Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 23
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 23
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Haustið í
Budapest
frá kr. 28.450
með Heimsferðum
Búdapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evrópu og það undrar
engan sem hefur kynnst þessari heillandi borg. Drottning Dónar,
hjarta Evrópu eru nöfn við hæfi. Ungverjar eru orðlagðir fyrir
gestrisni og hér er auðvelta að lifa í veislu í mat og drykk, á milli
þess sem maður kynnist ólíkum andlitum borgarinnar, en
Ungverjaland var í þjóðbraut milli austur og vestur Evrópu og
menningararfurinn ber því vitni. Heimsferðir bjóða nú einstakt
tækifæri til að kynnast þessari heillandi borg. Í boði eru mjög góð
3, 4 og 5 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um borgina með
íslenskum fararstjórum Heimsferða.
Beint flug fimmtudaga og mánudaga í október
8.000 kr. afsláttur
Ef þú bókar í ferð frá mánudegi til
fimmtudags fyrir 23. sept, getur þú
tryggt þér 8.000 kr. afslátt.
Verð kr. 28.450
Flugsæti til Budapest, 14. okt. með
8.000 kr. afslætti ef bókað fyrir 23.
sept. Gildir frá mánudegi til
fimmtudags. Fyrstu 300 sætin.
Verð kr. 37.750
Flug og hótel í 3 nætur.
M.v. 2 í herbergi á Tulip Hotel,
14. október, með 8.000 kr. afslætti.
Á FUNDI borgar-
stjórnar Reykjavíkur
21. september árið
2000 flutti undirritaður
svohljóðandi tillögu:
„Borgarstjórn
Reykjavíkur leggur
áherslu á að við skipu-
lag byggðar við Elliða-
vatn sé tekið tillit til
útivistarsvæðisins þar
og lífríkis Elliðavatns
og Elliðaánna sem
einnar heildar. Borgar-
stjórn telur að rann-
saka þurfi til hlítar or-
sakir mengunar í
Elliðavatni og áhrif
aukinnar byggðar á
hana áður en byggð á svæðinu er
aukin. Jafnframt er minnt á að fyr-
irhuguð byggð í Vatnsendalandi er
innan vatnsverndarsvæðis höfuð-
borgarsvæðisins. Borgarstjórn telur
að þörf sé á nánu samstarfi Reykja-
víkur og Kópavogs um skipulag þess
svæðis sem liggur að Elliðavatni og
varðar sameiginlega hagsmuni
beggja sveitarfélaganna sem og ann-
arra sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu. Borgarstjórn Reykjavíkur
skorar því á bæjaryfirvöld í Kópa-
vogi að hefja nú þegar viðræður við
Reykjavíkurborg um þessi atriði.“
Tillagan var samþykkt með 15
samhljóða atkvæðum með örlítilli
orðalagsbreytingu. Í kjölfar þessar-
ar samþykktar var komið á sam-
starfsnefnd Reykjavíkurborgar og
Kópavogsbæjar um skipulag Vatns-
endasvæðisins og lífríki Elliðavatns,
sem skilaði takmörkuðum árangri.
Bæjaryfirvöld í Kópavogi fóru sínu
fram að mestu leyti en þó hefur
náðst fram grisjun og lækkun fyr-
irhugaðrar byggðar á svæðinu milli
Vatnsendavegar og Elliðavatns.
Rétt og skylt er að taka það fram
að á þessum tíma var ég borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og innan
borgarstjórnarflokksins fékk mál-
flutningur minn og skelegg afstaða
gagnvart áformum Kópavogsbæjar
við Elliðavatn lítinn sem engan
hljómgrunn, vegna hagsmuna
flokksins í Kópavogi.
