Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 41 Þýsk stáláhöld Glæsileg gjöf frá GUÐRÚN Ögmundsdóttir, alþingis- maður Samfylkingarinnar í Reykja- vík, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna kosninganna í vor. „Ég mun gefa kost á mér til áframhaldandi þingsetu fyrir Sam- fylkinguna í Reykjavík en ég hef set- ið á þingi eitt kjörtímabil. Í síðustu þingkosningum skipaði ég 4. sæti á lista Samfylkingarinnar en áður en ég settist á þing var ég sex ár í borg- arstjórn Reykjavíkur. Þar sem Kjördæmisráð Samfylk- ingarinnar í Reykjavík á eftir að taka ákvörðun um hvernig staðið verður að vali á lista fyrir næstu þingkosn- ingar tel ég rétt að kynna framboð mitt nú en taka afstöðu til þess síðar hvort ég gef kost á mér í ákveðið sæti. Niðurstaða kjördæmaráðs mun liggja fyrir í byrjun október og þá mun ég taka ákvörðun um hvort ég gef kost á mér í ákveðið sæti og þá hvaða. Sú ákvörðun verður kynnt sérstaklega.“ Yfirlýsing um framboð JÓNAS Þór sagnfræðingur mun segja frá fararstjórn sinni á slóðir Vestur-Íslendinga í kvöld, 18. sept- ember, kl. 20 í stofu 201 í Lögbergi, Háskóla Íslands. Fundurinn er hald- inn á vegum Vináttufélags Íslands og Kanada og er öllum opinn. Jónas mun segja frá ferðum sínum í máli og myndum og frá bókum sínum um Vestur-Íslendinga. Fyrirlestur um Vestur- Íslendinga FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 19. september 2002 kl. 20 verður haldinn stofnfundur fagfélags fólks sem lok- ið hefur háskólaprófi í mannfræði og þeirra sem stunda framhaldsnám í greininni. Stofnfundurinn verður haldinn í stofu 201 í Odda, húsi Fé- lagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Samþykkt laga félagsins, kosning formanns, kosning stjórnar, ákvörðun árgjalds og önnur mál. Undirbúningsnefnd hvetur alla sem uppfylla ofangreind skilyrði til að mæta, segir í fréttatilkynningu. Stofnfundur mannfræði- félags Í TENGSLUM við alþjóðlegan bar- áttudag heyrnarlausra sem haldinn verður 29. september nk. stendur Félag heyrnarlausra fyrir sölu á ís- skápsseglum sem skreyttir eru með íslenska fingrastafrófinu. Á næstu dögum munu grunnskólabörn á öllu landinu ganga í hús og selja um- rædda segla fyrir félagið. Félag heyrnarlausra rekur starf- semi sína að mestu leyti með eigin fjáröflun. Árangur sem náðst hefur í réttindabaráttu heyrnarlausra má að mestu þakka góðum stuðningi al- mennings í landinu. Félag heyrnar- lausra leitar því eftir stuðningi við landsmenn og vonar að tekið verði vel á móti sölufólki. Fjáröflun hjá Félagi heyrn- arlausra MIÐVIKUDAGINN 18. september stendur Ættingjabandið fyrir bingói fyrir heimilisfólk og ættingja á Hrafnistu í Reykjavík. Það hefst klukkan 19:00 í hátíðarsal Hrafnistu. Góðir vinningar í boði. Ættingja- og vinasamband heimilisfólks á Hrafn- istu í Reykjavík var stofnað á vor- mánuðum 1998. Markmið Ættingja- bandsins, eins og sambandið er daglega kallað, er að stuðla að vellíð- an heimilisfólksins á sem flestan hátt. Bingó til stuðn- ings Hrafnistu FÉLAG stjórnmálafræðinga og sendiráð Þýskalands á Íslandi efna til fundar um þýsku kosningarnar fimmtudaginn 19. september kl. 20. Fundurinn verður haldinn í þýska sendiráðinu