Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14. Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára.  HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6. með ísl. tali.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Sýnd kl. 6 og 8. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.  HL Mbl Sýnd kl. 8. The Sweetest Thing Sexý og Single i l miðaverð aðeins 350 kr! STUTTMYND HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 4. Sýnd með íslensku tali. Sýnd kl. 5.15, 8, 9 og 10.40 B.i. 14. Yfir 17.000 MANNS Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.i. 12 ára. kl. 4.45, 7.30 og 10.10.  Kvikmyndir .com  DV  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Ný Tegund Töffara Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali. ÞAÐ VAKTI eðlilega mikla athygli þegar spurðist að greidd hefðu verið hundruð milljóna fyrir óskrifaða bók höfundar sem var helst þekktur fyrir íhaldssamar skoðanir sínar og bækur um lögfræðileg álitamál. Fyrirfram- greiðslan, um 430 milljónir króna, var fyrir tvær bækur og byggð á upp- kasti að fyrsta kafla þeirrar fyrri. Getur nærri að mörgum hafi þótt nóg látið með óþekktan rithöfund, en þó tók steininn úr þegar skaldsagan, The Emperor of Ocean Park, kom út í byrjun júní sl. því fyrirframsala var 500.000 bækur og auglýsingaherferð- in var meiri en sést hafði á því sviði í mörg ár. Íhaldssamur blökkumaður og prófessor Höfundur The Emperor of Ocean Park heitir Stephen L. Carter, er íhaldssamur blökkumaður og pró- fessor við lagadeild Yale-háskóla. Eins og getið er hefur hann helst skrifað um lögfræðileg efni hingað til, engum spurnum fer af skáldskap, en einnig er hann fastur penni við Christianity Today tímaritið og lætur trúmál jafnan nokkuð til sín taka og hefur skrifað um þau, meðal annars til að leggja áherslu á að kristni sé nauðsynlegur þáttur í bandarísku samfélagi. Carter hefur einnig talsvert skrif- að um jákvæða mismunun sem hann finnur flest til foráttu enda segir hann sér alltaf hafa þótt jákvæð mis- munun byggjast á þeirri grunnhugs- un að svartir standi hvítum ekki jafn- fætis í greind. „Þgar ég sótti um skólagöngu í Stanford,“ segir hann í einni bóka sinna, „var mér sagt að ég fengi aðgang vegna þess að ég væri svartur og snjall. Ekki vegna þess að ég væri snjall og ekki einu sinni vegna þess að ég væri snjall og svart- ur, heldur vegna þess að ég væri svartur og snjall: húðliturinn var allt- af í forgrunni.“ Allt skiptir þetta máli í samhengi skáldsögunnar sem kom öllum hama- gangnum af stað því í henni segir Carter öðrum þræði sögu samfélags- ins sem hann er sprottinn úr, efri miðstétt bandarískra blökkumanna, hámenntaðs og auðugs fólk sem býr margt á Gullströndinni svonefndu, auðmannahverfi í Washington, en heiti þess minnir ekki síst á uppruna fjölmargra þeirra. Á Gullströndinni eru þessar fjölskyldur á nokkurs kon- ar einskismannslandi á milli þel- dökkra í lágstétt og hvítrar yfirstétt- ar og lýsingar Carters á lífi þeirra hafa ekki síst orðið til að vekja athygli á bókinni, en hann er einmitt að koma til skila í skáldsögunni sömu sjónar- miðum og hann hefur hampað í öðr- um verkum sínum undanfarin ár. Á yfirborðinu er The Emperor of Ocean Park morðsaga. Hún segir frá Talcott Garland, kölluðum Misha, sem er einmitt þeldökkur prófessor við lögfræðideild háskóla, en eigin- kona hans, Kimmer, er líka lögfræð- ingur, falleg og metorðagjörn og flest bendir til þess að hún sé honum ótrú. Bókin hefst þar sem Talcott er kom- inn á æskuheimili sitt í kjölfar