Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 45 Erum a› taka á móti umsóknum um skiptinemadvöl. Brottfarir janúar–mars og júní–september 2003. Ársdvöl, hálfsársdvöl og sumardvöl. BLEKKINGUM í kvikmyndaheim- inum eru engin takmörk sett og oft hefur verið sagt að það sem geri kvikmyndagerðarmann góðan sé hversu góður blekkingameistari hann sé. Það orð fer greinilega af íslensk- um starfsmönnum kvikmyndagerð- arinnar Pegasusar en þeir voru á dögunum fengnir til þess að taka litla kvikmynd fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Fóru tökur fram á Mýrdalsjökli og var verkið unnið fyrir hönd RSA kvikmyndafélagsins kunna sem er í eigu hinna heimsþekktu leik- stjórabræðra Ridleys og Tonys Scotts. Leikstjóri verksins heitir Jim Weedon en hann kom að rómaðri brellugerð við Óskarsverðlauna- mynd Ridleys, Gladiator. Kvikmyndatökumaður á Mýrdals- jökli var hins vegar íslenskur og heitir Karl Óskarsson en hann hefur komið víða við í íslenskum kvik- myndaheimi og tekið fjöldann allan af alþjóðlegum auglýsingum sem og nokkrar íslenskar bíómyndir, þ.á m. Hvíta máva og Foxtrot. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að taka myndina á Mýrdalsjökli er býsna skemmtileg. Þannig er nefni- lega mál með vexti að myndin á að gerast í Tíbet en kostnaðaráætlun leyfði ekki að tökur gætu farið fram þar í Austurlöndum fjær. Pegasus- menn bentu hins vegar á að á Íslandi væri að finna tökustaði sem hægt yrði að láta líta út sem á Tíbet væru. Og það varð úr. En tökustaðir þessir voru æði fjarri mannabyggðum og reyndar langt uppi á Mýrdalsjökli, þangað sem einungis er fært á sér- útbúnum jökla jeppum sem komu að góðu gagni. Leikarar í myndinni voru íslensk- ir, valdir úr hópi þeirra er svipar til asískra Tíbetbúa í útliti. Fyrstu dagana lék veðrið tökuliðið svolítið grátt en daginn sem með- fylgjandi myndir voru teknar hafði heldur betur ræst úr, sól skein í heiði og lognið var svo mikið að nota þurfti sérstakar þar til gerðar mask- ínur til þess að búa til vind! Þannig gerast hlutirnir í blekkingarheimi kvikmyndanna. Hún var tignarleg sýnin sem blasti við tökuliði yfir víðáttur Mýrdalsjökuls. Tíbeskur drengur á þaki þaks heimsins Ngari eða íslenskur drengur á Mýrdalsjökli – hver sér muninn? Tíbet myndað á Mýrdalsjökli PETER Gabriel virðist skorta þennan innri eld sem verður til þess að listamönnum finnst þeir þurfa að koma frá sér nýju efni. Kannski er hann bara latur en nú eru fjögur ár síðan hann tilkynnti fyrst að næsta plata sín skyldi heita Up. Biðin eftir gripnum varð hins vegar lengri en efni stóðu til. Ljóst er að nokkur laganna á Up hafa verið að malla í langan tíma. Hið magnþrungna „Signal to Noise“ hefur t.d. að geyma söng Nusrats Fatehs Ali Khan en hann dó í ágúst 1997. Hvað um það – Gabriel er vandvirkur maður og þess gætir víða á Up. Hann telur sig greinilega ekki lengur þurfa að hlaupa á eftir skyndivinsældum; a.m.k. eru ekki nema tvö lög á Up sem manni finnst koma til greina sem smáskífur; „More Than This“ og „The Barry Williams Show“, sem farið er að heyrast í viðtækj- um landsmanna. Þó að viðlag þess síðarnefnda sé „flott“ er það þó furðu misheppnað sem vinsælda- popp. Þessi plata er hins vegar þess eðlis að hún launar mönnum það margfaldlega ef þeir gefa sér tíma til að hlusta á hana oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Fyrsta lag- ið, „Darkness“, sem jafnframt er það besta á plötunni, er raunar greinileg yfirlýsing af hálfu lista- mannsins, að menn skuli ekki vænta neins skallapopps. „Darkness“ kem- ur sem spark í magann, afar kraft- mikið en þó hógvært í bland; minnir að sumu leyti á „Intruder“ af þriðju plötu Gabriels (1980). Lögin eru næstum undantekning- arlaust vel heppnuð. Flest eru af- skaplega margslungin sem er kost- ur, því þá vex platan við hverja hlustun. En það getur líka verið galli því framvinda sumra laga verður á stundum nokkuð þung- lamaleg, sbr. t.d. „Sky Blue“ og „More Than This“. Bestu lög plötunnar eru, sem fyrr segir, „Darkness“, „No Way Out“ (sem byrjar með léttri sveiflu og flottu gítarstefi) og „My Head Sounds Like That“ (ofuryndislegt en líka svolítið undarlegt lag). Ég hefði reyndar valið lagið „I Grieve“ í úrvalsdeildina en það er bara til í betri útgáfu annars staðar (þó að munur á útsetningum sé ekki mikill). Raunar eru það talsverð vonbrigði að finna þetta annars frá- bæra lag hér því það kom út árið 1998 á diski er geymdi lög úr kvik- myndinni City of Angels. Á heildina litið má segja að „sándið“ á þessari langþráðu plötu Peters Gabriels sé súperfínt og óvenjuleg söngrödd kappans (og ekki síður röddun, sbr. t.d. „More Than This“) upp á sitt allra besta. Textar eru einnig góðir, stundum alveg frábærir, eins og t.d. við sakn- aðarsönginn „I Grieve“. Kröfurnar eru auðvitað miklar eftir tíu ára bið og þó að manni finnist kannski vanta herslumuninn, til að gera þetta að algeru meistaraverki, þá kemur Up örugglega til með að ylja gömlum aðdáendum Gabriels um hjartaræturnar um mörg ókomin ár.  Tónlist Hvar hefur þú verið? Peter Gabriel Up Virgin gefur út fyrir Real World Up er fyrsti eiginlegi hljómdiskur Peters Gabriels frá því að Us kom út árið 1992. Í millitíðinni hefur hann samið kvikmynda- tónlist og sent frá sér hljómdiskinn Ovo, sem hafði að geyma tónlist er tengdist Þúsaldarhvelfingunni í London. Áður hafði Gabriel sent frá sér fimm sóloskífur, m.a. metsöluplötuna So (1986), tónlist við myndirnar Birdy (1984) og The Last Temptation of Christ (1989) og verið söngvari í Genesis (1968–75). Davíð Logi Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.