Morgunblaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 39
Gott er að hreinsa hófbotninn vel með hófhnífnum, sérstaklega næst
hófvegg en gæta þarf þess þó að fara ekki of djúpt með hnífinn.
ÞÓTT heldur hafi teygst á útreiða-
tímabili hestamanna eru þeir flestir
sem draga undan og koma hrossum
sínum í hausthaga. Fer það að sjálf-
sögðu eftir tíðarfari hvenær menn
hætta og þeim fer stöðugt fjölgandi
sem ríða út fram eftir hausti.
En rétt er að minna á nokkur at-
riði sem gott er að hafa í heiðri þeg-
ar þessi tími er kominn og þar fyrst
að nefna að gleyma ekki gæðing-
unum í nauðbitnum reiðhestahólf-
um. Oft hefur mátt sjá hesta híma í
haustrigningum í gras- og skjóllaus-
um hólfum sem hafa gagnast vel yf-
ir sumarið.
Fóðurgildið fellur ört
Þeir sem hyggja á haustútreiðar
þurfa einnig að huga að beitinni.
Fóðurgildi og efnainnihald grasa
fellur mjög á þessum tíma og þurfa
hrossin því að innbyrða meira magn
en á hágróandanum. Vissulega er
hægt að viðhafa randbeit fyrir reið-
hross í einhverri mynd að hausti þar
sem aðstæður leyfa en gæta verður
þess að skammta nóg í hvert mál.
Góður mælikvarði á það hvort hross
fá nóg má sjá á feldi þeirra, ef fitu-
söfnun í feldi er góð og holdafar
heldur að aukast en hitt eru hlut-
irnir í lagi. Þótt útreiðar séu stund-
aðar þurfa hrossin eftir sem áður að
ná að undirbúa sig fyrir veturinn
með fitusöfnun í feldi og holdum. Þá
er að sjálfsögðu mikilvægt að geta
sett hrossin inn ef illa viðrar eða í
mjög góð skjól. Rétt er að gera sér
grein fyrir því að þegar hross eru
svituð vinnur það gegn fitusöfnun í
feldi.
Haustin geta hentað vel til út-
reiða fyrir þá sem hafa aðstöðu til
þess. Þá þykir mjög gott að frum-
temja trippi á haustdögum. Á þess-
um árstíma hægir á líkamsstarfsemi
hrossa og trippin verða rólegri og
auðveldari í meðförum. Í vöxt hefur
færst að trippi séu tamin að hausti
eða framan af vetri og síðan sleppt
út. Sú skoðun að ekki sé forsvar-
anlegt að sleppa hrossum eftir að
þau hafa verið tekin á hús og þau
svituð hefur verið afsönnuð fyrir
löngu þótt ekki sé alveg sama
hvernig að því er staðið. Gott er í
slíkum tilvikum að gefa þeim frí frá
reið síðustu dagana áður en þeim er
sleppt svo þau nái að safna góðri
fituvörn í feldinn. Eins er gott að
velja góðviðrisdaga ef þess er kost-
ur þegar þeim er sleppt. Í dag er
slíkum hrossum gefið eftir að út er
komið á öllum betri bæjum og að
sjálfsögðu þurfa þau skjól eins og
reglugerð kveður á um.
Hófsnyrting nauðsynleg
En fyrir þá sem hyggjast hætta
útreiðum og sleppa hrossum í haust-
hagann er það fyrsta sem gera þarf
að draga undan og snyrta hófa. Er
þá góður siður að nota hnykking-
arskera sem réttir hnykkingar upp
eða sker þær. Á það sér í lagi við ef
hrossin eru á uppsláttarskeifum.
Það er alltaf hvimleitt að brjóta stór
stykki úr hófvegg þegar rifið er
undan. Þá er næst að snyrta hófinn
til og eru þá notaðar hófklippur eða
hófbítur eins og sumir kalla það og
hófhnífa. Er gott að hreinsa úr hóf-
botnum með hófhnífnum, sér-
staklega næst hófvegg en með því
móti má fá gott plan til að klippa
hófvegginn eftir. Að síðustu er gott
að renna með hófraspi yfir hófvegg-
inn að utanverðu og slétta yfir allar
misfellur og skemmdir og sömuleið-
is að sníða af brúnum hófveggjar.
