Morgunblaðið - 18.09.2002, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 9
Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11:00-19.00.- Sími 533 1100 - fax 533 1110 - www.broadway.is - broadway@broadway.is
...framundan
RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI
Fös. 27. sept. Geir Ólafsson og bigband
Fim 3. okt. Konukvöld, Létt FM 96.7.
Lau. 5. okt. KSÍ lokahóf - Viva Latino.
Spútnik leikur fyrir dansi.
Sun. 6. okt. Jazzhátíð Reykjavíkur.
Fim 10. okt. Októberfest.
Fös. 11. okt. Októberfest.
Lau. 12. okt. Viva Latino.
Spútnik leikur fyrir dansi.
Fös. 18. okt. Pacha FUTURA II.
Lau. 19. okt. Viva Latino.
Fös. 25. okt. Viva Latino.
Love Box náttfataball.
Fös. 8. nóv. Viva Latino.
Spútnik leikur fyrir dansi.
Lau. 9. nóv. 80 ára afmæli Fáks og
og uppskeruhátíð hestamanna.
Sun. 10. nóv. Íslandsmeistaramótið
í vaxtarækt.
Fös. 15. nóv. Viva Latino.
Spútnik leikur fyrir dansi.
Lau. 16. nóv. Viva Latino.
Fim. 21. nóv. Herra Ísland.
Fös. 22. nóv. Jólahlaðborð - Viva Latino.
Spútnik leikur fyrir dansi.
Lau. 23. nóv. Jólahlaðborð - Viva Latino.
Spútnik leikur fyrir dansi.
Fös. 29. nóv. Jólahlaðborð - Viva Latino.
Spútnik leikur fyrir dansi.
Lau. 30. nóv. Jólahlaðborð - Viva Latino.
Spútnik leikur fyrir dansi.
Lau. 7. des. Jólahlaðborð - Viva Latino.
Spútnik leikur fyrir dansi.
Fös. 13. des. Jólahlaðborð -
ELVIS, stórsýning.
Lau. 14. des. Jólahlaðborð -
ELVIS, stórsýning.
Lau. 21. des. Love Box partý, jólaball
Þri . 31. des. GAMLÁRSKVÖLD
- Sálin, dansleikur
1. jan. 2003 Óperuballið
Frábær sýning,
sem slegið hefur
rækilega í gegn!
Miðaverð:
6,400 kr.
fyrir sýningu
og kvöldverð .
2,500 kr.
fyrir sýningu.
Húsið opnar
klukkan 19:00
fyrir matargesti.
Sýningin hefst
kl. 22:00
Föstudagur 27. september:
Sýningar til jóla:
5. október, 3ja rétta kvöldverður
12. október, 3ja rétta kvöldverður
25. október, 3ja rétta kvöldverður
8. nóvember, 3ja rétta kvöldverður
15. nóvember, 3ja rétta kvöldverður
16. nóvember, 3ja rétta kvöldverður
22. nóvember, jólahlaðborð
23. nóvember, jólahlaðborð
29. nóvember, jólahlaðborð
30. nóvember, jólahlaðborð
7. desember, jólahlaðborð
ásamt frábærum gesta söngvurumog stórhljómsveit
Geir Ólafsson
Stjörnur kvöldsins eru ungir og upprennandi leikarar og söngvarar.Matseðill:Saffranbætt sjávarréttasúpa.
Einiberjaleginn lambavöðvi
m/gráðosta-bláberjasósu
Frönsk súkklaðiterta m/vanilluís.
Sýning þar sem að leikarar, listamenn og dansarar skemmta
og þjóna gestum hússins.Syngjandi þjónar...
...grín, glens og gamanVerð fyrir kvöldverð og sýningu er 6.400,- krónur.Litla sviðið opnar klukkan 19.30 - Sýningin stundvíslega kl. 20.00
Sýningar á föstudögum og laugardögum.
Síð pils með jökkum
Glitrandi jakkar
og samkvæmisdress
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
STÓRLAXARNIR lúta nú í gras
hver af öðrum og ekki að sjá að
minna sé af þeim en síðustu sumur,
þvert á móti. Nú síðast fréttist af 22
punda hæng sem veiddist í Ármóta-
hyl í Hrútafjarðará fyrir nokkrum
dögum. Herma fregnir að laxinn
hafi verið allleginn og heilir 108
sentimetrar á lengd, eða jafnlangur
og sá stóri af Hólmavaðsstíflunni í
Laxá í Aðaldal á dögunum, en sá lax
vigtaðist 24 pund.
Annar 18 punda lax og fleiri væn-
ir veiddust í sama holli í Hrútunni,
en úr ánni í sumar eru komnir um
170 laxar, sem er næstum 50 löxum
meira en allt síðasta sumar.
Hrota í Litluá
Vel hefur gengið í Litluá í Keldu-
hverfi að undanförnu og fiskur að
veiðast á öllum svæðum. Nýverið
var þar þriggja daga holl með ríf-
lega 60 fiska, mest sjóbirtinga, en
einnig nokkra laxa, bleikjur og stað-
bundna urriða. Þórarinn Eyfjörð
var í hollinu og sagði hann veiðitúr-
inn hafa verið draumi líkastan.
„Það fór allt saman; frábært veð-
ur og fiskur af öllum gerðum á öll-
um svæðum. Við fengum þessa
fiska á allt frá smáum kúlupúpum
og upp í straumflugur. Ég get nefnt
Rektor, Grey Ghost, Flæðarmúsina,
Peacock, Mobuto og Black Zulu.“
Eins og kviðpokaseiði
Þórarinn átti ekki orð yfir hold-
astuðli fiska sem veiddust. Sjálfur
veiddi hann staðbundinn urriða sem
var 63 cm en svo feitur að hann var
með fitufellingar fram á sporð.
