Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isSæt hefnd Manchester United í Þýskalandi / B2 Þórsarar ekki með í úrvalsdeild- inni í körfubolta / B1 4 SÍÐUR Morg- unblaðinu í dag fylgir tímaritið Lifun. Tímaritinu verður dreift um allt land. Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands felldi í gær úr gildi úrskurð félags- málaráðuneytisins um að sveitar- stjórnarkosningarnar í Borgar- byggð væru ógildar. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ráðu- neytið hefði farið út fyrir valdsvið sitt með úrskurðinum. Í sveitarstjórnarkosningunum voru þrír listar í framboði, B-listi Framsóknarflokksins, D-listi Sjálf- stæðisflokksins og L-listi Borgar- byggðarlistans. Þegar atkvæði voru talin kom í ljós að jafnmörg atkvæði voru að baki fjórða manni B-lista og öðrum manni L-lista. Varpað var hlutkesti sem féll þannig að annar maður L-lista fékk sæti í bæjar- stjórn. Deilur risu um atkvæði sem höfðu verið úrskurðuð ógild og í framhaldinu kærði Framsóknar- félag Mýrasýslu kosningarnar til sýslumannsins í Borgarnesi. Þriggja manna kjörnefnd sem sýslumaður skipaði hafnaði kröfu framsóknar- manna. Þeir skutu þeim úrskurði til félagsmálaráðuneytisins sem úr- skurðaði kosningarnar ógildar og lagði fyrir sveitarstjórnina að boða til kosninga fyrir 25. nóvember nk. Óðinn Sigþórsson, formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélagsins í Mýra- sýslu, sætti sig ekki við þessa nið- urstöðu ráðuneytisins og kærði úrskurðinn til héraðsdóms. Borgar- byggð og félagsmálaráðherra var stefnt til réttargæslu. Þýðir ekki að setja kröfu fram á óbeinan hátt Í niðurstöðu dómsins segir að Framsóknarfélagið hafi einungis krafist þess að kosningarnar yrðu „ógiltar og þeim breytt þannig að fjórði maður á B-lista næði kjöri í stað annars manns á L-lista, en til vara að úrslitum kosninganna yrði breytt í samræmi við endurtalningu og endurmat á þeim atkvæðum sem voru úrskurðuð ógild af yfirkjör- stjórn“. Félagið hafi aldrei krafist þess að kosningarnar í heild yrðu ógiltar, eins og félagsmálaráðu- neytið gerði, og lítið stoði að halda því fram að sú krafa hafi verið sett fram á óbeinan hátt. Ráðuneytið hefði á hinn bóginn ógilt kosningarn- ar í heild sinni, án þess að sú krafa hefði verið sett fram og með því farið út fyrir valdmörk sín skv. lögum um sveitarstjórnarkosningar. Af þeirri ástæðu yrði að fella úrskurð ráðu- neytisins úr gildi. Ráðherra ósammála því að ekki hafi verið krafist ógildingar Niðurstaða héraðsdóms er nú til skoðunar í félagsmálaráðuneytinu að sögn Páls Péturssonar félagsmála- ráðherra. Aðspurður hvort dóminum verði áfrýjað sagði Páll að ráðuneyt- ið væri ekki í aðstöðu til að gera það þar sem ráðuneytinu var ekki stefnt í málinu. ,,Ég er ekki sammála því að ekki hafi verið sett fram krafa um ógild- ingu. Lögmaður telur í þrautavara- kröfu Framsóknarfélagsins að það hefði átt að ógilda kosninguna,“ sagði Páll og bætti við að sú skoðun sín hefði ekkert breyst að óhjá- kvæmilegt væri að reyna að vanda framkvæmd kosninga. Benedikt Bogason héraðsdómari kvað upp dóminn. Sigurbjörn Magn- ússon hrl. flutti málið f.h. Óðins Sig- þórssonar. Jón Sveinsson hrl. var til varnar fyrir Framsóknarfélag Mýrasýslu, Ingi Tryggvason hdl. var lögmaður Borgarbyggðar og Óskar Thorarensen hdl. var lögmaður fé- lagsmálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið fór út fyrir valdsvið sitt með ógildingu kosninga Aldrei krafist að kosningarn- ar yrðu ógiltar í heild sinni ÞRÍR menn um tvítugt hafa játað að hafa brotist inn í Tölvulistann fyrir skömmu og stolið þaðan fjór- um tölvum að andvirði 750.000 krónur. Áður en lögreglan í Reykjavík handtók þá höfðu þeir skipt á tölvunum og 25–30 grömm- um af kókaíni. Grammið af kókaíni kostar um 10.000 krónur. Mennirnir renndu upp að hús- næði Tölvulistans í Nóatúni 17 snemma morguns í nýlegum Musso-jeppa, brutu sér leið inn um útidyrahurð og á réttri mínútu höfðu þeir stolið fjórum fartölvum. Daginn eftir komu þeir aftur í verslunina, að þessu sinni á af- greiðslutíma, og stálu millistykki sem vantaði á eina fartölvuna. Innbrotið tók rétta