andláts föður hans, dómarans íhaldssama Garland Talcotts, sem var tilnefndur til sætis í hæstarétti Bandaríkjanna, en hærra verður ekki komist í lög- fræðingastétt. Áður en af því gat orð- ið var dómarinn aftur á móti staðinn að því að ljúga um samband sitt við glæpaforingjann Jack Ziegler sem hefur verið undir smásjá FBI í ára- tugi. Maðkur í mysunni Talcott á systur og bróður, en eitt barn, stúlka, varð fyrir bíl og lést af sárum sínum en bílstjórninn flúði af vettvangi. Þetta varð til þess að dóm- arinn lagðist í drykkju og algjöra þrá- hyggju um að ná í sökudólginn, sem átti eftir að hafa alvarlegar afleiðing- ar eins og kemur í ljós síðar í bókinni. Systir Talcotts er sannfærð um að faðir hennar hafi verið myrtur og þó ekkert grunsamlegt sé í sjálfu sér við andlát hans kemur fljótlega í ljós að það er maðkur í mysunni og fleiri en FBI hafa áhuga á því hvað orðið hafi um gögn sem dómarinn lét hugsan- lega eftir sig. Við þetta allt blandast síðan atburðarás sem dómarinn kom af stað til að koma boðum til sonar síns, þar á meðal vangaveltur um skákdæmi, sem á sinn þátt í flækj- unni. Talcott er þó miðpunkturinn þar sem hann leitast við að greiða úr málum föður síns, glímir við afbrýði- semi vegna eiginkonu sinnar, angist vegna hugsanlegrar tilnefningar hennar sem alríkisdómara, glímuna við starfsbræður sína og spillinguna innan skólans og spurninguna um það hvenig unnt sé að haga lífi sínu svo að það sé gott í augum heimsins og ekki síst fyrir augliti drottins. Í ljósi þess hve mikið umstang hef- ur verið í kringum bókina kemur varla á óvart að hún sé umdeild. Margir hafa orðið til þess að finna henni allt til foráttu og virðast byggja þá skoðun sína helst á því hve Carter fékk háa fyrirframgreiðslu og/eða hve bókin var auglýst mikið. Þeir eru þó fleiri sem hafa lofað hana og marg- ir sagt hana vera reyfara sem jaðri við bókmenntaverk. Það er einnig al- gengt að menn kvarti yfir því hve bókin er löng, hátt í 700 síður, enda notar Carter aldrei eitt orð þar sem hann getir komið að tíu. Það er þó hluti af því sem gerir bókina skemmtilega aflestrar, orðaflaumur- inn er eins og þægilegt suð og dregur þá inn í verkið sem hafa nennu til að lesa langar bækur. The Emperor of Ocean Park eftir Stephen L. Carter. 672 síður innb. Knopf gefur út 2002. Fæst í Penn- anum-Eymundsson. Reyfari eða bók- menntaverk? Bókmenntaumræða vestan hafs snýst oft- ar en ekki um annað en bókmenntir. Árni Matthíasson segir frá einni umtöluðustu bók ársins vestan hafs sem er meðal ann- ars fræg fyrir það hvað höfund- urinn fékk mikið fyrirfram. Stephen L. Carter ÞAÐ virðist býsna algengt vestan hafs að menn notfæri sér reynslu úr störfum sem lögmenn, saksóknarar eða réttarlæknar til að leggja fyrir sig ritstörf og þannig er því farið með Rob Reuland, sem var víst starfsmaður saksóknara í Brooklyn-hverfi í New York áður en hann tók til við að skrifa glæpasögur. Hollowpoint er svo sem dæmigerð um margt líka, segir frá lögmanni hjá saksóknara sem drekkur of mikið, hefur misst barn á voveiflegan hátt, fráskilinn og geng- ur í augun á ungum konum. Þar end- ar aftur á móti samlíkingin því Reu- land er mun betri penni en gengur og gerist, lipur í að draga upp mynd af fólki og umhverfi og kemur vel til skila þekkingu sinni á undirmálsfólki í Brooklyn. Sagan Hollowpoint segir frá starfsmanni hjá saksóknara í Brook- lyn sem sinnir morðmálum. Hann er haldinn þráhyggju þar sem er andlát dóttur hans en hún lést í bílslysi nokkrum árum áður en sagan gerist. Ekki er erfitt að