Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ DÓMKVADDIR matsmenn, sem fengnir voru til að meta hvernig Ís- lensk erfðagreining ehf. og Friðrik Skúlason ehf. hafi staðið að gerð ætt- fræðigrunnsins Íslendingabókar, hafa komist að þeirri niðurstöðu að lýsing ÍE og Friðriks Skúlasonar á þróun og uppbyggingu gagnasafns- ins sé rétt. Vinnulag samræmist því besta sem ættfræðingar viðhafa Eins og greint var frá í síðustu viku hefur mál Þorsteins Jónssonar ættfræðings og Genealogia Islandor- um hf. gegn ÍE og Friðriki Skúlasyni vegna meintra brota á höfundarrétti, verið tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hinir dómkvöddu matsmenn eru Gunnlaugur Haraldsson þjóðhátta- fræðingur og Helgi Þorbergsson dósent. Í niðurstöðum þeirra segir. ,,Íslendingabók er sem ættfræði- grunnur grundvölluð á upplýsingum úr frumheimildum, en við gerð henn- ar hefur einnig verið nýtt mikið magn prentheimilda eða útgefinna rita. Hvarvetna er vísað til þeirra heimilda sem notaðar hafa verið. Þetta vinnulag ber vitni fræðilegum vinnubrögðum og samræmist því besta, sem ættfræðingar seinni tíma hafa viðhaft við samantekt rita sinna. Allar rannsóknir okkar á Íslend- ingabók staðfesta, að lýsing mats- þola [ÍE og Friðriks Skúlasonar-inn- skot Mbl.] á þróun og uppbyggingu gagnasafnsins er rétt. Megingrunn- ur þess er manntölin 1703, 1801 og 1910 og þjóðskrá síðustu ára. Sú að- ferð sem notuð hefur verið við gerð Íslendingabókar staðfestir jafn- framt, að með kerfisbundnum inn- slætti á upplýsingum úr öllum tiltæk- um frumheimildum (s.s. manntölum, kirkjubókum og þjóðskrám) er unnt að skrásetja nánast hvern einasta Ís- lending, sem fæðst hefur eða búið í landinu frá 1801. Öll útgefin ætt- fræðirit auka eðlilega upplýsingum við slíka skráningu, en nýting þeirra auðveldar þó miklu frekar eða flýtir fyrir tengingum einstaklinga. Sömu- leiðis er slíkur samanburður nauð- synlegur til að koma við leiðrétting- um eða einangra þau tilvik, þar sem heimildum ber ekki saman.“ Þeir segja ennfremur að hefðu höfundar Íslendingarbókar valið gagnstæða leið, þ.e. að byggja gagnasafnið fyrst og fremst á þeim upplýsingum sem fáist með kerfis- bundnum innslætti úr útgefnum rit- um og borið þær síðan saman við frumheimildir, hefði verkið tvímæla- laust reynst langtum torsóttara og með því vinnulagi aldrei fengist heildstæð skrá yfir landsmenn á þessu tímabili eða öðrum öldum Ís- landsbyggðar. Ábyrgðarsjóður launa vill ljúka skiptum þrotabúsins sem fyrst Skiptastjóri þrotabús Genealogia Islandorum lýsti yfir á skiptafundi í október á seinasta ári að hann óski eftir að málsóknin haldi áfram fram yfir mat hinna dómkvöddu mats- manna. Niðurstaða matsmannanna lá fyrir 21. maí sl. en á skiptafundi þrotabúsins síðast liðinn mánudag lagði Guðjón Bragason, formaður Ábyrgðarsjóðs launa vegna gjald- þrota, fram sérstaka bókun þar sem gagnrýnt er að þrátt fyrir að mats- gerðin hafi legið fyrir í maí hafi skiptastjóri eða lögmenn þrotabús- ins ekki séð ástæðu til að kynna kröfuhöfum niðurstöðurnar fyrr en nú. Þar segir: ,,Það er mat stjórnar ábyrgðarsjóðs launa að í matsgerð- inni sé í engu tekið undir sjónarmið lögmanna þrotabúsins og því sé stað- fest réttmæti þeirrar afstöðu sem ábyrgðarsjóður lýsti á skiptafundi 11. október 2001, að hagsmunum for- gangsréttarhafa sé best borgið með því að taka þeim tilboðum sem kunna að berast í eignir þrotabúsins og ljúka skiptum sem fyrst. Jafnframt telur stjórnin afar gagnrýnivert að kostnaður við mats- gerð skuli vera margfalt hærri en sú áætlun sem gefin var upp á umrædd- um skiptafundi af lögmönnum þrota- búsins. Í