Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi svar Hreins Loftsson- ar hrl. vegna athugaemdar frá Deloitte & Touche hf., sem birtist í blaðinu í gær. „Í Morgunblaðinu 24. septem- ber sl. er birt athugasemd frá Deloitte & Touche hf. í tilefni af bréfi undirritaðs lögmanns f.h. Baugs Group hf. til Ríkislögreglu- stjóra, sem birtist í blaðinu 21. september sl. Meginefni þess bréfs fjallar um, hvort gætt hafi verið reglna stjórnsýslulaga um hæfi, þ.e.a.s. bæði almennt og sér- stakt hæfi. Ástæða er til að svara athugasemd endurskoðunarfyrir- tækisins þar sem tvímenningun- um, sem rita undir athugasemd- ina, hefur yfirsést mikilvægt atriði og svo einnig vegna hins, að þeir eigna mér ummæli, sem ekki hafa verið viðhöfð. Í fyrsta lagi segja tvímenning- arnir: „Í bréfinu setur lögmað- urinn fram efasemdir um hvort endurskoðendur fylgi lögum og verji starfsheiður sinn í störfum sínum. Í bréfinu gefur lögmað- urinn í skyn að trúnaðarupplýs- ingar um eitt fyrirtæki sem endurskoðandi/endurskoðunar- fyrirtæki öðlast í starfi sínu séu notaðar til framdráttar öðru fyr- irtæki sem hinn sami endurskoð- andi/endurskoðunarfyrirtæki vinni fyrir.“ Engar slíkar staðhæfingar eða aðdróttanir er að finna í bréfi mínu til Ríkislögreglustjóra. Öðru nær. Þar segir einmitt orðrétt, að með fyrirspurninni um aðferð við val á sérfræðingum sé „…á engan hátt [verið] að kasta rýrð á um- rætt endurskoðunarfyrirtæki eða þá sérfræðinga sem þar starfa“. Í öðru lagi segja tvímenning- arnir, að endurskoðendur vinni oft fyrir 2 eða fleiri aðila í sömu at- vinnugrein, sem eru í samkeppni við hvor annan. Þeir vitna til þagnarskyldu og að starfsheiður endurskoðenda hvíli á því, að þeir gæti hennar. En í því sambandi gleyma þeir því undirstöðuatriði, að það eru viðskiptamennirnir, sem treysta þeim og hafa val um, hvort þeir séu traustsins verðir. Endurskoðandanum ber að upp- lýsa viðskiptamanninn um hugs- anlega hagsmunaárekstra og hinn síðarnefndi hefur ákvörðunarrétt- inn en ekki endurskoðandinn. Í því tilviki, sem hér um ræðir, hef- ur Baugur Group hf. ekkert slíkt val. Þriðji aðili, Ríkislögreglu- stjóri, tók einhliða ákvörðun um, hvert hann leitaði með slíka ráð- gjöf. Í bréfinu er spurt hvort hann hafi nokkuð gert sér grein fyrir þessu atriði. Telja verður, að op- inberum valdsmanni beri undir slíkum kringumstæðum að gæta þess markmiðs hæfisreglna stjórnsýsluréttar, að koma í veg fyrir að borgararnir geti haft ástæðu til að efast um hlutleysi. Þarna gildir hin gullna reglna, að réttlát beiting valdsheimilda á ekki aðeins að vera réttlát hún verður einnig að sýnast vera það. Þó að slíkri spurningu sé varpað til Ríkislögreglustjóra er ekki þar með sagt, að þar með sé verið að ráðast á sérfræðingana, sem urðu fyrir valinu. Þetta ætti hver mað- ur að geta skilið. Í þriðja lagi er undarleg setning í athugasemd tvímenninganna. Orðrétt segja þeir: „Lögmaður Baugs Group hf. hefur með fram- angreindu bréfi gefið í skyn að endurskoðendur og endurskoðun- arfyrirtækið Deloitte & Touche hf. sérstaklega, brjóti þessi grund- vallarskilyrði í starfi endurskoð- enda [þ.e. um þagnarskyldu - innsk. HL]. Þessum ummælum hans andmælum við harðlega bæði fyrir stétt endurskoðenda sem heild og ekki síður fyrir fyrirtæki okkar sérstaklega.