Morgunblaðið - 18.09.2002, Page 18

Morgunblaðið - 18.09.2002, Page 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍKJAMENN gáfu í gær lítið fyrir tilkynningu stjórnvalda í Bagdad þess efnis að þau fallist skil- yrðislaust á að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna snúi aftur til Íraks. Talsmaður forsetaskrifstof- unnar í Washington, Scott McClell- an, sagði tilkynninguna „taktískt bragð“ sem ætti sér það markmið eitt að koma í veg fyrir að öryggisráð SÞ beitti sér með skýrum hætti í málinu. Írökum myndi hins vegar ekki takast ætlunarverk sitt. McClellan ítrekaði óskir Banda- ríkjastjórnar um að öryggisráðið ályktaði með skýrum hætti um mál- efni Íraks. Slík ályktun þyrfti að vængstýfa Saddam Hussein, forseta Íraks, þannig að íbúum Íraks, ná- grannaríkjum þess og heimsbyggð- inni allri stafaði ekki lengur ógn af honum. Tilkynning Íraka í fyrrakvöld breytti engu um nauðsyn þess að ör- yggisráðið sameinaðist um nýja ályktun í þessa veru. „Þetta er ekki spurning um vopna- eftirlit,“ sagði í yfirlýsingu Hvíta hússins á fimmtudag. „Málið snýst um afvopnun Íraka, að þeir fargi gereyðingarvopnum sínum og að þeir hlíti öllum eldri ályktunum ör- yggisráðsins.“ Gæti flækt málin Embættismenn í Bandaríkjunum eru sagðir hafa af því nokkrar áhyggjur að útspil Íraka komi til með að flækja tilraunir til að tryggja stuðning á alþjóðavettvangi við að- gerðir gegn stjórninni í Bagdad. Erf- iðara verði fyrir Bandaríkjastjórn að ná þeim markmiðum sínum að tryggja að Írakar fargi sýkla- og efnavopnum sínum, að mannréttindi í Írak verði virt, að ekki sé talað um endanlegt takmark Bandaríkja- manna: að koma Saddam frá völdum. Dan Bartlett, yfirmaður fjölmiðla- deildar Hvíta hússins, kvaðst vonast til að endalaus undanbrögð og svik Íraka á síðasta áratug yrðu til þess að fulltrúar ríkja, sem aðild ættu að öryggisráði SÞ, tækju tilboði Íraka með fyrirvara. „Þetta breytir í engu afstöðu okkar. Saddam Hussein hef- ur áður þóst ætla að hefja samvinnu við vopnaeftirlitsnefndina og við tök- um orð hans því hæfilega trúanleg að þessu sinni,“ sagði Bartlett. Bandaríkin segja um „taktískt bragð“ að ræða Washington. AFP, The Washington Post. GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti setti í ræðu sinni á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku fram fimm skilyrði sem Írakar yrðu að ganga að, ef þeir ættu að komast hjá aðgerð- um af hálfu Bandaríkjamanna: 1. Írakar upplýsi nú þegar og án skilyrða um og fjarlægi eða eyðileggi öll gereyðingarvopn, langdræg flugskeyti og annan tilheyrandi búnað. 2. Írakar hætti án tafar að styðja hryðjuverkamenn og grípi til aðgerða gegn hryðju- verkum eins og krafist sé af öll- um ríkjum í ályktunum örygg- isráðs SÞ. 3. Írakar hætti að ofsækja íraska borgara eins og krafist er í ályktunum öryggisráðs SÞ. 4. Írakar leysi úr haldi eða geri grein fyrir afdrifum allra þeirra sem börðust í Persaflóa- stríðinu og ekki er vitað um. Þeir skili jarðneskum leifum þeirra sem féllu, skili eignum, axli ábyrgð á mannfalli sem varð í kjölfar innrásarinnar í Kúveit og vinni með alþjóðlegum stofn- unum við að upplýsa þessi mál, eins og ályktanir öryggisráðsins kveði á um. 5. Írakar hætti nú þegar öll- um ólöglegum viðskiptum með olíu. Íraksstjórn fallist á að SÞ stjórni því hvernig fjármunum sem Írakar fá í tengslum við áætlunina um olíu fyrir matvæli, verði varið til að tryggja að féð verði notað til hagsbóta fyrir írösku þjóðina. Skilyrði Banda- ríkjaforseta Reuters Skipst á líkams- leifum EFNT var til athafnar í gær á landamærum Írans og Íraks og skipst á líkum hermanna beggja ríkja, sem féllu í stríðinu á milli þeirra á níunda áratugnum. Hér gengur íraskur hermaður hjá 120 líkkistum, sem sveipaðar eru íraska þjóðfánanum, með mynd af Saddam Hussein Íraksforseta í fanginu. Íran-Íraks-stríðið stóð í átta ár, frá 1980 til 1988, og ástæðan landakröfur, sem Sadd- am Hussein gerði til Írana. Náðu Írakar miklu landi á sitt vald en máttu síðar láta það allt af hendi. Var styrjöldin óhemjublóðug en talið er, að 1,5 millj. manna hafi fallið í valinn. NÝJASTA tilboð stjórnvalda í Bag- dad um að heimila aftur skilyrðis- laust vopnaeftirlit í Írak er ekkert nema kænskubragð af hálfu Sadd- am Husseins Íraksforseta, sem hann mun ekki komast upp með. Þetta er mat brezkra sérfræðinga í alþjóðamálum, sem AFP-fréttastof- an talaði við. „Ég er