„Þetta var nánast eins og skrímsli,
hann var vaxinn eins og kviðpoka-
seiði,“ bætti Þórarinn við. Hann
veiddi einnig 78 cm sjóbirting sem
var hnöttóttur af spiki. Var hann
áætlaður á bilinu 12 til 14 pund. Alls
veiddi hópurinn sjö birtinga sem
metnir voru um og yfir 10 pund.
Ýmsar fréttir
Síðastliðinn föstudag kom 500.
laxinn úr Leirvogsá. Þann dag
veiddust sex laxar í ánni og allir á
flugu. Gott vatn er í ánni, mikill lax
og enn sjást nýir fiskar. Þetta er
frábær útkoma í ánni, en veitt er út
vikuna.
Breiðdalsá er að leka yfir 300
laxa og að sögn leigutakans, Þrast-
ar Elliðasonar, eru að reytast þetta
3 til 7 laxar á dag og alltaf ein-
hverjir nýgengnir í bland. Mjög
stórir laxar sjást í ánni á nokkrum
stöðum, vel yfir 20 punda, en þeir
hafa ekki tekið enn sem komið er.
Laxar þessir sjást t.d. í Gljúfrahyl,
Ármótum í Tinnu og Skútahyl í
Norðurdalsá.
Sjö laxar veiddust á eina stöng í
Hvolsá/Staðarhólsá í fyrramorgun,
en þar hefur laxveiðin verið afar
döpur í sumar. Einn laxinn var 13
pund. Bleikjuveiðin er einnig mun
lakari en vant er, innan við 500 fisk-
ar að sögn Þrastar Elliðasonar,
annars leigutaka svæðisins.
22 punda hæng-
ur úr Hrútunni
Morgunblaðið/Páll Ketilsson
Sævar Garðarsson og Björn
Björnsson með 9 og 13 punda
laxa sem þeir fengu í Langá fyrir
nokkrum dögum.
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Landsþing Sambands
íslenskra sveitarfélaga
Íbúarnir
verði ekki
færri en
500–1.000
HUGSANLEGT er að kannaðar
verði aðrar leiðir í sameiningarferli
sveitarfélaga, meðal annars að
hækka lágmarksíbúatölu úr 50 í 500–
1.000 íbúa, ef ekki næst viðunandi ár-
angur á næstu árum í sameiningar-
málum, að sögn Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar, formanns stjórnar
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Á landsþingi sambandsins sem
fram fer á Akureyri dagana 25.–27.
september nk. verða til umfjöllunar
næstu skref í sameiningarmálum
sveitarfélaga og segir Vilhjálmur að
sú hugmynd hafi einnig verið rædd
að fram fari umræða um hvort leggja
eigi fram heildstæða tillögu í sam-
starfi ríkis og sveitarfélaga um
skiptingu landsins í sveitarfélög.
„Þetta eru hugmyndir sem menn
hafa verið að velta upp. Ég held að
það séu flestir sammála um að þrátt
fyrir þennan mikla árangur sem
náðst hefur undanfarinn áratug séu
sveitarfélög með 50–60 íbúa ekki
nægjanlega sterkar stjórnsýsluein-
ingar til að sinna þeim viðamiklu og
vandasömu verkefnum sem sveitar-
félögum er ætlað að sinna,“ segir Vil-
hjálmur.
Fjallað um hlutverk og framtíð
sveitarstjórnarstigsins
Yfirskrift landsþingsins á Akur-
eyri er: Búseta – lífsgæði – lýðræði.
„Við ætlum í víðu samhengi að
fjalla um þessi þrjú grundvallarorð
sem snerta ekki síst störf sveitarfé-
laganna og tengjast skyldum þeirra
og verkefnum,“ segir Vilhjálmur.
Þinginu verður skipt í sjö vinnu-
hópa þar sem tekin verða fyrir til-
tekin umfjöllunarefni og stefna sam-
bandsins til framtíðar mótuð.
Þá verður fjallað um hlutverk og
framtíð sveitarstjórnarstigsins og
munu Styrmir Gunnarsson, ritstjóri
Morgunblaðsins, Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Reyk-
hólahrepps, og Ejgil W. Rasmussen,
formaður Danska sveitarfélagasam-
bandsins, m.a. flytja framsögu.
LÝSTAR kröfur í þrotabú Ný-
brauðs ehf. í Mosfellsbæ, sem varð
gjaldþrota í júní í sumar, námu
290 milljónum króna en samþykkt-
ar voru kröfur að upphæð 170
milljónir króna. Stærstu kröfuhaf-
arnir eru Veðsalarnir, Sparisjóður
Hafnarfjarðar, Sýr, Kornax og Bú-
land.
Hluti kröfuhafa í þrotabúið tók
við rekstrinum í kjölfar gjald-
þrotsins undir nafni Brauðsölunn-
ar ehf. Þeim rekstri var hætt nú
nýlega þar sem sýnt þótti að
reksturinn stæði ekki undir sér.
Einungis um 58% krafna feng-
ust samþykkt en að sögn Sigur-
mars K. Albertssonar, skiptastjóra
búsins, er stærsti hluti þeirra
krafna, sem hafnað var, veðkröfur
sem í raun eru gildar. „Veðkröf-
unum var öllum hafnað vegna þess
að það var búið að samþykkja yf-
irtöku annars fyrirtækis á rekstr-
inum og það tók jafnframt yfir
veðkröfurnar. Þannig að það er
annað mál í sjálfu sér og veðin eru
fyrir hendi.“
Gjaldþrot Nýbrauðs í Mosfellsbæ
Lýstar kröfur
290 milljónir