Morgunblaðið - 18.09.2002, Qupperneq 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 31
myndahöfunda í Suður-Ameríku.
Það mun hafa verið í fyrsta sinn
sem Íslendingar áttu verk á slíkri
sýningu. Gunnar hannaði einnig
innréttingar eins og t.d. í veitinga-
staðinn Glaumbæ á sínum tíma.
Gunnar gerði leikmyndir við
frumuppfærslur margra íslenskra
leikverka á sjötta og sjöunda ára-
tugnum þegar atvinnuleiklistin var
að stíga sín fyrstu skref hér á landi,
m.a. við verk Halldórs Laxness,
Strompleik (1962) og Prjónastofuna
Sólina (1966).
Mikil uppstokkun varð á útfærslu
leikverka á þessum árum og m.a.
voru leikmyndir eftir Gunnar um-
deildar, þó hann byggði verk sín
jafnan á traustum grunni. Leik-
mynd hans við Mörð Valgarðsson
eftir Jóhann Sigurjónsson í Þjóð-
leikhúsinu árið 1970 vakti sterk við-
brögð vegna þess að þar kvað við
nýjan tón í uppsetningu þjóðlegra
verka. Þannig átti Gunnar sinn þátt
í formbreytingu leikhússins hér á
landi og hann ruddi um margt
brautina í þeim efnum.
Mig langar að þakka Gunnari R.
Bjarnasyni fyrir ógleymanleg
kynni, sem því miður urðu alltof
stutt. Fyrir hönd Félags leik-
mynda- og búningahöfunda þakka
ég liðveislu hans við sýningar Sam-
taka um leikminjasafn og frum-
kvöðulsstarf að félagsmálum leik-
myndahöfunda. Megi minning
Gunnars R. Bjarnasonar verða
þeim sem starfa að leikmyndagerð
og varðveislu leikminja ævarandi
hvatning. Aðstandendum votta ég
dýpstu samúð.
Fyrir hönd Félags leikmynda- og
búningahöfunda
Ólafur J. Engilbertsson.
Kveðja frá stjórn Samtaka
um leikminjasafn
Á síðustu áratugum hefur oft
verið rætt um það í hópi leikhús-
fólks að mikið liggi nú við að koma
safnamálum leiklistarinnar í viðun-
andi horf. Þó að leiklist hafi verið
stunduð hér í atvinnumennsku í
rúma hálfa öld viðurkenna flestir að
alltof lítið sé gert til að halda sögu-
legum heimildum um hana kerfis-
bundið saman, gera þær aðgengi-
legar fræðimönnum og sýna
jafnframt almenningi á lifandi hátt.
Þetta ástand hlýtur að renna öllu
hugsandi leikhúsfólki til rifja, enda
augljóslega til þess fallið að veikja
stöðu leiklistarinnar í íslensku sam-
félagi þegar fram í sækir. Fáir
finna þó eins mikið til þess og þeir
sem gera leikmyndir og búninga
þar sem verk þeirra og heimildir
um þau eru meðal þess brotgjarn-
asta í leikhúsinu. Var því síst að
undra þó að frumkvæðið að stofnun
samtaka um leikminjasafn, sem
loks var ráðist í á síðasta ári, kæmi
frá þeim.
Gunnar R. Bjarnason, sem nú er
kvaddur, var einn hinna fremstu í
þessum hópi. Hann hafði lengi verið
mikill og einlægur talsmaður þess
að leikminjasafn yrði stofnað og
auðfundið að hann gladdist mjög
þegar fyrrnefnt skref var stigið.
Var ekki langt um liðið frá því að
samtökin höfðu komið sér upp
skrifstofu í húsnæði Reykjavík-
urakademíunnar er hann birtist
færandi hendi með gullfallegar
sviðsteikningar eftir hinn merka
þýska leiktjaldamálara Lothar
Grund sem starfaði hér á sjötta
áratugnum og vakti mikla athygli á
sínum tíma þó að hljótt hafi verið
um framlag hans síðan. Einnig
gekk Gunnar frá líkani af rómaðri
leikmynd sinni í uppfærslu Þjóð-
leikhússins á Prjónastofunni Sól-
inni eftir Halldór Laxness fyrir
sýningu þá sem samtökin stóðu að í
Iðnó sl. vor í tilefni af aldarafmæli
skáldsins. Þá má nefna að í að-
fangabók samtakanna er nýjasta
færslan gjöf frá honum, vatnslita-
mynd eftir Lárus Ingólfsson af bak-
tjaldi hans úr Eldi í Kaupinhafn í
sýningu Þjóðleikhússins á Íslands-
klukkunni árið 1950, en hún prýddi
einnig umrædda sýningu.
