Morgunblaðið - 18.09.2002, Side 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 33
✝ Sveinn Þorsteins-son húsasmíða-
meistari fæddist í
Stykkishólmi 3. mars
1937. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 5. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Veronika Konráðs-
dóttir, húsmóðir í
Stykkishólmi og
Reykjavík, f. 31.
mars 1909, og Þor-
steinn Guðmundur
Þorsteinsson sjómað-
ur, f. 24. júní 1906, d.
26. janúar 1990. Sveinn á þrjú
systkini, Guðmund Pétur, f. 1929,
Maríu Bergþóru, f. 1931, og Jó-
hann f. 1935.
Sveinn kvæntist 9. mars 1961
Önnu Salome Ingólfsdóttur frá
Hnífsdal. Foreldrar hennar voru
hjónin Guðbjörg Torfadóttir hús-
móðir, f. 18. maí 1900, d. 8. febr-
úar 1992, og Ingólfur Jónsson
verkamaður, f. 11. desember
1900, d. 17. janúar 1969. Börn
Sveins og Önnu eru: 1) Guðbjörg
Málfríður grunnskólakennari, f.
16. desember 1960, maki Oddgeir
Erlendur Karlsson ljósmyndari, f.
7. mars 1957, börn
þeirra eru Kári, f.
1988, og Fjóla, f.
1990. 2) Þorsteinn
Bergþór rafeinda-
virki, f. 1. ágúst
1963, maki Kristín
Pétursdóttir garð-
yrkjufræðingur, f.
26. febrúar 1963.
Börn þeirra eru
Berglind, f. 23. júlí
1986, Anna, f. 7. júní
1989, Guðbjörg, f.
25. apríl 1993, og
Sveinn Pétur, f. 3.
febrúar 1995. 3) Ing-
ólfur Freyr tónlistarmaður, f. 17.
apríl 1969.
Sveinn lauk húsasmíðanámi.frá
Iðnskólanum í Reykjavík og fékk
meistararéttindi húsasmiða 13.
mars 1962. Sveinn starfaði við
húsasmíðar hjá ýmsum húsa-
smíðameisturum, bryggjusmíðar
hjá Vita- og hafnamálastofnun og
Reykjavíkurhöfn. Síðustu ár
starfsævinnar starfaði Sveinn sem
húsvörður við Álftamýraskólann í
Reykjavík.
Útför Sveins fer fram frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku pabbi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þessi tími sem við áttum saman
var allt of stuttur en ég á góðar minn-
ingar sem ég geymi í hjarta mínu.
Minningar um góðan föður sem var
alltaf tilbúinn að rétta fram hjálpar-
hönd. Minningar frá æskuárum mín-
um á Grímstaðarholtinu koma fram í
hugann, þar sem við sátum við stofu-
borðið og þú hjálpaðir mér að reikna
heimadæmin. Þú hafðir mikinn
metnað fyrir hönd okkar systkinanna
og vildir að við gengjum menntaveg-
inn. Ég á líka góðar minningar frá því
þú fórst í þína fyrstu utanlandsferð
fyrir rúmum tíu árum síðan. Þér
fannst allt svo stórfenglegt og þú
varst svo tilbúinn til að kynnast nýj-
um siðum og venjum. Þú varst
óþrjótandi viskubrunnur þegar kom
að þínu sérsviði, húsasmíðinni. Þar
var ekki tjaldað til einnar nætur því
allt miðaðist að því að gera hlutina
vel svo þeir entust lengi. Það var
gaman að fylgjast með þér þegar þú
hófst störf sem húsvörður við Álfta-
mýrarskóla. Það opnaðist alveg nýr
heimur fyrir þér og allt í einu vorum
við farin að ræða um skólamál, upp-
eldisaðferðir, samskipti við foreldra
og fleira sem upp kemur í skólastarfi.
Þetta var starf sem þér líkaði vel við,
þú eignaðist yndislegt samstarfsfólk
sem reyndist þér einstaklega vel í
veikindum þínum.
Á okkar tímum berjast íslenskar
hetjur ekki með sverðum og spjótum,
nei þær berjast fyrir lífi sínu með lífs-
viljann að vopni. Elsku pabbi, þú
varst svo sannarlega hetja, hetjan
mín og okkar allra sem auðnaðist sú
gæfa að kynnast þér. Nú er barátt-
unni lokið og þó þú hafir ekki sigrað í
þessu stríði þá veit ég að þín bíða ný
verkefni sem þú tekst á við af sömu
alúð og allt sem þú tókst þér fyrir
hendur í þessu lífi.
Þín dóttir
Guðbjörg Málfríður.
