Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 22
LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ur á andlitssvip barna og unglinga.
Bæði rabarbara-pappírinn og mynd-
irnar eru falleg verk og vel unnin og
lítil sýningarskrá einnig. Einnig er
ágætt að fá að sjá í möppum hvernig
Kristveig hefur farið höndum um
annað grænmeti eins og rauðlauk,
jökulkál og kíví. Kristveig er menntuð
í Noregi og skrifaði þar lokaritgerð
sína um handgerðan pappír sem sjálf-
stætt tjáningarform. Ýmsir listamenn
hafa unnið með handgerðan pappír á
þeim forsendum, til dæmis Svava
Björnsdóttir. Að verkum Kristveigar
alls ólöstuðum standa þau þó nær list-
rænni hönnun en nútímalist, einfald-
leiki verka og hugmyndar gera það að
verkum að verkin hefðu kannski notið
sín betur í slíku samhengi, til dæmis á
samsýningu fleiri hönnuða.
Í arinstofu á jarðhæð sýnir Guðrún
Hrönn Ragnarsdóttir skúlptúr úr
hvítmáluðu MDF, gleri og gardínu-
efni. Á efri hæð eru fjórar ljósmyndir
og skúlptúr í formi sýningarskáps, úr
hvítmáluðu MDF og gleri. Á allt að
tuttugu ára ferli hafa verk Guðrúnar
Hrannar tekið ýmsum breytingum, á
tímabili var hún til dæmis upptekin af
Í LISTASAFNI ASÍ við Freyju-
götu eru nú tvær afar ólíkar sýningar,
svo ólíkar að undrun sætir. Eins og
fram kom í umsögn um sýningar í
Listasafni ASÍ fyrir nokkrum vikum
hefur safnið nú tök á því að hætta að
krefja sýnendur um greiðslu fyrir
sýningaraðstöðu. Það verður spenn-
andi að fylgjast með því hvaða áhrif
þetta hefur á sýningarstefnu safnsins
í framtíðinni.
Í Gryfju sýnir Kristveig Halldórs-
dóttir handunnin verk úr rabarbara
sem hún kallar Rehum papyrus. Rab-
arbarinn er þurrkaður og síðan límd-
ur á glerplötur svo úr verður áferð-
arfallegt og litfagurt efni sem minnir
á papyrus. Samhliða þessu sýnir
Kristveig ljósmyndir af áhrifunum
sem bragðið af hráum rabarbara hef-
kitch, hvað lægi að baki þeirri hugsun
og hvernig slíkir hlutir yrðu til, –
kannski eimir enn eftir af þeim verk-
um í mynstruðu gardínuefninu í
skúlptúrnum í arinstofunni. Hún hef-
ur í gegnum árin stöðugt velt fyrir sér
eðli og eiginleikum höggmynda og
jafnframt listarinnar í heild. Með því
að vinna verk sem líktust húsgögnum
en höfðu ekki notagildi spurði hún
spurninga um grundvallareinkenni
höggmynda og sérkenni listaverka.
Nú setur Guðrún verk sín í örlítið
annað samhengi með því að nota form
sýningarskápa.
Fleiri listamenn hafa unnið með
svipaðar hugmyndir á síðustu áratug-
um. Verk Guðrúnar í ASÍ í formi sýn-
ingarskáps minnir til dæmis á verk
þýska listamannsins Reinhard Mucha
þar sem hann tekur sýningarskápa og
stöpla í eigu safna og sýnir þá eins og
um höggmyndir væri að ræða. Í verki
hans eins og í verki Guðrúnar spegl-
ast áhorfandinn einnig greinilega í
gleri skápsins eins og til að gefa til
kynna að það sé návist áhorfandans
og væntingar hans sem skapi verkið.
Belgíski listamaðurinn Didier Ver-
meiren kemur einnig upp í hugann, til
dæmis verk hans Sculpture frá 1982
þar sem hann býr til tvo eins stöpla úr
marmara og setur annan upp á hinn –
varpar þannig fókusnum meira á það
hvernig er sýnt heldur en hvað er
sýnt. Allan MacCollum er líka á svip-
uðum nótum í verki sínu Plastic Surr-
ogates frá 1989 þar sem 288 gifshlutir
eru sýndir í líki málverka. Hér virðist
sú hugmynd liggja að baki að um-
gjörð listarinnar hafi fengið yfirhönd-
ina og lögð er áhersla á það með tilbú-
inni fjarveru listaverksins sjálfs,
tómum skápum, stöplum sem koma í
staðhöggmyndar, eftirlíkingu mál-
verka. Verk Stephen Prina koma
einnig upp í hugann, hann er líka einn
þeirra sem gert hafa framsetningu
verka að inntaki þeirra og velt fyrir
sér starfsemi listasafna.
