Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 11
HORFUR eru á að samkeppni á kjöt-
markaði verði mjög hörð í haust. Of-
framboð er á svínakjöti og kjúklinga-
framleiðsla, sem hefur verið í lægð í
sumar, er að aukast mikið. Þetta leið-
ir til þess að sauðfjárbændur eiga í
verulegum erfiðleikum með að verja
stöðu sína.
Til margra ára hefur neysla á
svínakjöti og kjúklingum aukist ár frá
ári. Nautakjötið hefur að mestu leyti
haldið markaðshlutdeild sinni. Neysla
á lambakjöti hefur hins vegar dregist
saman. Sölusamdrátturinn á síðustu
12 mánuðum er 3,2%.
Frá maí til júlí seldist 1.541 tonn af
svínakjöti en 1.767 tonn af lambakjöti.
Guðmundur Lárusson, stjórnarfor-
maður Kjötframleiðenda ehf., segir
ljóst að ef fram haldi sem horfi verði
ekki langt þangað til svínakjötsneysla
á Íslandi verði orðin meiri en neysla á
lambakjöti.
Ójafnvægi á svínakjötsmarkaði
Að undanförnu hafa framleiðendur
svínakjöts og kjúklinga staðið í mikl-
um fjárfestingum. Framleiðsla á
svínakjöti hefur aukist mikið og raun-
ar er nú svo komið að framleiðslan er
meiri en salan. Verð á svínakjöti
lækkaði mikið í sumar. Til að bregð-
ast við þessu ójafnvægi hafa svína-
kjötsframleiðendur ákveðið að taka
kjöt út af markaðinum og selja tals-
vert magn til Færeyja og Rússlands
fyrir lágt verð. Jafnframt er reiknað
með að framleiðendur muni leitast við
að stjórna betur framleiðslunni á
næstunni þannig að meira jafnvægi
verði á markaðinum.
Enginn vafi leikur á að þessi mikla
framleiðsla á svínakjöti og verðlækk-
unin hafa valdið sauðfjárbændum erf-
iðleikum. Þótt jafnvægi komist á
svínakjötsmarkaðinn verður áfram
hörð samkeppni milli svínakjöts og
lambakjöts. Hins vegar eru horfur á
að lambakjötið, og raunar aðrar kjöt-
tegundir, verði á næstunni fyrir enn
harðari samkeppni frá kjúklingum.
Framleiðsluerfiðleikar
í kjúklingarækt að baki
Neysla á kjúklingum hefur aukist
jafnvel enn hraðar en á svínakjöti á
síðustu árum. Síðasta ár hefur hins
vegar verið nokkuð sérstakt hjá kjúk-
lingabændum. Snemma á árinu kom
upp svokölluð Newcastle-veiki í kjúk-
lingum í Svíþjóð sem varð til þess að
bann var sett á innflutning á eggjum
til Íslands. Kjúklingaframleiðendur
hafa treyst á að geta endurnýjað
varpstofna með innfluttum eggjum
frá Svíþjóð og þess vegna varð þetta
bann, ásamt fleiru, til þess að það dró
úr framleiðslu á búunum. Eftirspurn
eftir kjúklingum var hins vegar jafn-
mikil og áður og því varð skortur á
kjúklingum í sumar. Kröfur komu
m.a. fram um að leyft yrði að flytja
inn kjúklinga á lágum tollum. Nú er
hins vegar búið að aflétta banni á inn-
flutningi á eggjum frá Svíþjóð og
framleiðsla á kjúklingum er að kom-
ast í eðlilegt horf. Því er útlit fyrir að
miklu meira verði af kjúklingum á
markaðinum á næstu vikum og mán-
uðum en verið hefur. Samkeppni milli
framleiðenda er líka mjög hörð og
kjúklingaverð hefur heldur lækkað.