Gunnar hafði einstakt minni, var
sjófróður um sögu leikhússins þá
hálfu öld sem hann hafði starfað við
það, þó ekki í samfellu, og hafði
mikla unun af að miðla þeirri þekk-
ingu. Duldist ekki að hann hugðist
nota tímann nú þegar um hægðist
og annasamur starfsdagur í Þjóð-
leikhúsinu væri á enda, bæði til að
ganga frá eigin verkum og vera
mönnum innan handar um könnun
á efni leikhússins sem hann þekkti
betur en nokkur annar. Svo verður
ekki. Snöggt og óvænt fráfall hans
er verulegur missir fyrir samtökin
og það starf sem Leikminjasafn Ís-
lands á fyrir höndum þegar það
verður stofnað. En lát Gunnars er á
sinn hátt líka áminning og brýning
til dáða, því að hann hélt, þrátt fyr-
ir þröngbýli mestan hluta ævinnar,
margvíslegum gögnum til haga um
ævistarfið. Þau er okkur skylt að
búa vel um og halda á lofti. Sjálfir
geymum við með okkur minningu
um skemmtilegan félaga, hjarta-
hlýjan og góðan dreng, sem hvatti
okkur til dáða í orði og verki þá
skömmu stund sem okkur var gefin
saman.
Það gefur lífinu gildi að til eru
menn eins og Gunnar Bjarnason.
Gunnar varð bráðkvaddur hinn 7.
september, langt um aldur fram.
Starfsvettvangur hans var lengst af
Þjóðleikhúsið og ég efast um að á
nokkurn sé hallað ef sagt er að
hann hafi verið með skemmtileg-
ustu mönnum í þeirri stofnun fyrr
og síðar. Gunnar var þó ekki leikari
að atvinnu heldur leikmyndamálari
og -smiður, en hann var leikari af
guðs náð. Hann átti sér fáa sína líka
í frásagnarlist og eftirhermum.
Með næmu auga fyrir því spaugi-
lega í orðum og fasi samferða-
manna sinna gat hann sagt þannig
frá að þeir sem á hlýddu gátu ekki
ímyndað sér annað en líf hans væri
samfelld gleðisaga.
Hann er fæddur á Álfadal á Ingj-
aldssandi haustið 1932, fimmta
barn þeirra Bjarna Ívarssonar og
Jónu Guðmundsdóttur. Gunnar
hefði því orðið sjötíu ára í nóvem-
ber ef honum hefði enst aldur. Öll
fengu börnin mikla hæfileika sem
þau unnu vel úr. Listrænir hæfi-
leikar komu fram hjá þeim öllum;
ljóðlist, frásagnarsnilld, fagur söng-
ur og myndlistargáfa prýddu systk-
inin, en auðvitað mismikið. Gunnar
var barnungur þegar fjölskyldan
brá búi og flutti frá Ingjaldssandi
að Elliðakoti sem er skammt frá
Lækjarbotnum. Þar bættist lítil
uppeldissystir í hópinn nokkrum
árum síðar. Eins og nærri má geta
hefur það ekki verið af búsæld sem
fjölskyldan brá búi og ekki var bú-
reksturinn miklu auðveldari þótt
komið væri suður fyrir heiðar. En
stríðið breytti miklu. Eldri bræð-
urnir fengu vinnu hjá hernum og
skömmu eftir stríð byggði fjöl-
skyldan sér hús við Langholtsveg.
Gunnar var þá sextán ára og óx á
þessum árum öðrum fjölskyldu-
meðlimum yfir höfuð, varð tæplega
tveir metrar á hæð. Vakti hann æ
síðan athygli sem stæðilegur maður
hvar sem hann fór. Gunnar var
mikill íþróttamaður og var snjall
handbolta- og körfuknattleiksmað-
ur. Auk þess stundaði hann frjálsar
íþróttir. Enn í dag minnast margir
þessa hávaxna afreksmanns frá
sjötta áratugnum.