mínútu Hafþór Helgason, framkvæmda- stjóri Tölvulistans, segir að þjófa- varnarkerfið hafi farið í gang þeg- ar mennirnir spenntu upp hurðina en þeir voru á bak og burt þegar öryggisvörður kom að versluninni nokkrum mínútum síðar. Sama dag og þeir brutust inn fóru þeir í aðra tölvuverslun sem selur sams- konar tölvur og stálu rafhlöðu og disklingadrifi sem vantaði í eina vélina. Næsta dag komu þeir aftur við í Tölvulistanum, að þessu sinni til að ná í millistykki fyrir straum- breyti sem vantaði í aðra tölvu. Þrír þeirra fóru inn í verslunina meðan sá fjórði gerði tilraun til að taka rafmagnið af versluninni, lík- lega til að valda truflun svo þjófn- aðurinn yrði auðveldari. Ekki tókst honum að slá út rafmagni verslunarinnar en félögum hans tókst engu að síður að stela milli- stykkinu og voru þeir þá loks komnir með allan fylgibúnað fyrir tölvurnar. Hafþór segir engan vafa á því að þetta hafi verið sömu mennirnir og brutust inn í verslunina. Það sjáist greinilega með því að bera saman upptökur úr öryggismyndavél frá innbrotinu og „heimsókn“ mann- anna rúmlega sólarhring síðar. Frá innbrotinu hafi þjófavarnir í fyrirtækinu verið efldar enn og aftur. Nægur markaður fyrir þýfi Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir að því miður virðist vera nægur markaður fyrir stolna muni hér á landi. „En með því að kaupa þýfi stuðlar fólk að innbrotum. Í þess- um viðskiptum eins og öðrum gild- ir lögmálið um framboð og eft- irspurn,“ segir hann. Innbrotsþjófarnir leiti yfirleitt handahófskennt að verðmætum, en þó séu dæmi um að þeir hafi jafn- vel fengið í hendur pöntunarlista frá væntanlegum viðskiptavinum áður en þeir láta til skarar skríða. Þá sé vitað til þess að hlutir séu seldir úr tölvum. Aðspurður segir Ómar Smári að í langflestum til- fellum séu þjófar að fjármagna fíkniefnaneyslu en einnig séu dæmi um að menn stundi innbrot eingöngu í hagnaðarskyni. Skiptu á fjórum fartölvum og 25–30 g kókaíns Milljóna- tjón í inn- broti í tölvufyr- irtæki TÖLVUBÚNAÐI fyrir margar milljónir var stolið frá tölvufyr- irtæki í vesturhluta Reykjavík- ur í fyrrinótt. Fyrirtækið hafði nýlega flutt inn í nýtt húsnæði og þjófavarnarkerfi hússins var ekki orðið virkt. Þjófarnir höfðu því rúman tíma til að at- hafna sig. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins segir að tryggingarn- ar bæti tjónið að nokkru leyti en skaðinn felist þó ekki síst í þeirri vinnu sem hefur glatast. Verið var að leggja lokahönd á tölvubúnaðinn sem átti að senda til kaupanda erlendis. Auðgunarbrotadeild lögregl- unnar í Reykjavík rannsakar málið. REYKJAVÍKURTJÖRN hefur mikið aðdráttarafl og margir leggja leið sína að henni. Þegar gestir og gangandi eiga leið um synda „íbúarnir“ gjarnan að bökkunum í von um góðgæti eins og brauðmola. Síðdegis í gær voru svanir áberandi á Tjörninni skammt frá Ráðherrabústaðnum og á svip þeirra mátti ráða að þeir gætu á sig korni bætt. Morgunblaðið/Sverrir Tjörnin í Reykja- vík sem svanavatn ALLS lögðu 60.875 manns til hliðar íviðbótarlífeyrissparnað á síðasta ári,að því er fram kemur í frétt á vefsíðu Landssamtaka lífeyrissjóða. Er þetta fjölgun um 28% miðað við árið 2000, þegar um 47 þúsund manns tóku þátt í viðbótarlífeyrissparnaðinum. Alls lögðu launamenn 4.312 millj- ónir kr. til hliðar á síðasta ári í viðbót- arlífeyrissparnað sem er um 71% aukning frá árinu 2000, þegar upp- hæðin nam 2.528 millj. kr., skv. upp- lýsingum Ríkisskattstjóraembættis- ins úr skattframtölum einstaklinga. Á síðasta ári hækkaði mótframlag frá launagreiðendum úr 1% í 2%. Launamaður getur því lagt til hliðar 4% af heildarlaunum sínum í viðbót- arlífeyrissparnað og lækkað skatta sína sem því nemur og fengið til við- bótar 2% mótframlag frá atvinnurek- anda sínum og 0,4% frá ríkinu. Heild- arframlagið er því 6,4%. Samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkaðarins ber launagreiðendum frá og með 1. júlí sl. að greiða 1% mótframlag af launum fyrir þá sem hafa til þessa ekki tekið þátt í séreignarsparnaði. Yfir 60 þúsund lögðu í viðbótarlífeyrissparnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.