Mælt er með því ef um lélegt hóf-
efni og flata hófa er að ræða að
klippa þá eins mikið og mögulegt
er. Í slíkum tilvikum getur verið
gott að leita til fagmanna því góður
frágangur á lélegum hófum að
hausti getur stuðlað að mun betri
hófum í byrjun vetrar. Einnig er
gott að klippa reglulega mikið hall-
andi hófa sem hafa tilhneigingu til
að lengjast. Er það þá fyrst og
fremst táin sem þarf að stytta.
Fátt er ömurlegra en sjá hesta í
vetrargöngu á skeifum sem hafa
verið negldar undir síðsumars, hóf-
ar orðnir mikið vaxnir fram og til
hliða. Er þá gjarnan komin mikil
spenna í efri hluta hófa. Slík um-
hirða er ávísun á siginn hófbotn,
sprungumyndun og almennt séð
veikir það hófinn. Þurfi af ein-
hverjum ástæðum að hafa hrossin á
skeifum skal járna þá upp á eðlileg-
um tíma þótt ekki séu þeir notaðir
til reiðar.
Ormalyfsgjöf að hausti er sjálf-
sagður hlutur og þá best að gefa
það inn þegar skipt er um beit-
arhólf. Benda má á að gott er að
skipta um tegund ormalyfs öðru
hvoru til að tryggja að ormar sem í
hrossunum lifa nái ekki að mynda
ónæmi fyrir lyfinu sem oftast eða
kannski alltaf er notað. Er þá gott
að leita ráða hjá dýralæknum.
Í haust- eða vetrarbeitarlandi
þurfa að vera góð skjól annaðhvort
frá náttúrunnar hendi eða mann-
gerð skjól og að sjálfsögðu þarf að
vera gott aðgengi að góðu vatni.
Hvað vatnið varðar er að því er
virðist tímabært fyrir hestaeigend-
ur að huga mjög alvarlega að vatns-
málum því ítrekað hafa komið upp
salmonunellusýkingar í högum víða
um land. Rennandi vatn er þar besti
kosturinn. Vatn sem lítil hreyfing er
á getur verið nokkuð varasamt.
Þótt salmonellusýkingar séu ekki
verulega útbreiddar eru tilfellin það
mörg að sjálfsagt þykir að hesta-
menn séu á verði gagnvart slíkri
sýkingu.
Saltsteinar eru að sama skapi
nauðsynlegir. Að síðustu er svo rétt
að benda hestaeigendum á að kynna
sér reglugerð landbúnaðarráðu-
neytisins um aðbúnað og hirðingu
hrossa þar sem meðal annars er
gert ráð fyrir því að reglulega sé
fylgst með hrossum og ef þau eru í
högum fjarri eiganda ber honum að
verða sér úti um tilsjónarmann.
Hugað að
haustbeitinni
Haustið er komið og þá verða kaflaskipti hjá flestum hesta-
mönnum. Samkvæmt gamalli hefð hætta menn þá almennt út-
reiðum og menn og hestar taka sér frí. Valdimar Kristinsson
minnir hér á nokkur atriði sem tilheyra þessum kaflaskiptum.
Góð haustbeit er hrossum mikilvæg þar sem þau hafa nægt gras,
vatn, skjól og rými og ekki spillir að með fylgi náttúrufegurð.
Til að létta undandráttinn og koma í veg fyrir að brjóta að óþörfu úr
hófvegg er gott að rétta hnykkingarnar upp eða skera með áhaldi sem
kalla má hnykkingaskera eða jafnvel hnykkingabana eins og einn ágæt-
ur hestamaður stakk upp á. Slegið er með hamri á tólið.
Morgunblaðið/Vakri
Hestar hafa enn í dag miklu hlutverki að gegna í smalamennsku þar sem þeir gegna lykilhlutverki á haustin. Hér fer
Gústaf Loftsson mikinn á bökkum Tungufljóts þar sem hann rekur fé í Tungnarétt.
Góð undandráttartöng er nauðsynleg ef verkið á að ganga vel og er
skolti hennar beitt undir hæla skeifunnar og henni lyft frá hófnum.
vakri@mbl.is
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 39