Morgunblaðið - 18.09.2002, Qupperneq 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 17
SAMTÖK smásala í Bandaríkjunum,
National Retail Federation, hafa
höfðað mál á hendur greiðslukorta-
fyrirtækjunum Visa og MasterCard.
Kaupmennirnir eru óánægðir með
að vera þvingaðir til að taka við deb-
etkortum greiðslukortafyrirtækj-
anna þar sem undirskriftar er kraf-
ist og telja debetkort þar sem
viðskiptavinurinn stimplar sjálfur
inn leyninúmer (PIN-númer),
öruggari en þau sem einungis krefj-
ast undirskriftar.
Félagar í NRF eru yfir 7,6 millj-
ónir smásöluverslanir í Bandaríkj-
unum og eru þær sjálfkrafa aðilar að
málaferlunum og þurfa sérstaklega
að skrá sig úr þeim ef ekki er vilji
fyrir þátttöku, að því er fram kemur
í fréttabréfi NRF.
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri SVÞ-Samtaka verslunar og
þjónustu, segir í samtali við Morg-
unblaðið að SVÞ sé vissulega sam-
mála áliti NRF, en SVÞ á aukaaðild
að bandarísku samtökunum. Það er
álit SVÞ að svokölluð PIN-debetkort
séu mun öruggari en debetkortin
sem styðjast við undirskrift og notuð
eru hér á landi, en á móti komi auk-
inn kostnaður við tækjakaup. Þau
fyrrnefndu eru mun útbreiddari t.d.
á Norðurlöndunum.
SVÞ eru aðili að EuroCommerce í
Brussel, Evrópusamtökum verslun-
ar. EuroCommerce stendur einnig í
málaferlum við greiðslukortafyrir-
tækin Visa og MasterCard. Sigurður
segir að þau málaferli snúist fyrst og
fremst um að gjaldskrár greiðslu-
kortafyrirtækjanna séu ekki nægi-
lega gegnsæjar. Einnig séu kaup-
menn óánægðir með að vera
skyldugir til að taka við öllum kort-
um frá fyrirtækjunum.
Sigurður segir að ástandið sé í
raun verra á Íslandi en í Bandaríkj-
unum þar sem greiðslukortavið-
skipti séu svo mikil hér á landi. Fyr-
irtæki verði að taka við greiðslu-
kortum ella geti þau ekki stundað
viðskipti. Reglurnar eru á forsend-
um greiðslukortafyrirtækjanna og
samningar í raun einhliða, að mati
Sigurðar.
Smásalar í Bandaríkjunum
Sameiginlegt mál
á hendur greiðslu-
kortafyrirtækjum
Reuters
ÍSLANDSBANKI hefur verið valinn
í hóp „bestu banka heims og út-
nefndur besti bankinn á Íslandi árið
2002 af tveimur fagtímaritum um
bankamál og fjármálamarkaði, The
Banker og Global Finance. Þar með
hafa þrjú bankatímarit valið Ís-
landsbanka sem banka ársins hér á
landi, en fyrir nokkrum vikum til-
kynnti Euromoney val sitt á Ís-
landsbanka sem besta banka lands-
ins, að því er segir í tilkynningu frá
Íslandsbanka.
Breska fjármálatímaritið The
Banker rökstyður val sitt á Íslands-
banka sem banka ársins á Íslandi
með því að benda á þjónustuúrval
bankans og rekstrarárangur. „Sam-
runi Íslandsbanka og FBA hafi ver-
ið árangursríkur og sterk fjárhags-
staða Íslandsbanka og hærra
lánshæfismat en hjá keppinautum
veiti bankanum forskot í þjónustu
við leiðandi fyrirtæki,“ að því er
segir í tilkynningu. The Banker er
gefið út af útgáfufyrirtæki Fin-
ancial Times og voru verðlaun
tímaritsins afhent nýverið.
Bandaríska tímaritið Global Fin-
ance velur árlega „bestu“ banka
heims og er Íslandsbanki einn 32
banka frá 27 löndum í þeim hópi í
ár. Verðlaunin verða afhent í Wash-
ington í lok mánaðarins. Bankarnir
eru valdir m.a. á grundvelli rekstr-
arárangurs, orðspors og góðrar
stjórnunar samkvæmt tillögum
bankamanna og fjármálastjóra víða
um heim.
Tímarit velja
„bestu“ bankana
Íslandsbanki
í hópi þeirra
„bestu“
www.delta.is
HLUTHAFAFUNDUR
DELTA HF.
Stjórn Delta hf. boðar hér með
til hluthafafundar skv. gr. 4.03
í samþykktum félagsins.
Hluthafafundurinn verður haldinn
á Hótel Sögu í A-sal, 26. september
2002 kl. 17.00.
Á fundinum mun stjórn félagsins leggja
fram tillögu þess efnis að á grundvelli
samrunaáætlunar sem stjórn félagsins
undirritaði þann 12. ágúst síðastliðinn,
verði samruni félagsins við Parmaco hf.
samþykktur.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram
á hluthafafundinum, skulu vera komnar
í hendur stjórnarinnar eigi síðar en
7 dögum fyrir fundinn eða fyrir lok
dagsins 18. september 2002.
Dagskrá hluthafafundarins og endanlegar
tillögur og fylgiskjöl munu liggja frammi
á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis
frá og með 19. september 2002 og eru
sendar sérhverjum skráðum hluthafa,
sem þess óskar.
Hafnarfirði 17. september 2002,
stjórn Delta hf.