Ég fæ ekki betur séð en að á þess-
ari sýningu sé Guðrún í svipuðum
hugleiðingum.
Ásamt MDF-verkinu á efri hæð,
nákvæmri eftirlíkingu sýningar-
skáps, sýnir hún fjórar ljósmyndir af
loftljósum. Myndirnar eru teknar
nokkurn veginn beint neðan frá og
ljósin verða þannig að hringlaga dálít-
ið lífrænum formum. Ég er ekki viss
um hvernig á að túlka þessar myndir,
en eins og skápurinn sem ekkert sýn-
ir sjást hér ljós sem ekki varpa birtu á
neitt. Hvort þessi tenging er sú sem
Guðrún ætlaði sér veit ég ekki, en
ljósmyndirnar eru skemmtilega líf-
rænar í þessu frekar þurra samhengi.
Verk Guðrúnar eru innlegg í um-
ræðuna um eðli listaverka og þá stað-
reynd að umgjörð listaverka er óað-
skiljanlegur hluti af þeim, í samræmi
við þá kenningu að skilaboðin felist í
miðlinum sjálfum en ekki því sem
hann segir. Guðrún tekur hér um-
gjörðina og hlutgerir hana, gerir hana
að listaverkinu sjálfu. Þó að þessi
hugmynd sé kannski ekki ný af nál-
inni hafa ekki margir íslenskir lista-
menn fengist beinlínis við þetta efni í
verkum sínum, að minnsta kosti ekki
markvisst árum saman. Þessa um-
ræðu mætti að ósekju opna áður en
hún deyr út í naflaskoðun og sam-
félagsádeilu sem nú virðast efst á
baugi.
Hver einstök sýning listamanns er
aðeins brot af æviverki hans. Í tilfelli
Guðrúnar er allur ferill hennar ein
meira og minna samhangandi heild
og verk hennar þróast hvert á eftir
öðru í einhvers konar samhengi.
Kannski fengi hver sýning aukið vægi
ef hægt væri að skoða hana í sam-
hengi við það sem á undan er gengið
til dæmis með því að hafa ljósmynda-
möppu á staðnum. Það myndi líka
hjálpa áhorfendum að átta sig ef
verkin á sýningunni væru á einhvern
hátt auðkennd. Ég get skilið að Guð-
rúnu finnist að þessi verk eigi að tala
sjálf en vildi óska þess að hún hefði
fylgt þeim eftir með einhverjum orð-
um, hvort sem þau orð hefðu fjallað
beinlínis um verkin sjálf eða eitthvað
annað sem gæti óbeint varpað ljósi á
þau. Það eru jú ekki óræðar, orðlaus-
ar tilfinningar sem liggja að baki
þessum verkum heldur ákveðinn hug-
myndaheimur. Hann er áhugaverður
og leitt ef verkin hafa ekki tilætluð
áhrif vegna þess að hann stendur ekki
opinn.
Rabarbari og
hugmyndalist
MYNDLIST
Listasafn ASÍ við Freyjugötu
Til 22. september. Opið þriðjudaga til
sunnudaga frá kl. 14–18.
BLÖNDUÐ TÆKNI, KRISTVEIG HALL-
DÓRSDÓTTIR, GUÐRÚN HRÖNN RAGN-
ARSDÓTTIR
Ragna Sigurðardóttir
Verk eftir Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur í Listasafni ASÍ við Freyjugötu.
TRÍÓ Reykjavíkur hóf vetrar-
áætlun sína við fjölmenni í Hafn-
arborg með fyrstu tónleikum af
fernum áformuðum. Gestaleikari á
þessum tónleikum var Nina Flyer
sem um skeið var fyrsti sellóleikari
í Sinfóníuhljómsveit Íslands á 8.
áratug. Gunnar Kvaran lét því
nægja að þessu sinni að kynna
nánar verk og höfunda, sem vel
tókst að vanda, enda hafa stutt
óformleg spjöll hans jafnan sett
notalegan aukasvip á tónleika
tríósins.
Verkin á dagskrá spönnuðu um
70 ár frá síðrómantík fram til loka
nýklassíkur. Þau voru fjölbreytt og
aðgengileg með enn greinanlegar
rætur í „heimilismúsík“ 19. aldar.
Það mátti m.a.s. heyra á yngsta
verkinu sem leikið var í upphafi,
Tríói í d-moll, sem tékkneska tón-
skáldið Bohuslav Martinu (1890-
1959) samdi í Bandaríkjunum 1950.
Þríþætt verkið var músíkantískt
skrifað eins og Martinu átti vanda
til, gætt lifandi rytmískum tilþrif-
um í útþáttum og nærri epískri
angurværð í miðju. Flutningur var
hress og í ágætu jafnvægi.