Íslandsfugl á Dalvík hóf starfsemi í
síðasta ári og kom það talsverðu róti á
markaðinn. Nú hefur Auðbjörn Krist-
insson, sem stofnaði Ísfugl en fór frá
fyrirtækinu þegar fyrirtækið gekk í
gegnum fjárhagslega endurskipu-
lagningu fyrr á þessu ári, keypt
svínabú á Suðurlandi og hyggst
breyta því og hefja þar kjúklinga-
framleiðslu. Hann reiknar með að
koma inn á markaðinn með kjúklinga
um næstu áramót. Til að byrja með
stefnir hann að 300 tonn ársfram-
leiðslu.
Of miklar birgðir af lambakjöti
Eins og áður segir hefur lamba-
kjötið til margra ára verið í vörn.
Fjárhagslegt skipbrot Kjötumboðs-
ins, áður Goða, olli mörgum bændum
verulegum erfiðleikum, en auk þess
skapaðist tómarúm sem varð til þess
að markaðsmálum lambakjöts var
ekki vel sinnt. Sala á lambakjöti á
fyrri hluta ársins hrundi, en salan í
sumar var allgóð. Engu að síður er
ljóst að sala á lambakjöti mun dragast
saman á þessu ári.
Um síðustu mánaðamót voru um
1.000 tonn af lambakjöti til í landinu,
en í bréfi sem Bændasamtökin sendu
landbúnaðarráðherra 22. ágúst sl.
kemur fram að talið sé að um 400
tonna birgðir séu nægilegar við upp-
haf sláturtíðar. Í bréfinu kemur fram
að 6–8 milljónir kosti á ársgrundvelli
að geyma 100 tonn af kjöti.
Í bréfi Bændasamtakanna segir að
„hæfileg birgðastaða [sé] forsenda af-
urðalánafyrirgreiðslu og því trygging
bænda og sláturleyfishafa fyrir því,
að unnt sé að greiða bændum fyrir
sauðfjárafurðir með eðlilegum hætti.“
Bændasamtökin lögðu til að út-
flutningshlutfall í haust yrði 28%, en
það var 21% í fyrrahaust. Landbún-
aðarráðherra fór ekki að tillögum
Bændasamtakanna og ákvað að hlut-
fallið yrði 25%. Þetta þýðir að bændur
eru skuldbundnir til að flytja út 25%
framleiðslunnar, en verðið sem fæst
fyrir hana er lægra en það sem bænd-
ur fá á innanlandsmarkaði. Hærra út-
flutningshlutfall þýðir því launalækk-
un fyrir bændur. Ástæðan fyrir því að
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra vildi ekki fara að tillögum
Bændasamtakanna var einmitt að
hann vildi ekki taka svona stórt skref
í þá átt að lækka laun bænda, auk
þess sem hann vildi hvetja menn til að
selja meira lambakjöt hér á landi.
Guðmundur Lárusson er mjög
gagnrýninn á ákvörðun landbúnaðar-
ráðherra. „Það er eins og menn hafi
ekki áttað sig á því að þetta útflutn-
ingshlutfall er tæki sauðfjárbænda til
að halda uppi verði á innanlands-
markaði. Í raun og veru er landbún-
aðarráðherra með þessu að ganga
þvert á þann samning sem hann gerði
sjálfur við Bændasamtökin. Ég efast
ekkert um að Guðni vilji vel en það
selst ekkert meira af kjöti með þess-
ari aðgerð. Þetta veldur því að það
verður bara enn meira offramboð á
þessum íslenska markaði og verðið
fer enn meira niður.“
Útlit fyrir framleiðsluaukningu
í lambakjöti í haust
Ákvörðun um að hafa útflutnings-
skylduna 25% þýðir að það verður
flutt út 200 tonnum minna af lamba-
kjöti en gert hefði verið ef hlutfallið
hefði verið 28%.