Það voru þung skref sem ég varð
að taka um miðjan dag þann 5. sept-
ember á leið upp á spítala þegar
mamma hringdi og sagði að pabbi
væri að deyja. Þetta var símtalið sem
ég hafði vonað að kæmi aldrei en
samt hafði maður reiknað með því í
nokkra daga. Af hverju pabbi? Mað-
ur sem hafði lifað heilsusamlegu lífi,
hvorki reykt né neytt áfengis. Þetta
er svo ósanngjarnt, pabbi var ekki
tilbúinn til að fara úr þessu jarðlífi.
Hann hefði átt að eiga mörg
skemmtileg ár eftir, kominn í góða
vinnu, var að byrja að hafa tíma til að
smíða það sem hann var búinn að
vera að undirbúa í nokkur ár með
vélakaupum og hlakkaði til að byrja
á.
Þó söknuðurinn sé mikill hefur
maður minningarnar með sér áfram,
minningar um mann sem gaf manni
mikið, var hjálpsamur og ráðagóður
og einlægur í því sem hann gerði.
Sumrin sem við vorum saman í
bryggjuvinnu voru ævintýri út af fyr-
ir sig. Vinna við trébryggjur, grjót-
garða, steypa bryggjuplön og byggja
upp stálþil í Grímsey, Stöðvarfirði,
Breiðdalsvík, Garði og vestur í Djúpi
á Bæjum, Melgraseyri og Arngerð-
areyri svo fátt eitt sé nefnt sem gam-
an hefði verið að upplifa aftur. Gleði
sú sem fylgdi pabba og sá húmor sem
hann hafði er eitt af því skemmtileg-
asta sem maður gat orðið vitni að.
Sumarbústaðurinn sem pabbi smíð-
aði fyrir sig og mömmu var draum-
urinn sem varð að veruleika og færði
bæði honum og mömmu mikla
ánægju og gleði eins og okkur öllum
sem þangað komu.
Elsku pabbi, þín er sárt saknað.
Við biðjum góðan Guð að geyma þig
og styrkja mömmu í hennar miklu
sorg.
Þinn sonur
Þorsteinn, Kristín
og barnabörnin.
Elsku besti afi. Við komum til með
að sakna þín mikið. En við eigum
margar fallegar minningar um þig og
þær ætlum við að geyma. Við vitum
að þú munt vaka yfir okkur.
Þín afabörn
Kári og Fjóla.
Mig langar að skrifa nokkrar línur
til að minnast Sveins frænda míns.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að alast upp hjá Veroniku ömmu
minni og Þorsteini afa mínum, ásamt
eldri systur minni. Heimili ömmu og
afa í Bogahlíðinni var miðstöð fyrir
alla fjölskylduna því margir bjuggu
úti á landi eða erlendis um lengri eða
skemmri tíma. Af þessum sökum
kynntist ég bræðrum mömmu og
fjölskyldum þeirra vel í mínum upp-
vexti.
Ég minnist margra samveru-
stunda með Svenna og fjölskyldu
hans. Ég man vel eftir þeirri stund
þegar Ríkissjónvarpið byrjaði á Ís-
landi. Allir í Bogahlíðinni skunduðu
vestur á Fálkagötu til Önnu og
Svenna til að horfa á fyrstu útsend-
inguna. Allir horfðu hugfangnir á
svart-hvíta sjónvarpið þeirra og
Anna bauð auðvitað upp á veitingar,
en þau hjónin voru alla tíð miklir
höfðingjar heim að sækja. Ég man
líka eftir öllum boðunum á jóladag
heima hjá þeim hjónum. Eftir að
Anna og Svenni fluttu í Vogana þá lét
Svenni sig ekki muna um að ná í okk-
ur alla leið úr Vogunum og keyra
okkur svo aftur til baka þegar jóla-
boðið var búið. Svenni var dagfars-
prúður maður, en þegar maður heim-
sótti hann þá var hann hrókur alls
fagnaðar og sagði ófáa brandarana.
Svenni var smiður að mennt og var
mikill hagleiksmaður, vinnuþjarkur,
heiðarlegur og traustur. Hin síðari ár
vann hann sem húsvörður við Álfta-
mýrarskóla í Reykjavík. Betri mann
var vart hægt að fá sem húsvörð.
Börnum Svenna hef ég tengst nokk-
uð í gegnum árin, sérstaklega tveim-
ur eldri börnunum. Á mínum æsku-
árum lék ég mér oft við Guggu
frænku á meðan fjölskyldan bjó á
Fálkagötunni. Við frænkur sóttum
stíft fundi hjá K.F.U.K. Ég sat alltaf
við hliðina á Guggu frænku og ég
man að ég setti alltaf fingurinn í eyr-
að á mér þegar við sungum, því
Gugga átti það til að fara út af laglín-
unni.