Strax á barnsaldri gætti mikillar
listgáfu Gunnars. Hann átti auðvelt
með að herma eftir en ekki var
teiknihæfileikinn síðri. Hann velti
því alvarlega fyrir sé að verða list-
málari að atvinnu, en sá fljótlega að
hér á landi gætu menn varla fram-
fleytt sér og fjölskyldu á myndlist-
inni einni. Hann lagði því stund á
leiktjaldamálun og réðst til Þjóð-
leikhússins að námi loknu. Í leik-
húsinu og síðar við uppsetningu á
stórum sýningum varð hans aðal-
lífsstarf. Engu að síður tel ég að
síðar meir verði hans einkum
minnst sem listmálara. Hann hélt
allmargar sýningar á verkum sín-
um. Hann sagðist oft hafa velt því
fyrir sér hvort það hafi ekki verið
mistök hjá honum að kalla sig ekki
Gunnar Rósinkrans (en hann hét
Rósinkrans að millinafni) fremur en
Gunnar Bjarnason, sem væri allt of
venjulegt nafn á listamanni. Ekki
er gott um það að segja, en vissu-
lega eru umbúðirnar stundum mik-
ilvægar til þess að vekja athygli á
innihaldinu.
Gunnar var gæfumaður í einka-
lífi. Hann kvæntist Hrönn Aðal-
steinsdóttur árið 1959 og gekk Sig-
urjóni syni hennar í föður stað, en
Hrönn var ekkja. Saman eignuðust
Gunnar og Hrönn svo Jórunni og
Gunnar Snorra. Öll bera þau góðu
upplagi fagurt vitni. Hrönn lést
haustið 2000 og varð fráfall hennar
Gunnari erfitt því þau voru mjög
samrýnd. Nú í vor þurfti Gunnar að
fara í hnjáuppskurð og fannst hann
væri mun lengur að jafna sig en
hann hafði vænst. Engu að síður
var því fjarri að hann legði árar í
bát. Hann var búinn að ákveða það
með sjálfum sér að hann myndi enn
breyta um áherslur í myndlistinni
og á síðasta skeiði sínu ætlaði hann
að einbeita sér að olíumálverkum.
Gunnar var vinsæll hjá sam-
starfsmönnum sínum enda afar trúr
sinni stofnun. Og þó að hann segði
frá atvikum með glettni var hann
aldrei illskeyttur í garð samferða-
fólks síns. Þvert á móti var hann
fljótur til varnar þeim ef hann taldi
á þá hallað.
Nú er Gunnar allur. Þó að við
hefðum öll viljað njóta hans miklu
lengur er það þó huggun harmi
gegn að hann var bjartsýnn og
glaður fram á síðasta dag og kallið
kom snöggt og óvænt. Þannig vild-
um við eflaust flest kveðja þennan
heim. Einu sinni var sagt í dómi um
myndlistarsýningu Gunnars að það-
an gengju menn glaðir í bragði. Og
þannig var Gunnar eins og list
hans. Menn gengu frá honum glað-
ari í bragði en þeir komu. Afkom-
endum Gunnars og öðrum ættingj-
um votta ég samúð á þessari stund.
Með þeim og öllum sem kynntust
Gunnari lifir minning um einstakan
mann.
Benedikt Jóhannesson.
!"# #
!
" #$ " %
"& '
$
()* +))*,
%&
'
!(# #
"- "
!" .$ '
)
/* ( 0" 12
*
!+# #
,
- &
.
&
/+# #!"#"0#
1
&
2
'
+333344#
""
3" ! 0
4 #$ " ! .
& 5 $ /6
57
"6 ! . 8
# # " # # # '
.
9( 4
: 8;<!
;:"# =
2$2
52
!6# #
4 ! *' " < .' 4 !
! & 5' " <
< .#
4 " < " > ' : #$
7 " < " > .
/ " < 3" ! 0' " !
5 " " < 7
" > 8 ' "&
" $8 '
)
* /
$2$
*&
!"# #
7
!4# #!8#00#
* 0$ " !
"#$ " ' "< ." <
) ! "< 8
"< ?
5 "< " 3' "<
# # " # # # '
( @*0*
!"#.
&
*
5
/!#
#!"#"0#
.!: 4 !: !
/#$ 4
" 4
" ! ! '
(A 0)
$<
$
&
!6# #
. " B7 " !
* " . "
. < " 5
B7 "
! & " 4 " "
3# " " <
" <
" C 8'