“ Hér er fyrst sagt að undirritaður hafi gefið eitthvað í skyn og síðan er „þeim ummælum“ mótmælt harðlega! Hið rétta er að ekkert neikvætt um störf þeirra var gefið í skyn í bréfi mínu og engin ummæli þar að finna, sem mótmæli tvímenn- inganna geta átt við um. Þetta er undarlegur málatilbúnaður svo ekki sé meira sagt. Kjarni málsins um þátt Deloitte & Touche hf. í rannsókn Ríkislög- reglustjóra á meintum brotum tveggja yfirmanna Baugs Group hf. er þessi: Ríkislögreglustjóri var spurður með hvaða hætti hafi verið staðið að vali á endurskoð- endum, sem liðsinna lögreglu við rannsóknina. Til marks um það, að hlutlægra reglna var ekki gætt, er að endurskoðunarfyrirtæki helsta keppinautar Baugs Group hf. varð fyrir valinu. Þó að ekki sé ástæða fyrirfram til að óttast störf þess fyrirtækis breytir það því ekki, að nálægðin er óþægileg fyrir alla hlutaðeigandi, ekki síst vegna þess að þriðji aðili, Ríkislögreglustjóri, tekur ákvörðunina og hið meinta fórnarlamb hefur engan umsagn- arrétt. Réttmætt tillit til hags- muna Baugs Group hf. hefði lík- lega leitt til þess að annað endurskoðanarfyrirtæki hefði orð- ið fyrir valinu til að fyllsta hlut- leysis væri gætt og til að koma í veg fyrir þá óvissu, sem fyrirtækið er sett í sama hvað hver segir. Reginmunur er á þessari aðstöðu Baugs Group hf. og þeirri aðstöðu sem er í frjálsum viðskiptum þeg- ar fyriræki ráða endurskoðendur til starfa. Að endingu hirði ég ekki um að svara skætingi tvímenninganna í minn garð, sem fram kemur í nið- urlagi athugasemdar þeirra og varða störf mín fyrir Baug Group hf., en ég hvet þá eindregið til að lesa betur hið upphaflega bréf mitt til Ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu 21. sept- ember. Þá munu þeir átta sig á, að þar er á engan hátt vegið að starfsheiðri þeirra, endurskoðenda yfirleitt eða fyrirtækis þeirra sér- staklega.“ Deloitte & Touche svarað LANDSÞING Sambands íslenskra sveitarfélaga, hið sautjánda í röð- inni, hefst í dag og stendur fram á föstudag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að yfirskrift þingsins sé: Búseta, lífsgæði og lýðræði. „Með henni erum við að vísa til þriggja mikilvægustu viðfangs- efna sveitarfélaga,“ segir Vilhjálm- ur. Hann gerir ráð fyrir því að rúm- lega 200 manns sæki þingið, þar af eru 178 kjörnir sveitarstjórnar- fulltrúar frá 105 sveitarfélögum landsins. Landsþingið er haldið á fjögurra ára fresti. Á þinginu verður kosin ný stjórn, fulltrúaráð og for- maður. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra mun í upphafi þingsins flytja ávarp en að því búnu verða flutt þrjú erindi, sem fjalla munu um hlutverk og framtíð sveitarstjórnarstigsins. Erindin flytja þau Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, sveitarstjóri í Reyk- hólahreppi, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgun- blaðsins, og Ejgil W. Rassmusen, formað- ur sambands danskra sveitarfé- laga. Hann mun fjalla um þróun sveitarstjórnarmála í Danmörku. Verður vinnuþing Að loknum fram- söguerindum verður þinginu skipt niður í nefndir. Í þeim verð- ur m.a. fjallað um samskipti Sambands íslenskra sveitarfé- laga við sveitarfélögin í landinu, um byggðaþróunina, um sjálfstjórn sveitarfélaganna, um þjónustu sveit- arfélaganna, fjármál þeirra og hlut- verk sem vinnuveitenda, svo dæmi séu nefnd. „Þetta verður mikið vinnuþing og lögð er áhersla á að