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri
Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði
að útlit væri fyrir að framleiðsla á
lambakjöti yrði meiri í haust en í
fyrrahaust. Ástæðan væri annars
vegar að meira hefði verið sett á af
sauðfé í fyrrahaust en áður og eins
benti flest til þess að fallþungi yrði
meiri í haust en í fyrra. Hann sagði að
í þeirri stöðu sem nú blasti við væri
ekki annað að gera en að herða veru-
lega sölustarfsemina.
Guðmundur Lárusson sagðist telja
að margt ylli þeirri varnarstöðu sem
lambakjötið væri í. Lambakjötið hefði
ekki haldið í við aðrar kjötgreinar í
sambandi við vöruþróun. Seljendur
hefðu minna upp úr því að selja
lambakjöt en aðrar greinar.
„Ég tel einnig að eitt af vandamál-
unum sé að lambakjötið sé kjöt án
hirðis,“ sagði Guðmundur. Hann
benti á að Svínaræktarfélag Íslands
og Landssamband kúabænda væru
mjög sterk samtök sem héldu fast ut-
an um sínar greinar. Landssamtök
sauðfjárbænda og Bændasamtökin
væru hins vegar bæði að bera fram
hagsmuni sauðfjárbænda en hvorug-
ur aðili bæri almennilega ábyrgð á
málefnum greinarinnar. Kerfið væri
óskaplega seinvirkt.
Allir að tapa?
Sala á nautakjöti hefur minnkað
um 2% á síðustu 12 mánuðum. Fram-
leiðendur kvarta mikið undan verðinu
sem þeir segja ekki standa undir
framleiðslukostnaði. Svínabændur
segjast líka hafa verið að framleiða
kjöt undir kostnaðarverði í sumar.
Kjúklingaframleiðslan hefur heldur
ekki verið eins ábatasöm síðustu
misserin og hún var árin þar á undan.
Það þarf heldur ekki að hafa mörg orð
um afkomu sauðfjárbænda sem þurfa
nú að taka á sig launalækkun sam-
hliða auknum útflutningi.
Útlit er fyrir að samkeppni á kjötmarkaði verði afar hörð í haust
Framboð á kjúklingum
er farið að aukast aftur
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Framleiðsla á kindakjöti á síðasta ári var um 8.620 tonn en horfur eru á
að framleiðslan á þessu hausti verði heldur meiri.
Á sama tíma og landbúnaðarráðherra skor-
ar á sauðfjárbændur að herða sölu á lamba-
kjöti hefur framboð á svínakjöti sjaldan ver-
ið meira og framboð á kjúklingum er þessa
dagana að stóraukast. Egill Ólafsson skoð-
aði samkeppnina á kjötmarkaðinum.
egol@mbl.is
SIGURÐUR Björnsson, for-
maður sérfræðingafélags ís-
lenskra lækna, segir eðlilegt að
skoða hvort læknar fái kostnað
vegna endurmenntunar tví-
greiddan, eins og ríkisendur-
skoðun segir í umfjöllun sinni
um samninga Tryggingastofn-
unar ríkisins vegna sérfræði-
lækna í skurð- og svæfingar-
lækningum.
Ríkisendurskoðun segir að í
kostnaðarlíkani TR komi fram
að í samningum hennar sé greitt
fyrir tveggja vikna endur-
menntun erlendis á hverju ári.
Fái læknar á samningi við TR,
sem eru í fullu starfi á opinberri
sjúkrastofnun, endurmenntun-
arkostnað tvígreiddan þar sem
þeir hafi þegar fengið hann
greiddan þar, þ.e. á sjúkrastofn-
unum.