Dmitri Sjostakovitsj var ekki
nema 16 ára er hann samdi ein-
þætt tríó sitt Op. 8 nr.1 í Péturs-
borg. Samt má þá og þegar finna
mörg síðari persónueinkenni hans í
þessu furðu þroskaða kortérslanga
verki, bæði „róbótalegt“ scherzó-
háðið, kyrrlátu ógnina og næmið
fyrir hvössum kontröstum. Líkt og
Sallinen í Finnlandi (nema hafi
verið Kokkonen) vann hann fyrir
salti í grautinn við að leika undir
með þöglum kvikmyndum á píanó
– reyndi skv. Gunnari m.a.s. þetta
„fjöl-epísódíska“ verk á þeim vett-
vangi – og hefur reynslan í flökt-
andi ljósi bíótjaldsins án efa lagt
til margt sviðsrænt svipbrigðið í
seinni verkum. Einnig vottaði fyrir
ballett-danskenndu efni og mátu-
legum prufuskammti af Rakhman-
inoff í fínlega spilaðri túlkun tríós-
ins.
Hin frekar stutta en ofurla-
græna Elegía Josefs Suk Op. 23
var fallega „sungin“ og kom ekki á
óvart að sumt gæti minnt á
tengdapabbann Dvorák (og jafnvel
á einum stað á Rúsölku). Að því
loknu var tekið fyrir síðasta verk
kvöldsins, Píanótríó nr. 1 í g-moll
og fjórum þáttum, samið til dóttur
Nadesjdu von Meck þegar De-
bussy var kornungur heimiliskenn-
ari velgjörðarkonu Tjækovskíjs í
Moskvu sumrin 1879-82. Það er
jafnframt ein fyrsta tónsmíð De-
bussys og í dæmigerðum síðróm-
antískum stíl, lítið gegnfært og
langt í frá sambærilegur fyrirboði
seinni verka eins og hið bráð-
þroska æskuverk Sjostakovitsjar.
Þó gutlaði á skemmtilega „etn-
ískrí“ ferundasamstígni í spræka
Scherzóinu og skáldlegri sólseturs-
stemmningu í III. þætti (Andante
espressivo). En langir útþættirnir
komu helzt til ofhlaðnir og sund-
urlausir fyrir, og urðu fyrir vikið
heldur langdregnir.
Tríó Reykjavíkur mátti samt
hafa þökk fyrir að grafa þetta
sjaldheyrða verk upp, þótt hæpið
sé að auki miklu við orðstír tón-
skáldsins. Innlifuð spilamennskan
var trú ólgandi unglingsþrá höf-
undar og Peter Máté gætti jafn-
vægis í styrk af ýtrustu kostgæfni.
Enda veitti ekki af, fyrir fullopnu
flygilloki í glymhættum sal Hafn-
arborgar.
Æskuverk meistaranna
TÓNLIST
Hafnarborg
Verk eftir Martinu, Sjostakovitsj, Suk og
Debussy. Tríó Reykjavíkur (Guðný Guð-
mundsdóttir fiðla, Nina Flyer selló, Peter
Máté píanó). Kynnir: Gunnar Kvaran.
Sunnudaginn 8. september kl. 20.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Stefáni
Sturlu Sigurjónssyni, leikara, leik-
stjóra og gagnrýn-
anda Rásar 2:
„Kæru Íslendingar,
þið fenguð yfirlýsingu
frá stjórn Leikskálda-
félags Íslands á síðum
þessa blaðs um
helgina. Að vísu er
þess ekki getið að
stjórnin sendi þessa
yfirlýsingu frá sér, en
það sá ég á heimasíðu
félagsins frá stjórnar-
fundi 6. september
2002. „Stjórnarmenn
voru sammála um að
ástæða væri til að
fagna auknum hlut ís-
lenskra verka og
auknu áræði leikhús-
stjóra við að ráða höfunda til starfa
og kaupa verk á vinnslustigi. Hins
vegar þóttu neikvæð viðbrögð nafn-
kunnra gagnrýnenda við þessu bera
vott um óþolandi fordóma. Töldu
stjórnarmenn ljóst að með yfirlýs-
ingum sínum hefðu téðir gagnrýn-
endur þegar gert sig vanhæfa til að
fjalla um viðkomandi verk á trúverð-
ugan hátt. Félagið mun senda frá sér
fagnaðarerindi til leikhúsanna, en
senda athugasemd til fjölmiðla
vegna viðbragða gagnrýnendanna
sem um ræðir.“ Og sú varð raunin.
Bent er á að undirritaður og Jón Við-
ar Jónsson hefðu myndað sér fyrir-
fram skoðanir á verkum sem sýnd
verða á fjölum leikhúsanna á kom-
andi vetri, einnig á mannaráðningum
leikhússins. Skömm ef satt er, að
gagnrýnendur séu nú farnir að
mynda sér skoðanir.