brjóta þessi mikilvægu málefni til mergjar,“ seg- ir Vilhjálmur. Hann segir að markmið þingsins sé m.a. að Samband ís- lenskra sveitarfélaga geti markað sér framtíðar- stefnu í öllum helstu grundvallarmálum og þá með hagsmuni og velferð sveitarfélaganna og íbúa þeirra að leiðarljósi. Vilhjálmur segir það ljóst að ábyrgð sveitar- stjórnarmanna verði sí- fellt meiri. Ástæðan er m.a. fleiri, vandasamari og stærri verkefni og meiri kröfur um vandaða stjórnsýslu. „Með öllu starfi okkar viljum við vinna að því að styrkja hið staðbundna lýðræði og auka þátt- töku íbúanna í því.“ Vilhjálmur kveðst þeirrar skoðunar að fá mál varði allan almenning eins mikið og sveitarstjórnarmál. 17. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst í dag Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Ábyrgð sveitarstjórna verður sífellt meiri HÉR fer á eftir yfirlýsing sem Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sendi Morgun- blaðinu vegna leiðara blaðsins í gær: „Í nóvember 1999 bárust ráðu- neytinu tilmæli frá umboðsmanni barna um að það beitti sér fyrir því að Samkeppnisráð setti nánari al- mennar reglur um framkvæmd 22. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, sbr. 30. gr. sömu laga, að því er varðar auglýsingar sem ætlað er að höfða til barna og ungmenna. Auk þess var óskað eftir því að ráðuneytið aflaði heimilda til að þýða upplýsingarit sem gefið hafði verið út af hálfu um- boðsmanns neytenda í Danmörku. Af athugasemdum umboðsmanns barna kann einhver að draga þá ályktun að ráðuneytið hafi ekki tekið erindi hennar til umfjöllunar fyrr en 21 mánuði eftir að það barst ráðu- neytinu. Því fer hins vegar víðsfjarri enda erindið reglulega til umfjöllun- ar hjá þeim sérfræðingum sem að málinu komu svo sem nú skal rakið. Þegar eftir að umrætt erindi barst ráðuneytinu var það rætt á verk- efnafundi starfsmanna og ráðherra. Á næstu fjórum mánuðum var aflað nánari gagna um mál þetta og í lok apríl 2000 taldi ráðuneytið rétt að afla sérfræðilegs álits frá Sam- keppnisstofnun um það hvort og hvernig ætti að bregðast við áður- greindum tilmælum umboðsmanns barna. Erindið var til umfjöllunar hjá Samkeppnisstofnun og auglýs- inganefnd sem starfar á grundvelli samkeppnislaga. Nauðsynlegt reyndist þeim að afla frekari gagna og kanna nánar hvort ástæða þætti til þess að setja frekari reglur eins og umboðsmaður barna hafði óskað eftir í erindi sínu. Í lok febrúarmánaðar 2001 barst ráðuneytinu ítarlegt bréf Sam- keppnisstofnunar þar sem það álit kom fram að stofnunin teldi ekki ástæðu til þess að setja nánari reglur á þessu sviði. Ráðuneytið var sam- mála þeirri niðurstöðu. Vegna mistaka við meðhöndlun ofangreinds svarbréfs Samkeppnis- stofnunar þá var umboðsmanni barna ekki sent formlegt bréf um niðurstöðu þessa máls fyrr en að loknum sumarleyfum eða tæpum 7 mánuðum eftir að endanleg afstaða var fengin frá Samkeppnisstofnun. Í svarbréfi ráðuneytisins var greint frá þeim mistökum og beðist velvirð- ingar á þeim drætti sem hafði þá þegar orðið en slík mistök kunna að koma upp í stjórnsýslunni þó svo að yfirleitt séu slík tilvik fátíð sem bet- ur fer. Reyndar leggur ráðuneytið metnað sinn í að erindi sem því ber- ast séu afgreidd fljótt og vel og tekur skipulag skjalastjórnunar í ráðu- neytinu mið af því. Ráðuneytið ber fulla virðingu fyrir