Í grein í Morgunblaðinu laugar-
daginn 14. september sl. spyr Gunn-
ar Birgisson um afstöðu mína til
þeirra skipulagshugmynda, sem
meirihluti R-listans í Reykjavík hef-
ur lagt fram varðandi byggð í Norð-
lingaholti. Grein Gunnars ber þess
glöggt merki að hann hefur ekki
heyrt mig greina frá skoðun minni á
þessu skipulagi í þætti
Ríkisútvarpsins „Í
vikulokin“ 17. ágúst sl.
en þar sagði ég orðrétt:
„Mér finnst að fram
hafi komið rök þarna,
sem við verðum að
beygja okkur fyrir,
bæði frá nágrönnunum
og ekki síður frá Kópa-
vogsbæ. Á sama hátt
og ég barðist einarð-
lega fyrir því, að Kópa-
vogsbær tæki tillit til
athugasemda Reykvík-
inga í Vatnsendamál-
inu þá hlusta ég á rétt-
mætar athugasemdir
Kópavogsbúa og minni
á að við eigum að standa mjög sam-
eiginlega að skipulagsmálum við
„græna trefilinn“ og útivistarsvæðin
sérstaklega í grennd við Elliðavatn
og lífríki þess.“
Síðar í sama þætti sagði ég orð-
rétt:
„Ég vil hlusta á þessa gagnrýni og
meta hana og ég tel að það þurfi að
skera þetta skipulag upp að verulegu
leyti.“
Í bréfi Kópavogsbæjar frá 8. ágúst
sl.til skipulags- og byggingarsviðs
Reykjavíkurborgar eru gerðar at-
hugasemdir við deiliskipulag í Norð-
lingaholti í sjö liðum.
Kópavogsbær bendir borgaryfir-
völdum á „að fyrirhuguð 3.000-3.300
manna byggð með 6 hæða blokkum
ásamt atvinnusvæðum og tveimur
bensínstöðvum í Norðlingaholti slíti í
sundur „Græna trefilinn“ og um leið
tengslin milli útivistarsvæðisins um-
hverfis Rauðavatn annars vegar og
útivistarsvæða við Rauðhóla og Ell-
iðavatn hins vegar.“ Þetta sé ekki í
anda svæðisskipulags höfuðborgar-
svæðisins. Kópavogsbær gagnrýnir
jafnframt að hafa ekki fengið kynn-
ingu á tillögunni áður en hún var
auglýst til athugasemda, þar sem
starfandi sé vinnuhópur með fulltrú-
um beggja sveitarfélaganna vegna
skipulags við Elliðavatn og lífríkis
þess. Þá varar Kópavogsbær við
staðsetningu bensínstöðvar á
sprungusvæði á mörkum vatns-
verndarsvæðis. Staðsetning set-
tjarnar við Breiðholtsbraut og ná-
lægð fjögurra til sex hæða
fjölbýlishúsa við ána Bugðu er gagn-
rýnd, sem og allt of mikill þéttleiki
byggðarinnar. Einnig er bent á að
gegnumakstur er mögulegur um fyr-
irhugaðar bensínstöðvar á svæðinu,
en það er ekki leyfilegt skv. grein-
argerð sem fylgir skipulaginu.
Eins og áður segir vil ég taka tillit
til flestra þessara athugasemda og
breytir engu þó að samstarf Reykja-
víkur og Kópavogsbæjar hafi ekki
orðið sem skyldi í samstarfsnefnd
þeirri sem komið var á fót í kjölfar
tillögu minnar í borgarstjórn haustið
2000.
Um þessar mundir er verið að
kynna alls 34 athugasemdir sem
borgaryfirvöldum hafa borist vegna
deiliskipulags Norðlingaholts. Auk
þess sem þegar hefur komið fram er
ljóst að ekki hefur verið tekið nægi-
legt tillit til votlendissvæðis og flæði-
engja við Bugðu, sem hefur mikið
náttúruverndargildi. Mörg rök
hníga að því að fyrirhuguð 1.100
íbúða byggð með stórum fjölbýlis-
húsum ásamt atvinnustarfsemi og
bensínstöðvum feli í sér ógn við líf-
ríki Elliðaðaánna og vatnasvið
þeirra, auk sjónmengunar og hættu
fyrir nálæg vatnsverndarsvæði.
