Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 17 HÁÞRÝSTI ÞVOTTATÆKI Verð frá kr. 8.900,- ÞÓRARINN Viðar Þórarinsson hdl., fyrrverandi forstjóri Lands- síma Íslands hf., hefur ákveðið að snúa sér að lögfræðistörfum frá og með 1. október nk. en hann hefur gerst meðeigandi að lögfræðiskrif- stofunni AM Praxis sf., svo og inn- heimtu- og kröfukaupafirmanu AM Kredit ehf. AM Praxis sf. er ein af stærri lögmannsstofum landsins en AM Kredit ehf. er eitt öflugasta inn- heimtufyrirtæki landsins á sviði frum-, milli- og löginnheimtu. Eigendur félaganna eru auk Þór- arins þeir Hróbjartur Jónatansson hrl., Jónatan Sveinsson hrl., Reynir Karlsson hrl. og Sveinn Jón- atansson hdl. Er að koma heim Þórarinn segir að í vissum skiln- ingi sé hann að koma heim. „Kannski var það hálfgerð til- viljun að ég fór ekki inn á þessa línu strax eftir nám. Þetta hefur oft orð- ið mér til umhugsunar síðan og ætli megi ekki segja að ég sé í vissum skilningi að koma heim,“ sagði Þór- arinn í samtali við Morgunblaðið en Þórarinn varð héraðsdóms- lögmaður árið 1986 en hóf það sama ár störf sem framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands Ís- lands, VSÍ. Hann starfaði hjá VSÍ til ársins 1999 þegar hann tók við starfi forstjóra Símans, en áður hafði hann verið stjórnarformaður Símans. Þórarinn hætti störfum hjá Sím- anum í desember á síðasta ári. Sinnti frágangsmálum Þórarinn segir að sá hamagang- ur sem varð í kjölfar starfsloka hans á Símanum hafi orðið til þess að honum þótti rétt að halda sig til hlés þangað til nú og leyfa hlut- unum að róast, eins og hann orðar það. Hann segir að frá því að hann hætti hjá Símanum hafi hann sinnt ýmsum nauðsynlegum frágangs- málum. „Ég hef aðallega sinnt ýms- um persónulegum fjárfestingar- verkefnum. En nú er tími kominn til að fara út á vinnumarkaðinn aftur og byrja í nýjum farvegi.“ Þórarinn sagðist aðspurður hafa velt nokkrum atvinnumöguleikum fyrir sér áður en hann ákvað að ganga til liðs við AM Praxis. Hann segir að þegar upp var staðið hafi lögmennskan haft vinninginn. „Þegar upp var staðið þótti mér skemmtilegast að fara inn á þennan vettvang því kannski hefur lög- mennskan blundað í mér alla tíð. Þetta er áhugavert fyrirtæki og starfsvettvanginn þekki ég vel þó að ég hafi ekki starfað sem lögmað- ur síðan ég varð héraðsdóms- lögmaður árið 1986. Ég hlakka til að takast á við þennan nýja vett- vang,“ sagði Þórarinn. Þórarinn býst við að helstu verk- efni sín hjá félaginu verði á sviði samningagerðar. „Ég hef býsna víð- tæka reynslu af samningamálum og samningarétti og það kæmi mér ekki á óvart að ég myndi starfa á því sviði meðal annars. Starf lög- fræðinga felst í sífellt meira mæli í fyrirbyggjandi ráðstöfunum með umbjóðendum sínum. Vettvangur lögmannsins er ekki síst að koma í veg fyrir vandamál, þó að ímynd lögmannsins sé kannski frekar að hann mæti til leiks eftir að mál eru orðin að vandamálum.“ Hef ekki verið upptekinn af sjálfum mér En þykja Þórarni það ekki við- brigði að koma úr starfi forstjóra stórfyrirtækis eins og Símans í starf lögmanns hjá mun minna fyrirtæki? „Þetta fer allt eftir því hvernig menn upplifa sjálfa sig. Ég hef aldr- ei verið svo upptekinn af sjálfum mér að ég hafi miklast yfir verkefn- unum sem ég hef verið að fást við á hverjum tíma. Ég er líka sann- færður um að það er öllum mönnum hollt að skipta um vettvang á starfs- ferlinum.