Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 14
Keflavík KYNNING á myndlistarmönn- um Reykjanesbæjar undir heit- inu Mynd mánaðarins er aftur hafin eftir nokkurt hlé. Mynd eftir Þóru Jónsdóttur hefur ver- ið hengd upp í Kjarna á Hafn- argötu 57 í Keflavík og verður þar til sýnis út mánuðinn. Þetta er samstarfsverkefni Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ og markaðs-, at- vinnu- og menningarsviðs bæj- arins. Þeir myndlistarmenn sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu geta haft samband við menningarfulltrúann. Þóra hóf myndlistarnám sitt í Amager malerier tegninger-skólan- um í Danmörku 1985. Tveimur árum síðar fluttist hún til Svíþjóðar þar sem hún hélt áfram námi í Lunna- skólanum í Gautaborg. Hún hefur stundað list sína árum saman og sótt námskeið víða. Þóra hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, meðal ann- ars á Amager í Danmörku og í Land- vetter í Svíþjóð. Einnig hefur hún sýnt með Baðstofunni og Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ. Auk samsýninga hefur Þóra haldið tvær einkasýningar. Mynd mánaðarins eftir Þóru Jónsdóttur Þóra Jónsdóttir við eitt verka sinna. Nýtt körfubolta- gólf tekið í notkun NÝTT parketgólf á aðalsal Íþróttahúss Keflavíkur við Sunnubraut var formlega tekið í notkun í fyrrakvöld með vígslu- leik Keflavíkur og Njarðvíkur í Reykjanesmótinu í körfuknatt- leik. Á gólfinu var úr sér genginn grænn gólfdúkur og var ráðist í það í vor að kaupa nýja gerð af parketgólfi frá Bandaríkjunum. Gólfið var sett upp í sumar og einnig unnið að ýmsum end- urbótum á húsinu, skipt um þak og málað. Framkvæmdin kostaði í heild rúmar 26 milljónir króna og segir Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, að tíma- og kostnaðaráætlun hafi staðist. Körfuboltamenn byrjuðu að æfa sig á gólfinu fyrir nokkru en verkinu var talið formlega lokið með því að verktakinn, Parket og gólf, afhenti forráðamönnum Keflavíkurliðsins níu góða keppn- isbolta að gjöf og nágrannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur í Reykjanesmótinu. Keflavík vann leikinn. Stefán segir að mikil ánægja sé með parketið og körfuboltamenn gefi gólfinu hæstu einkunn. Þá kvarti þeir ekki undan álags- meiðslum sem hafi verið fylgi- fiskur gamla gólfsins. Eftir er að kaupa útdraganlega áhorfendabekki sem setja á við völlinn, framan við föstu áhorf- endapallana. Ljósmynd/Hilmar Bragi Harður atgangur var á nýja parketgólfinu í Íþróttamiðstöðinni í Keflavík í vígsluleik Keflavíkur og Njarðvíkur. Keflavík SUÐURNES 14 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is ÞAKRENNUR Frábærar Plastmo þakrennur með 20 ára reynslu á Íslandi. Til í gráu, brúnu, hvítu og svörtu. Heildsala - Smásala VARNARLIÐIÐ hefur afhent flug- minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn gamla flutningaflugvél sem staðið hefur sem minnisvarði á Keflavíkurflugvelli undanfarinn ald- arfjórðung. Flugvélin, sem er af gerðinni Douglas C-117D, er end- urbætt útgáfa af hinum fræga Dou- glas DC-3 „Þristi“ eða C-47/R-4D eins og hann hét hjá flugher og flota. Flugvélin hefur verið tekin í sund- ur og í gær var unnið við að setja hana á flutningabíla sem fara með hana vestur í Patreksfjörð, vænt- anlega síðar í vikunni. Vængirnir fara á einn vagn, mótorar og hjóla- búnaður á annan og skrokkurinn á þann þriðja. Flogið í 20 þúsund stundir Samkvæmt upplýsingum Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa varn- arliðsins, leystu C-117D-vélarnar, „ofurþristarnir“, á sínum tíma af hólmi nokkrar C-47 flugvélar sem þjónað höfðu varnarliðinu frá upp- hafi, meðal annars við leitar- og björgunarstörf á árum áður, en þó einkum við fólks- og vöruflutninga til Hafnar í Hornafirði og Þórs- hafnar á Langanesi vegna ratsjár- og fjarskiptastöðvanna á Stokksnesi og Heiðarfjalli. Tvær C-47 og ein C-117D flugvélar varnarliðsins komu við sögu í Vestmannaeyjagos- inu árið 1973. Helstu endurbætur sem gerðu C-117D frábrugðnar upprunalegu útgáfu þessarar þrautreyndu flug- vélartegundar voru öflugri hreyflar, stærri stél- og vængfletir, strauml- ínulagaðri hreyfil- og hjólhlífar og lengri búkur sem ásamt styrkingu