Morgunblaðið - 18.09.2002, Page 13
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 13
5.100 krónur
fyrir
gömlu hrærivélina!
Já, við greiðum þér 5.100 krónur fyrir gömlu hrærivélina
þína við kaup á nýrri þrælsterkri og glæsilegri
Verðdæmi:
KitchenAid K90 kr. 41.900
- Gamla hrærivélin þín kr. 5.100
þú greiðir kr. 36.800
eða kr. 34.960 stgr.
Misstu ekki af þessu einstaka tilboði,
það stendur aðeins til 1.okt nk!
hrærivél í tískulitnum „Almond“
5 ára
ábyrg
ð
HJÓLSÖG 5604R
0 = 165 mm, 950 W
TILBOÐSVERÐ
15.000.00
Umboð Heimsferða á Akureyri
óskar að ráða starfskraft til að annast bókanir,
sölu og aðra þjónustu við viðskiptavini.
Reynsla af skrifstofustörfum er nauðsynleg.
Áhugasamir sendi skriflega umsókn til Umboðs Heimsferða,
Geislagötu 12, 600 Akureyri, fyrir 24. september nk.
LAUST STARF
AKUREYRARHLAUP var þreytt á
laugardag og mættu um 100 kepp-
endur til leiks í góðu og fallegu
veðri. Daníel Smári Guðmundsson
úr FH kom, sá og sigraði í hálfu
maraþoni á nýju brautarmeti,
1:16:23 klst.
Rannveig Oddsdóttir varð hlut-
skörpust kvenna í sömu vegalengd
en hún hljóp á 1:25:50 klst. Í 10 km
hlaupi kvenna var það Helga B.
Björnsdóttir sem sigraði, fjórða
árið í röð, en hún hljóp á tímanum
43:22 mín. Kim Kappel Christen-
sen varð fyrstur karla yfir mark-
línuna í sömu vegalengd á tím-
anum 41:40 mín.
Dagurinn varð Kim enn eft-
irminnilegri þegar hann vann ferð
fyrir tvo til borgar á Evrópuleið
Flugleiða í happdrætti hlaupsins.
Þá sigraði Sigurður P. Tryggva-
son í 3 km skemmtiskokki karla en
Auður Ómarsdóttir í kvennaflokki.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Keppendur í 10 km hlaupinu leggja af stað frá Akureyrarvelli.
Daníel setti
brautarmet
Akureyrarhlaup
þreytt í blíðskaparveðri
Grjótið í brúna var sótt í Krossa-
nesborgir. Auk þess sem brúin er
augnayndi þjónar hún að sögn
brúarsmiðs þeim tilgangi að yfir
hana má ganga. Þannig er hún
mikilvægt samgöngutæki í skóg-
inum.
Starfsemin vex
hröðum skrefum
Hallgrímur og Vignir Sveins-
son, formaður stjórnar Skógrækt-
arfélags Eyfirðinga, kynntu ört
vaxandi starfsemi félagsins fyrir
gestum við opnun steinbrúar-
innar. Uppbygging stöðvarinnar
hefur vaxið hratt á síðustu miss-
erum og er nú svo komið að hún
er ein af þeim stærstu á landinu
með veltu upp á um 50 milljónir
króna á ári og 10–15 ársverk.
Kjarnaskógur, sem er útivist-
arsvæði Akureyringa, nýtur æ
meiri vinsælda og sló aðsóknin í
sumar öll fyrri met. Fjölbreyttar
gönguleiðir eru um skóginn, leik-
tæki fyrir börn á öllum aldri og
STEINBOGABRÚ yfir Brunná í
Kjarnaskógi hefur formlega verið
tekin í notkun, en það var Krist-
ján Þór Júlíusson bæjarstjóri sem
klippti á angandi aspargrein og
opnaði brúna þar með fyrir gest-
um og gangandi.
Bergsveinn Þórsson, verkstjóri
hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga
í Kjarnaskógi, var verkstjóri brú-
arvinnuflokksins og hafði með
sér vaska sveina til verksins.