Uppskurður á fyrirliggjandi deili-
skipulagi Norðlingaholts er af þess-
um ástæðum óhjákvæmilegur.
Um Vatnsenda og
Norðlingaholt
Ólafur F.
Magnússon
Skipulag
Uppskurður á fyrir-
liggjandi deiliskipulagi
Norðlingaholts, segir
Ólafur F. Magnússon,
er óhjákvæmilegur.
Höfundur er læknir og
borgarfulltrúi.
TRAUST sam-
göngunet er forsenda
þess að þjóðir blómg-
ist og dafni.
Ný tækni í fjar-
skiptum bætir nýjum
streng í þetta hljóð-
færi en saman eru
góðar samgöngur og
traust boðskipti for-
sendur framfara.
Austfirðingar hafa
þurft að búa við lakari
samgöngur en aðrir
landsmenn. Afleiðing-
arnar hafa ekki látið
standa á sér; þrátt
fyrir að öll skilyrði
séu fyrir hendi til að á
Austurlandi fjölgi fólki þá er því
öfugt farið.
Mér þykir líklegt að eftir
nokkra áratugi verði það ráðgáta í
huga þess fólks sem þá býr á
Austurlandi og getur ekið greiðar
leiðir af Héraði um jarðgöng til
Vopnafjarðar eða til Seyðisfjarðar
og síðan hina fögru fjarðaleið um
Mjóafjörð, Eskifjörð, Reyðarfjörð
til Fáskrúðsfjarðar,
hvers vegna lagt var í
allan þennan kostnað
við að leggja vegi upp
á fjöll þegar önnur og
miklu skynsamlegri
úrræði voru til.
Þegar íbúar Parísar
báðu konung sinn um
brauð spurði drottn-
ingin franska undr-
andi: Hvers vegna
borðar fólkið ekki
kökur? Á sama máta
gerist það á Íslandi
árið 2002, þegar aust-
firskt fólk spyr:
Hvers vegna er okkur
ekki skapað öruggara
og betra samfélag með því að
leggja vegina í gegnum fjöllin? Þá
svara hinar íslensku drottningar
steinhissa: Hvers vegna farið þið
ekki yfir fjöllin? Þar eru svaka
flottir vegir.
Því miður virðast sumir íslensk-
ir stjórnmálamenn vera jafn veru-
leikafirrtir og franska drottningin.
Þeir skilja ekki ákall almennings
um öryggi, um réttlæti, um virð-
ingu.
Þetta er svo dýrt, þetta kostar
marga miljarða segja menn og
dæsa. Það er gert sömu dagana og
menn sem framleiddu rússneskt
ropvatn bjóðast til að að kaupa
þjóðbankana, annan eða báða eftir
atvikum fyrir vasapeningana sína,
og strákurinn hans Jóhannesar í
Bónus selur nokkrar tuskubúðir í
Bretlandi og fær fyrir þær í hagn-
að sem svarar verði jarðganga
milli Vopnafjarðar og Héraðs og
Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
Því verður ekki á móti mælt að
óöryggi í samgöngum er ein megin
orsök byggðaröskunar. Þegar arð-
semi samgöngubóta er metin
gleymist oftast að leggja mat á
óbeinan kostnað sem verður vegna
byggðaröskunar.
Þegar metinn er kostnaður við
gerð jarðganga til austfirsku
byggðanna verður að reikna á móti
hvað gerist ef fólki verður áfram
vísað til Heiðar.
Hvað kostar að leggja af byggð í
einu plássi?