Kæru Íslendingar, ég vil aðeins
minna á það sem ég fjallaði um í
pistli mínum á Rás 2 hinn 2. sept-
ember s.l. Ég var og er óhress með
uppstillingu þjóðleikhússtjóra á
verkum vetrarins. Ég fagna hins
vegar fimm nýjum leikverkum og
var ekki að fella dóm um þau að svo
komnu máli, heldur hitt sem ekki er
gert. Nú vil ég benda á að engin kona
er í hópi þessara fimm kynntu leik-
skálda. Ekkert ungskáld er í þessum
fimm leikskálda hópi. Hvaða leikhús
ef ekki Þjóðleikhúsið á að taka að sér
konur og ungskáld að minnsta kosti
til jafns við eldri karla. Og hvaða
leikhús ef ekki Þjóðleikhúsið á að
hafa þor til að nota eitt leiksvið þar
sem eingöngu væru sýnd íslensk
leikverk, leiklesin, leikin og unnin
með höfundum. Ég vil benda á það
að Þjóðleikhúsið hefur meira en tvö-
falt hærra fjárframlag á ári en Leik-
félag Reykjavíkur í
Borgarleihúsinu. Við
getum því gert kröfur til
þjóðleikhússtjóra að
hann taki eitt litlu leik-
sviðanna undir tilrauna-
hóp.
Hissa var ég á því að
Íslendingar skyldu fá yf-
irlýsingu frá Leik-
skáldafélagi Íslands
þess efnis að menn
skyldu vera vanhæfir
vegna skoðana sinna á
verkefnavali Þjóðleik-
hússins, musteri ís-
lenskrar menningar og
stærsta vinnuveitanda
leikskálda. Oft er það
svo að gagnrýnandi hef-
ur lesið þau leikverk sem sýnd eru á
fjölum leikhúsanna og gjarnan
myndað sér skoðun á þeim verkum.
Það er einn hluti gagnrýninnar, það
sem eftir stendur er leiksýningin
sjálf, frammistaða leikhúslistamann-
anna. Ef best væri að gagnrýni
nýrra leikverka staðið þá sendu
Leikskáldafélag Íslands, leikhúsin
eða leikskáldin gagnrýnendum
handrit nýrra leikverka fyrir frum-
sýningu svo þeir mættu skoða vinnu
leikskáldsins, rétt eins og gagnrýn-
endur gera með eldri verk. Ekki
hvarflaði að mér að Leikskáldafélag
Íslands ryki upp „með því tilfinn-
ingalega uppnámi sem einkenndi“
yfirlýsingu þess. Heldur hélt ég að
það gleddi íslensk leikskáld að Þjóð-
leikhúsið væri gagnrýnt fyrir að
gera ekki nóg og nógu vel við íslensk
leikskáld. Gott er að vita til þess að
leikskáld eru södd með þá mögru
sneið sem þeim er rétt, sérstaklega
konum og ungum skáldum.
Íslendingar, til ykkar var orðun-
um væntanlega beint þegar Leik-
skáldafélag Íslands segir í yfirlýs-
ingu sinni „...að þeir hafi gert sig
vanhæfa til að fjalla opinberlega um
nýja, innlenda leikritun á komandi
vetri“. Ég hef myndað mér skoðanir
á eldri innlendum og erlendum leik-
verkum, samkvæmt yfirlýsingu frá
stjórn Leikskáldafélags Íslands er
ég því algerlega vanhæfur að sinna
því starfi sem ég hef tekið að mér á
sunnudögum á Rás 2. Er ég hæfur ef
ég mynda mér ekki skoðanir á nýjum
verkum höfunda í Leikskáldafélagi
Íslands og gagnrýni ekki verkefna-
val Þjóðleikhússins?
Er ég hæfur?
Stefán Sturla
Sigurjónsson
Goethe-Zentrum, Laugavegi 18
Þýski spennutryllirinn „Der amerik-
anische Freund“ (The American
Friend) verður sýnd kl. 20.30.
Myndin er frá 1976 í leikstjórn Wim
Wenders en hann gerði myndina eft-
ir sakamálasögunni „Ripley’s Game“
eftir Patriciu Highsmith. Hún hlaut
verðlaun þýskra kvikmynda-
gagnrýnenda 1977. Hinum slóttuga
kaupsýslumanni Tom Ripley (Denn-
is Hopper) tekst að telja hinn
krabbameinssjúka myndaramma-
smið Jonathan (Bruno Ganz) á að
myrða fyrir sig hættulegan glæpa-
mann úr röðum mafíunnar – fyrir
250 þúsund mörk.
Jonathan fer til Parísar og lýkur
verkefninu – og lendir í óheillavæn-
legum flækjum þegar honum er ætl-
að að fremja annað morð til viðbótar.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is