Fyrir 13 árum tengdist ég Steina
syni Svenna góðum böndum, en þá
eignuðumst við dætur með tveggja
vikna millibili, og á svipuðum tíma
fluttum við í sömu götu. Ingólfur
yngsti sonur Önnu og Svenna hefur
undanfarin ár búið í Bandaríkjunum.
Það var ánægjulegt þegar hann kom
heim um síðustu jól og aftur núna í
lok ágúst og átti góðar stundir með
föður sínum.
Það var erfitt að sætta sig við það
þegar Svenni greindist með krabba-
mein fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári.
Hvernig gat það verið, Svenni þessi
bindindismaður sem aldrei reykti né
bragðaði áfengi. Svenni sýndi mikinn
baráttuvilja og þrek í sínum veikind-
um. Maður undraðist hvað hann gat
verið kátur og gert að gamni sínu.
Það var ánægjulegt að sjá hann
hressan um hvítasunnuna þegar
elsta barnabarn hans, Kári, fermdist.
Um mitt sumar hitti ég Svenna í
Bogahlíðinni hjá ömmu, þá var hann
hress og var að búa sig undir það að
fara að vinna aftur hluta úr degi. En
skjótt skipast veður í lofti og um
miðjan ágúst var orðið ljóst að
Svenni frændi hafði því miður tapað
baráttu sinni við þennan illvíga sjúk-
dóm.
Það er erfitt að horfa á eftir góðum
og heiðarlegum dreng fara allt of
fljótt frá fjölskyldu sinni.
Guð blessi minningu Svenna og
styrki fjölskyldu hans í hennar sökn-
uði.
Ingveldur Gyða og fjölskylda.
Þrátt fyrir nokkurn aðdraganda
voru það óvænt tíðindi að Svenni
væri allur. Einhvern veginn er það
nú svo að maður heldur ávallt í von-
ina um að baráttan við meinið geti
unnist. Svenni veiktist óvænt fyrir
um einu og hálfu ári og vissulega von-
uðu allir að hann næði að vinna orr-
ustuna, því um tíma virtist sem hann
næði betri líðan.
Sveinn Þorsteinsson eða Svenni
hennar Önnu eins og hann oftast var
nefndur á mínu heimili fannst hann
eiga ólokið mörgum verkefnum.
„Komið mér á fætur svo ég geti farið
í vinnu og gert eitthvað,“ svaraði
hann læknunum þegar þeir spurðu
hann skömmu áður en hann lést, um
hvað þeir gætu nú gert fyrir hann.
Ég kynntist Svenna í gegnum
heimsóknir hans til okkar sem þá
bjuggum í Holti í Hnífsdal og þegar
hann og Anna föðursystir mín dvöldu
hjá ömmu t.d. við heyskap með
krakkana sína Guðbjörgu, Steina og
Ingólf. Seinna meir kom hann oftar
en ekki í kvöldheimsóknir eða gisti í
Holti ef þannig bar undir, þá vegna
vinnu sinnar hjá Vita- og hafnamála-
stofnun.
Það var mér alla tíð ánægja að
hitta Svenna og umgangast hann,
einfaldlega af því hann var léttur og
skemmtilegur og átti auðvelt með að
gera góðlátlegt grín að sjálfum sér og
öðrum. Ég kynntist Svenna sem
atorkusömum og sérlega samvisku-
sömum manni. Það virtist vera nokk-
uð sama hvað hann tók sér fyrir
hendur í vinnu eða frítíma, hann
gerði það vel og var eins og verk-
kunnáttu hans væru engin takmörk
sett. Þessu dáðist ég að og ég veit að
fleiri gerðu sem kynntust honum.
Þegar pabbi lést í kjölfar veikinda,
fann ég vináttuna og virðinguna sem
ríkti milli þeirra Svenna og pabba.
Ég held ég hafi ekki áttað mig fyrr en
þá, að þrátt fyrir að þeir væru nokk-
uð ólíkir í umgengni og skapferli þá
áttu þeir ansi margt sameiginlegt.
Ég veit að Anna hefur ekki aðeins
misst eiginmann heldur einnig góðan
félaga. Henni og börnunum Guggu,
Steina og Ingólfi, barnabörnum og
tengdabörnum sendi ég innilegustu
samúðarkveðjur. Það er mikilvægt á
þessum tímamótum að minnast og
geyma góðar stundir, minningar sem
ég veit að þið eigið margar, þar sem
Svenni veitti ykkur og öðrum af góð-
mennsku sinni, glettni og umhyggju.
