Morgunblaðið - 18.09.2002, Page 30

Morgunblaðið - 18.09.2002, Page 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ É g yrði seint talin mik- il áhugamanneskja um fótbolta. Af þeim sökum hef ég ekkert vit á enska boltanum, ítalska boltanum eða hvað þeir nú heita allir þessir bolt- ar. Og keppnin um íslenska bolt- ann fer yfirleitt fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Nema í und- antekningartilvikum; þegar KR- ingar hafa möguleika á því að vinna stóra sigra. Ég er nefnilega alin upp í Vesturbæ Reykjavíkur, vígi KR-inga, og í minni nánustu fjölskyldu eru ekkert nema harðir stuðningsmenn Vesturbæjarliðs- ins, (nema ein ung frænka sem „sveik lit“ og fór að æfa handbolta með Val). Þeg- ar bikar- eða Íslandsmeist- aratitill er í augsýn, smitast ég af umhverfinu, og fer að gefa þessum slag um boltann meiri gaum en ella. Þannig var það að minnsta kosti um helgina. Í vændum var mik- ilvægur leikur, (að því er mér var tjáð) milli KR-inga og Fylk- ismanna úr Árbænum. Leikurinn var mikilvægur að því leyti að ynnu Fylkismenn væru þeir búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratit- ilinn í ár. Ynnu KR-ingar áttu þeir góðan möguleika á því að verða Ís- landsmeistarar. Hjá KR-ingum snerist leikurinn því fyrst og fremst um það að koma í veg fyrir sigur Fylkis. (Eða þannig skyldi ég alltjent baráttuna sem fór í hönd.) Andrúmsloftið var af þess- um ástæðum lævi blandið í Vest- urbænum morguninn fyrir leik- inn. Sérstök KR-messa var haldin í Neskirkjunni árla dags, þar sem framámenn í KR mættu von- glaðir, sem og aðrir stuðnings- menn liðsins. Einhver sagði að Guð myndi örugglega halda með KR hefði hann þá á annað borð vit á fótbolta og í lok messunnar var KR-lagið sungið: „Áfram KR...Við vinnum þennan leik!“ Allir tóku undir; ungir sem gamlir KR- ingar. KR-ingar, (og kannski Fylkismenn líka) lögðust semsagt á bæn þennan dag; enda mikið í húfi, eins og áður sagði, sjálfur tit- ill Íslandsmeistarans. En þeir KR-ingar, sem ég hitti þennan sunnudagsmorgun, voru ekki bara vongóðir; undir niðri blundaði óvissan og óttinn um hugsanlegan ósigur. Nokkrir KR- ingar sögðust ekki treysta sér á leikinn, sem fram fór á heimavelli Fylkismanna, þeim fannst betra að horfa á leikinn í beinni útsend- ingu heima í stofu. Einn sagði við mig að hann væri að íhuga að kíkja í Árbæinn í hálfleik; þ.e. ef líkur væru á því að KR-ingar bæru sigur úr býtum. Annar kvaðst þó alls ekki treysta sér til að fylgjast með leiknum; hvorki í Árbænum né heima í stofu. Hann ætlaði bara í langan göngutúr og taka leikinn upp á myndband á meðan. Ynnu KR-ingar myndi hann að sjálfsögðu horfa á mynd- bandið (og væntanlega horfa á KR-mörkin, kæmu þau á annað borð, aftur og aftur, sér til ánægju og yndisauka). En ef ekki, væri bara auðveldast að reyna að gleyma. Það kæmi jú sumar eftir þetta sumar! Sjálf ákvað ég að fylgjast með leiknum heima í stofu, með mínum nánustu. Hin opinbera skýring á því að ég fór ekki á völlinn er sú að KR-ingar hafa alltaf tapað leik þegar ég hef mætt á svæðið. Því fannst mér rétt að prófa að vera heima að þessu sinni! (Sem minnir mig á KR-inginn