á Laufásvegi 31 og mun sendiherrann, dr. Hendrik Bernhard Dane, flytja ávarp. Stjórnmálafræð- ingarnir Auðunn Arnórsson og Rósa Erlingsdóttir flytja stutt erindi í upphafi fundar. Þau hafa bæði lært í Þýskalandi og hafa fylgst náið með kosningabaráttunni. Fundur um kosningar í Þýskalandi UPPLÝSINGAVEFUR um náms- framboð, mennt.is, var formlega opnaður sl. laugardag á fræðsluhá- tíð í Smáralind. Það er Mennt, sam- starfsvettvangur atvinnulífs og skóla, sem lét smíða vefinn. Að- gangur að vefnum er ókeypis. Mennt.is er upplýsingavefur sem hýsir upplýsingar um allt nám sem í boði er á Íslandi eftir að grunn- skólanámi lýkur, bæði nám innan hefðbundna skólakerfisins svo og námskeið utan þess. Í frétt frá Mennt segir að vefurinn nýtist öll- um þeim sem leita eftir upplýs- ingum um nám og námskeið. „Oft hefur reynst erfitt fyrir almenning að fá heildarsýn yfir það framboð á námi eða námskeiðum sem í boði er, enda eru þeir aðilar sem bjóða upp á fræðslu hér á landi vel yfir þriðja hundraðið,“ segir í fréttinni. Geta notendur vefsins leitað eftir ákveðnu námi, t.d. eftir lands- hlutum, geta borið saman verð og gæði því upplýsingarnar eru í stöðluðu formi sem einfaldar allan samanburð fyrir notandann. Á mennt.is geta notendur ennfremur skráð sig í nám og greitt fyrir það. Vefur um nám á Íslandi opnaður Morgunblaðið/Sverrir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, og Finnur Geirsson, for- maður Samtaka atvinnulífsins, opnuðu vefinn mennt.is í Smáralind. ELÍAS Jón Sveinsson heldur fyrir- lestra fyrir félagsmenn í Skeljahelli, Skeljanesi 6, í vetur. Fyrsti fyrirlest- urinn verður fimmtudaginn 19. sept- ember og heitir: Tilfinningagreind og uppbyggjandi samskipti. „Fjallað verður um tilfinninga- greind og uppbyggjandi samskipti, grundvallaratriði tilfinningagreind- ar, s.s sjálfsþekkingu, sjálfsstjórn, innlifunarhæfni og félagslega færni. Lögð er áhersla á að fólk læri leiðir til að þekkja og tjá tilfinningar á uppbyggjandi hátt í félagslegum samskiptum. Einnig eru kenndar leiðir til að hjálpa börnum til að þekkja sínar tilfinningar og tjá á við- eigandi hátt. Sérstaklega er farið í ýmsar birtingarmyndir á reiði, ótta og sektarkennd,“ segir í fréttatil- kynningu. Húsið verður opnað kl. 19. Fyrirlestur hjá einstæðum foreldrum FIMMTUDAGINN 19. september flytur Katherine Nelson, Ph.D., prófessor við New York-háskóla, erindi þar sem meðal annars er fjallað um þróunarfræðilegan og menningarfræðilegan mun á starf- semi minnis. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 16:30 til 17:30 í hátíðarsal Há- skóla Íslands, aðalbyggingu, og er öllum opinn. Katherine Nelson hefur langan feril að baki í rannsóknum í sál- fræði og árið 1999 hlaut hún við- urkenningu fyrir rannsóknarstörf sín frá Society for Research in Child Development. Hún hefur einnig verið ritstjóri og setið í rit- stjórn tímarita á borð við Cogni- tive Development, Child Develop- ment og Developmental Psycho- logy. Fyrirlestur á vegum sál- fræðiskorar Háskóla Íslands FYRSTA rabb haustmisseris fer fram fimmtudaginn 19. september kl. 12–13 í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands, en þá flytur Mar- grét