Við skulum minnast hans þannig og
óska þess að nú hitti hann vini og
næg verkefni á nýjum stað.
Halldór Sig. Guðmundsson.
Í dag kveðjum við kæran vin,
Svenna.
Hann var pabbi hennar Guggu vin-
konu, eins og ég sagði ávallt þegar ég
var að segja frá honum. Svenni, eins
og hann var alltaf kallaður, veiktist
fyrir rúmu einu og hálfu ári af þeim
sjúkdómi er dró hann að lokum til
dauða. Hann var aldrei tilbúinn að
gefast upp, en því miður veit maður
ekki sinn næturstað.
Svenni var einn af þessum
skemmtilegu einstaklingum sem
maður hittir á lífsleiðinni sem hafa
skoðanir á flestum hlutum og eru
ófeimnir að ræða þær. Það var nán-
ast alveg sama hvar maður bar niður,
hann vissi svo margt enda maðurinn
vel lesinn. Og rökfastur var hann.
Ef orðið þúsundþjalasmiður er
nefnt dettur mér Svenni alltaf fyrst í
hug. Það var með eindæmum hve
handlaginn hann var og vandvirkur.
En það er ekki hægt að tala um
Svenna öðruvísi en að nefna Önnu
konu hans, því að þau voru svo sam-
hent í lífinu.
Ég vil kveðja Svenna, með þökk
fyrir allt.
Við hjónin vottum Önnu, Guggu og
Oddgeiri, Steina og Kristínu, Ingólfi
og barnabörnunum sex okkar inni-
legustu samúð og biðjum góðan Guð
að styrkja þau í sorginni.
Stella María og Skúli.
Sveinn Þorsteinsson var ráðinn
umsjónarmaður húseigna Álftamýr-
arskóla haustið 1998. Hann kom til
þessara starfa hægur og yfirvegaður
og strax var eins og hann hefði verið
þarna um langan tíma því hann lagði
sig fram um að kynnast hinum innstu
skúmaskotum bygginganna og var
fljótur að tileinka sér hlutina. Hann
vann verk sín af mikilli trúmennsku
og vandvirkni, vildi að vel dygði það
sem hann tók sér fyrir hendur. Það
mátti treysta því að það sem hann
tók að sér að gera var unnið óaðfinn-
anlega. Hann var alltaf mættur fyrst-
ur, upp úr klukkan sjö á morgnana,
og var oft síðasti maður úr húsi, samt
átti hann lengst að fara í og úr vinnu.
Hann var vel kunnugur hinum ýmsu
fyrirtækjum í Reykjavík sem þurfti
að hafa samskipti við varðandi skóla-
byggingarnar og gerði sér far um að
leita bestu leiða við útvegun ýmissa
hluta sem skólinn þurfti á að halda.
Þó að Sveinn hafi verið hægur og
alvörugefinn var stutt í grínið og
spaugið. Henti hann þá gaman að
sjálfum sér og öðrum svo að stundum
vissi fólk ekki hvernig átti að taka því
sem sagt var. Þá gjóaði hann stund-
um augunum út undan sér svo lítið
bar á en stríðnissvipurinn leyndi sér
ekki fyrir þeim sem það sáu. Hann
hafði ákveðnar skoðanir á málefnum
líðandi stundar og lét þær óragur í
ljós en hann hlustaði alltaf á annarra
sjónarmið og virti þau þó þau færu
ekki saman við hans.
Starfsfólk Álftamýrarskóla minn-
ist Sveins með söknuði og eins og svo
oft áður er erfitt að skilja að svona
kraftmikill maður skuli vera farinn.
Hann ætlaði sér að koma aftur til
starfa og kom til okkar í vor fullur
bjartsýni á að nú væri þetta allt að
koma hjá sér, þrekið væri að aukast
eftir öll veikindin. Við biðjum góðan
Guð að geyma hann og vottum fjöl-
skyldu hans okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd starfsmanna Álftamýr-
arskóla.
Skólastjórnendur.
SVEINN
ÞORSTEINSSON
.*00* 5/D /
0"<- =
*8
% $2$
9
!/# #
7 2 9
/0#
#!"#"0#
/ .8
.8 # 6
" ! / /& $ " $
$7 / " > /
# # " # # # '
Einstakir legsteinar
Úrval af útistyttum
á leiði
Englasteinar
Legs
teinar og englastyttur
Helluhrauni 10 - 220 Hf. - Sími 565 2566
&
0*)9* ' 3 " =E
2$2
5$
!+# #
7
%
: &
/0# #!"#"0#
%
2
. /
!# '