ljósi fenginnar reynslu telur stjórnin ástæðu til að taka með fyr- irvara fullyrðingum um að þrotabúið muni ekki bera frekari kostnað af rekstri málsins og er því ítrekuð sú afstaða að stefnt verði að því að ljúka skiptum sem fyrst og ganga að þeim tilboðum sem kunna að berast í eign- ir þrotabúsins,“ segir í bókuninni. Niðurstaða dómkvaddra matsmanna um gerð ættfræðigrunnsins Íslendingabókar Lýsing ÍE á þróun gagnasafnsins er rétt ÁKVEÐIÐ var á samráðsfundi fulltrúa ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara í Ráðherrabústaðnum í gær að skipa formlegan samstarfshóp, sem á að hefja störf nú þegar og skila tillögum varðandi ýmis mál- efni aldraðra fyrir 15. nóvember svo hægt verði að taka tillit til nið- urstaðnanna við afgreiðslu fjár- laga í haust. Á samráðsfundinum í gær voru ráðherrarnir Davíð Oddsson for- sætisráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra og Páll Pétursson félagsmálaráðherra, og samráðsnefndarhópur Lands- sambands eldri borgara, þeir Benedikt Davíðsson, Ólafur Ólafs- son og Hafsteinn Þorvaldsson. Davíð Oddsson hafði orð fyrir ráðherrunum og að sögn Bene- dikts Davíðssonar, formanns Landssambands eldri borgara, var niðurstaða fundarins sú að ráð- herrarnir svöruðu tilmælum full- trúa Landssambands eldri borgara frá því á samráðsfundinum í sum- ar, þar sem lagðar hefðu verið fram ákveðnar kröfur um það að skoðað yrði hvernig mál eins og t.d. tryggingagreiðslur og hjúkr- unarheimilamál hefðu þróast að undanförnu. Benedikt segir að í tillögum samstarfshópsins verði tekið tillit til þess sem brýnast sé og síðan verði sennilega lögð fram áætlun um breytingar eða lagfær- ingar sem þyrftu að koma til fram- kvæmda á næstu tveimur til þrem- ur árum. Stefnt er að því að kynna sam- starfshópinn í dag en í honum verða fimm fulltrúar stjórnvalda og jafnmargir frá Landssambandi eldri borgara. Benedikt segir að niðurstaða fundarins í gær sé í samræmi við það sem hann hafi gert ráð fyrir eftir fundinn í júlí, þó vinnan hefjist seinna en við hafi verið búist. Niðurstaðan sé visst samþykki ráðherranna við því að nauðsynlegt sé að bregðast við gagnrýninni. Morgunblaðið/Sverrir Frá samráðsfundinum í Ráðherrabústaðnum í gær. Frá vinstri: Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Haf- steinn Þorvaldsson, Ólafur Ólafsson, Benedikt Davíðsson og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Samráðsfundur fulltrúa ríkisstjórnarinnar og Lands- sambands eldri borgara í Ráðherrabústaðnum í gær Formlegur samstarfshópur skipaður Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald Ekki tryggt að hann hætti afbrotum HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Guð- mundi Helga Svavarssyni sem ný- lega var dæmdur í sex ára fangelsi. Í fyrrasumar fékk hann reynslu- lausn þegar hann átti eftir að afplána um 5½ ár af 17 ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 1991 fyrir morð sem hann framdi á bensínstöð við Stóragerði í Reykjavík. Reynslu- lausnin var tekin upp sem óafplánuð refsing og bætt við refsingu fyrir skjalafals, fjársvik og þjófnað sem hann framdi á tímabilinu frá janúar til apríl á þessu ári. Dómurinn var kveðinn upp 18. september og hefur Guðmundur fjórar vikur til að ákveða hvort hann áfrýjar. Þangað til situr hann í gæsluvarðhaldi en þó ekki lengur en til 16. október. Þegar krafa lögreglu var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði Guðmundur að Byrgið hefði samþykkt að taka við honum í með- ferð. Kvaðst hann ekki hafa í hyggju að brjóta af sér ef hann losnaði held- ur vilji þvert á móti ná tökum á lífi sínu. Lögmaður hans, Sigurður Kári Kristjánsson hdl., benti á að Guð- mundur hefði setið í gæsluvarðhaldi frá 14. apríl og væri í mun betra ástandi nú en hann var þá. Hvorki héraðsdómi né Hæstarétti þótti á hinn bóginn tryggt að Guðmundur myndi hætta afbrotum, þrátt fyrir góðan ásetning og situr hann því áfram í gæsluvarðhaldi á Litla- Hrauni. Ráðherra frá S- Kóreu í heimsókn UTANRÍKISRÁÐHERRA Suður-Kóreu, Sung-hong Choi, kemur í opinbera heimsókn til Íslands 26.