Guðmundsdóttir sagnfræðing- ur erindið „Hjúkrunarnám á Ís- landi 1922–1930“. Margrét Guðmundsdóttir lauk námi frá Háskóla Íslands árið 1983. Hún hefur síðan fengist við rannsóknir og ritstörf. Margrét hefur einkum beint sjónum að sögu íslenskra kvenna og störfum líknar- og mannúðarfélaga. Hún vinnur nú að því að skrá sögu hjúkrunar á Íslandi á árunum 1898 til 2000. Erindi um hjúkrunarnám HINN 19. september 2002 verður haldin ráðstefna á Hótel Loftleiðum um lýðræði í daglegu skólastarfi á Norðurlöndum. Yfirskrift ráðstefn- unnar er „Lýðræði í skólastarfi. Gildismat í málefnum barna og ungmenna á Norðurlöndum“. Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra mun setja ráðstefnuna með ávarpi fyrir hönd menntamálaráð- herra. Aðalfyrirlesarar verða Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Sigrún Aðalbjarnardótt- ir, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Vigdís Finnboga- dóttir er jafnframt aðalfyrirlesari á ráðstefnum allra Norðurlandanna. Auk þess verða styttri erindi og umræðuhópar. Til ráðstefnunnar er formlega boðið kennurum, foreldrum, skóla- stjórnendum og nemendum grunn- skóla og framhaldsskóla, kennurum og skólastjórnendum leikskóla, nemendum og kennurum á háskóla- stigi, fulltrúum ýmissa stofnana, þingmönnum og sveitarstjórnar- mönnum auk norrænna fulltrúa. Gert er ráð fyrir u.þ.b. 120 þátttak- endum. Ráðstefnan er ein af fimm í röð ráðstefna sem Norræna ráðherra- nefndin efnir til á Norðurlöndum í tilefni af 50 ára afmæli Norður- landaráðs. Dagskrá ráðstefnunnar 19. sept- ember er aðgengileg á vef ráðu- neytisins, www.menntamalaradu- neyti.is, og nánari upplýsingar um norrænu ráðstefnurnar er að finna á vef Norðurlandaráðs, www.nord- en.org. Ráðstefna um lýðræði í skólastarfi LÆKNARÁÐ Landspítalans – há- skólahjúkrahúss, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: Samkvæmt lögum um heilbrigð- isþjónustu ber læknaráði að láta sig allt það varða í rekstri viðkomandi stofnunar er snertir læknisfræðileg atriði og læknisþjónustu. Læknaráð LSH hlýtur að harma það að stjórn- endur LSH hafa talið sig þurfa hvað eftir annað að grípa til aðgerða er skerða læknisþjónustu LSH. Læknaráð hefur þó fullan skilning á stöðu stjórnenda LSH. Þeim er gert að reka þekkta og óhjákvæmilega starfsemi LSH, en þó um leið op- inberlega óskilgreinda fyrir árlegt framkvæmdafé sem jafnan er ákveð- ið af fjárveitingavaldinu að vera skuli hundruðum milljóna lægra en stjórnendur LSH telja eftir útreikn- ingum sínum að þörf sé fyrir. Hið opinbera gefur því vitlaust í upphafi hvers árs og festir með fjárlögum. Af þessu leiðir árvissan rekstrar- halla, því frá verkefnunum verður ekki auðveldlega vikist og langvar- andi árviss umræða um rekstrar- halla LSH hefur lamandi áhrif og getur dregið úr gæðum þjónustu og staðið í vegi nauðsynlegrar framþró- unar. Fráleitt er hins vegar að ætla annað en metnaður þjóðarinnar standi til þess að eiga öflugt fram- sækið háskólasjúkrahús í heilbrigð- iskerfi sínu. Læknaráð hefur fulla ástæðu til að ætla að hagrætt hafi verið í starf- semi LSH jafnt og þétt eins og kost- ur hefur verið á og að áfram verði gengið á þeirri braut. Eins og