Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 25 örbylgjuofnar Margar gerðir, fást í stáli eða hvítu. Verð frá kr. Borgartúni 28, s. 562 2901 og 562 2900 12.160 stgr. ÉG FÓR að velta því fyrir mér nú í upphafi skólagöngu sonar míns hvernig það yrði fyrir mig sem kennara að vera nú allt í einu hin- um megin við borðið. Þegar ég hélt áfram að velta þessu fyrir mér áttaði ég mig á því hvað þetta væri furðulegur hugsanaháttur hjá sjálfum kennaranum. Maður er auðvitað ekk- ert hinum megin við borðið heldur sitjum við öll sömum megin við sama borð og vinnum sameiginlega að því að barninu líði vel í skólanum. Börn skynja tilveruna oft betur en þeir fullorðnu og ef þau komast að því að fólk sitji ekki við sama borðið, að það sé einhver hinum megin við það, þá fara þau að ókyrrast í sætum sínum. Ég hef oft sagt í góðra vina hópi að í flestum tilfellum sé minnsta málið að eignast blessuð börnin en það sé ansi krefjandi og oft erfitt að eiga þau. Ef ég reyni að vera aðeins já- kvæðari þá þarf það aldrei að vera of erfitt. Þegar börnin okkar byrja í skóla er ekki sjálfgefið að það gangi áfallalaust fyrir sig, þau hafa mis- munandi bakgrunn og reynslu til að byggja á og það er ekkert víst að skólaumhverfið henti þeim í fyrstu. Það sem er hins vegar mjög mikil- vægt að hafa í huga er að í þessu um- hverfi verður starfsaðstaða barnanna næstu árin. Við sem berum ábyrgðina verðum að vera vakandi og sýna samkennd við það að skapa traustan grundvöll til samvinnu. Það að sitja við sama borð þýðir að það vinna allir saman eins og þeir eru megnugir til. Það hlusta allir á rök hinna, vega og meta færar leiðir, enginn einn tekur endanlega ákvörðun varðandi úr- ræði og framvindu mála. Foreldrar og nem- endur hafa mismunandi bakgrunn sem hefur áhrif á gildi og lífsýn þeirra almennt, okkur í skólunum ber að virða ólík viðhorf og hug- myndir fólks. Okkur foreldrum ber einnig að virða leiðir skólans. En það skiptir miklu máli þegar ná á góðu og farsælu samstarfi milli heim- ila og skóla að allir hlutaðeigandi finni að þeir hafi ákveðnu hlutverki að gegna, foreldrar hafa allir hæfi- leika sem nýtast vel í samstarfi við skólana og til þess að öllum líði vel er mikilvægt að virkja þá krafta sem til staðar eru. Ef heimilin og skólarnir sýna samstöðu í verki finna börnin okkar að þar á milli ríkir gagnkæmt traust og virðing og við uppskerum öll metnaðarfullt og gleðilegt skóla- starf fyrir alla sem að því koma. Hinum megin við borðið Hanna Guðbjörg Birgisdóttir Skólaganga Það skiptir miklu máli þegar ná á góðu og far- sælu samstarfi milli heimila og skóla, segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, að allir hlutaðeigandi finni að þeir hafi ákveðnu hlutverki að gegna. Höfundur er foreldri og kennari. FÁTT virðist geta komið í veg fyrir stór- styrjöld í Miðaustur- löndum. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefur sett ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir að koma sér saman um ályktun þar sem Saddam Huss- ein, forseta Íraks, verður gefinn loka- frestur til þess að hleypa vopnaeftirlits- mönnum inn í landið, ella leggi öryggisráðið blessun sína yfir stríð við Írak. Í ræðu sinni á allsherjarþingi SÞ í sl. viku var Bush efins um Írakar færu að skilyrðum Bandaríkjastjórnar og nokkuð ljóst að í Hvíta húsinu stefna menn hraðbyri að stórátökum við Írak. Innrásin í Kúveit Saddam Hussein komst