Brúin er hlaðin að rómverskri
fyrirmynd og er hið mesta mann-
virki, „á fáa sína líka hér á
landi“, eins og Hallgrímur Indr-
iðason, framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga, orðaði
það. Bergsveinn brúarsmiður
sagði við opnunina að sér hefði
alltaf þótt skorta rómversk
mannvirki í Kjarnaskóg og því
hefði verið ráðist í að hlaða
brúna. Hafist var handa við und-
irbúning í fyrrasumar, þráðurinn
tekinn upp að nýju nú í sumar og
lokið við smíðina á haustdögum.
ágætis aðstaða í þar til gerðu
grillhúsi til að glóðarsteikja kjöt-
meti eða hvað annað sem er ofan
í svanga gesti skógarins.
Morgunblaðið/Kristján
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri vígði steinbrúna í Kjarnaskógi með því að klippa sundur angandi aspargrein.
Brú að rómverskri
fyrirmynd
MARKÚSARGUÐSPJALL í flutn-
ingi Aðalsteins Bergdal leikara kem-
ur út á geisladiski á næstunni.
Diskarnir verða reyndar tveir, þar
sem guðspjallið er um tvær klukku-
stundir í flutningi.
Aðalsteinn flutti guðspjallið á
Renniverkstæðinu hjá Leikfélagi Ak-
ureyrar um páskana árið 1998, en til-
efnið var 30 ára leikafmæli hans.
Aðalsteinn sagði að margir sem á
hefðu horft hefðu haft á orði að þeir
hefðu upplifað guðspjallið á alveg nýj-
an hátt. Hann flytur stemmninguna
af leiksviðinu yfir á geisladiskinn, svo
ekki er um að ræða eiginlegan lestur,
heldur „svona léttdramatíserað“ eins
og hann orðar það.
Í guðspjallinu koma fram margar
persónur auk Jesú og því þótti honum
sjálfsagt að ljá þeim raddblæ við hæfi
hverju sinni.
Aðalsteinn gefur guðspjallið út
sjálfur og geta þeir sem áhuga hafa á
að eignast eintak snúið sér til hans, en
einnig verður það til sölu á nokkrum
stöðum, s.s. Kirkjuhúsinu í Reykja-
vík.
Markúsarguðspjall á geisladiski
LÚÐRASVEIT Akureyrar er að
hefja 61. starfsár sitt en æfingar
verða á þriðjudögum kl. 19.30 í hús-
næði Tónlistarskóla Akureyrar í
Hafnarstræti 81. Fyrsta verkefnið
er 60 ára afmælistónleikar í lok októ-
ber.
Allir hljóðfæraleikarar eru hvattir
til að koma og annaðhvort rifja upp
gamla takta eða viðhalda forminu
með því að spila með öðrum áhuga-
sömum, fjölbreytt verkefni. Þeim
sem ekki eiga hljóðfæri er hægt að
vera innan handar með hljóðfæri.
Það er hægt að bæta við á öllum
hljóðfærum.
Þá eru eldri félagar hvattir til að
koma og taka þátt í undirbúningi að
60 ára afmælisfagnaði Lúðrasveitar-
innar.
Lúðrasveit Akureyrar
Undirbýr af-
mælistónleika
Á FUNDI félagsmálaráðs Akureyr-
ar nýlega, voru lagðar fram upplýs-
ingar um biðlista eftir plássi á öldr-
unarstofnunum nú í byrjun
september. Samkvæmt vistunarskrá
þjónustuhóps aldraðra bíða 98 eftir
plássi en þar af eru 37 sem bíða eftir
hjúkrunarrými og 61 sem bíður eftir
dvalarrými.
Af þeim 37 sem bíða eftir hjúkr-
unarrými eru 12 í Kjarnalundi og á
Kristnesi en aðrir eru í heimahúsum.
Af þessum 37 eru 33 sem eru í brýnni
eða mjög brýnni þörf. Á biðlista eftir
dvalarrými eru 24 í brýnni eða mjög
brýnni þörf. Þá hefur að undanförnu
fjölgað allnokkuð á biðlista eftir dag-
vist.
Öldrunarstofnanir
Akureyrarbæjar
Tæplega
100 manns
á biðlista
♦ ♦ ♦