Hvað kostar að leggja af mann-
virki eins og skóla, sjúkrahús,
gatna-og veitukerfi og hafnar-
mannvirki, svo nokkuð sé nefnt af
opinberum eignum. Hvað kostar
það samfélagið að afskrifa íbúðar-
hús, atvinnuhúsnæði og aðrar
eignir sem falla úr notkun við eyð-
ingu byggðar?
En vegurinn er góður segja
menn. Vissulega hafa verið byggð-
ir góðir vegir yfir fjallvegi á Aust-
urlandi en þeir eru á nokkrum
stöðum í yfir 500 metra hæð yfir
sjávarmáli.
Meinið er að fólkið sem býr við
samgöngur sem þessar finnur sig
ekki öruggt þar sem þessar að-
stæður hefta þá þrá sem Austfirð-
ingar, rétt eins og annað fólk, hafa
til að bera sig um, eftir því sem
hugur stendur til og þegar hentar.
Fólk vill sækja menningarviðburði
og vera þátttakendur í leik og
starfi í því samfélagi sem það kýs
að búa í án þess að þurfa hálft árið
að vera að stilla þá löngun eftir
veðurlagi í 500 metra hæð yfir
sjávarmáli.
Það vill svo vel til að hægt er að
benda á dæmi þess hvað velheppn-
að samgöngumannvirki getur gert
til að brjóta niður þröskulda oft
ósýnilega og huglæga.
Fyrir nokkrum árum vöktu
nokkrir framsýnir Vestlendingar
máls á því að gera mætti göng
undir Hvalfjörð, öllum landsmönn-
um til hagsbóta en ekki síst
byggðum vestan Hvalfjarðar.
Segja má að hugmyndin hafi feng-
ið misgóðar undirtektir og margir
sögðu „undrandi“: Hvað meina
þessir menn, það er fínn vegur
fyrir Hvalfjörð, hvað vilja menn
hafa það betra?
Hvað sem leið úrtöluröddum
voru gerð göng undir Hvalfjörð
með þeim afleiðingum að byggðir
vestanlands hafa fengið nýjan
kraft. Eru til þeir menn í dag sem
telja að Hvalfjarðargöngin hafi
verið óraunhæf? Ég trúi því varla.
Hugmyndir þær sem Austfirð-
ingar hafa á nýjan leik ýtt á flot
um tengingu byggða á Austurlandi
með jarðgöngum eru af sama toga
og Hvalfjarðargöngin voru fyrir
svo sem áratug.
Þetta er draumsýn, sem byggist
á því að við viljum efla byggð á
Austurlandi, við erum sannfærð
um að þetta er leiðin, að tengja
byggðirnar með samgönguneti
sem skapar samhent samfélag þar
sem verður enn betra og eftirsókn-
arverðara að búa í heldur en er í
dag.
Við stefnum okkar hugmyndum
ekki gegn neinum þeim jarðganga-
áætlunum sem uppi eru í dag. Við
styðjum af alefli þær ákvarðanir
sem þegar hafa verið teknar. En
við erum framsýn og viljum taka
þátt í að móta okkar nánasta sam-
félag til lengri framtíðar.
Ég heiti á Austfirðinga að fylkja
sér á bak við þessa hugmynd og ég
trúi því og treysti að allir fram-
farasinnaðir stjórnmálamenn komi
til liðs við okkur og sýni með því
framsýni og djörfung og skrifi með
því kafla í söguna sem verður þeim
til vegsauka.
Hvers vegna borðar
fólkið ekki kökur?
Hrafnkell A.
Jónsson
Samgöngur
Við erum framsýn, segir
Hrafnkell A. Jónsson,
og viljum taka þátt
í að móta okkar
nánasta samfélag til
lengri framtíðar.
Höfundur er héraðsskjalavörður,
Fellabæ, og áhugamaður um velferð
Austurlands.
FUGLAHÚS
Garðprýði fyrir garða og sumarhús.
10 mismundandi gerðir.
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
PIPAR OG SALT
Frá kr. 3.995
8