sem fór ásamt eiginkonu sinni á KR-leik. Rétt áður en annars dauflegum leik lauk, ákvað konan að bíða úti í bíl. Ekki leið á löngu þar til KR-ingar skoruðu sitt fyrsta mark. Eftir það varð það að samkomulagi milli þeirra hjóna að eiginkonan færi alltaf út í bíl rétt fyrir leikslok, svo KR-ingar myndu skora! Ekki fylgir hins vegar sögunni hvort það hafi alltaf gengið eftir.) Hjátrú Íslendinga kemur þannig vel í ljós í kringum fótboltaleiki. Til dæmis veit ég um menn sem ganga alltaf nákvæmlega sömu leiðina á KR-völlinn fyrir KR- leiki, þótt mér skiljist að hægt sé að fara mun styttri leið. Einnig veit ég um mann sem situr alltaf í sama stólnum þegar hann horfir á KR-leikina heima! Hvort allt þetta hefur áhrif er hins vegar annað mál. En ég segi bara eins og hver annar hjátrúarfullur Ís- lendingar: það sakar varla að reyna! En aftur að KR-leiknum um helgina. Ég var komin í mikið keppnisskap og fylgdist með framvindu leiksins af áhuga. En þrátt fyrir að hafa lagt á mig að sitja heima yfir leiknum komu engin mörk, hvorki frá KR né Fylki. Í byrjun síðari hálfleiks kom síðan áfallið: Fylkismenn skoruðu. Mínir nánustu urðu brúnaþyngri, en minntu þó á að ekki væri öll nótt úti enn. Þegar líða tók að leikslokum fór vonin hins vegar að dvína og staðan í meistaradeildinni frá því í fyrra var rifjuð upp. Þá börðust KR- ingar fyrir veru sinni í deildinni. „Þetta er nú ekki eins slæmt og í fyrra,“ sagði einn og aðrir tóku undir. Alltaf má semsagt finna ljósu punktana! Sjálf var ég búin að gefa upp alla von, (farin að dunda mér við það í huganum að velja út myndarlegustu leikmenn- ina) þegar markið kom. KR-ingar skoruðu á síðustu mínútum og jafntefli var í höfn; það næstbesta í stöðunni, úr því sem komið var. „Ég smellti boltanum bara í sam- marann,“ sagði síðan markaskor- ari KR-inga í viðtali við sjónvarps- menn. (Mér skilst að sammari þýði samskeyti.) Vesturbærinn getur semsé and- að léttar, hvort sem það er því að þakka að ég sat heima, eiginkonan fór út í bíl eða einhverju öðru. Við eigum víst enn þá von. Við getum enn orðið Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu! Já vel að merkja; Ís- landsmeistarar karla, því KR- konur eru löngu búnar að tryggja sína titla; eru bæði Íslandsmeist- arar og bikarmeistarar. Þær þurfa varla á hjátrú eða KR- messum að halda til að skora mörkin!! Fótbolti og hjátrú „Hjátrú Íslendinga kemur þannig vel í ljós í kringum fótboltaleiki. Til dæmis veit ég um menn sem ganga alltaf ná- kvæmlega sömu leiðina á KR-völlinn fyrir mikilvæga leiki…“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ✝ Gunnar Rósin-krans Bjarnason leikmyndateiknari fæddist í Álfadal í Mýrarhreppi í V-Ísa- fjarðarsýslu 15. nóv- ember 1932. Hann lést á heimili sínu hinn 7. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jóna Guðmundsdótt- ir húsmóðir, f. í Tungu í Valþjófsdal í V-Ísafjarðarsýslu 15.10. 1889, d. 10.5. 1979, og Bjarni Ív- arsson bóndi, f. á Kotnúpi í Mýr- arhreppi í V-Ísafjarðarsýslu 5.4. 1888, d. 5.9. 1970. Systkini Gunn- ars eru Jón Ingiberg ritstjóri, f. 8.6. 1921, d. 10.2. 1983, Guð- mundur skógræktarmaður, f. 16.8. 