Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 48

Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12 ára.  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 6. Ísl tal.  SK Radíó X Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. B.i. 12. 1/2 HI.Mbl  HK DV  Kvikmyndir.com SK.RadioX. i Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. -Kvikmynd eftir- Baltasar Kormák Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV  Rás 2 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. B. i. 12.  MBL 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5 og 7. Vit 426 Hetja framtíðarinnar er mætt í frábærri grínmynd! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 432 Sýnd kl. 9. Vit 427 Mathew Perry (Friends) og Elizabeth Hurley fara á kostum í þessari sprenghlægilegu gamanmynd sem kemur verulega á óvart. Það eina sem getur leitt þau saman er HEFND Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429 Líf þitt mun aldrei verða eins!  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 435 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is „Litla bláa geimveran Stitcher skemmtilegasta persónan sem komið hefur úr smiðju Disney.“ „Frábær skemmtun fyrir börn og fullorðna.“ „Stitcher ekkert venjulegt Disneykrútt!“ ÞÞ Fréttablaðið  MBL „ÞEGAR ég fór út í gerð þessarar myndar gerði ég mér ekki grein fyrir hvort þetta efni væri fyrir áhorfendur eða ekki,“ segir Balt- asar Kormákur, leikstjóri og með- höfundur kvikmyndarinnar Hafið, sem frumsýnd var um helgina við betri viðtökur en íslensk mynd hefur áður hlotið. „Það er frábært að horfa upp á mynd með Gunnari Eyjólfssyni og Herdísi Þorvaldsdóttur leggja að velli ameríska hasarmynd á borð við þær sem markaðurinn er fullur af,“ segir Baltasar kíminn og á þar við að Hafið hafi hlotið meiri að- sókn en bandaríska stórmyndin xXx með vöðvabúntinu Vin Diesel í aðalhlutverki. „Það er flott að eiga þátt í að geta séð Gunnar taka Vin Diesel í sjómanni.“ Alls lögðu 8.176 manns leið sína á myndina frá frumsýningardeg- inum á föstudag og fram á sunnu- dag en engin íslensk mynd hefur farið svo vel af stað síðan mæl- ingar á aðsókn hófust á vegum hlutlausra aðila. „Miðað við viðbrögðin sem við fengum við myndinni á frumsýn- ingunum hér heima og á kvik- myndahátíðinni í Toronto koma þessar hlýju móttökur þó kannski ekki á óvart,“ segir Baltasar. Hafið hefur ekki einasta fengið góðar viðtökur meðal almennra bíógesta á landinu því gagnrýn- endur hafa og hlaðið hana svo miklu lofi að annað eins hefur vart tíðkast um íslenska mynd. Hafið segir harmræna sögu af sundraðri útgerðarfjölskyldu í ónefndu sjávarplássi úti á landi. Gunnar Eyjólfsson leikur útgerð- armann á efri árum sem orðið er umhuga um hver örlög ævistarfs- ins verða, enda ekki nema von því uppkomin börn hans hafa lítinn áhuga á að halda áfram rekstri út- gerðarinnar og vilja miklu fremur selja útgerðina og kvótann og græða á öllu saman. En það er ekki eini vandinn sem fjölskyldan stendur frammi fyrir því mörg og miður skemmtileg leyndarmál eiga eftir að koma upp á yfirborðið og vinna henni enn frekari skaða. Gagnrýnendur eru almennt sam- mála um að Baltasar hafi tekist betur en nokkrum öðrum að fanga þennan alíslenska veruleika, þá kreppu sem steðjar að íslenskum sjávarútvegi og lífi þeirra sem alið hafa manninn á útgerðarstöðum landsins. „Mér fannst kominn tími til að segja sögu í íslenskri bíómynd sem skiptir fólk máli,“ segir Baltasar. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að efni myndarinnar kynni að verða umdeilt. „Þegar ég geri bíó- mynd er markmiðið síður en svo að reyna að þóknast öllum. Þetta eru engar rómantískar kómedíur. Það er því þeim mun ánægjulegra að finna fyrir þeim jákvæðu við- brögðum sem myndin hefur hlotið úr öllum áttum.“ Myndin var nær alfarið tekin í Neskaupstað og til þess að heiðra heimamenn, framlag þeirra til myndarinnar og gestrisni var myndin frumsýnd þar í bæ degi fyrr en á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarbúar voru greinilega afar spenntir að sjá afraksturinn því nú þegar hafa 900 manns séð mynd- ina þar, sem verður að teljast til tíðinda á stað sem telur um 1.500 íbúa. Af þessum góðu viðtökum sem myndin fékk að dæma má fastlega búast við því að myndin verði í hópi þeirra mest sóttu á árinu. Christof Wehmeier hjá Sambíóun- um og Háskólabíói telur lítinn vafa leika á því, sérstaklega í ljósi hins góða orðs sem af myndinni fer og að auglýsingaherferð í tengslum við myndina sé ekki komin á fullan skrið. Christof segir og vega þungt hversu mikið af eldra fólki komi og sjái Hafið, en það sé sá markhópur sem erfiðast sé, alla jafnan, að laða í bíó. Góðar viðtökur hér á landi og í Toronto hafa þegar vakið athygli utan landsteinanna og hefur fag- kvikmyndaritið virta Screen Int- ernational t.a.m. í hyggju að gera þeim skil. „Það þykir stórfrétt í kvikmyndabransanum þegar „lo- cal“-mynd, eins og það er kallað, mynd sem hefur menningarlegri Íslenska myndin Hafið slær nýtt frumsýningarmet Yfir 8 þúsund gestir á þremur dögum Miðað við fyrstu viðbrögð má búast við því að Hafið skipi sér í hóp með vinsælustu íslensku kvikmyndunum. Á LAUGARDAGINN var Drag- drottning Íslands kosin í sjötta sinn og fór keppnin fram á Spot- light. Húsið var yfirfullt, að sögn Georgs Erlingssonar, sem var annar tveggja framkvæmdastjóra keppninnar, og komust færri að en vildu. Þetta árið sigraði Skjöldur Ey- fjörð sem hin óviðjafnanlega Mio og var atriði hans rafmagnað, í orðsins fyllstu merkingu. Þema ársins var Evróvisjón og söng hann lagið „Energy“ sem Nusa Derenda söng fyrir Slóveníu í fyrra. Georg segir að úr vöndu hafi verið að ráða hvað sigurvegara varðaði en keppendur voru alls níu í ár. Réðust úrslitin ekki fyrr en í síðustu umferð en að sjálf- sögðu voru stig gefin að hætti Evróvisjónkeppninnar. Áhorfendur gátu greitt at- kvæði, annaðhvort með seðli eða sms, og dómnefndin var skelegg að vanda en hún var þetta árið skipuð þeim Felix Bergssyni, Þór- unni Lárusdóttur, Ragnheiði Ei- ríksdóttur, Margréti Eiri, Hálf- dani Steinþórssyni, Sólveigu Zophoníasdóttur og Þorsteini Vil- hjálmssyni. Mio fór á kostum. Þátttakendur fagna að lokinni vel heppnaðri keppni. Kraftur í Skildi Café Romance Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila fyrir gesti. Félagsheimilið á Kirkjubæjarklaustri Tónleikar með Bubba Morthens og Heru. Regnboginn Spænska kvik- myndahátíðin í fullum gangi. Eftirfarandi myndir eru sýndar: Síð- asta ferð R.R. og Pau & bróðir hans kl. 18, Ræddu málin og Elskhugar kl. 20, Rigning í skónum og Smit- aður/stuttmyndir kl. 22.15. Í DAG Nýjasta mynd Almodóvars, Ræddu mál- in, er sýnd í kvöld í Regnboganum. Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.