til valda í Írak árið 1979 og naut allan níunda áratug síðustu aldar velþóknunar Bandaríkjastjórnar, ekki síst sem mótvægi við klerkastjórnina í ná- grannaríkinu Íran. En það breyttist á svipstundu sumarið 1990 þegar Írakar réð- ust inn í Kúveit. Í Persaflóastríðinu 1991 voru hersveitir Íraka hraktar frá Kúveit en Bush eldri heyktist á því að fara alla leið til Bagdad og steypa Saddam og valdaklíku hans af stóli. Hvort það hefði tekist veit enginn en möguleikinn var svo sannarlega fyrir hendi. Ellefu árum síðar situr Saddam Hussein sem fastast við völd í Írak í krafti ógnarstjórnar sinnar, og er sem lík- þorn á pólitískum líkama Bush-fjöl- skyldunnar. Viðskiptaþvinganir og vopnaeftirlit SÞ Viðskiptaþvinganir SÞ gegn Írak á umliðnum áratug hafa leitt miklar hörmungar yfir hinn almenna borg- ara. Talið er að 1–1,5 milljónir íraskra barna hafi látist vegna skorts á mat og lyfjum. Þorri Íraka býr við mikla fátækt en svo virðist sem viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna hafi gert lítið annað en að herða kverkatak Saddams á írösku samfélagi. Óneitanlega kaldranaleg staðreynd í ljósi hinna gífurlegu fórna sem Írakar hafa þurft að færa. Íraski herinn á efna- og sýklavopn og hefur notað þau gegn eigin þegn- um í Kúrdistan. Um það er ekki deilt. Eldflaugar sem draga 150–900 km leið eru einnig í vopnabúri Sadd- ams. Það hefur vopnaeftirlit SÞ á ár- unum 1991–1998 staðfest. Engar sannanir liggja hins vegar fyrir um kjarnorkuvopnaeign Íraka. Flestir sérfræðingar eru á einu máli um að Írakar stefni að því að eignast kjarn- orkuvopn en ekkert er hægt að full- yrða um hvenær það gæti orðið. Hingað til hefur meint vopnaeign þjóða ekki talist fullgild ástæða fyrir árásarstríði til þess, að því er virðist, að koma í veg fyrir notkun vopn- anna. Verða vopnin ekki fyrst notuð ef og þegar ráðist verður á Írak? Bush, Blair og olían Áform Bandaríkjastjórnar virðast hafa eitt, og aðeins eitt, skýrt mark- mið: Að steypa Saddam Hussein af stóli hvað sem það kostar. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um hversu mörg mannslíf eru í húfi, eða um eyðilegginguna og kostnaðinn sem er óhjákvæmilegur í slíkum hildarleik. Því síður hafa félagarnir George Bush og Tony Blair kveðið upp úr um það hvernig eigi að standa að uppbyggingu lýðræðis og mannréttinda í Írak, ef svo færi að herförin bæri tilætlaðan árangur. Í því sambandi er hollt að hafa í huga að nú þegar er farið að bera á því að ríki standi ekki við gefin fyrirheit um fjárframlög til uppbyggingarinn- ar í Afganistan. Olíulindirnar fyrir botni Persaflóa eru lykilstærð í stríðsdæmi Banda- ríkjastjórnar. Aðeins Sádí-Arabar eiga meiri olíuforða en Írakar. Gíf- urlegir hagsmunir í orku- og olíu- iðnaðinum eru því í húfi og ljóst að olíurisarnir í Bandaríkjunum, Bret- landi og víðar eru þess albúnir að nýta olíulindir Íraks um leið og færi gefst. Náin tengsl Bush-fjölskyld- unnar og Dick Cheney, varaforseta, við olíuiðnaðinn eru öllum kunn. Það skyldi þó ekki vera að gróðavon bandarískra olíurisa ráði ferð í heil- ögu stríði George Bush gegn Sadd- am Hussein? Írak og feigðarflan Bandaríkjastjórnar Þórunn Sveinbjarnardóttir Mið-Austurlönd Olíulindirnar í Írak, segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, eru lyk- ilstærð í stríðsdæmi Bandaríkjastjórnar. Höfundur situr í utanríkismálanefnd Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.