynntar og mun Sigrún Aðal- bjarnardóttir prófessor halda er- indi sem hún nefnir: „Að rækta lýðræðisleg gildi – lykillinn að betri heimi.“ Á síðari hluta nám- skeiðsins verður fjallað um það sem að okkur sjálfum snýr. Fyrst verður stuttlega gerð grein fyrir norræna samstarfinu. Síðan halda tveir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð erindi um skólalýð- ræði. Þá verður Guðmundur Andri Thorsson með hugleiðingu og loks fáum við kynningu á lífsleikni í grunnskóla.“ – Er lýðræði í skólastarfi ábóta- vant hér á landi? „Það er þörf á því að skerpa enn frekar á lýðræðislegum gildum. Ýmis teikn eru á lofti um aukið of- beldi hjá börnum og unglingum, t.d. einelti og agabrot. Og sú stað- reynd að við lifum í fjölmenning- arlegu samfélagi reynir á alla þessa þætti, ekki síst gagnkvæma virðingu og umburðarlyndi. Skól- inn er vinnustaður nemenda og flest börn eyða þar bróðurparti dagsins. Því er það drjúgur hluti af uppeldi barna, þó að frumábyrgð- in hvíli á foreldrum. Allir þurfa að leggjast á eitt í uppeldinu. Skólinn þarf að efla sjálfstæð vinnubrögð, gagnrýna hugsun, frumkvæði og samstarfshæfni til að mæta kröf- um nútímans. Það kallar á breytta starfshætti í skólum og lýðræðis- legri vinnubrögð í samstarfi við ýmsa aðila, s.s. foreldra. Víða eru þessi vinnubrögð viðhöfð og heil- mikið af skemmtilegum verkefn- um, t.d. í lífsleikni, en nokkur þeirra verða sýnd á ráðstefnunni. Ráðstefnan er ekki opin al- menningi, en gefin verður út loka- skýrsla um verkefnið hér heima, sem við reynum að nýta okkur sem allra best. Við væntum þess að ráðstefnan leiði til auk- innar umræðu um lýð- ræðisleg gildi í skóla- starfi. Síðan verður gefin út skýrsla á vegum norrænu ráðherranefndarinnar um ráð- stefnuna í október með samantekt á íslensku. Skýrslurnar verða að- gengilegar á heimasíðu mennta- málaráðuneytisins, www.mennta- malaraduneyti.is, og norrænu ráðherranefndarinnar, www.norden.org, þegar þar að kemur.“ Sesselja Snævarr  Sesselja Snævarr fæddist árið 1947. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og síðan kennaprófi frá Kennara- skóla Íslands 1968. Hún lauk svo diplomanámi í uppeldis- og kennslufræðum með áherslu á stjórnsýslu frá Kennaraháskóla Íslands 1998. Sesselja var grunn- skólakennari frá 1968 og aðstoð- arskólastjóri frá 1990 til 1999. Hún er deildarsérfræðingur í leik- og grunnskóladeild í menntamálaráðuneytinu. Eig- inmaður hennar er Kristján Steinsson gigtarlæknir og eiga þau fjögur börn. Lýðræðisleg gildi rótgróin í menningu Norðurlanda ÞÆR voru nokkuð sportlegar dagmömmurnar Kol- brún Ævarsdóttir og Guðný Stefánsdóttir, þar sem þær gengu eftir Skógarlundinum á Akureyri, með heilan hóp af ungabörnum. Alls voru börnin 9 í kerrunum tveimur og var hópurinn á leið á einn af leikvöllum bæj- arins, þar sem til stóð að bregða á leik í veðurblíðunni. Börnin undu hag sínum vel og eitt þeirra hafði fengið sér lúr og lagt höfuðið að öxl sessunautar síns. Morgunblaðið/Kristján Á leið á leikvöllinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.