skilja það að sögu- hetjan sé sakbitin því hann var að flýta sér, ók hratt og glannalega og spennti barnið ekki í öryggisbelti. Því fór sem fór. Þetta varð síðan til þess að hann drekkur of mikið, hefur takmarkaðan áhuga á starfi sínu og er fráskilinn. Vissulega ágæt ástæða fyrir þessu öllu saman en því er ekki að neita að lesandi bókarinnar verð- ur hálfleiður á þessari skýringu sem er sífellt að trana sér fram. Annað í bókinni er flest vel heppnað, stíllinn lifandi og skemmtilegur, enskan er góð og samlíkingar allajafna vel til fundnar. Bókin snýst um morð og framan af er ljóst hver framdi morðið en síðan kemur í ljós að ekki er allt sem sýn- ist. Sögulokin koma kannski ekki svo ýkja á óvart, því snemma í bókinni hafði verið troðið inn frásögn af að því er virtist óskyldu atviki en þegar leið á bókina tók mann svo sem að gruna hvers vegna það var sett inn. Rob Reuland á nokkuð í land með að verða trúverðugur glæpasagna- höfundur, fléttan er fulllitlaus og at- burðarás heldur hæg, en bókin er þó skemmtileg aflestrar og vel skrifuð eins og getið er. Hann á því framtíð- ina fyrir sér. Af undir- málsfólki Hollowpoint, skáldsaga eftir Rob Reu- land. 282 síðna kilja sem Random House gefur út. Kostar 2.395 kr. í Máli og menn- ingu. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur ÞVÍ hefur oft verið haldið fram að James Lee Burke sé með bestu rit- höfundum vestan hafs þótt hann sé að skrifa glæpareyfara sem alla jafna eru ekki hátt skrifaðir. Víst er það rétt að Burke er geysisnjall höf- undur og fáum er eins lagið að draga upp lif- andi mynd af umhverfi og andrúmslofti og honum. Það eru til að mynda margir sprettir í nýjustu bók hans, Jolie Blon’s Bounce, sem gera að verkum að fenjaland Louisiana stendur ljós- lifandi fyrir lesanda, honum finnst hann finna lykt af rotnandi jurtaleif- um, heyra fuglakvak og gott ef ekki var þarna skvolp í alligator. Ekki er Burke síður laginn við að láta mann finna til með helstu sögu- persónum sínum, David Robicheaux, sem er reyndar aðalsöguhetja bók- arinnar sem hér er gerð að umtals- efni, og Billy Bob Holland. Flestar bækur hefur Burke skrifað um óvirka alkann Robicheaux, Jolie Blon’s Bounce er sú ellefta sem segir frá ævintýrum hans. Í Jolie Blon’s Bounce er Robich- eaux að glíma við glæpi fortíðar ekki síður en nútímans (reyndar virðast flestar bækurnar snúast um það – eða þá hann er að glíma við alkóhól- ismann). Ungri stúlku er nauðgað og hún myrt, en þegar Robicheaux fer að leita að morðingjanum rekst hann fljótlega á að hér eru svipir fortíðar á kreiki og ekki líður á löngu að hann kemst í tæri við djöful í mannsmynd, bókstaflega að því er virðist. Þegar önnur stúlka er myrt verður það til að grugga enn vatnið og lokafléttan á ef- laust eftir að koma mörgum lesend- um á óvart. Eins og getið er er Burke snilld- arpenni í náttúru- og mannlífslýsing- um en því er ekki að neita að á stund- um verður maður leiður á hinum hrikalegu sálarflækjum sem flestir bera innra með sér í bókum hans. Ef marka má frásagnir hans er allt upp fullt með skelfilegum illvirkjum suð- ur í Louisiana og allar athafnir og öll orð verða svo þrungin merkingu að lesandinn stendur á öndinni oft á hverri síðu eða þangað til hann verð- ur dofinn yfir öllu saman og óskar þess helst að allir ljótu karlarnir verði bara drepnir sem fyrst. Svipir fortíðar Jolie Blon’s Bounce eftir James Lee Burke. Orion gefur út 2002. 349 síður innbundin. Kostar 2.550 kr. í Máli og menningu. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.