“ Þórarinn segir að reynsla sín frá VSÍ og Símanum komi til með að nýtast honum og hans umbjóð- endum vel. „Ég sat auk þess í Sam- keppnisráði um tíma, þannig að reynslan kemur víða að og mun nýt- ast mér í nýju starfi. Það skiptir miklu máli að vera með fjölbreytta reynslu í farteskinu.“ Nýti reynsluna úr Símanum og VSÍ Þórarinn V. Þór- arinsson til lög- fræðiskrifstofu Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórarinn Viðar Þórarinsson, nýr meðeigandi AM Praxis sf. SIGURÐUR Einarsson, forstjóri Kaupþings, er til umfjöllunar í nýj- asta hefti sænska viðskiptatíma- ritsins Veckans Affär- er. Sigurður hefur verið áberandi í frétt- um ytra vegna yfir- tökutilboðs Kaupþings í JP Nordiska-bank- ann og kröfu um að haldinn verði hlut- hafafundur og skipt um stjórn í fyrirtæk- inu. Atburðarásinni frá því Kaupþing eignað- ist Aragon-verðbréfa- fyrirtækið í byrjun þessa árs og setti svo Aragon inn í JP Nord- iska og eignaðist þannig 28% í bankan- um, er lýst í greininni, sem og manninum Sigurði sem ku hafa við- urnefnið „Siggy Stardust“ í við- skiptahverfinu í Stokkhólmi. Sigurður lýsir í greininni því sjónarmiði sínu að krafan um að skipta þurfi um stjórn í JP Nord- iska hafi ekkert með yfirtökutilboð Kaupþings að gera. Hann segir að núverandi stjórn þurfi að taka af- stöðu til tilboðsins og hann hafi ekki farið fram á að ný stjórn verði kosin til þess að fá inn fólk „sem segir fallega hluti um Kaupþing“. Kaupþing hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki boðið litlum hlut- höfum í JP Nordiska staðgreiðslu fyrir sína hluti en Sigurður svarar þeirri gagnrýni þannig að hluthafar sem fá greitt með hlutabréfum í Kaup- þingi geti vissulega selt þau ef vilji er fyr- ir hendi, þar sem virk- ur markaður sé með þau bréf, öfugt við bréf Nordiska. Fram kemur að áformað er að skrá bréf Kaupþings í Kauphöllinni í Stokk- hólmi ef tilboðinu verður tekið. Í lok október birtist útboðslýsing hvort sem samþykki stjórnar ligg- ur fyrir eða ekki. Eftir það hafa litlir hluthafar í Nordiska nokkrar vikur til að taka afstöðu til tilboðs- ins. „Þeir geta valið á milli þess að verða hluthafar í því sem er fyrir flesta með öllu óþekktur íslenskur fjárfestingarbanki eða halda eftir steindauðum JP Nordiska-bréf- um,“ segir í grein Veckans Affärer. Krafan um nýja stjórn ótengd yfirtökutilboðinu Sigurður Einarsson Í GÆR sögðu Jakob Bjarnason og Eiríkur S. Jóhannsson af sér sem varamenn í bankaráði Íslandsbanka. Þá hafa allir fulltrúar Orca-hópsins svokallaða sagt af sér sem banka- ráðsmenn, þ.e. Þorsteinn Már Bald- vinsson, Gunnar Jónsson og Jón Ás- geir Jóhannesson sem aðalmenn og Einar Örn Jónsson sem varamaður ásamt þeim Jakobi og Eiríki. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs, að bankaráðsfundur verði haldinn nk. þriðjudag og þá verði ákveðið hvaða þrír af fjórum varamönnum sem eftir eru taki sæti Gunnars, Jóns Ásgeirs og Þorsteins Más í bankaráðinu. Kristján segir að ekki sé á dagskrá að halda hluthafa- fund vegna þessa máls, stjórnarkjör fari næst fram á aðalfundi í mars nk. Bankaráð Íslandsbanka skipa nú Kristján Ragnarsson formaður, Ein- ar Sveinsson, Helgi Magnússon og Víglundur Þorsteinsson af þeim sem kjörnir voru sem aðalmenn á síðasta aðalfundi. Fjórir varamenn eru Frið- rik Jóhannsson, Gunnar Felixson, Örn Friðriksson og Guðmundur B. Ólafsson. Fulltrúar Orca-hóps- ins úr bankaráði Kauptu eina flík, hún endist á við þrjár Hagkaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.