mjög tortrygginn á það að hér fylgi hugur máli,“ sagði Daniel Neep, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda hjá Royal United Services Institute í Lundúnum, og þessi orð hans endurspegla ummæli Jack Straws, utanríkisráðherra Bretlands, sem féllu fyrr um daginn. Straw sagði að Bretar myndu halda áfram að þrýsta á um að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykki nýja afdráttarlausa ályktun um Írak, þar sem kveðið yrði á um ákveðinn frest sem Íraksstjórn væri gefinn til að gefa upp á bátinn öll áform sem hún er grunuð um að hafa um uppbyggingu gereyðingar- vopnabúrs. „Ég tel ekki að hér sé um að ræða uppbyggilega leið til að binda enda á deiluna,“ sagði Anoush Ehteshami, annar sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, um bréfið sem Naji Sabri, utanríkisráðherra Íraks, afhenti Kofi Annan, framkvæmda- stjóra SÞ, í fyrrakvöld, þar sem nýj- asta leik Íraksstjórnar í þessu tafli er lýst. „Ég held að þetta sé tilraun til að kynda undir klofningi innan öryggisráðsins og slá tilraunir Bandaríkjamanna til að skapa al- þjóðlega samstöðu um aðgerðir gegn Írak út af laginu,“ sagði Ehteshami, sem starfar við Dur- ham-háskóla á NA-Englandi. Ehteshami og Neep eru sammála um það mat, að skyndileg stefnu- breyting Sádi-Araba gagnvart hugsanlegum aðgerðum gegn Írak skipti miklu máli. Sádi-arabíski ut- anríkisráðherrann greindi frá því á sunnudag, að ríkisstjórn hans myndi ekki setja sig upp á móti því að Bandaríkjaher nýtti sér aðstöðu sem hann hefur í Sádi-Arabíu ef til hernaðaraðgerða skyldi koma gegn Írak, að því tilskildu að aðgerðirnar nytu blessunar Sameinuðu þjóð- anna. Telja sérfræðingarnir að þessi stefnubreyting hafi gert útslagið með að Íraksstjórn ákvað að láta undan kröfum SÞ um vopnaeftirlit. „Ég held að þetta hafi munað mestu þar sem þetta þýðir að bandarískar hersveitir munu hafa mjög auðveldan aðgang að írösku landsvæði ef þær geta farið um land og lofthelgi Sádí-Arabíu,“ sagði Ehteshami. Sérfræðingarnir voru ennfremur báðir þeirrar skoðunar að tilboð Íraksstjórnar myndi tvímælalaust spilla fyrir viðleitni Bandaríkja- stjórnar til að tryggja alþjóðlegan stuðning við stefnu hennar gagnvart Írak; um að koma Saddam Hussein frá völdum. „Þeim mun takast með þessu að reka fleyg á milli Banda- ríkjamanna og Breta annars vegar og annarra lykilvelda alþjóðasam- félagsins sem höfðu verið að mjak- ast nær afstöðu hinna fyrrnefndu, svo sem Rússland,“ sagði Neep. Ehteshami sagðist búast við því að Frakkar myndu fylgja í kjölfar Rússa og fjarlægjast afstöðu Bandaríkjastjórnar. Láta ætti á hið nýja tilboð Íraka um vopnaeftirlit reyna án nýrrar öryggisráðsálykt- unar. Mat Rússa svipað Reyndar er mat rússneskra sér- fræðinga mjög svipað. „Svo gæti farið að Rússland styddi hernaðar- íhlutun ef Írakar hindra áfram vopnaeftirlit. Þar endar vilji ráða- manna í Kreml til að sýna Írak und- anlátssemi,“ hefur AFP eftir Vlad- imír Orlov, forstöðumanni hugveitunnar PIR Center for Policy Studies í Moskvu. „Saddam Hussein er kænn sem refur. Meginmarkmið hans er að flækja stöðuna og vinna tíma,“ tjáði Georgí Mirský, utanríkismálasér- fræðingur hjá rússnesku Vísinda- akademíunni Moskvublaðinu Iz- vestía. Sérfræðingar telja tilboð Íraksstjórnar vera brellu Lundúnum, Moskvu. AFP. ’ Meginmarkmiðhans er að flækja stöðuna og vinna tíma. ‘ VOPNAÐUR vörður fyrir framan aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad. Tilboði Íraka um vopnaeft- irlit hefur verið fagnað víða en Bandaríkjamenn og Bretar líta á það sem enn eina blekkingartilraun Saddam Husseins Íraksforseta. Reuters SÞ-húss- ins gætt GEORGE Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, fagnaði í gær þeirri yf- irlýsingu Íraksstjórnar, að vopnaeft- irlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna væru aftur velkomnir til landsins en lagði áherslu á, að verk- in yrðu að tala en ekki orðin ein. Robertson sagði, að Íraks- deilan væri ekki enn sem komið er viðfangsefni NATO þótt hún yrði rædd á fundi bandalagsins í Varsjá síðar í þessum mánuði. Um það mál væri nú fjallað á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og þar ætti það heima. „Það, sem máli skiptir, er hins veg- ar hvað Saddam Hussein gerir, ekki hvað hann segir,“ sagði Robertson. Ekki orð, heldur gerðir Brussel. AFP. Framkvæmdastjóri NATO Robertson ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.