„Samkvæmt mínum skilningi
taka spítalar þátt í kostnaði
vegna 15 námsdaga sem sér-
fræðilæknar í fullri vinnu fá ár-
lega,“ segir Sigurður. „Vinni
læknar alfarið utan spítala
munu þeir hafa samið við TR um
viðlíka langt námsleyfi og
læknar á spítulunum. Ef læknar
eru í hlutastörfum, annars vegar
inni á spítulum og hins vegar ut-
an þeirra, er farinn einhvers
konar millivegur. Komi það í ljós
að það sé verið að tvígreiða
læknum fyrir námsdaga finnst
mér eðlilegt að það verði skoðað
þannig að þeir geti ekki notfært
sér námsrétt á báðum stöðum.“
Læknar
notfæri sér
ekki náms-
rétt á báð-
um stöðum
FJÖLSKYLDA dr. Sunitu
Ghandi, framkvæmdastjóra Ís-
lensku menntasamtakanna, fær
friðarverðlaun UNESCO,
Menningarmálastofnunar Sam-
einuðu þjóðanna, sem afhent
verða í höfuðstöðvum stofnun-
arinnar í París á mánudag.
Foreldrar Sunitu og fjöl-
skyldan eruverðlaunuð vegna
City Montessori School á Ind-
landi sem foreldrar hennar
stofnuðu og er rekinn með sömu
hugmyndafræði að leiðarljósi
og Áslandsskóli í Hafnarfirði.
Alls ganga 26 þúsund börn í
skólann.
Segir Sunita að þetta sé í
fyrsta skipti sem skóli fær við-
urkenningu frá UNESCO fyrir
starf sitt í þágu friðar, þetta sé
mikilvæg viðurkenning á því
starfi sem skólar geta unnið til
að stuðla að friði í heiminum.
Móðir Theresa fékk þessi verð-
laun fyrir ellefu árum og segir
Sunita að þetta sé því í annað
skiptið á tuttugu árum sem Ind-
verjar hljóta verðlaunin.
Hlutu friðar-
verðlaun
UNESCO
HAFLIÐI Ragnarsson, bakara- og konditor-
meistari í Mosfellsbakaríi, vann sigur í Belg-
ian Chocolate Award, undankeppni Evr-
ópukeppninnar í súkkulaðiskreytingum og
Þormar Þorbergsson hjá Café Konditori var í
öðru sæti. Keppnin var haldin í Óðinsvéum á
Fjóni og er þetta er í fyrsta sinn sem Íslend-
ingar taka þátt í henni.
„Fjórir Danir og þrír Íslendingar kepptu og
það komst einn áfram frá hvorri þjóð og ég
mun því taka þátt í lokakeppninni sem haldin
verður í apríl á næsta ári en þar taka þátt
átta til tíu Evrópuþjóðir. Belgísku yfirdóm-
ararnir voru mjög hrifnir af því sem við
vorum að gera og ég er mjög ánægður með
þennan árangur,“ segir Hafliði.
Hafliði segir að allir keppendur hafi
fengið eitt þema, dulúð Austurlanda, og
þeir hafi þurft að búa til tertu, tvær teg-
undir af konfekti, sýningarstykki úr súkku-
laði og eftirrétt fyrir sex manns. „Það er
unnið í tíu tíma í einni lotu og allar reglur
eru mjög strangar þannig að þetta tók
vissulega á.“
Íslenskur sigur í
súkkulaðiskreytingum
Hafliði
Ragnarsson
TVÆR konur leituðu til neyðar-
móttöku vegna nauðgana á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi eftir
verslunarmannahelgina.
Báðar nauðganirnar áttu sér
stað á Þjóðhátíðinni í Vestmanna-
eyjum, samkvæmt upplýsingum
neyðarmóttökunnar. Annað málið
var í athugun hjá lögreglunni í
Vestmannaeyjum en hvorug konan
kærði nauðgunina. Undanfarin ár
eru dæmi um að kærur hafa borist
nokkru eftir verslunarmannahelgi
en svo var ekki nú.
Eyrún Jónsdóttir hjá neyðar-
móttökunni segir fjölda þeirra
kvenna sem til móttökunnar leita
ekki segja alla söguna varðandi
nauðganir um verslunarmanna-
helgina.
Verslunarmannahelgin
Nauðganir í
Eyjum ekki kærðar