1922, d. 26.4. 1983, Elísabet starfsstúlka, f. 28.12. 1923, Ívar kennari, f. 8.12. 1925, og uppeld- issystir Hulda Guðmundsdóttir félagsráðgjafi, f. 24.2. 1939. Gunnar kvæntist árið 1959 Hrönn Aðalsteinsdóttur banka- ritara, f. 26.3. 1929, d. 31.10. 2000. Foreldrar hennar voru Jórunn Stefánsdóttir, f. 1.7. 1899, d. 21.11. 1989, og Jón Að- alsteinn Sveinsson vélstjóri, f. 22.12. 1894, d. 30.12. 1958. Börn þeirra eru 1) Jórunn tækniteikn- ari, f. 21.12. 1959, maki Skapti Valsson rafmagnstæknifræðing- ur, f. 4.7. 1958, og þeirra börn eru Hrönn, f. 12.5. 1985, Þórdís, f. 8.4. 1988, og Gunnar, f. 27.3. 1990. 2) Gunnar Snorri vélvirki, f. 28.5. 1964, maki Nanna Herdís Eiríksdóttir bankaritari, f. 23.10. 1964, og þeirra börn eru Snorri, f. 11.1. 1995, og Irma, f. 4.2. 1998. Sonur Hrannar og stjúp- sonur Gunnars er Sigurjón Páll Högnason lögfræð- ingur, f. 2.3. 1954, maki Halla Sólveig Halldórsdóttir, f. 15.6. 1953, og þeirra börn eru Karl, f. 20.12. 1980, og Freyja, f. 21.10. 1988. Eftir gagnfræða- próf 1951 stundaði Gunnar nám í leikmyndateiknun við Þjóðleik- húsið 1953–1956 ásamt nám- skeiðum við Handíða- og mynd- listarskólann. Hann nam við Konstfackskolan í Stokkhólmi 1957–1958. Á árunum 1964–1973 fór hann í námsferðir til Eng- lands, Tékkóslóvakíu, Póllands, Danmerkur og Svíþjóðar. Gunnar starfaði sem leik- myndateiknari við Þjóðleikhúsið 1958–1974, hönnuður á Auglýs- ingastofu Gísla B. Björnssonar 1974–1975, stofnaði sitt eigið fyrirtæki 1975, ART-auglýsinga- stofu, og rak það til ársins 1988 er hann réðst til Þjóðleikhússins sem yfirleikmyndateiknari og starfaði þar til dauðadags. Gunn- ar hefur haldið fimm einkasýn- ingar á myndverkum og tekið þátt í samsýningum myndlistar- manna og leikmyndateiknara innanlands og utan. Útför Gunnars verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Afi okkar Gunnar er farinn frá okkur og er núna hjá ömmu Hrönn. Afi Gunnar vann í Þjóðleikhúsinu, og var hann alltaf að bjóða okkur á leikrit og að skoða leikhúsið, það fannst okkur ótrúlega gaman og merkilegt því að ekki fengu allir vinir okkar að fara undir stóra svið- ið og upp í matsal þegar það voru hlé á leikritum. Svo málaði afi mikið af fallegum myndum, þá fórum við auðvitað á myndlistasýningar þegar hann hélt þær. Afi var alltaf tilbú- inn að passa okkur og leyfa okkur að gista hjá sér. Alltaf þegar við komum í heimsókn var til nóg af ís og við máttum fá eins mikið af ís og við gátum í okkur látið. En núna þurfum við að kveðja hann afa okk- ar, og honum gleymum við aldrei. Hrönn, Þórdís, Gunnar, Snorri og Irma. Kveðja frá Þjóðleikhúsinu Einn elsti og dyggasti starfsmað- ur Þjóðleikhússins, Gunnar Bjarna- son leikmyndateiknari, er látinn. Glaður og reifur vann hann störf sín í leikhúsinu til hinstu stundar. Hann kom til starfa að nýju eftir sumarleyfi nýbúinn að ná sér eftir skurðaðgerð og sýndi okkur stoltur hversu fær hann væri orðinn að hreyfa sig á ný. Hann hafði líka fest kaup á nýrri íbúð. Það geislaði af honum lífsgleðin og bjartsýnin. Og hann sagðist fullur af starfsþreki, þótt hann nágaðist sjötugsaldurinn. En svo kom kallið – sorglega