Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 19
S T Í L L E R E K K I S T Æ R Ð . . . H E L D U R V I Ð H O R F !
Stærðir 40-52
HAUST/VETUR O2
KYNNINGARDAGAR 18.-24. SEPT.
Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862
FULLTRÚAR ríkjanna fimm sem
eiga fast sæti í öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna brugðust mjög ólíkt
við yfirlýsingu Íraka frá því í fyrra-
kvöld, um að þeir séu reiðubúnir til
að heimila vopnaeftirlit í landinu á
nýjan leik. Rússar fögnuðu ákvörðun
Íraka og sögðu að þar með hefði
stríði í Mið-Austurlöndum verið af-
stýrt en Bretar tóku hins vegar und-
ir með Bandaríkjamönnum að ekki
yrði hjá því komist að öryggisráðið
ályktaði að nýju um málefni Íraks.
„Þökk sé samtakamætti okkar,
hefur okkur tekist að afstýra stríði
og getum nú hafist aftur handa við
að leysa Íraksdeiluna eftir pólitísk-
um leiðum,“ sagði Ígor Ívanov, utan-
ríkisráðherra Rússlands. „Það skipt-
ir öllu að á næstu dögum verði
komist að samkomulagi um hvernig
staðið skuli að vopnaeftirlitinu. Ekki
þarf nýjar ályktanir [öryggisráðs] til
þess,“ sagði Ívanov.
Ekki er ljóst hversu djúpt klofn-
ingurinn meðal fastafulltrúa í örygg-
isráðinu ristir en auk Rússa, Breta
og Bandaríkjanna hafa Kínverjar og
Frakkar neitunarvald í ráðinu.
Munurinn á viðbrögðum Breta og
Rússa var þó afar mikill. Sagði Jack
Straw, utanríkisráðherra Bretlands,
að menn hlytu að hafa miklar efa-
semdir um heilindi Íraka í þessu
máli. Þá tók hann undir þau orð
bandarískra stjórnarerindreka að
áfram þyrfti að vinna að því á vett-
vangi öryggisráðs SÞ að álykta um
málefni Íraks. Ályktanir öryggis-
ráðsins væru orðnar nokkurra ára
gamlar og árétta þyrfti þann vilja al-
þjóðasamfélagsins að Írakar uppfylli
skyldur sínar og fargi gereyðingar-
vopnum sínum, svo nokkuð sé nefnt.
Verkin þurfa að tala
Kínverjar tóku í svipaðan streng
og Rússar og fóru fram á að vopna-
eftirlitsmenn SÞ greindu hlutlaust
frá vopnaeign Íraka, er þeir tækju
þar aftur til starfa. „Ákvörðun Íraka
er sú sem alþjóðasamfélagið, þ.m.t.
Kína, vonaðist alltaf til að yrði ofan
á,“ sagði Tang Jiaxuan, utanríkisráð-
herra Kína, í samtali við Xinhua-
fréttastofuna kínversku.
Evrópuþjóðirnar fögnuðu ákvörð-
un Íraka en voru varfærnari í yfir-
lýsingum og tóku m.a. fram að nú
þyrftu verkin að tala. Sagði Domin-
ique de Villepin, utanríkisráðherra
Frakka, að öryggisráð SÞ yrði nú
„að sjá til þess að Saddam Hussein
standi við orð sín“.
Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýskalands, sagði tilkynningu
Íraka „skref í rétta átt“ og að nú
gæfist tækifæri til að starfa að því á
vettvangi SÞ að finna pólitíska lausn
á vandanum. Hann sagði hins vegar
einnig að gera þyrfti Írökum ljóst að
það væri undir þeim komið hvort
tækist að afstýra harmleik í landinu
og í heimshlutanum öllum. „Stjórnin
í Bagdad verður nú að uppfylla
skyldur sínar án undanbragða,“
sagði Fischer í yfirlýsingu sinni.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
SÞ, þakkaði Amr Moussa, fram-
kvæmdastjóra Arababandalagsins,
fyrir það í fyrrakvöld að hafa stuðlað
að því að Írakar tóku af skarið.
Viðbrögð í öryggis-
ráðinu afar ólík
London, Sameinuðu þjóðunum. AFP.
’ Stjórnin í Bagdadverður nú að upp-
fylla skyldur sínar
án nokkurra undan-
bragða. ‘
Reuters
Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fréttamannafundi í New York.