hins vegar fram er komið er LSH rang- lega skammtað framkvæmdafé ár- lega, ekki aðeins til læknisþjónustu og verkefna háskólasjúkrahúss, heldur einnig til viðhalds mann- virkja sem og til viðhalds og end- urnýjunar tækjabúnaðar. Athygli vekur þögnin um frekari framvindu í byggingu hins nýja LSH og skammt er til skrefa aftur á bak ef ekki er hirt um að veita eðlilegt fjármagn til allra þeirra þátta sem fyrr eru nefndir. Læknaráð hvetur stjórn- endur LSH til þess tafarlaust að skilgreina starfsemi LSH. Lækna- ráð lýsir sig reiðubúið sem fyrr að taka þátt í slíkri skilgreiningu. Svo augljós sem hún er verður hún þó að liggja fyrir með framsettum hætti. Hin skilgreinda starfsemi hlýtur að taka mið af þeim þekktu þáttum sem LSH stendur fyrir. Stofnunin er há- skólasjúkrahús og verður að geta rækt og stundað starfsemi í heil- brigðiskerfinu svo hún standi undir því nafni. Þar er að finna alla lækn- isfræðilega sérþekkingu á einum stað eins og hún getur best orðið á hverjum tíma miðað við aðstæður. Stofnunin er endastöð fyrir marg- víslega læknisfræðilega og hátækni- lega þjónustu og á stofnuninni einni verður byggð upp í landinu marg- vísleg sérhæfð þjónusta í læknis- fræði. Það er einnig ljóst að hluti af starfi LSH verður ávallt á sviði hjúkrunar eða m.t.t. félagslegra þátta. Innan þessarar skilgreiningar verður síðan að sækja fjármuni og leita eftir að fyrir liggi skilgreint greiðslukerfi m.t.t. þjónustuþátta. Læknaráð áréttar að LSH er hluti af heilbrigðiskerfi þjóðarinnar og hvað sem líður skilgreindu hlutverki getur LSH ekki vikið frá sér verk- efnum sem ekki verður leitað til með annað m.a. vegna þess að úrræði er ekki annars staðar að hafa í heil- brigðiskerfinu. LSH getur því ekki t.d. vikið frá þjónustu við einstaklinga sem LSH eftir atvikum hefur lokið hlutverki sínu við og því munu hverju sinni vera á LSH fjölmargir einstaklingar sem ættu eða gætu vistast annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Sömu- leiðis mun LSH anna margvíslegum verkefnum innan slysa- og bráða- þjónustu sem eðlilegra væri að leysa í heilsugæslunni utan sjúkrahúsa. Enn er það ljóst að LSH mun sinna verkefnum annarra sjúkrahúsa sem þó hafa fengið fjármuni til þeirrar þjónustu sem á LSH kemur. Lækna- ráð telur að LSH eigi ekki að víkja þessum verkefnum frá sér en gera eðlilegar kröfur um fjárveitingar sem svara til þessara verkefna og sem kæmu þá frá félagsmálaþjón- ustu sveitarfélaga, úr fjárveitingum til heilsugæslunnar utan sjúkrahúsa og frá þeim sjúkrahúsum sem víkja frá sér verkefnum sem þau hafa þó fengið fjárveitingu til. Loks verður LSH að gera kröfur um eðlileg og metin framlög frá menntayfirvöldum landsins í sam- ræmi við háskólahlutverk sitt og þann kostnað sem því er samfara að mennta og þjálfa heilbrigðisstéttir landsins. Læknaráð Landspítalans telur að LSH eigi að taka þátt í umræðu um heildarskipulag heilbrigðisþjónustu í landinu, en þó má aldrei svo ganga á þá heilbrigðisþjónustu sem LSH veitir að stofnunin sé ekki fær um að standa undir hinu mikilvæga hlut- verki sínu m.a. sem háskólasjúkra- hús. Ályktun frá stjórn læknaráðs LSH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.