fljótt og öllum á óvart. Gunnar Bjarnason var einstak- lega viðkunnanlegur og ljúfur starfsfélagi. Hann hafði starfað við Þjóðleikhúsið svo til alla sína starfsævi, fyrst sem nemandi í leik- myndagerð hjá Lárusi Ingólfssyni frá árinu 1953, jafnframt starfaði hann á leiksviðinu sem sviðsmaður og ljósamaður og kynnti sér þannig lögmál leikhússins innan frá. Fór svo til Stokkhólms til að læra meira í myndlist og leikmyndagerð og stundaði nám við Konstfackskólann í Stokkhólmi árunum 1957 og 58. Eftir heimkomuna var hann fast- ráðinn leikmyndateiknari við Þjóð- leikhúsið í tvo áratugi og gerði hér leikmyndir við hartnær fimmtíu leikverk. Einnig búningateikningar við fjöldann allan af verkum. Meðal þeirra fjölmörgu leiksýninga sem Gunnar gerði leikmyndir við í Þjóð- leikhúsinu má nefna íslensku verk- in Pilt og stúlku, Mann og konu, Skugga-Svein, Galdra-Loft og Ný- ársnóttina svo örfá séu nefnd en í öllum þessum sýningum leitaðist hann við að sameina eldri hefð og nútímalegri útfærslu; sömuleiðis Strompleikinn og Prjónastofuna Sólina og í frumuppfærslum margra íslenskra verka leyfði hann sér meira frelsi, ákveðna stílfærslu og einfaldleika eins og í Gesta- gangi, Dimmuborgum, Forsetaefn- inu, Hornakóralnum og Lausnar- gjaldinu. Meðal annarra verka sem Gunnar gerði eftirminnilegar leik- myndir við má nefna Fiðlarann á þakinu, Gjaldið, Kraftaverkið, Mar- íu Stúart, Ödipus konung, Gísl og óperuna Tosca. Gunnar heimsótti síðar ýmis leik- hús á meginlandinu til þess að kynna sér nýja strauma og stefnur í leiklistinni. Hann flutti með sér áhrif utan úr Evrópu inn í íslenskt leikhús á sjötta og sjöunda áratugn- um. Leikmyndir hans voru fjöl- breytilegar og báru mikilli hug- kvæmni vott. Hann fór frá Þjóðleikhúsinu um hríð og starfaði sjálfstætt, við aug- lýsingagerð og uppsetningu og hönnun sýninga af ýmsu tagi: vöru- sýninga, iðnsýninga og heimilissýn- inga og fékk verðlaun og viður- kenningar fyrir nokkrar þeirra. Hann sneri aftur til Þjóðleikhúss- in 1989 og gerðist yfirleikmynda- teiknari hússins og gegndi því starfi til dauðadags. Síðasta áratug- inn starfaði hann einkum sem list- rænn og sérfræðilegur ráðgjafi annarra leikmyndahöfunda sem að leikhúsinu komu, gerði kostnaðar- og verkáætlanir og var einnig list- rænn ráðgjafi og tengiliður við þá aðila sem smíða leikmyndir leik- hússins. Gunnar var einstaklega ljúfur og ósérhlífinn þegar leikhúsið var ann- ars vegar. Það stafaði frá honum hlýju og jákvæðni; eiginleikar, sem eru ómetanlegir á vinnustað eins og leikhúsi þar sem samstarfslipurð, mannþekking og heildarhugsun geta skipt sköpum. Gunnar var góð- ur listamaður, sumar leikmynda hans mörkuðu tímamót í íslensku leikhúsi. Hann var fjölhæfur og inn- leiddi stefnu einfaldleika og vissrar abstraksjónar í leikmyndagerð okk- ar. Hann var útsjónarsamur og leysti margvíslegustu verkefni sem snertu sjónræna útfærslu fyrir leik- húsið – bæði á leiksviðinu og utan þess. Hann var líka listagóður teiknari og málari og hélt margar sjálfstæðar málverkasýningar auk samsýninga með öðrum. Gunnar var góður félagi, sem gott var að eiga að og ræða við um hinar ýmsu