–28. september næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra. Á fundi utanríkisráðherra Ís- lands og Suður-Kóreu 27. sept- ember í ráðherrabústaðnum verður meðal annars rætt um efnahagsástand landanna, tengsl þeirra við grannríki sín, tvíhliða samstarf þeirra á milli í viðskiptamálum og möguleika á fríverslunarsamningi Suður- Kóreu og EFTA. Meta árangur af fundi um sjálfbæra þróun Ráðherrarnir munu einnig ræða um alþjóðleg viðskipta- og umhverfismál og meta ár- angur af leiðtogafundi Samein- uðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem fram fór nýverið í Jóhannesarborg. ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja nið- ur Umsýslustofnun varnarmála, sem flestir þekkja eflaust undir nafninu Sölunefnd varnarliðseigna, frá og með næstu áramótum. Verslun stofn- unarinnar á Grensásvegi 9 verður lokað 30. nóvember og öll umsýsla sem fylgir sölu á umfram- og afgangs- vöru varnarliðsins og starfsmanna þess falin embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli. Þar með lýkur rúmlega 50 ára sögu stofnunarinnar sem hefur gengið undir nokkrum nöfnum í gegnum tíð- ina. Fyrst hét hún Sölunefnd setuliðs- eigna en því var breytt í Sölunefnd varnarliðseigna. Lengi vel hét stofn- unin Sala varnarliðseigna og síðast var hún nefnd Umsýslustofnun varn- armála. Alfreð Þorsteinsson, forstjóri Um- sýslustofnunar, hefur stýrt stofnun- inni í 25 ár og man því tímana tvenna. „Í gegnum tíðina hafa hér átt sér stað mikil viðskipti með ýmsan varning. Meðan innflutningur á bílum var miklu takmarkaðri en er í dag komu héðan margir af fallegustu bílum bæj- arins og það var mjög eftirsótt að bjóða í bíla hjá Sölu varnarliðseigna,“ sagði Alfreð í samtali við Morgun- blaðið í gær. Að sögn hans hefur sala á varnarliðseignum verið ríkissjóði góð tekjulind. Á síðustu 20 árum hafi verið um 500–600 milljóna hagnaður af starfseminni og álíka upphæð verið innheimt vegna opinberra gjalda, en þessar upphæðir eru miðaðar við nú- virði. Á undanförnum árum hefur hins vegar dregið mjög úr framboði á varningi frá Keflavíkurflugvelli og tap verið af sölu varnarliðseigna. Al- freð segir að hann hafi ekki talið rétt- lætanlegt að halda starfseminni áfram og hann hafi því ritað utanrík- isráðuneytinu bréf fyrr á árinu þar sem hann lagði til að stofnunin yrði lögð niður og verkefni hennar lögð í hendur sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli. Snýr sér óskiptur að borgarmálunum Sex manns vinna nú hjá Umsýslu- stofnun varnarmála og nokkrir þeirra í hlutastörfum, en starfsmennirnir voru 12 fyrir nokkrum árum. Alfreð segir að tveir fari á biðlaun, þ.m.t. hann sjálfur, aðrir láti ýmist af störf- um fyrir aldurs sakir eða verði að leita sér að annarri atvinnu. Spurður um hvort hann muni sjálfur leita sér að annarri vinnu segir Alfreð að svo verði ekki. „Ég er nýlega orðinn borg- arráðsmaður og get nú sinnt borgar- málunum af meiri þrótti. Þetta er feikimikil vinna og ég get nú snúið mér að þeim óskiptur,“ segir hann. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli tekur við Sölu varnarliðseigna Hefur verið góð tekjulind

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.