flugvélarinnar allrar jók hraða, burðargetu og drægi hennar tals- vert. Þær voru í notkun hjá flug- deildum bandaríska flotans og land- gönguliðs flotans víða um heim til ársins 1982. Þessi tiltekna flugvél, sem ber raðnúmerið 17191 hjá Bandaríkja- flota, var smíðuð árið 1944. Hún þjónaði lengi í flutningadeildum flot- ans við Kyrrahaf og víðar en kom til varnarliðsins í september árið 1973. Flugvélin átti yfir 20.000 flugstundir að baki er henni var komið fyrir á stalli sínum árið 1977. Kristinn Þór Egilsson safnstjóri í Flugminjasafninu sem faðir hans stofnaði hefur reynt að halda uppi merki föður síns. Áður en Egill Ólafsson lést frétti hann af því að farga ætti Douglas-vélinni á Kefla- víkurflugvelli og var byrjaður að vinna að því að fá hana til safnsins. Kristinn segir að faðir sinn hafi ávallt litið á vélina sem mikinn dýr- grip og því hafi hann haldið málinu vakandi með þeim árangri að vélin sé nú á leiðinni vestur. Hyggst Kristinn setja flugvélina saman og koma henni fyrir á stóru plani framan við Vatnagarðaflugs- kýlið sem þar hefur verið reist að nýju. Flugminjasafnið naut aðstoðar slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli, Íslenskra aðalverktaka og fyrirtæk- isins ÓR-krana við að taka flugvél- ina í sundur og undirbúa fyrir flutn- inginn að Hnjóti sem Þorsteinn Kroyer og Arnar Guðnason hjá verktakafyrirtækinu Alefli í Reykja- vík annast. Kristinn segist hafa notið mikils velvilja við þessa vinnu og margir sjálfboðaliðar lagt hönd á plóginn. Ofurþristur fluttur á flug- minjasafnið að Hnjóti Ljósmynd/Hilmar Bragi Margar hendur vinna létt verk við að ná flugvélinni í sundur og búa til flutnings vestur á firði. Keflavíkurflugvöllur Vilja eitt bú- fjáreftirlits- svæði á Suðurnesjum Vatnsleysustrandarhreppur HREPPSNEFND Vatnsleysu- strandarhrepps hefur gert athuga- semdir við drög að skiptingu Suð- urnesja í tvö búfjáreftirlitssvæði, vill að svæðið verði óskipt. Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög um búfjárhald og fleira. Sam- kvæmt þeim á að setja nýja reglu- gerð um búfjáreftirlit og fram- kvæmd þess, meðal annars forðagæslu og talningu búfjár. Sam- kvæmt eldri lögum réð hvert sveitar- félag sinn eigin forðagæslumann en í nýju lögunum er gert ráð fyrir að svæðin verði stækkuð. Að sögn Atla Más Ingólfssonar í landbúnaðar- ráðuneytinu er tilgangurinn að minnka þá nálægð sem fólst í því að menn höfðu eftirlit með nágrönnum sínum og gera eftirlitið skilvirkara. Samkvæmt drögum að skiptingu landsins í búfjáreftirlitssvæði átti að skipta Suðurnesjum í tvennt. Reykjanesbær, Sandgerði og Gerða- hreppur áttu að mynda annað svæð- ið en Grindavík og Vatnsleysu- strandarhreppur hitt. Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps gerði at- hugasemd við þetta, taldi eðlilegra að Suðurnesin væru eitt búfjáreft- irlitssvæði. Að öðrum kosti óskaði hreppurinn eftir að vera í samfloti með Reykjanesbæ, Sandgerði og Gerðahreppi því þar væru í gildi reglur um bann við lausagöngu bú- fjár, eins og í Vatnsleysustrandar- hreppi, en svo mun ekki vera í um- dæmi Grindavíkur. Atli Már segir að verið sé að vinna úr athugasemdum sveitarfélaga landsins. Segir hann vel koma til greina að hafa öll Suðurnesin innan sama svæðis. BÚMENN hafa fengið lóðir undir tíu íbúðir í parhúsum í Vogum. Hreppsnefnd Vatnsleysustrandar- hrepps hefur jafnframt samþykkt að kaupa fjórar af þessum íbúðum ef þær seljast ekki. Húsnæðissamvinnufélagið Bú- menn á Suðurnesjum sótti um og fékk fimm samliggjandi lóðir við Hvammsgötu í Vogum, í stað mun stærra svæðis sem félagið hafði fengið vilyrði fyrir í þorpinu. Fyrir liggja hjá félaginu staðfestar um- sóknir um sex íbúðanna en hrepps- nefnd hefur ákveðið að kaupa þær fjórar sem eftir eru, ef þær seljast ekki, til þess að unnt sé að byggja húsin í einum áfanga. Jón Gunnarsson oddviti telur að hreppsnefndin sé ekki að taka mikla áhættu með þessari samþykkt. Um leið og húsin fari að rísa gangi þau út. Hins vegar gæti farið svo að Vatnsleysustrandarhreppur vildi kaupa tvær íbúðanna til að leigja eldri borgurum. Búmenn fá lóðir fyrir tíu íbúðir Vogar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.