hliðar leikhúsrekstrar- ins. Það var ómetanlegt að geta sótt í þann þekkingarbrunn sem hann var varðandi ýmis tækniatriði og úrlausnir á leiksviði. Reynsla hans var mikil og víð- tæk. Hann var hávaxinn og mynd- arlegur, hafði lagt stund á íþróttir á yngri árum – einkum körfubolta og handbolta – með afbragðsgóðum árangri og nokkrum meistaratitl- um. Og hann var stór í fleiri en ein- um skilningi. Hann var hvers manns hugljúfi, var gæddur ríkulegu skopskyni og kunni margar skemmtilegar sögur af löngum leikhúsferli. Þjóðleikhús- ið er mun fátækara án hans og hans er ákaft saknað af samstarfsfólki. Fyrir hönd okkar allra sem nú störfum í Þjóðleikhúsinu sendi ég börnum hans, tengdabörnum og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Skarð hans er vandfyllt en minningin um mikinn sómamann lifir. Blessuð sé minning hans. Stefán Baldursson. Með Gunnari R. Bjarnasyni er horfinn á braut mikill öðlingur og merkur listamaður sem fór ekki alltaf troðnar slóðir, þó hljótt hafi verið um það hin síðari ár. Gunnar var að meira eða minna leyti starf- andi við Þjóðleikhúsið frá og með stofnun þess árið 1950. Auk þess var hann fjölhæfur myndlistarmað- ur og hönnuður, afskaplega hagur líkanasmiður og frumkvöðull í fé- lagsmálum leikmyndahöfunda. Hann var einn af stofnendum Fé- lags leikmyndateiknara árið 1965 og mun hafa verið valinn í ráð- herraskipaða nefnd um að koma upp leikminjasafni árið 1970. Því miður gerðist ekkert í þeim mál- efnum fyrr en á síðasta ári er Gunnar lagði sitt lóð á vogarskál- arnar við stofnun Samtaka um leik- minjasafn. Gunnar kynntist merkum lista- mönnum í árdaga atvinnuleiklistar hér á landi og með honum er horf- inn á braut góður sagnamaður og þekkingarbrunnur í leiklistar- og myndlistarlífi landsins allan seinni hluta 20. aldar. Ég átti þess kost að fræðast ögn um þá hlið Gunnars er ég átti við hann viðtal á síðasta ári vegna BA-ritgerðar minnar um leikmyndlist á Íslandi, en Gunnar notaði hugtakið leikmyndlist ein- mitt fyrstur manna í viðtali árið 1979. Gunnar R. Bjarnason nam mynd- list á kvöldnámskeiðum í Handíða- og myndlistaskólanum við Grund- arstíg 1951-’53. Eftir það lærði hann leiktjaldamálun í Þjóðleikhús- inu frá hausti 1953 til vors 1956. Hann hélt svo utan og varð fyrir áhrifum frá ýmsu þekktu leikhúss- fólki. Fór m.a. til Svíþjóðar og var veturinn 1956-7 í Konstfackskólan- um í Stokkhólmi og var viðloðandi Óperuna og Dramaten í Stokkhólmi fram til 1958. Gunnar fór svo í námsferð til Sví- þjóðar árið 1964, dvaldi um hríð við Dramatiska Institútið og hélt síðan í ferð um Tékkóslóvakíu og Pólland. Oldrich Simácek bauð Gunnari til Prag, en Simácek var annar teikn- ari tékkneska þjóðleikhússins á eft- ir Josef Svoboda. Hann hafði komið hingað 1960 og gert leikmynd við óperu eftir Smetana í Þjóðleikhús- inu. Gunnar hafði um tíma náið sam- starf við Magnús Pálsson og Dieter Roth. Þeir Gunnar, Magnús og Dieter störfuðu saman að líkanagerð í upp- hafi sjöunda áratugarins og sendu þeir Gunnar og Magnús m.a. sviðslíkön á alþjóðlega sýningu leik- GUNNAR R. BJARNASON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.