embætti umboðsmanns barna og þeim verkefnum sem hann sinnir og baðst því í ágúst í fyrra velvirðingar á þeim drætti sem þá var orðinn í máli þessu. Því þykir miður að þetta einstaka mál hafi nú orðið tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum með þeim hætti sem raun ber vitni. Af framan greindu er ljóst að það tekur mis- langan tíma að afgreiða erindi sem berast stjórnsýslunni en það þýðir þó ekki að ekkert sé aðhafst í við- komandi máli á meðan að afgreiðslu þess var unnið eins og hér að framan hefur verið rakið. Þess má einnig geta að á meðan málið var til umfjöll- unar hjá ráðuneytinu áttu sér einnig stað óformleg samskipti við embætti umboðsmanns barna. Ráðuneytið svo og Samkeppnis- stofnun sem fer með auglýsingamál og mál er varða auglýsingar sem beint er til barna hafa lagt áherslu á að tryggja að innlendar reglur á þessu sviði séu fullnægjandi og hafi það að markmiði að börnum og ung- mennum sé sýnd viðhlítandi virðing og vernd í auglýsingum.“ Yfirlýsing iðnaðar- og viðskiptaráðherra ALÞJÓÐLEG ráðstefna um kristi- lega fjölmiðlun stendur yfir í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu þessa viku. Sitja hana rúmlega 40 þátttakendur víðs vegar að úr heiminum. Michael Fitzgerald, útvarps- stjóri Lindarinnar, átti frum- kvæðið að ráðstefnunni hér á landi, en þetta er í fimmta sinn sem hún er haldin. Hann segir að þátttakendurnir starfi við útvarp og sjónvarp, yfirmenn stærstu hvítasunnusafnaða heims, en til- gangurinn sé að ræða um fjöl- miðla og hvernig megi nota þá í starfinu í framtíðinni. Umhverfið hafi breyst mikið með aukinni tækni og mikilvægt sé að menn átti sig á því hvernig þeir geti best tengst og unnið saman. Ráðstefnan hefur þrisvar verið haldin í Bandaríkjunum og einu sinni í Belgíu. Fitzgerald segir að gestirnir komi meðal annars frá Bandaríkjunum, Malasíu, Belgíu, Bretlandi og Suður-Ameríku. Hann hafi sjálfur unnið við það að framleiða efni fyrir útvarp og sjónvarp í áratug og unnið marg- vísleg verkefni fyrir kirkjuna, en hópurinn fái gott tækifæri til að kynna sér stöðu þessara mála hérlendis. Hann segir að ekki séu sambærilegar kristilegar sjón- varps- og útvarpsstöðvar í t.d. Bretlandi, Belgíu og Frakklandi og því geti ráðstefnugestir lært ýmislegt hérna auk þess að miðla af kunnáttu sinni. Fitzgerald segir að 22 útlend- ingar hafi verið við upphaf ráð- stefnunnar á mánudag en um 20 erlendir þátttakendur bætist við hópinn í dag. Hins vegar sé ráð- stefnan öllum opin. Alþjóðleg ráðstefna um kristilega fjölmiðlun Morgunblaðið/Þorkell Michael Fitzgerald, útvarpsstjóri Lindarinnar, átti frumkvæðið að ráð- stefnunni hér á landi og er hér á henni, lengst til vinstri á myndinni. Norðlingaölduveita Jón Kristjánsson úrskurðar í kærum Á FUNDI ríkisráðs á Bessastöðum í gær endurstaðfesti forseti Íslands í ríkisráði ýmsar afgreiðslur, sem höfðu farið fram utan ríkisráðs milli funda. Ennfremur féllst forseti Íslands á tillögu forsætisráðherra um að setja Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til að fara með og úrskurða í kærum á úrskurði Skipulagsstofnunar um mat á um- hverfisáhrifum framkvæmda við Norðlingaölduveitu í stað Sivjar Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra, sem vék sæti í þessum málum á grundvelli 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.